Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
7
DV Sandkorn
Fréttir
Samkeppnis-
löndin
Þaö hefur veriö
til siös hjá at-
vinnurekend-
um og stjórn-
málamönnum
aö miöa flest
við samkeppn-
islöndin. Verö-
bólgan má ekki
vera hærri en í
samkeppnis-
löndunum.
Verðhækkanir
eiga ekki aö
vera meiri en í samkeppnislöndun-
um. Vextir eiga ekki aö vera hærri
en í samkeppnislöndunum og launa-
hækkanir mega alls ekki vera meiri
en í samkeppnislöndunum. Guð-
mundur J. Guðmundsson var ekki
alls fyrir löngu í samningum viö
fulltrúa Reykjavíkurborgar um
kaup og kjör Dagsbrúnarmanna hjá
borginni. Viðsemjendur Guðmundar
tifuöu sífellt á þvi að þetta eða hitt
væri of mikiö. Það mætti ekki vera
meira en i samkeppnislöndunum.
Allt í einu brast þolinmæðin hjá
Jakanum og hann sneri sér að
samningamönnum borgarinnar og
spurði. „Hver eru samkeppnislönd
Reykjavíkurborgar?"
Það er kunnara
en frá þurfí að
segja að íslend-
ingar rekast á
landa sína nán-
ast hvar sem
þeir fara um
heiminn. Því
hafa ýmsir farið
flatt á því að
telja óhætt að
segja hvað sem
er á íslensku í
útlöndum. Einu sinni sátu nokkrir
íslendingar á brautarstöð erlendis
og spjölluðu saman. Allt í einu kom
kona, sem var mjög þéttvaxin, gekk
að sætabrauðssölu og keypti sér
vænan skammt af sætabrauði og
tók til við að borða. „Hún má nú
helst við því að úða í sig sæta-
brauði þessi,“ sagði þá einn íslend-
ingurinn í hópnum stundarhátt.
Konan sneri sér að manninum og
sagöi. „Já, ég leyfi mér þetta nú.“
Nokkru seinna var maðurinn að
segja frá þessari óskemmtilegu
reynslu sinn. Þá sneri sér að honum
kona og sagði. „Það var ég sem þú
hittir þarna á brautarstöðinni."
Konan var þá orðin grönn og mað-
urinn þekkti hana ekki aftur.
Jafnlangur
spotti
Mismæli geta
oft verið mjög
skemmtileg
sem og það ef
menn misstíga
sig i skrifum.
Nokkur slík
eru rifjuö upp i
Austra ekki
alls fyrir löngu.
Austfirskur
blaðamaður
skrifaði: „Spott-
inn er jafn langur í báða enda.“
Hafnaboltahetja sagði eitt sinn:
„Fjöldi fólks á mínum aldri er dá-
inn um þetta leyti.“ írskur þingmað-
ur sagði: „Eina leiðin til að stöðva
þessa bylgju sjálfsmorða er að gera
þau að stórglæpum og refsa fyrir
þau með dauðarefsingu." Barry
Beck, ísknattleiksleikmaður, sagði:
„Við getum aðeins kennt einni
manneskju um atvikiö. Hvor öðr-
um.
Hvernig vísa
verður til
Til eru nokkr-
ar góðar vísur
um þaö hvern-
ig vísa verður
til í huga hag-
yrðings. í Borg-
firöingi er.
ágætur vísna-
þáttur og þar
var á dögunum
vísa um þetta
efni eftir Haf-
stein Stefáns-
son.
Þér ég segja þetta vil,
því ég hvergi leyni.
Svona verður vísa til
vinurinn minn' eini
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Betra
að þegja
Verð á raflýstum krossum í Fossvogi lækkar um 900 krónur:
Neyðum ekki rafmagni upp á neinn
- segir Grímur Valdimarsson, framkvæmdastjóri Póla hf.
