Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 Afmæli_________________________________.__i Katrín Kristín Briem Gísladóttir Katrín Kristín Briem Gísladótt- ir húsmóðir, Bleiksárhlíð 59, Eskifirði, er fimmtug í dag. Starfsferill Kata fæddist á Reyðarfirði og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Þá lærði hún nudd í Nuddskóla Rafns á árunum 1969-71 og lauk þaðan prófi sem nuddfræðingur. Á unglingsárunum starfaði Kata við síldarsöltun og var verk- stjóri á sUdarplani fóður síns á Reyðarfiröi. Þá starfaði hún í nokkur ár hjá Olíuverslun íslands í Laugarnesi. Hún hefur kennt leikfimi og iþróttir á Eskifirði um árabU og hefur starfað þar sem nuddari. Kata flutti til Reykjavíkur 1965, átti heima á Djúpavogi 1974-78, á Hornafirði 1978-79 en hefur átt heima á Eskifirði frá 1979. Kata stofnaði Leikfélag á Djúpa- vogi og setti þar upp tvö leikrit. Hún hefur verið formaður Kven- félagsins Daggar á Eskifirði og hefur sinnt ýmsum öðrum félags- málum þar. Fjölskylda Kata giftist 25.12. 1965 Auðbergi Jónssyni, f. 16.3. 1943, yfirlækni. Hann er sonur Jóns Kristins Guð- jónssonar og Þóru Snædal sem bjuggu á Hólmum í Reyðarfirði. Börn Kötu og Auðbergs eru Gísli Marinó Auðbergsson, f. 14.10. 1966, lögfræðingur á Eski- firði, kvæntur Guðnýju Jónsdótt- ur og eiga þau tvö börn; Jón Kristinn Auðbergsson, f. 26.9. 1968, bilasmiöur, og á hann eina dóttur; Davíð Örn Auðbergsson, f. 29.1. 1973, verkamaður; Haraldur Trausti Auðbergsson, f. 14.8. 1974, verkamaður; Bjarki Örvar Auð- bergsson, f. 21.12. 1982, nemi. Systkini Kötu eru Kristinn Ólafur Briem, f. 1.6.1943, skrif- stofustjóri á Reyðarfirði; Þórólfur Gíslason, f. 7.3. 1952, kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki; Dagbjört Briem, f. 13.5.1956, húsmóðir á Reyðarfirði. Foreldrar Kötu: Gísli Marínó Þórólfsson, f. 4.2. 1917, d. 21.6. 1986, útgerðarmaður á Reyöar- firði, og Þuríður Ólafsdóttir Briem, f. 28.9. 1919, húsmóðir. Ætt Gísli var sonur Þóróifs, sjó- manns á Reyðarfirði, Gíslasonar, og Katrínar Jóhannesdóttur. Þuríður er dóttir ólafs, b. í Eyj- um í Breiðdal, bróður Valgerðar, ömmu Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Ólafur var sonur Har- alds Briem, hreppstjóra á Rann- veigarstöðum, bróður Valdimars, vígslubiskups og sálmaskálds, og Sigríðar, móður Ólafs Davíðsson- ar, náttúrufræðings og þjóösagna- safnara, og Ragnheiðar, móður Davíðs Stefánssonar skálds. Har- aldur var sonur Ólafs Briem, timburmeistara á Grund í Eyja- firði, bróður Eggerts, sýslumanns á Reynistað, langafa Gunnars Thoroddsens forsætisráöherra. Ólafur var sonur Gunnlaugs Briem, sýslumanns á Grund og ættfoður Briemættarinnar, Guð- brandssonar, og Valgerðar Árna- dóttur. Móðir Haralds var Dóm- hildur, systir Helgu, móður Sig- ríðar Eyjafjarðarsóiar. Dómhildur var dóttir Þorsteins, skálds á Stokkahlöðum, Gíslasonar og Sig- ríðar Árnadóttm-, b. á Vöglum, Jónssonar. Móðir Ólafs, b. í Eyj- um, var Þrúður Þórarinsdóttir, prófasts á Hofi í Álftafirði, Er- lendssonar og Guðnýjar Bene- diktsdóttur, prests á Skorrastöð- um, Þorsteinssonar. Móðir Þuríðar var Kristín Hannesdóttir, b. í Effi-Ey í Meðal- Katrín Kristín Briem Gísladóttir. landi, Hannessonar og Þuríðar Sigurðardóttur, b. á Ljótarstöðum i Skaptártungu, Bótólfssonar. Sigurður Skúli