Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Síða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 DV Sundimglmga: Telpnasveit UMFA settimet A-telpnasveit UMFA setti nýtt íslenskt telpnamet í 4x100 m flug- sundi á pitsubæjarmóti Aftureld- ingar 29. nóvember. Stelpurnar syntu á 5:31,80 mín. og bættu árs- gamalt met Sundfélags Hafnar- íjaröar um tæpar 30 sekúndur. Sveitina skipa þær Gígja Hrönn Ámadóttir, Eva Hrönn Jónsdótt- ir, Ragnheiður Sigurðardóttir og Katla Jörundsdóttir. Þær eigaail- ar ár eftirí 13-14 ára aldurstlokki. Þátttakendur sýndu miklar framfarir og margir ungir sund- menn voru að taka þátt í sund- móti í fyrsta sinn. Alls var keppt í 131 sundgrein og þótti mótið takast mjög vel. Gígja Hrönn náði lágmarkifyrirNM Gígja Hrönn Árnadóttir, UMFA, náði lágmarki í 200 m bringusundi íyrir Norðurlanda- meistaramót unglinga, 15 ára og yngri, í bikarkeppni Sundsam- bands íslands þegar félag hennar, UMSK, sigraöi i 2. deildinni. Gígja synti vel undir lágmarkinu og bætti sinn fyrri árangur í grein- inni um 9 sekúndur. Hun bætti síðan lágmarksárangur sinn á Meta- og lágmarkasundmóti SH 27. nóvember og synti þá á tíman- um 2:50,08 mínútum en lágmark- ið er 2:51,01 minútur. Lára Hrund Bjargardóttir og Hafldóra Þor- geirsdóttir, báðar í Ægi, haí'a náð betri tíma og hvert land má að- eins senda tvo þátttakendur í hverja grein. Gígja Hrönn er að- eins 13 ára gömul og á því tvö ár eftir í þessum aldursflokki svo tíminn er nægur fyrir hina efni- legu sundkonu. Karfa, 8. flokkur karla: Tindastöllvann alla leikina Tindastóll sigraði i 8. flokki karla, 1. deild B-riðils, í 2. umferð sem fór fram fyrir skömmu. Úr- slit leikja urðu sem hér segir: Stjarnan-Breiðabflk .............23-39 ÍA-Fylkir................42-33 Þór, Þorl.-Tindastóll....21-44 Stjarnan-ÍA..............32-35 Breiðablik-Þór, Þorl.....32-25 Fylkir-Tindastóll........33-67 Þór, Þorl.-Stjaman.......32-30 Fylkir-Breiöablik........27-46 Tindastóll-ÍA............63-18 Stjaman-Fylkir...........33-48 Braðablik-Tlndastóll.....39-53 ÍA-Þór, Þorl.............40-37 Tindastóli-Stjarnan......74-43 ÍA-Breiðablik.......... 37-41 Fylkir-Þór.ÞorL..........51-25 Lokastaðan: Tindastó]1....5 5 0 301-154 14 Breiðablik...5 4 1 197-165 13 ÍA........5 3 2 172-206 7 Þór.Þorl..5 1 4 140-197 6 Stjarnan..5 0 5 161-228 5 Fylkir....5 2 3 192-213 4 StuLknaflokkur -1. deild: Þór,Ak. meðfullt hús stiga í C-riðli Þór, Ak. sigraði með fullu húsi stiga í 2. umferð íslandsmótsins í 1, deildinni. Úrslit leikja urðu þgssi; UMFL-USAH................19-27 Grindavík(B)-Reynir, S..31-34 Þór, Ak.-UMFL............64-16 USAH-Reynir, S...........37-39 Grindavík(B)-Þór, Ak.....17-41 Reynir, S.-UMFL..........36-21 US AH-Grinda vík(B)......14-36 Reynir, S.-Þór, Ak.......24-37 UMFL-Grindavík(B)........23-35 Þór, Ak.-USAH............33-24 Lokastaðan: Þór.Ak......4 4 0 175-81 8 Reynir.S.......4 3 1 133-126 6 Grindavík(B) 4 2 2 119-112 4 USAH........4 1 3 102-127 2 UMFL........4 0 4 79-162 0 íþróttir unglinga .Unglingalandsliðið í sundi 1995. Myndin var tekin í Sundhöll Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Frá vinstri: Margrét Rós Sigurðardóttir, Umf. Selfoss, Sunna Dís Ingibjargardóttir, Keflavík, Anna Birna Guðlaugsdóttir, Ægi, Anna Valborg Guðmundsdóttir, UMFN, Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, Sigurður Guðmundsson, ÍA, og Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi. Þjálfarar liðsins eru á bakkanum, til hægri er Petteri Laine, þjálfari Ægis, og til vinstri Steindór Gunnarsson, þjálfari UMFN. DV-myndir Hson Sigurður Guðmundsson, IA, æfir viðbragðið og er ekki annað að sjá en að drengurinn hafi gert þetta einhvern timann áður. Unglingalandsliðið 1 sundi heldur á Norðurlandamótið í dag: ísland best Norður- - þaö sannaöist á Noröurlandamótinu í fyrra, segir Petteri Laine landsliösþjálfari Islenska unglingalandsliðið í sundi lagði upp til Kaupmannahafnar í morgun til þátttöku í Norðurlanda- móti unglinga, 15 ára og yngri fyrir stúlkur og undir 18 ára fyrir strák- ana, og stendur það frá 7.