Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 Útlönd Stuttar fréttir dv Franskir verkalýðsleiðtogar vígreifir í mótmælaaðgerðum í París: Leysum ekki niður um okkur buxurnar Ekkert lát er á verkfóllunum í Frakklandi og engin lausn í sjón- máli. Alain Juppé forsætisráðherra stendur fast við áform sín um niður- skurð á velferðarkerfinu og verka- lýðsfélögin ætla að halda verkföll- um sínum og mótmælaaðgerðum áfram. Allt að tvær milljónir manna flykktust út á götur helstu borga Frakklands í gær og kröfðust þess að Juppé hætti við fyrirhugaða nýja skatta og aðhald í heilbrigðiskerf- inu sem eiga að grynnka á skuldum velferðarkerfisins. Það er mesti fjöldi sem hefur tekið þátt í mót- mælaaðgerðum gegn fyrirætlunum stjórnvalda frá þvi opinberir starfs- menn fóru í verkfall fyrir nítján dögum. Stjórnvöld sögðu að tæp milljón mótmælenda hefði farið um götur borga landsins og gerðu gys að töl- um verkalýðsfélaganna. Gífurleg andstaða almennings við umbæt- urnar á velferðarkerfinu olli stjórn- inni þó greinilega nokkrum áhyggj- um. Heimildarmenn sögðu að ríkis- stjómin hefði rætt þann möguleika að fá Jacques Chirac forseta, sem hefur látið lítið á sér bera í deil- unni, til að flytja ávarp til þjóðar- innar í sjónvarpi i dag og hvetja verkfallsmenn til að snúa aftur til vinnu. Vafi leikur hins vegar á hvort það hefði nokkuð upp á sig þar sem enn er engan bilbug að finna á verkfalls- mönnum. Juppé hélt þrumuræðu í þinginu í gær við umræður um vantraust á stjórnina og sagði að umbótunum yrði hrint í framkvæmd með tilskip- un i janúar. „Það er enginn annar valkostur. Ríkisstjórnin hefur heyrt og skilið það sem franska þjóðin vildi segja henni,“ sagði Juppé. Vantrauststillagan var felld með miklum mun. Marc Blondel, leiðtogi hins óháða verkalýðsfélags Force Ouvriere, sagði göngumönnum í París að styrkurinn væri þeirra megin. „Menn skulu ekki láta sér það sér til hugar koma að við leysum niður um okkur buxurnar þegar okkur tekst að efna til svona stórrar mót- mælagöngu.“ Starfsmenn almenningssam- göngukerfis Parísar eru enn í verk- falli og því er umferð við höfuðborg- ina áfram í einum rembihnút. Járn- brautarstarfsmenn ákváðu í gær að framlengja verkfall sitt um sólar- hring hið minnsta og krefjast meiri tilslakana af hálfu stjórnarinnar þótt Juppé hafi heitið því að leggja áform um endurskipulagningu rík- isjárnbrautanna á hilluna og hreyfa ekki við eftirlaunasjóðum starfs- manna. Reuter 0Bubbi Morthens - Mítt,,, í skugga Moríhens H_______,.. Emilíana Torrini - Croucie D’oú lá Ymsir - Reif í skólnn Páll Óskar Palli Borgardætur - Bitte nú! Hærra til þm Ymsir - Pottþétt 2 Ymsir - Pottþétt ‘95 yotm/cjfu' ■ ^ rt .A- Æ 'JK \ * 1r3& % Jólagestir 3 - jJi Björgvin Halldérsson I Geirmundur Valtýsson - I Lftsdansinn Stórverslun Laugavegl 26 (opið alla daga til kl. 22) - Sími 525 5040 Krlnglunnl (Opið virka daga til ki. 21. Laugardaga og sunnudaga til kl. 18) - Sími 525 5030 Laugavegl 96 Sími 525 5065 Póstkröfusími 525 5040 Verkfallsmenn í Frakklandi eru ekki par hrifnir af Alain Juppé forsætisráð- herra þessa dagana vegna áforma hans um niðurskurð á velferðarkerfinu. Símamynd Reuter Rússnesku kosningarnar: Frjálslyndir flokkar berjast í bökkum Frjálslyndum umbótasinnum í Rússlandi er spáð lélegu fylgi í þing- kosningunum á sunnudag. Meðan Gennady Zyuganov, leiðtogi komm- únista, geislar af sjálfsöryggi, reyn- ir Yegor Gaidar, leiðtogi lýðræðis- flokksins Valkosts Rússlands, að stappa stálinu í fylgismenn sína. Hann hvetur þá til að örvænta ekki þó almennt sé óttast að flokkur hans nái ekki því 5 prósenta fylgi sem nauðsynlegt er tÚ að koma manni á þing. Gaidar má muna sinn fífil fegri en Valkostur Rússlands fékk 15,7 prósenta