Friðriksson Sigurður Skúli Friðriksson, lög- giltur vigtarmaður á Þórshöfn, til heimilis að Austurvegi 10, Þórs- höfn, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Skúli fæddist að Felli í Skeggja- staðahreppi í Norður-Múlasýslu og ólst þar upp við hefðbundin bústörf á unglingsárunum. Hann stundaði hefðbundið bama- og unglingaskólanám, sótti námskeið hjá Siglingamálastofnun, Löggilt- um vigtarmönnum, og hjá Fisk- mati ríkisins, auk þess sem hann hefur sótt fleiri námskeið í tengsl- um við störf sín. Skúli var nokkur sumur við vega- og brúargerð en réðst til Kaupfélags Langnesinga sem vörubílstjóri 1954. Það haust keypti hann vörubifreiðina af Kaupfélaginu og fór að vinna sjálfstætt. Hann stofnaði það ár, ásamt öðrum vörubílstjórum á Þórshöfn, Vörubílstjórafélagið Þór. Skúli sagði sig úr Vörubíl- stjórafélaginu og hætti akstri 1975. Hann var skipaður löggiltur vigtarmaður á Þórshöfn 1972 og starfar við það enn. Þá var hann ráðinn fiskmatsmaður á ferskum fiski 1977 og stundar enn þá vinnu, ásamt öðrum störfum hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar og Þórshafnarhrepps. Þá hefur hann stundað sjómennsku öðru hvoru. Fjölskylda Skúli kvæntist 4.6. 1960 Báru Sigfúsdóttur frá Raufarhöfh, f. 8.7. 1940, húsmóöur. Hún er dóttir Sigfúsar Kristjánssonar, verka- manns á Raufarhöfn, sem lést 1968, og k.h., Sigríðar Svein- björnsdóttur, verkakonu þar. Böm Skúla og Báru eru Erla Runólfsdóttir (stjúpdóttir Skúla og dóttir Báru) f. 26.11. 1957, gift Atla Jónssyni og eiga þau þrjá syni; Friðrik, f. 10.11. 1958, fórst í flug- slysi í Smjörfjöllum 22.9. 1980, bif- reiðastjóri; Sigríður, f. 7.4. 1960, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Guðnasyni og eiga þau þrjá syni; Sigfús, f. 20.9. 1961, bifreiðastjóri, og á hann tvo syni; Helgi, f. 29.11. 1962, húsvörður við barnaskóla í Gimli í Manitoba í Kanada, kvæntur Brendu Jane Skúlason og eiga þau tvö böm; Oddur, f. 22.9. 1964, vélstjóri; Ellý, f. 10.6. 1968, verslunarmaður og húsmóð- Menning____________ Líf og dauði Það em stórar spumingar sem Kristján Kristjánsson er aö glíma við í sögu sinni um ungan bréfbera á Akureyri. Við kynnumst aðalper- sónunni á mjög brotakendan hátt þar sem höfundur notar dagbókar- formið og skeytastíllinn er alsráð- andi. Bréfberinn Jónas tók upp á því eftir alvarlegt vinnuslys að skrifa dagbók. Nútíð sögunnar er einu ári eftir slysið og Jónas hefur uppgöt- vað að dagbókin hefur týnst í flutn- ingum. Hann finnur hana hálfónýta af vatnsskemmdum og ákveður að hreinrita það sem hann getur og endurrita það sem hann man. Þannig fær lesandi að kynnast sög- unni af slysinu og þeim djúpstæðu áhrifum sem það hafði á hann, en jafnframt fylgjum við honum í nú- inu frá 13.ágúst til 26.október. Það kemur í ljós að Jónas er hald- inn einhverskonar dauðaáráttu. Hann er afar upptekinn af dauðan- Bókmenntir Oddný Árnadóttir um eftir að hann horfðist í augu við hann í slysinu og smám saman lærist lesanda að hann hefur gert tilraun til sjálfsmorðs. Þegar hann uppgötvaði að hann var í raun fær um að taka sitt eigið líf fannst hon- um hann hafa sigrast á dauðanum að einhverju leyti. En hann hefur skammtað sér ákveðinn tíma. það sem einkennir söguna helst eru einlægnin og raunsæið. Þetta er örlagasaga og rétt