Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Lífakkeri á hrakhólum Vestfiröingar búa við óblíðari náttúru, harðari veður og meiri einangrun að vetri en flestir aðrir landsmenn. Þeir hafa orðið fyrir þungum áföllum á þessu ári. Fólk í héraði óttast um öryggi sitt og margir verða þráfaldlega að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu. Þetta setur mark sitt á menn og margir hafa flust á brott og aðrir íhuga brottflutning. Þetta gerist þrátt fyrir það að lífsaf- koma fólks í fjórðungnum sé góð. En það virðast fleiri en náttúruöflin vera andsnúnir Vestfirðingum. Ólafur Hannibalsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, sendi flokksbróður sínum, Halldóri Blöndal, skeyti í umræðum utan dag- skrár á Alþingi í fyrradag. Hann sagði að í þremur ný- legum tilvikum hefðu stjómvöld sent kolröng skilaboð til Vestfirðinga. Hann tilgreindi þessi skilaboð; lokun þver- brautar á fLugveÍlinum á Patreksfirði, horfur á að ekkert sjúkraflug yrði frá ísafirði og töf á Gilsfjarðarbrú. Eðlilegt er að stjórnvöld staldri við, þegar hart er í ári, og íhugi frestun á stórframkvæmd eins og Gilsfjarð- arbrú. Brúin bætir verulega samgöngur við Vestfirði en skiptir ekki sköpum fyrir líf og heilsu fólks í fjórðungn- um. Öðru máli gegnir með flugið. í fyrsta lagi er með ólíkindum að ótilgreindur kerfiskarl hafi tekið sig til og fengið menn til að negla klossa á þverbrautina á Patreks- firði. Svo getur staðið á að einungis sé lendandi á þess- ari braut þótt formlega hafi hún verið lokuð árum sam- an. Hún nýtist því augljóslega í neyðartilvikum, t.d. í sjúkraflugi. Ákvörðun um klossana mun hafa verið tek- in án vitundar ráðherra. Hann tók réttilega fram fyrir hendur undirmanns síns. Sjúkraflug verður heimilað. Enn alvarlegri tíðindi eru þó fyrir ísfirðinga og ná- granna þeirra að staðarflugfélagið Ernir fLytjist frá ísa- firði. Aðaleigandi félagsins lýsti því í DV í fyrradag að ákvörðunin um flutning hefði verið erfið og sársaukafull en nauðsynleg vegna samdráttar í flugi á Vestfjörðum. Flugfélagið hefur í raun verið lífakkeri íbúanna. ísaflarð- arflugvöllur er ekki upplýstur og því getur verið erfitt að lenda þar þótt flugtak sé mögulegt. Öryggi íbúanna hef- ur því byggst á því að hafa flugvélar í heimabyggð. En ekki er hægt að byggja afkomu flugfélags á einu saman sjúkraflugi, þótt mikilvægt sé. Fyrir utan áætlunarflug milli staða í fjórðungnum lifði félagið á póstflugi. Þeim samningum var hins vegar sagt upp. Það kom fram hjá eiganda félagsins í fýrrgreindu viðtali að þar með hefði fótunum í raun verið kippt undan félaginu. Á þessum vanda verða stjómvöld að taka, ríki jafnt sem sveitarfélögin sem að málinu koma. í þingumræðun- um kom ffam að samgönguráðherra ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn og ræða við heilbrigðisráðherra um hvað gera skal. Ráðherrann vill leysa málið með heil- brigðum hætti en ekki ástæðulausu póstflugi, eins og hann orðaði það. Það er góðra gjalda vert. Það kæmi til dæmis til greina að greiða fyrir bakvaktir í sjúkraflug- inu. Starfsmenn Emis hafa í raun staðið bakvaktir ámm og áratugum saman án þess að greiðsla kæmi fyrir. Starfsmenn í heilbrigðisþjónustunni fá greiðslur fyrir bakvaktir. Á sama hátt á að að greiða fyrir bakvaktar- þjónustu þótt hún sé fengin frá einkafyrirtæki. Ólafur Hannibalsson sagði á þingi nauðsynlegt að minnst ein sjúkraflugvél yrði á ísafirði. Það er rétt mat þingmannsins. Farsælast væri að reynsla Ernismanna nýttist áfram á Vestfjörðum og hægt væri að treysta rekstur þess. Standi ákvörðun félagsins um flutning ber stjómvöldum að grlpa til nauðsynlegra ráðstafana. Það er frumskylda þeirra að tryggja öryggi íbúanna. Jónas Haraldsson „Með því að reka leikskóla í Ásmundarsal mun húsið fyllast lífi og krafti..." segir m.a. í grein Árna Þórs. Menningararfur til komandi kynslóða Nokkur umræða hefur að und- anförnu spunnist í fjölmiðlum vegna ákvörðunar Reykjavíkur- borgar að festa kaup á Ásmundar- sal við Freyjugötu, húsi Arkitekta- félags íslands, til að reka þar leik- skóla. Þeim sjónarmiðum hefur verið haldið á lofti að borgin hafi „yfirboðið" tiltekinn listamann. Sömuleiðis hafa þær raddir heyrst sem telja að það sé ekki virðingu hússins samboðið að reka þar leik- skóla. Vegna þessara atriða vil ég benda á eftirfarandi: Ekki „yfirboðið" Það er ekki rétt að tala um að borgin hafi „yfirboðið“ tiltekinn listamann. Ásmundarsalur hefur lengi verið til sölu. Borginni var á sínum tíma boðið húsið til kaups undir listastarfsemi. Þá var ekki fyrirhugað að fjárfesta í slíku hús- næði. Síðan liðu margir mánuðir án þess að kaupendur