Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 íþróttir Trompfimleikar: Stjarnanog Gerpla sigruðu Stjaman sigraði í eldri flokki og Gerpla í yngri flokki á Fjarð- artrompi ’95, stóm trompmóti í fimleikum sem fram fór í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnar- flröi á flmmtudagskvöldið, í um- sjón Fimleikafélagsins Bjarkar. Stjarnan fékk 23,1 stig j eldri flokki en Björk 19,2 stig. í yngri flokki voru átta líð, þar af eitt piltalið, írá Gerplu, sem stóð sig með prýði. Gerpla sigraði með 21,35 stig, Stjaman kom næst með 21,1 og Björk varö í þriðja sæti með 20,1 stig. Keppendur á mótinu voru um 120 og komu frá fimm félögum. Knattspyma: „Lístmjög vel á Pétur“ Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóö: Pétur Marteinsson, knatt- spyrnumaður úr Fram, leikur að öllum líkindum með Hammarby í sænsku 1. deildinni næsta sum- ar, eins og fram hefur komið. „Okkur líst mjög vel á Pétur og emm spenntir fyrir því að fá hann til okkar. Það þarf aö ganga frá ákveðnum málum til að svo megi verða en ég á von á að það gangi eftir," sagði Ulf Edsten, stjórnarmaður hjá sænska knatt- spymufélaginu Hammarby, í samtali við DV í gær. Handbolti: Landsleiklr á Grænlandi ísland og Grænland leika tvo landsleiki í handknattleik á Grænlandi 15. og 16. desember. íslenska liðinu er boöið þangað af samnorrænni nefnd sem sér um málefni og samvinnu íslands, Grænlands og Færeyja. Þorbjöm Jensson landsliðs- þjálfari ætlar að fara með þokka- lega sterkt lið til Grænlands og óskaði eftir því að tveir leikir í 1. deildinni sem var frestað, KA- Stjarnan og ÍBV-Afturelding, færu ekki fram á sama tíma. Skvass: Kim Magnús meðyfirburði Kim Magnús Nielsen vann yfir- burðasigur á Magnúsi Helgasyni, þrisvar 9-0, í úrslitaleik í meist- araflokki karla á Samsung- skvassmótinu sem fram fór í Veggsporti um helgina. Albert Guðmundsson varð þriöji. Þórveig Hákonardóttir sigraði í A-flokki kvenna, Sæþór ívarsson í A-flokki karla og í unglinga- flokkum sigruðu Jón Auðunn Sigurbergsson, Þorbjörg Sveins- dóttir, Daníel Benediktsson, Birg- ir Guðjónsson og Áslaug Ragn- arsdóttir. Íshokkí: SAsigraði Skautafélag Akureyrar sigraði á Gatorade-bikarmótinu í íshokkí sem lauk á Akureyri á laugardag- inn. Reyndar var ekki hægt að spila síðustu leiki mótsins á sunnudag vegna asahláku en þeir voru felldir niður þar sem þeir breyttu engu um lokaröðina. SA vann alla fjóra leiki sína um helgina og niu af tíu í mótinu í heild og fékk 28 stig. SR2 varð í öðm sæti með 22 stig, Björninn fékk 7 stig, SRl fékk 1 stig og GB ekkert stig. SRl tók ekki þátt í seinni umferðinni um helgina. Clark McCormick hjá SR2 varð markahæsti maður mótsins, skoraði 24 mörk, en Pekka Sant- anen hjá SA skoraði 17 mörk. Tekjuhæstu íþróttamenn heims: Jordan er sem fyrr á toppnum - er með 2,9 milljarða króna í tekjur á árinu Körfuknattleikssnillingurinn Michael Jordan hjá Chicago Bulls er sem fyrr tekjuhæsti íþróttamaður heimsins, samkvæmt könnum bandaríska tímaritsins Forbes