-10. des- ember. Sjö þátttakendur eru frá ís- landi, sex stúlkur og einn piltur. Þau eru: Halldóra Þorgeirsdóttir, Lára Hrund Bjargardóttir og Anna Birna Guðlaugsdóttir, allar úr Ægi, Margrét Rós Sigurðardóttir, Umf. Sel- foss, Sunna Dís Ingibjargardóttir, Keflavík, Anna Valborg Guðmunds- dóttir, UMFN, og Sigurður Guð- mundsson, ÍA. Þjálfarar eru þeir Pett- eri Laine, þjálfari hjá Ægi, og Steindór Gunnarsson, þjálfari hjá Njarðvík. Höfum unnið tvö gull á tveim síðustu Norðurlandamótum Petteri Laine og Steindór Gunnars- son, þjálfarar hösins, sögðust vera mjög ánægðir með landsliðshópinn. Hann er ekki lakari en tvö undanfar- in ár og andinn innan hans er alveg fráþær: „ísland hefur unnið eitt gull á Norð- urlandamóti síðastliðin 2 ár og ef það tækist þriðja árið í röð yrði það nokk- urs konar kraftaverk. Lágmörkin eru Umsjón Halldór Halldórsson mjög sterk í ár, og þá sérstaklega í frjálsum aðferðum stráka, og það er kannski ástæðan fyrir því hversu fáir þeir eru. Við erum nú best allra Norð- urlandaþjóðanna í bringusundi ungl- inga og til marks um það má minna á NM í Osló í fyrra þar sem ísland vann til sex verðlauna í bringusundi og þar á meðal eitt gull og segir það sína sögu,“ sögðu þeir félagar. Góðir þjálfarar Anna Bima Guðlaugsdóttir, Ægi, segist æfa 8 sinnum í viku: „Skriðsund er mín aðalgrein og ég hef tekið töluverðum framförum að undanfornu. Þessi hópur er mjög skemmtilegur í alla staöi og lærdóms- rikt að vera með þessum frábæru krökkum. Ég hef einkum lært mikið af Láru Hmnd en hún hefur góða reynslu og þjálfaramir eru einnig mjög góðir. Mitt takmark er að bæta mig í mín- um greinum. Ég æfi 8 sinnum í viku, 2 klukkustundir í senn, og mér líður alltaf mjög vel eftir góð átök, sérstak- lega ef vel hefur gengiö," sagði Anna Bima. Byrjaði að æfa níu ára Anna Valborg Guðmundsdóttir, UMFN, 14 ára, kveðst hafa lært mik- ið á landsliðsæfmgunum: „Bringusundið er mín uppáhalds- grein og hef ég bætt mig jafnt og þétt. Það er frábært að fá að vera með í þessum góða hópi og ég mun leggja mig alla fram um að standa mig sem best. Jú, æfingarnar hjá þeim Petteri og Steindóri em alveg frábærar," sagði Anna Valborg. Ævintýri líkast Sigurður Guðmundsson, ÍA, 16 ára, er frá Hvanneyri en er í heimavist á Akranesi og stundar nám í Fjöl- brautaskóla Vesturlands: „Stuttu bringusundin em mínar greinar. Ég byrjaði að æfa sund 6 ára en hef reyndar verið í flestum greinum íþrótta nokkur undanfarin ár - ég býst þó við að sundið verði ofan á í framtiðinni. Mér finnst ævintýri líkast að eiga að fara að keppa fyrir íslands hönd á Norðurlandamóti. Annars var ég með á Eyjaleikunum í fyrra og þáð var góð reynsla," sagði Sigurður. Hann bætti við að það væri bara ágætt mál að vera eini strákurinn í þessum stelpnahópi. Framstelpurnar unnu í 4. flokki (B) Stelpurnar i Fram sigruðu i 2. deild 4. Hokks (B) i íþróttahúsi Fram 26. nóvember. Vik., 2 i 2. saeti og Vfl(. 3. Liöið er þannig: Gerður GuðmundsdótHr, Margrél Jónsdótlir, Inga AlfreðsdóHir, Sigrfður SigurjónsdóHir, Aida SveinsdóHir, Arnþrúður FelixdóHir, Hanna Bjamadóflir, Ebba ÞorgelrsdótHr, Maria KlartansdóHír og Auður Guðmunds- döttir. Þjálfari er Reynir Stelánsson og honum tíl aðstoðar Davíð Þorvaldsson. Liðs- stjóri er Maria Jóhannsdóttir. DV-mynd Hson landa í bringusundi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.