Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 8
36 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Iþróttir NB A-deildin um helgina: Jordan frábær Chicago Bulls vann báöa sína leiki um helgina í bandaríska körfubolt- anum, þann fyrri á heimavelli gegn San Antonio og síöan gegn Milw- aukee. Michael Jordan og Scottie Pippen voru sem fyrr burðarásar í liði Chicago þegar liðið vann góðan sigur á heimavelli gegn hinu sterka liði San Antonio. Jordan skoraði 28 stig og Pippen 19 stig. Chicago var með leikinn í hendi sér frá upphafi og vann stórsig- ur þegar upp var staðiö. Dennis Rod- man, fyrrum leikmaður San An- tonio, tók 21 frákast í leiknum fyrir Chicago. David Robinson skoraði 30 stig fyrir San Antonio. Clyde Drexler á hvern stórleikinn á fætur öðrum og gegn Washington Bullets skoraði hann 30 stig, þar af 12 stig í síðasta leikhluta. Hakeem Olajuwon var stigahæstur með 34 stig og tók 11 fráköst eins og Drexl- er. „Hakeem er jafnvígur í sókn og vörn og þegar boltanum er komið inn til Drexler geta ótrúlegustu hiutir gerst," sagði Rudy Tomjanovich þjálfari Houston. Orlando vann átakalausan sigur á Charlotte Hornets og þar fór Penny Hardaway fyrir sínu liði og skoraði 28 stig og Dennis Scott skoraði 25 stig. Glenn Rice skoraði 31 stig fyrir Charlotte. Denver hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum. Leikur Uðsins gegn Phoenix var jafn og spennandi en Denver var sterkara í lokin. Dale Ellis skoraði 23 stig fyrir Denver en Abdul-Rauf skoraði 13 stig en gerði 51 stig í leik kvöldinu áður. Rod Will- iams skoraði 23 stig fyrir Phoenix en Chcirles Barkley lék ekki með Phoen- ix vegna flensu. Eddie Johnson og Sedale Threatt skoruðu 27 stig hvor gegn Toronto í Forum. Damon Stoudamire gerði 20 stig fyrir nýliðana. Laugardagskvöldið Karl Malone hjá Utah Jazz skorað 51 stig í leiknum gegn Golden State. Hann fór á kostum í þriðja leikhluta og skoraði 19 stig af 27 stigum Uðsins í þessum hluta.„Ég var ekket að hugsa um þetta í leiknum. Það var ekki fyrr en Homacek kom upp að mér og spuröi hvað ég væri búinn að skora mörg stig. Ég leit upp og sagði 50 stig,“ sagði Malone. Besta skor hans er frá 1990 þegar hann skoraði 61 stig gegn Milwaukee. Patrick Ewing skoraði 29 stig fyrir Kincks gegn Atlanta Hawks sem tap- að hefur fimm leikjum í röð. John Starks skoraði 20 stig fyrir Knicks en hjá Atlanta var Steve Smith stiga- hæstur með 29 stig. Þjóðverjinn Detlef Schrempf og Shawn Kemp skoruöu meira en helming stiga Seattle gegn Portland. Schrempf skoraði 28 stig og Kemp 25 stig í fjórða sigurleik liðsins í röð. Michael Jordan skoraði samtals 73 stig fyrir Chicago um helgina. Jordan skoraði 45 stig gegn Milwaukee á laugardagskvöldið og var þetta sjötti sigurinn í röð hjá Uðinu. Staðan í NBA-deildinni Atlantshafsriðill Orlando 1R 4 an.o% New York 14 5 73,7 Miami 12 5 70,6% New Jersey. 9 9 50h% Boston 8 9 47,1% Washington 8 10 44,4% Philadelphia 3 Miðriðill 15 16,7% Chicago 16 2 88,9% 47,4% Atlanta 9 10 Charlotte 9 11 45,0% Detroit 8 10 44,4% Indiana 7 9 43,8% 42,1% Cleveland.... 8 11 Milwaukee.. 6 11 35,3% Toronto 6 14 30,0% Miðvesturriðíll Houston 15 4 78,9% SanAntonio 11 5 68,8% Utah Jazz 13 6 68,4% Denver 8 9 47,1% DaUas 6 12 33,3% Minnesota 5 12 29,4% Vancouver 17 10,5% Kyrrahafsriðill Sacramento: 12 5 70,6% Seattle 13 6 68,4% LALakers 10 9 52,6% Portland 9 9 50,0% Phoenix 8 10 44,4% LA Clippers 7 12 36,8% Golden State 6 13 3L6% • Michael Jordan lék frábærlega i NBA-deildinni um helgina. Hann skoraði 28 stig fyrir Chicago gegn SA Spurs og 45 stig gegn Milwaukee. ÚrslitíNBA um helgina Úrslit á föstudagskvöld: Cleveland - 76’ers.....113-85 NJ Nets - Indiana.......91-89 Minnesota - LA Clippers.... 112-94 Orlando - Charlotte....105-95 Chicago - San Antonio..106-87 Houston - Washington..113-107 Denver - Phoenix......103-98 Golden State - Detroit U4-121(frl) LA Lakers - Toronto...120-103 Sacramento - Seattle..103-120 Úrslit á laugardagskvöld: 76ers - Boston.........98-124 Charlotte - Minnesota.114-108 Atlanta - NY Knicks...92-101 Cleveland - NJ Nets....73-85 Milwaukee - Chicago..106-118 DaUas - Washington....94-103 Utah Jazz - Golden State ..123-109 Phoenix - Miami........92-94 Seattle - Portland....106-97 • Shaquille O’Neal, til vinstri, er á leið í slaginn á ný f NBA-deildinni og margir bíða spenntir eftir endurkomu hans. Shaq byrjar aðæfaídag - leikur með Orlando 1 næstu viku Miðherjinn risa- vaxni, Shaquille O’Neal, er búinn að ná sér eftir slæm meiðsU á þumalfmgri og mun leika með Uði sínu, Orlando Magic, í NBA-deildinni í körfuknattleik í næstu viku. ShaquiUe O’Neal, sem skoraði 29,3 stig að meðaltaU í leik og tók 11,4 fráköst á síð- asta leiktímabUi, meiddist í æfingaleUi gegn Miami Heat þann 26. október sl. og hefur því ekkert leikið með liöi Or- lando á þessu tíma- biU. Þrátt fyrir fjarveru O’Neals, sem er 2,16 metrar á hæð og veg- ur 137 kfió, hefur Uði Orlando gengið ótrú- lega vel og er með 80% vinningshlutfaU í NBA-deUdinni. O’Ne- al hefur fengið leyfi lækna til að æfa körfuknattleik á ný og í dag mætir hann á sína fyrstu æfmgu hjá Orlando. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.