Macazine. Tekjur Jordans á árinu nema 2,9 milljörðum íslenskra króna. Mest af þessari upphæð, eða 2,6 milljarða, fær Jordan í gegnum auglýsingasamninga við hin ýmsu stórfyrirtæki en hann hefur skipað efsta sæti á þessum lista síðustu fiögur árin. Næstur á listanum er hnefaleikakappinn Mike Tyson. Árstekjur hans nema 2,6 milljörðum króna en mest af þeirri upphæð fékk hann fyrir að fara i hringinn og berjast í 89 sekúndur í ágúst síðastliðnum. Jordan og Tyson eru nokkuð sér á báti en menn í næstu sætum eru með 1,5 milljarða í árstekjur. Tíu hæst launuðu íþróttamenn heimsins samkvæmt könnun- inni eru: 1. Michael Jordan, körfubolti...............2,9 milljarðar 2. Mike Tyson, hnefaleikar...................2,6 milljarðar 3. Deion Sanders, ruðningur/homabolti........1,6 milljarðar 4. Riddick Bowe, hnefaleikar.................1,5 milljarðar 5. Shaquille O’Neal, körfubolti............1,430 milljarðar 6. George Foreman, hnefaleikar.............1,170 milljarðar 7. Andre Agassi, tennis....................1,040 milljarðar 8. Jack Nicklaus, golf ......................980 milljónir 9. Michael Schumacher, kappakstur............975 milljónir 10. Wayne Gretsky, ísknattleikur.............942 milljónir Stigahæstir í körfuboltanum: Bell að stinga af Milton Bell, bandaríski körfuknattleiksmaðurinn hjá ÍA, er orðinn lang- stigahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Bell skoraði 51 stig fyrir Skaga- menn um helgina á meðan helstu keppinautar hans, Torrey John og Jonat- han Bow, skoruðu 11 og 12 stig fyrir sín liö. Bandarískir leikmenn eru nú í sex efstu sætunum á stigalistanum í deild- inni. Tveir hæstu íslendingarnir, Herbert Arnarson og Teitur Örlygsson, skoruðu aðeins 8 og 5 stig í 17. umferðinni á sunnudagskvöldið. . Eftirtaldir eru stigahæstir í úrvalsdeildinni: iR-ingurinn Herbert Arnarson, sem hér er í fanginu á þjálfara sínum, John Rhodes, er stigahæstur íslendinga í úrvalsdeildinni. DV-mynd GS Stigahæstir í úrvalsdeild: Nafn Félag Leikir Stig Meðaiskor Milton Bell ÍA 17 499 29,4 Torrey John Tindastóll 17 453 26,6 Michael Thoele Breiðablik 17 444 26,1 Jonathan Bow KR 17 442 26,0 Herman Myers Grindavík 17 405 23,8 Fred Williams Þór A. 16 401 25,1 Herbert Arnarson ÍR 17 393 23,1 TeiturÖrlygsson Njarðvík 17 374 22,0 Lenear Burns Keflavík 17 360 21,2 Guðjón Skúlason Keflavík 17 335 19,7 Rondey Robinson Njarðvík 17 335 19,7 Jason Williford Haukar 16 326 20,4 Alexander Ermolinski Skallagr. 17 321 18,9 Guðmundur Bragason Grindavík 17 304 17,9 Kristinn Friðriksson Þór A. 15 296 19,7 Hermann Hauksson KR 16 280 17,5 SigfúsGizurarson Haukar 17 257 15,1 John Rhodes ÍR 17 254 14,9 Ronald Bayless Valur 7 251 35,9 Þeir Jackson Richardson og Denis Lathoud, sem hér fagna eftir sigur Frakka < fyrir hlutunum í undankeppni Evrópumótsins. Undankeppni Evrópumóts landsliða í h Frakkar rétt í í úrslitakepi - eftir sigur á Hvít-Rússum í hrein Það voru Ungverjar, Frakkar og Þjóð- verjar, auk Rússa og Rúmena, sem tryggðu sér síðustu