Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 31 íþróttír Vllhjálmur Amason lögfræðingur náði draumahögginu í goifinu: 78 ára og fór holu í höggi í Graf arholti - 63 kylíingar fóru holu í höggi á árinu. Elías vann afrekið tvívegis „Þetta gerðist í Grafarholtinu á holu númer tvö. Ég náði þessu drauma- höggi með jámi númer sex sem er eðlilegt fyrir menn sem komnir eru á minn aldur,“ sagði Vilhjálmur Árnason, lögfræðingur og meölimur í GR, en hann var einn 63 íslenskra kylfmga sem náðu draumahöggi allra kylfinga á árinu sem senn er liðið og hafa þeir aldrei verið fleiri. Afrek Vilhjálms er sérstakt fyrir þær sakir aö hann er 78 ára gamall og án efa elsti íslendingurinn sem farið hefur holu í höggi. Vilhjálmur er ákafur kylfmgur og stundar íþróttina af miklu kappi: „Ég stunda golfið mjög stíft. Þetta er óskaplega skemmtileg íþrótt og ég skemmti mér eins og krakki í golfinu. Það er svolít- ið misjafnt hve ég spila oft enda vinn ég enn þá á fullu. Ég spila eins oft og ég get og reyni að komast til Eng- lands eða Skotlands einu sinni eða tvisvar á ári,“ sagði Vilhjálmur viö DV í gær en hann er bróðir Tómasar Árnasonar, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra. „Ég er ekki bróðir Tómasar, hann er bróöir minn. Tóm- as er sex árum yngri en ég og hefur aldrei fariö holu í höggi," sagöi Vil- hjálmur enn fremur. Elías fórtvívegis holu í höggi Listinn yflr þá kylfmga sem náöu draumahögginu var birtur um helg- ina. Þar kemur fram að Elias Kristj- ánsson, GS, fór tvívegis holu í höggi í sumar. Aðrir kylfmgar sem fóru holu í höggi í sumar voru þessir: Pálmi Sveinbjömsson, GK, Jón Hall- dórsson, GK, Bryndís Hólm, GHH, Jón H. Guðlaugsson, GKJ, Bjöm Þórhalls- son, GR, Om Bragason, GK, Ófeigur Guðjónsson, GR, Þorsteinn Snædal, GR, Runar S. Gíslason, GR, Steinar Birgisson, GOB, Ólafur Steinarsson, GR, Sigríður Máthiesen, GR, Ásgeir Guðbjartsson, GK, Arnór Guömunds- son, GS, Einar Guöberg, GS; Sigurður Lúðvíksson, GS, Martin Agústsson, GR, Kristin Zoega, GR, Öm B. Jóns- son, GKG, Hrafn Sabir Khan, GKG, Anna J. Sigurbergsson, GK, Jakob Tryggvason, GR, Elías Kristjánsson, GS, Guðmundur Sveinbjörnsson, GK, Friðjón Þorleifsson, GS, Guðbjörn Garðarsson, GA, Amar Már Ólafsson, GK, Dóra Guðleifsdóttir, GR, Sigurður Hafsteinsson, GR, Reynir Þorsteins- son, GL, Lýður Vignisson, GMS, Sig- urður B. Öddsson, NK, Baldvin Jó- hannsson, GK, Bjöm Þór Hilmarsson, GR, Jón Pétursson, GG, Finnur Guö- mundsson, GB, Bragi Jónsson, GR, Sigurpáll G. Sveinsson, GA, Davíð Viöarsson, GS, Bergur Sverrisson, GOS, Sveinn Sveinsson, GR, Friðrik Sigfússon, GR, Gunnar K. Gunnlaugs- son, GR, Elliöi Aðalsteinsson, GV, Gunnlaugur Sigurðsson, GR, Þröstur Eggertsson, GÖ, Haraldur M. Stefáns- son, GB, Sigurbjörg Á. Jónsdóttir, Ari F. Guðmundsson, GR, Páll Kristins- son, Guðlaugur B. Gíslason, GR, Sig- urður Sigurðsson, GO, Hans Kristins- son, GR, Sigurður Siguijónsson, GR, Pétur Ingi Hilmarsson, Þyrí Þorvalds- dóttir, GR, Kristján Guðjónsson, GH, Róbert Rúnarsson, GB, Þórdís Geirs- dóttir, GK, Vilhjálmur Ámason, GR, Jónína Pálsdóttir, GKJ, Björgvin Snæ- bjömsson, GO. Þeir kylfingar sem ná að fara holu í höggi hafa meö sér félag sem heitir Einhetji. Félagiö sér til þess að allir kylfingar í íslenskum golfklúbbi fái viðurkenningarskjal. Er það jafnan afhent milli jóla og nýárs í sérstöku hófi og svo verður einnig nú. Handbolti: „Rögnvald og Stefán eru bestir “ Rögnvald Erlingsson og Stefán Amaldsson dæma þessa dagana á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik en mótið fer að þessu sinni fram í Austurríki og Ungverjalandi. Þeír félagar dæmdu leik Aust- urrikis og Noregs á laugardag og fengu mjög góða dóma fyrir frammistöðuna. Þulur einka- stöðvarinnar TV 2 í Noregi sagði að íslenska dómarapariö væri