„Við erum ekki að neyða raf-
magni upp á einn né neinn. Margir
vilja hafa kerti og luktir á leiðum
ástvina sinna en aðrir snúa sér til
okkar. í 15 ár höfum við aðstoðað
fólk með rafhlöðulýsingu en núna
ákváðum við að auka þjónustuna og
bjóða upp á raflýsta krossa. Þetta
hefur mælst vel fyrir hjá fólki en við
höfum orðið varir við óánægju með
verðlagið. Því höfum við ákveðið að
lækka verðið um 900 krónur í byrj-
un næstu viku,“ segir Grimur
Valdimarsson, framkvæmdastjóri
Póla hf. í Reykjavík.
Há verðlagning á raflýstum kross-
um, sem komið er fyrir á leiðum
yfir jólin í kirkjugörðum Reykjavík-
ur, hefur sætt gagnrýni. í Fossvogi
er verðið 5.800 krónur en 5.500 í
Gufunesi. Alls staðar annars staðar
á landinu er sambærileg þjónusta
margfalt ódýrari og sums staðar
gefst fólki kostur á að tengja eigin
skreytingar við rafmagn án endur-
gjalds.
Að sögn Gríms er ekki sanngjarnt
að bera verðið í kirkjugörðum
Reykjavíkur saman við verðið í
kirkjugörðum úti á landi. Mun dýr-
ara sé að koma fyrir raflögnum í
stórum görðum, eins og í Fossvogi,
heldur en í litlum görðum. Allar
lagnir séu yfirfarnar af Rafmagns-
eftirlitinu og fjöldi manna komi að
verkinu.
Grímur segir þá spurningu vissu-
lega eiga rétt á sér hvort hanna eigi
raflagnir í kirkjugarða til að auð-
velda fólki aðgang að rafmagni. í því
sambandi nefnir hann að viö hönn-
un kirkjugarðs í Mosfellsbæ hafi
verið tekið mið af því. í Reykjavík
hafi það hins vegar ekki verið gert
og því hafi einkaaðilar haft frum-
kvæði að því að bjóða upp á þjón-
ustu á borð við þá sem Pólar hf.
veita í Fossvogi. -kaa
Ide line -brouðgerðorvél
1 Goldstar MA-6915 er 17 lítra örbylgjuofn, 800 W með
V snúningsdíski, 5 hitastillingum, 60 mín. klukku, Multi Wave^
/'Kerfi sem tryggir mun betri árangur o.fl.
Ide line 743-037 er braubgerðarvél, sem tekur við því hráefni sem á að fara '
í braubið og sér um að hnoöa, hefa og baka, hvort sem er strax, eða meb j
tímarofa og þá bíbur þín ilmandi nýtt brauð í morgunsárið. Spara má tug- v
þúsundir árlega meb þessari og verbið er ótrúlegt! íslenskar leiðbeiningar. ^
Ide line -fiölnoto hrærivél
Goldstar MA-8915D er 23 lítra örbylgjuofn, 900 W meb
, snúningsdiski, 5 hitastillingum, 60 mín. klukku, Multi Wave-
^ kerfi sem tryggir mun betri árangur o.fl.
Ide line Maxi Mixer 3 í einu er vönduð hrærivél, hakkari og
töfra-sproti til alhliöa heimilisnota. 5 hraðastillingar,
200 W auk Turbo-hnapps. Skál, þeytarar og hnobarar fylgja.
Ómissandi í athafnaeldhúsiö!
Sendum í póstkröfu
um allt land !
Greiöslukjör til allt ab
36 mánuöum B
. \ Goldstar MA-892T er 23 lítra tölvustýröur örbylgjuofn, 900
\'>',W með snúningsdiski, 5 hitastillingum, 3 afþíðing-arstillingum,
..Quick-Start-rofa, barnalæsingu, Multi Wave-kerfi sem tryggir
/ mun betri árangur o.fl. Sérlega fullkominn !
Skipholfi 19 "
Sími: 552 9Ö00
y\
—í