sætin í úrslitum Evrópukeppni landsliða í handknattleik um helgina. Ungverjar unnu Tékka, og komust áfram þar sem Makedóníumenn töpuðu í Slóvakíu. Makedónía hefði náð öðru sætinu með því að vinna þann leik og var yfir í hálfleik, en það dugði ekki til. Frakkar unnu Hvít-Rússa í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn, en Hvít- Rússar höfðu unnið fyrri leik þjóðanna á fóstudag. Hvít-Rússar hefðu því komist áfram með jafntefli í Frakklandi en heimsmeisturunum tókst að knýja fram sigur. Þjóðverjar unnu Dani í fyrri leik þjóð- anna og voru þar með sloppnir, og höfðu efni á að tapa seinni leiknum í Dan- mörku. Úrslitin í lokaumferðinni um helgina urðu sem hér segir: 1. riðill: Austurríki - Tyrkland..........20-20 Króatía - Slóvenía.............30-21 Badminton: komust í 16 manna úrslit Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdótt- ir komust í 16 manna úrslit á alþjóð- legu badmintonmóti í Wales um helgina, en mótið gaf stig til þátttöku á ólympíuleikunum í Atlanta. Elsa sigraði Charmaine Reid frá Kanada í 1. umferö, 7-11,11-3 og 12-9, en tapaði síðan fyrir Brendu Been- hakker frá Hollandi, 1-11 og 1-11. Vigdís sigraði Matteju Slatner frá Slóveníu, 11-3 og 11-9, í 1. umferð en tapaði síöan fyrir Lonneke Jansen frá Hollandi, 6-11 og 6-11. Vigdís og Elsa tóku einnig þátt í tvíliöaleik og töpuðu þar fyrir Nicolu Van Hooren og Brendu Conijin frá Hollandi í 1. umferö, 8-15 og 4-15.1 Lokastaðan: Króatía............6 5 0 1 161-137 1( Slóvenía...........6 3 1 2 141-137 ' Tyrkland...........6 1 2 3 137-148 <: Austurríki.:.......6 1 1 4 133-150 : 2. riðill: Slóvakía - Makedónía.............26-2< Ungverjaland - Tékkland..........23-11 Lokastaðan: Tékkland..........6 4 1 1 169-134 £ Ungverjal.........6 3 1 2 156-149 1 Makedónía.........6 2 1 3 147-162 £ Slóvakía..........6 1 1 4 1388-165 £ 3. riðill: Hvíta-Rússland - Frakkland........31—26 Júgóslavía - Belgía...............21-12 Frakkland - Hvíta-Rússland........28-2£ Lokastaðan: Júgóslavía.........6 5 0 1 147-116 1C Frakkland..........6 3 0 3 139-132 6 Hv.Rússland........6 2 0 4 142-146 4 Belgía.............6 2 0 4 96-130 4 4. riðill: Pólland - ísland....................21-23 Rússland - Rúmenía.................28-2C Lokastaðan: Rússland...........6 4 0 2 148-120 8 Rúmenía............6 4 0 2 145-138 8 NBA-c Blóðug í Það gekk mikið á í Boston í nótt þeg- ar heimaliðið vann þar sigur á Miami í gífurlegum baráttuleik, 121-120, eftir tvær framlengingar. Reynslulitlir dómarar réðu ekkert við leikinn, þeir dæmdu 79 villur og 8 tæknivíti á liöin og ráku Pervis Ellison hjá Boston og Kurt Thomas hjá Miami af velli í fyrsta leikhluta fyi-ir blóðug slagsmál. Sauma þurfti tvö spor í andlit Ellisons eftir högg frá Thomas. Þá fór Billy Owens hjá Miami úr axlarlið eftir pústra við Todd Day hjá Boston. „Ég trúi því ekki að við höfum ttipað fyrir þeim. Við erum með margfalt betra lið en þetta var hræðilegur leik-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.