í toppformi og þar væri á feröinni besta dómaraparið á Norðurlönd- um í dag. -SK Knattspyma: JafnthjáEyjóffi Eyjólfur Sverrisson og félagar í Hertha Berlín gerðu um helgina markalaust jafntefli gegn Ueter- haging í 1. deild þýsku knatt- spyrnunnar. Hertha Berlín er í 9. sæti í deild- inni með 25 stig eftir 19 leiki. Hlé verður nú gert á keppninni í 1. deild fram í febrúar. -SK Leevarbestur í nóvember Robert Lee, leikmaður Newc- astle, hefur verið valinn leikmað- ur nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Lee hefur átt stóran þátt í vel- gengni Newcastle í vetur og Ke- vin Keegan, íramkvæmdastjóri liðsins, sagöi í viðtali við breska fjölmiðla að meöan Lee væri i svona ham væri líklegt að hann kæmist í enska landsliðið sem leikur í úrslitakeppni EM á næsta ári. Frank Clark, framkvæmda- stjóri Nottingham Forest, var val- inn framkvæmdastjóri liðins mánaðar. -SK „SteveStoneer ekki til sölu“ Eins og greint var frá í DV í síðustu viku hefur Alex Fergu- son, framkvæmdastjóri Man. Utd, fengið rúman milljarð króna til að kaupa nýja leikmenn. í breskum tjölmiðlum um helg- ina var greint irá því aö Ferguson heföi Steve Stone, enska landsl- iðsmamúnn hjá Nottingham For- est, í sigtinu. Ef marka má um- mæli Franks Clarks, fram- kvæmdastjóra Forest, í gær eru ekki miklar líkur á að Ferguson kaupi Stone frá Forest. Clark sagði: „Ferguson væri bara að eyða peningum í símtal meö því að spyrjast fyrir um Stone. Hann er ekki til sölu og er á tveggja ára samningi hjá okkur.“ ; -SK Þeirskoramest íenskaboltanum Tveir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu voru ekkl á skotskónum um helgina. Alan Shearer, Blackbum Ro- vers, er markahæstur með 22 mörk. Les Ferdinand, Newcastle, kemur næstur með 20 mörk og í þriðja sæti er Teddy Sheringham hjá Tottenham en hann skoraði 14. mark sitt á laugardag sem dugðí Tottenham til sigurs gegn QPR ura helgina. -SK • Vilhjálmur Arnason (ór holu i höggi á holu númer tvö á golfvellinum I Grafarholti. Þessi 78 ára lögfræðingur stundar golfið stift. DV-mynd S Stjarnan heppin að ná stigi gegn Haukum Helga Sjgmundsdóttir skníar: Stjörnusttilkur voru heppnar að sleppa með jafntefli frá leik sínum gegn Haukum í 1. deild kvenna i handbolta í gærkvöldi. Lokatölur urðu 18-18 eftir 11-9 í leikhléi fyrir Haukum. • Mörk Hauka: Auður 6, Judith 5, Thelraa 3, Hulda 1, Harpa 1, Krist- ín 1. • Mörk Stjömunnar: Margrét 5, Nína 5, Herdís 3, Inga 3, Sigrún 1, Guðný 1. Fram fékk ÍBV í heimsókn í Framhúsið á laugardag og sigraði 25-24. • Mörk Fram: Guðríður 14, Haf- dís 4, Arna 2, þórunn 2, Berglind 2, Steinunn. • Mörk ÍBV: Andrea 10, Ingi- björg 8, Stefania 2, Katrín 2, Dögg 1, Malin 1. Fylkir og Valur áttust við í Fylk- ishúsi á laugardae. • Mörk Fylkis. Anna E. 8, Rut 7, Anna H. 4, Irína 4, Helena 2, Lilja. 1. • Mörk Vals: Gerður 5, Kristjana 5, Björk 5, Dagný 4, Sonja 2, Hafrún 2, Eivor 1. í KA-húsinu áttust á laugardag við ÍBA og KR og KR vann 19-31. • Mörk ÍBA: Ragnheiöur 5, Valdís 4, Sólveig 4, Anna 3, Elín 1, Dóra l, þóra 1. • Mörk KR. Helga 15, Brynja 4, Sæunn 3, Anna 3, Ólöf 3 , Thelma 1, Harpa 1, Sigríöur 1. • Jonathan Edwards, bestur á meðal karla 1995. Gwen Torrance best kvenna í frjálsum 1995. Edwards og Torrance best í frjálsum íþróttum 1995 Breski þrístökkvarinn Jonathan. Edwards og bandaríska hlaupadrottn- ingin Gwen Torrance voru um helgina útnefnd frjáls- íþróttamenn ársins fyrir árið 1995. Niðurstaðan kom ekki á óvart því bæði hafa þau náö frábærum árangri á þessu ári. Edwards bætti heimsmetið þrívegis í þrí- stökki og Torrance hefur verið svo til ósigrandi í spretthlaupunum. Bæði eru þau líkleg til mikilla afreka á ólympíuleikunum sem fram fara í Atlanta í Bandaríkjunum á næsta ári. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.