Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 13 Fréttir Fréttamannsstaða hjá ríkissjónvarpinu: Utvarpsrað hundsaði meðmæli fréttastjóra - niðurstaðan veldur mér vonbrigðum, segir Bogi Ágústsson Útvarpsráð hundsaði meðmæli Boga Ágústssonar, fréttastjóra á rík- issjónvarpinu, þegar það tók afstööu til ráðningar fréttamanns á fundi sinum nýlega. Bogi hafði mælt með Loga Bergmann Eiðssyni í stöðuna en flest atkyæði í útvarpsráði fékk Þorflnnur Ómarsson, eða 4. Logi Bergmann fékk ekki atkvæði. Aðrir sem fengu atkvæði i út- varpsráði voru Björg Björnsdóttir með 2 og Þröstur Emilsson með 1. Um er að ræða fasta stöðu Gunnars Kvarans sem farinn er til starfa hjá Skeljungi. Umsækjendur voru á annan tug. Útvarpsstjóri hefur farið að vilja útvarpsráðs og ráðið Þorfmn i stöð- una. Tekur hann til starfa næsta vor eftir að þættinum Dagsljósi lýkur. Sem kunnugt er starfar Logi við hliðina á Þorfinni í Dagsljósi. Bogi Ágústsson sagði í samtali við DV að niðurstaða útvarpsráðs hefði valdið sér vonbrigðum. „Það var fjöldinn allur af hæfum umsækjendum, þar á meðal Þorfinn- ur sem hefur reynst prýðilega hjá okkur. Hins vegar vildi ég helst fá Loga en útvarpsráð uppfyllir sínar lagaskyldur að fjalla um umsækj- endur. Þegar niðurstaða útvarps- ráðs er önnur en min eru það mér mikil vonbrigði en við því er ekkert að gera á meðan lögin eru eins og þau eru,“ sagði Bogi. Ber ekki skylda til að hlýða einum eða neinum Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson er formaður útvarpsráðs. „Það stendur hvergi að það eigi Kauplausir nemar: Það skortir fé í niður- skurðinum - segir heilbrigðisráðherra „Nei, ég ætla ekki að breyta þessari ákvörðun stjórnar ríkis- spítalanna, enda hef ég ekki fjár- magn til þess í þeim mikla nið- urskurði sem er og hefur verið í heilbrigðiskerfinu," sagði Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra um mál Bergsteins Þórs Jónssonar sem fær ekki laun á Landspítalanum meðan hann er í starfsmenntun. Hún sagði að það hefði verið í febrúar á síðastliðnu ári, fyrir sína tíð í ráðherraembætti, að sú ákvörðun var tekin af stjórn Ríkisspítalanna að greiða ekki laun fyrir starfsmenntun. „Það er fullráðið í þessi störf öll en svo koma þeir sem þurfa starfsmenntun en eru annars í skóla og þeim er bætt við og þess vegna var ákveðið að greiða ekki laun fyrir hana. Hins vegar höfum við verið að skoða hvern- ig hægt er að styrkja þá aðila fjárhagslega sem eru í starfs- menntun. Það er hins vegar spuming hvort heilbrigðisþjón- ustan á að gera það eða hvort þaö er menntakerfið sem á að koma þarna inn í,“ sagði Ingi- björg. Hún sagði að enda þótt víða væri greitt kaup fyrir starfs- menntunina væri það ekki gert þar sem fullráðið væri i störfm en skólafólk í starfsmenntun kæmi inn. -S.dór að fara eftir því sem einhver frétta- stjóri segir. Þetta er þannig að út- varpsráð hefur umsagnarrétt um stöðuna. Þar meta menn það eftir sínu höfði hvað þeir vilja. Okkur ber engin skylda til að hlýða einum eða neinum í því sambandi, ekki frekar en að fréttastjórinn beri að hlýða okkur. Það hefur hver sína skoðun á málinu og ekkert við því að segja,“ sagði Gunnlaugur í sam- tali við DV. -bjb Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 í kvöld. ,'v 1 Þrefaldur vinningur! Nu er að noto tíekifœrið' -vertu viðbúinin) vinningi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.