Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 1
11. DESEMBER 1995 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn: 1X2-XX1-111-122X ítalski boltinn: 11X-111-111-X112 Lottó 5/38: 59101529(22) Helgi frá Leiftri og fer til Noregs eöa Svíþjóðar DV, Ólafsfirði: Páll Guömundsson, sem leik- iö hefur með meistaraflokksliði Leifturs síðustu þrjú keppnis- tímabil, er á forum frá félaginu. Helgi fer utan síðar I vetur en hefur sett stefnuna á Noreg eða Svíþjóö. Páll hefur fengið tilboð frá 2. deildar liði í Noregi og hef- ur talsveröan áhuga að fara þang- að. Félagið þykir gott og er með einn besta þjálfarann í Noregi. Þó hefúr Páll enn meiri áhuga á að fara til Svíþjóðar en lið þaðan hefur sett sig í samband við hann. Páll var kjörinn leikmaður ársins í Ólafsfirði 1995. -HJ Handknattleikur: Jason skoraði átta mörk en Brixen tapaði Jason Ólafsson skoraði átta mörk fyrir Brixen í ítalska hand- boltanum um helgina. Ekki dugði þetta framtak hans til sigurs því Brixen beið sinn fyrsta ósigur á heimavelli í lang- an tíma gegn efsta liðinu Prato, 20-21. Jason var tekinn úr um- ferð allan tímann, eins og svo oft áöur í deildinni. Jason er þriðji markahæstur í deildinni en síð- asta umferð fyrir jól verður um næstu helgi. Prato er í efsta sæt- inu en Brixen er í 3.-5. sæti. Jason Ólafsson mun æfa með íslenska landsliðinu yfir jóláhá- tíðina. Kristján til Elfsborg Eyjólfur Harðarson, DV, Sviþjóð: Kristján Jónsson úr Fram skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska 1. deildar liðið Elfsborg. Kristján mun halda utan eftir áramótin en imdirbúningur fyrir næsta tímabil hefst 8. janúar. Elfsborg og Fram hafa einnig samið sín á milli. „Ég er mjög ánægður með að þetta er í höfn en ég var satt best að segja ekki viðbúinn því aö þetta myndi ganga svona hratt fyrir sig. Ég hlakka til dvalarinnar í Svíþjóð," sagði Kristján í samtali við DV eftir undirskriftina. Enski boltinn: Stone tryggöi Forest stig Nottingham Forest og Aston Villa gerðu jafntefli, 1-1, á City Ground í Nottingham í gær. Þar með missti Aston Villa af tæki- færi til að mjaka sér í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspymu. Dwight Yorke skoraði fyrst fyrir Villa og lengi vel leit út fyr- ir sigur liðsins. Enski landsliðs- maðurinn, Steve Stone, sem Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man. Utd, vill kaupa, skoraði síðan jöfhunarmark Forest þegar átta mínútur voru til leiksloka. Á bls. 30 er umfjöllun um leik- ina í ensku knattspyrnunni um helgina. -SK NM unglinga í sundi: Þrenn bronsverðlaun í Kaupmannahöfn íslendingar unnu til þrennra bronsverðlauna á Norðurlandameistara- móti unglinga í sundi sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Lára Hrund Bjargardóttir lenti í þriðja sæti í tveimur greinum, fyrst í 200 metra skriðsundi á 2:09,90 min. og siðan í 200 metra fjórsundi á 2:26,83 mín. Halldóra Þorgeirsdóttir lenti í þriðja sæti í 200 metra bringusundi á 2:44,36 mín. Aðrir þátttakendur frá íslandi vom Anna Birna Guðlaugs- dóttir, Anna Valborg Guðmundsdóttir, Margrét Rós Sigurðardóttir, Sig- urður Guömundsson og Sunna Dís Ingibjargardóttir. Árangur þeirra var almennt ágætur þótt ekki'kæmust þau á verðlaunapall. Tanasic samdi til eins árs Marko Tanasic, sem leikið hefur undanfarin ár, hefúr leikið knatt- spymu með Keflvikingum, hefur gert eins árs samning við norska liðið Strömgodset. Tanasic leit á aðstæður á dögunum og beið enn fremur eftir atvinnuleyfi. Það er komið í höfn og hélt Tanasic af landi brott í gærmorgun. Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik: Leikið verður á Sslandi næsta vor Ákveðið hefur verið að keppni sex þjóða, sem heyja baráttu um tvö sæti í riðlakeppni Evrópumóts- ins í körfúknattleik, verði haldin á íslandi næsta vor. Auk íslands sóttu Kýpur og írland um að halda þessa keppni en í síðustu viku ákvað Alþjóða körfuknattleikssam- bandið að keppnin yrði haldin á ís- landi dagana 21.-28. maí. Auk ís- lands keppa Danmörk, írland, Al- bania, Lúxemborg og Kýpur á mót- inu hér. Þjóðimar höfnuðu í 3.^4. sæti í sínum riðlum í undankeppni Evr- ópumótsins í fyrra og leika því um tvö sæti sem gefa sæti I riðlakeppni sem hefst 1997 og stendur til 1999. „Eftir töluverðu að slægjast" „Við erum mjög ánægðir með að hafa fengið þessa keppni hing- að til lands. Okkur hefur gengið ágætlega gegn öllum þessum þjóð- um. Albanía er nýtt dæmi fyrir okkur. en þar er hefðin fyrir körfúbolta sterk. Það er eftir tölu- verðu að slægjast og skiptir miklu máli að landslið okkur standi sig vel í þessari keppni," sagði Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali viö DV. Leikirnir fara allir fram i Laugardalshöll- inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.