fyndust að húsinu eða að þeir gerðu vart við sig. Dagvist bama hefur um skeið leitað að hentugu húsnæði i þess- um bæjarhluta undir leikskóla en árangurslaust. Nýbyggingarlóðir í Þingholtun- um eru fáar ef nokkrar sem rúma myndu leikskóla og því hafa menn aðallega horft- til kaupa á eldra húsnæði. M.a. vegna stórrar lóðar þótti þetta húsnæði henta vel und- ir leikskólastarfsemi. Eigendum hússins var fullkunnugt um að borgin væri að undirbúa tilboð í húsið vegna leikskóla, enda þurfti að skoða það rækilega með tiiliti til þeirrar starfsemi. Þegar sá undirbúningar var í gangi var ekki vitað um neitt ann- að tilboð. Það barst hins vegar Arkitektafélaginu á undan tilboði borgarinnar og að sjálfsögðu átti borgin ekki að hætta við sín áform vegna annars tilboðs. Kjallarinn Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi og formaður stjórnar Dagvistar barna Trygging fyrir sérkennum Áhugamenn um að listamaður hafi heimili og vinnuaðstöðu í títt- nefndu húsnæði gátu ekki tryggt að það yrði þannig til frambúðar því hann hefði hvenær sem er get- að selt það. Með því að borgin eignist húsið er þó fengin nokkur trygging fyrir því að það fái að halda sérkennum sínum og því verði sýndur sá sómi sem því sannarlega ber. Leikskólastarf er hluti af okkar menningar- og menntalífi. Með því að reka leikskóla í Ásmundarsal mun húsið fyllast lífi og krafti sem einkennir uppeldis- og menntunar- starf leikskóla borgarinnar. Böm sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi að alast að hluta upp í svo merku húsi munu búa að þeirri lífs- reynslu ævilangt - þau munu öðl- ast innsýn í og skilning á listum og menningu og varla er hægt að hugsa sér betri leið til að skila menningararfinum til komandi kynslóða. Því miður finnast mér neikvæð viðbrögð sem ég hef séð í fjölmiðlum einkennast af hofmóði og lítilsvirðingu í garð barna og leikskólastarfs og af hefðbundnum og þröngum skilningi á menning- arstarfsemi. Ég vona sannarlega að það sé ekki tilfellið. Full virðing Stjórn Dagvistar barna hefur falið fagdeild Dagvistar að vinna tillögur um uppeldisstarf í leikskó- lanum í Ásmundarsal með það að leiðarljósi að uppruni og saga hússins fái notið sín. Reykjavíkur- borg munu sýna Ásmundarsal fúila virðingu, m.a. með því að nafni hússins verði haldið óbreyttu sem og útliti hússins. Þar að auki er ég sannfærður um að börnin, sem þar munu dveljast, munu bera orðstír „sins“ leikskóla víða og kunna betur en ella að meta listir og menningu. Ásmundarsalur hefur þá öðlast menningarlegt hlutverk á nýjan leik. Árni Þór Sigurðsson „Því miður finnst mér neikvæð viðbrögð sem ég hef séð í fjölmiðlum einkennast af hofmóði og lítilsvirðingu í garð barna og leikskólastarfs og af hefðbundnum og þröngum skilningi á menningarstarfsemiÁ Skoðanir annarra Fullvinnsla sjávarafuröa „Viðvarandi atvinnuleysi hefir verið í nágranna- löndum okkar um árabil. Fámennt þjóðríki eins og ísland þolir ekki slíkt ástand til langframa. Brýnt er að allar vinnufúsar hendur fái hlutverk í þeirri upp- byggingu og verðmætasköpun, sem renna á styrk- um stoðum undir íslenskt þjóðfélag ... í framtíðinni getur fullvinnsla allra sjávarafurða í neytenda- pakkningar skilað þjóðarbúinu meiri verðmætum og fleiri nýjum störfúm en nokkur annar atvinnu- vegur á íslandi, ef rétt er á málum haldið.“ Garðar Pálsson í Mbl. 22. nóv. Forseti með 17% fylgi? „Forsetakosningar fara fram á næsta ári. Á þess- ari stundu hefur enginn tekið af skarið og tilkynnt framboð, en ýmislegt bendir til þess að nokkrir verði um hituna. Þingmenn Þjóðvaka vekja athygli á því, að séu sex frambjóðendur í kjöri og atkvæði dreifist jafnt geti sá sem kjörinn er forseti haft 17% fylgi, eða jafnvel minna, á bak við sig. Eins og bent er á i greinargerðinni er forseti íslands eini þjóð- kjörni embættismaður ríkisins, og því er í hæsta máta óeðlilegt að forsetinn geti náð kjöri með stuðn- ingi lítils hluta þjóðarinnar ... Alþýðublaðið tekur undir þessi orð. Frumvarp Þjóðvaka verður vonandi samþykkt, og er reyndar engin ástæða til að ætla annað.“ Úr forystugrein Alþbl. 22. nóv. Minnkandi framleiðniaukning „Þótt enn séu aðeins tvö ár liðin frá því að nýtt hagvaxtarskeið íslendinga hófst haustið 1993 eru ákveðnar vísbendingar um að það sé annars eðlis en hagvöxtur hér á fyrri árum ... Frá því seint á átt- unda áratugnum er eins og dregið hafi úr framleiðn- iaukningu ef árin 1984 til 1987 eru undanskilin og á þeim tíma hafa íslendingar dregist langt aftur úr öðrum samkeppnisþjóðum okkar í OECD.“ Sigurður B. Stefánsson í Viðskipti/atvinnulif Mbl. 23. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.