fylgi í kosningunum fyrir tveimur árum. Síðan hefur flokkurinn liðið fyrir klofning og flótta nafnkunnra manna. Fimm frjálslyndir flokkar keppa um atkvæði í kosningunum á sunnudag en einungis einum þeirra, Yabloko, er spáð nægilegu fylgi til að komast á þing. Gaidar segir orðrómi um að flokkur hans nái ekki á þing vera dreift skipulega og þar eigi ráðuneyti öryggismála, fyrrum KGB, drjúgan hlut að máli. Gleb Yakunin, fijálslyndur þing- maður, kennir persónulegu framap- oti um klofning meðal frjálslyndra afla sem aftur hafi í för með sér að allt að 15 prósent atkvæða falli dauð. Þannig sé kommúnistum og þjóðernissinnum færður sigurinn á silfurfati og muni þeir ráða lögum og lofum á þinginu næsta kjörtíma- bil. Reuter Kynlífsráðgjafi vill hjálpa Díönu Dr. Ruth Westheimer, kynlífsráö- gjafi sem þekkt er sem Dr. Ruth, sagðist vilja ræða við Díönu prins- essu um hjúskaparvanda hennar. Dr. Ruth lét þau orð falla eftir að hafa hitt Díönu í New York í fyrrra- kvöld þar sem hún veitti mannúðar- viðurkenningu viðtöku. Dr. Ruth er mjög þekkt fyrir kyn- lífs- og sambúðarráögjöf sína í bandarisku sjónvarpi. Hún sagðist reyndar ekki hafa rætt við Díönu umrætt kvöld, einungis hafa tekið í hönd hennar. „Ég er ekki viss um að hún hafi vitað hver ég er. Ég hefði viljað tala við bæði hana og Karl, kannski hefði ég getað hjálpaö,“ sagði Dr. Ruth og bætti við að dyr sínar stæðu enn opnar. „Það eru tvennar dyr að skrifstofu minni þannig að fólk getur heimsótt mig svo lítið beri á. Ég hjálpa henni gjarnan án endurgjalds.” Reuter Sprengt í Alsír Bílsprengja varð fimmtán að bana og særði 40 í Algeirsborg í blóðugasta tilræðinu frá því for- setakosningar voru haldnar þar í síðasta mánuði. Serbar á móti Mikill meirihluti Serba við Sarajevo greiddi atkvæði gégn friðarsamkomulaginu í þjóðarat- kvæði í gær. Dole gerist spámaður Bob Dole, leiðtogi repú- blikana i öld- ungadeild Bandaríkja- þings, spáði því í gær að deildin mundi samþykkja þá ákvörðun Clintons forseta að senda banda- riska hermenn til gæslustarfa í Bosníu. Andófsmaður ver sig Kínverskur andófsmaður hef- ur byrjað vörn sina gegn ákæru um landráð, sem dauðarefsing liggur við. íslendingar með íslendingar voru meðal 85 þjóða SÞ sem greiddu atkvæði með tillögu um að öllum kjarn- orkutilraunum verði hætt þegar í stað. Áfram í Rúanda Öryggisráð SÞ hefur samþykkt að framlengja dvöl gæsluliðs í Rúanda um þrjá mánuði. Fleiri á vettvang Stjórnvöld í Saír hafa sent fleiri hermenn að landamærun- um við Rúanda eftir átök milli flóttamanna frá Rúanda og ætt- flokks frá Saír. Salinas ekki i skoðun Bandarísk stjórnvöld hafa vísað því á bug að Sal- inas, fyrrum forseti Mexíkós, sé undir smásjá þeirra vegna giuns um að- ild aö fikniefnasmygli en þau hafa þó áhuga á að vita hvar hann heldur til. Sautján deyja Sautján manns að minnsta kosti létu lífið þegar eldur kom upp í ferju á Filippseyjum í morgun. Deilt um flugvél Rússnesk stjómvöld hafa vísað á bug fréttum um aö flak flugvél- ar með hundrað manns um borð, sem hefur verið saknað í nokkra daga, sé fundið. Nafn á mynt Búist er við að leiðtogar ríkja ESB muni nefna sameiginlega mynt bandalagsins evró á fund- inum í Madrid í vikulokin. Enn þungt haldinn Andreas Papandreou, forsætisráð- herra Grikk- lands, liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi en hann hefur þó losnað við önd- unarvélina og er hitalaus, þótt nýrun starfi ekki eðlilega. Vont veður Úrhellisrigning og fárviðri voru í norðurhluta Kaliforníu og í Oregon í gær og ollu nokkrum skemmdum. Ástralskt best Sérrit um vín hefúr valið ástr- alskt rauðvín frá árinu 1990, Pen- folds Shiraz South Australia Grance, sem vin ársins. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.