Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 9 Utlönd Madonna ætlar aö setja auglýsingu í blööin: Vantar karl til að búa til barn Madonna ætlar að setja auglýs- ingar í dagblöð og lýsa eftir karl- manni til að geta með henni barn um leið og hún hefur lokið tökum á kvikmyndinni Evitu, sem fjallar um ekkju argentínska einræðisherrans Juans Perons. „Það er aldrei að vita hver kemur til með að sækja um feðrunarhlut- verkið," segir söngkonan umdeilda í viðtali sem verður sýnt á ABC- sjónvarpsstöðinni í Bandarikjunum i kvöld. Hún bætir því við að hún eigi ekki í neinum vandræðum með að hitta karlmenn, vandinn sé hins vegar sá „að hitta einhvern sem ekki er algjör skíthæll". Madonna segir í viðtalinu að al- menningur geri sér alrangar hug- myndir um hana, hún sé hreint ekki með kynlíf á heilanum. Hún kennir plötunni sinni Erotica og kynlífsbókinni Sex um hið illa orð sem fari af sér. „Allt í einu var mér skellt á bás sem einhverri konu með bráða brókarsótt, heltekinni af kynlífi og því að hneyksla náungann," segir Madonna. Hún kvartar yfir því að þegar leikarinn Robert De Niro endur- skapi sjálfan sig fyrir nýtt hlutverk sé litið á það sem list. „Þegar ég geri það er litið á það sem eitthvað illt og undirfórult. Ég skil það ekki.“ Söngkonan telur þó að ímynd sín sé að breytast. „Ég held að fólk sé farið að lita á mig eins og mann- eskju. Almáttugur, hún er kannski með heila i hausnum og kannski hefur hún aðrar hugmyndir og kannski, kannski er eitthvað þar að baki,“ segir Madonna. í viðtalinu Söngkonan Madonna segist alis ekki hafa kynlíf á heilanum, eins og fólk virðist halda. Símamynd Reuter Frönsku flugmennirnir lausir: Ekki samið viö Bosníuserba Frönsku flugmennirnir tveir, sem Bosníuserbar héldu föngnum frá því þeir voru skotnir niður yfir Bosníu í sumar, voru látnir lausir í gær. Jacques Chirac Frakklandsfor- seti tók á móti flugmönnunum við heimkomuna og getur nú séð fram á hnökralausa undirritun friðarsamn- inganna um Bosníu sem gerðir voru í Dayton í síðasta mánuði. Undirrit- unin fer fram í París á morgun en var háð örlögum fanganna. Strax eftir að flugmennirnir voru lausir úr haldi neitaði franska ríkis- stjórnin að gerðir hefðu verið sér- samningar við Bosníuserba til að fá þá lausa. Rússneskur aðili sem vann að málinu sagði að þeir heföu verið í haldi hersveita sem ekki voru undir stjórn leiðtoga Bosn- íuserba en staðið í þeirri trú að þeir störfuðu með hagsmuni þeirra í huga. Viðræður um lausn fluga- mannanna voru afar viðkvæmar all- an tímann og síðast i gær var óttast um líf þeirra. Þó Ratko Mladic hers- höfðingi hefði afhent fangana full- Frönsku fiugmennirnir við heim- komuna. Símamynd Reuter yrtu bæði franskir og rússneskir embættismenn að hann hefði ekki haft fulla stjórn yfir örlögum þeirra. Reuter sem verður sýnt í Ameríku í kvöld. Reuter Bandaríkin: Enn útlit fyrir lokun Clinton Bandaríkjaforseti ræðum við Hvíta húsið eða hvort hvatti leiötoga repúblikana bæði í fara ætti þá leið að brúa fjáröflun- öldunga- og fulltrúadeild banda- arbilið með sérstökum lögum og ríska þingsins til að flýta viðræð- um um fjárlögin og forða þannig frá annarri lokun rikisstofnana fyrir hátíðarnar. Þingmenn repúblikana voru á öndverðum meiði um hvort menn ættu að láta yfirvofandi lokun opinberra stofh- ana reka sig áfram í fjárlagavið- kaupa þannig vikufrest til að ganga frá fjárlögunum. Verði hvorug leiðin farin er ekkert sem kemur í veg fyrir að 300 þúsund opinberrir starfsmenn verði að sitja heima í annað skipti á stutt- um tíma frá og með fostudegi. Reuter Vantar þig vöruna strax ! Viltu fá til þín vörur strax í hádeginu, sem þú pantaðir í morgun ! FMS býður uppá daglega áætlun Kl. 11.00 frá Reykjavík Frá Reykjavik ^ 11 00 kl. 15.00 Frá Selfossi kl. 8.30 kl. 13.00 FMS Flutningamiðstöð Suðurlands Austurvegi 69, Selfossi. Sími: 482 3747 Vörumóttaka: Landflutningar NYTSAMAR Akai ferðatæki með geislaspilara, útvarpi og kassettutæki. AJW-325 Kfí. 1 7.900 stgr. Akai ferðahljómtæki með geislaspilara, útvarpi, kassettutæki og fjarstýringu. Akai ferðatæki með geislaspilara, útvarpi og tvöföldu kassettutæki. PJW-516 Kfí. 26.900 stgr. SiÓNTORPSMIÐSTÖÐIN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI568 9090 • OPIÐ LAUGARD. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.