eins og um venju- lega dagbók væri að ræða er ekkert dregið undan. Sú mynd sem dregin er upp af Jónasi og dauðaáráttu hans er afar sannfærandi. Frásagn- arformið veldur þvi að lesandi fær ekki allar nauðsynlegar upplýsingar og verður sjálfur að geta í eyðurnar. Þegar á líður skýrist þó myndin og verður heildstæð Það er óhætt að segja að höfund- ur haldi manni við efnið í þessari sérstæðu sögu. Spennan og hrylling- urinn eykst með hverri síðu og dóm- urinn er óumflýjanlegur. Hann magnar upp áhrifin með dagbókar- forminu sem jafnframt er notað á snilldarlegan hátt til að koma trufl- aðri persónu Jónasar á framfæri með brotakenndum stílnum. Þannig verða ruglingslegar hugsanir hans að hálfgerðum.hrærigraut hjá les- anda með því að vera bæði að bjástra við nútíð og fortíð. Það er ljóst að höfundur er vel með á nótunum hvað byggingu og stfi varöar og verkið er ótrúlega flókið púsluspil sem gengur upp í lokin. Þessi bók er hvorki auðmelt né fljótlesin, þó hún láti lítiö yfir sér, og skilur eftir áleitnar spurn- ingar að lestri loknum. Kristján Kristjánsson Ár Bréfberans Iðunn 1995 Munið nýttí símanúmer[ 5591 D ¥J 5 $ 06 1 ir í Reykjavík, gift Atia Viðari Kristjánsssyni bifvélavirkja og eiga þau tvö börn; Helga Kristín, f. 15.5. 1978, nemi viö Verkmann- taskólann á Akureyri. Systkini Skúla: Guðríður, f. 6.10. 1923, saumakona og húsmóð- ir í Reykjavík; Kristín Gunniaug, f. 17.10. 1924, húsmóðir í Reykja- vik; Gunnhildur Vfihelmína, f. 15.12. 1926, húsmóðir í Reykjavík; Oddný Sigríður, f. 3.5. 1928, d. 29.9. 1981; Gunnþórunn, f. 28.9. 1929, húsmóðir á Lækjarósi í Dýrafirði; Helga, f. 6.4. 1932, d. 26.10. 1945; Júlía, f. 6.10. 1934, hús- móðir á Akureyri; Sigurjón Jósep, f. 28.12. 1936, bóndi á Felli í Skeggjastaðahreppi. Foreldrar Skúla: Friðrik Jó- hann Oddsson, f. 11.1.1894, og Helga Sigurðardóttir, f. 5.11. 1894. Sigurður Skúli Friðriksson. Tll hamingju með afmælið 5. desember 95 ára 50 ára Eiríkur Björnsson, Svínadal, Skaftárhreppi. María Ingibergsdóttir, Köldukinn 30, Hafnarfirði. Öm Hlöðver Tyríingsson, Grófarseli 5, Reykjavík. Hrafnhildur Sigurðardóttir, 90 ára Sveinn O. Marteinsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vik. Norðurvangi 3, Hafnarfirði. Gunnjóna Jónsdóttir, Ártúni 4, Siglufirði. Jóhannes Tryggvason, 75 ára Aðallandi 2, Reykjavík. Inga Halldóra Jónsdóttir, Merkurgötu 7, Hafnarfirði. Sigriður Stefánsdóttir, Ljósheimum 6, Reykjavík. 70 ára 40 ára Gerður Helga Jónsdóttir, Sæbólsbraut 35, Kópavogi. Hafþór Rúnar Gestsson, Barmahlíð 35, Reykjavik. . Svanfríður Sigurþórsdóttir, Klausturhvammi 28, Hafnarfirði. Jón Kristinn Dagsson, Miðtúni 60, Reykjavík. Lilja Guðmundsdóttir, Lönguhlíð 8, Akureyri. Sigrún Ásdis Jónsdóttir, Sigurbjöm Eiriksson, Kjarrvegi 3, Reykjavík. Jón Jónas Bárðarson, Hátúni 6, Reykjavík. 60 ára Þorgeir Ólafsson, Blöndubakka 13, Reykjavík. Jóna Guðmundsdóttir, Guðlaugsvík 1, Bæjarhreppi. Ebba Sigiu-ðardóttir, Bergstaðastræti 75, Reykjavik. Árni Ingólfsson, Grjótaseli 17, Reykjavik. Sólvöllum 19, Akureyri. Carlotta Rósa Guðmundsdóttir, Klukkurima 1, Reykjavík. Pétur Orri Haraldsson, Unufelli 29, Reykjavík. Guðbjartur Halldórsson, Sigtúni 33, Reykjavík. Anna Jakobína Hilmarsdóttir, Njálsgötu 52, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.