Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
11
Fréttir
Nýr floti Skagstrendings senn til veiða:
Tveir togarar keyptir og skuldir
lækkaðar um 500 milljónir króna
DV Akureyri:
Mjög miklar breytingar eru að
eiga sér stað í rekstri útgerðarfé-
lagsins Skagstrendings á Skaga-
strönd. Fyrirtækið seldi tvö skipa
sinna, sem bæði báru nöfnin Arnar,
sá gamli, sem reyndar hafði verið
lagt, var seldur til Akureyrar en
hinn nýi, sem var um tíma flagg-
skip fiskveiðiflota okkar, var seldur
til Grænlands.
í stað þessara skipa hefur Skag-
strendingur fest kaup á tveimur
skipum, um 50 metra löngum
rækjutogara frá Grænlandi og stór-
um togara frá Rússlandi sem er um
60 metra langur og um 1800 brúttó-
tonn. Það skip var byggt í Noregi
árið 1986 fyrir Færeyinga en selt
þaðan til Rússlands í kreppunni í
Færeyjum. Rækjuskipið fer til veiða
á vegum Skagstrendings í janúar en
rússneski togarinn i mars. Fyrir á
Skagstrendingur togaránn Örvar
sem er og verður í fullum rekstri.
„Við settum okkur það markmið
að lækka skuldir félagsins um 500
milljónir króna og teljum að það
hafi gengið upp hjá okkur. Nú mun-
Rækjutogarinn sem Skagstrendingur keypti frá Grænlandi er í „skveringu” í
flotkvínni hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri þar sem þessi mynd var tekin,
en mun fara á veiðar fijótlega eftir áramót. DV-mynd, gk.
um við gera út með sama kvóta og
áður en með miklu minni tilkostn-
aði,“ segir Óskar Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Skagstrendings.
Hann segir nettóskuldir Skag-
strendings hafi numið um 1200
milljónum króna og því hafi fylgt
óhemju mikill fjármagnskostnaöur
sem hafi þrengt mjög að rekstri fyr-
irtækisins. Þessar skuldir voru að
lengmestu leyti til komnar vegna
kaupanna á Arnari hinum nýja sem
nú hefur verið seldur.
„Þetta lítur vel út hjá okkur og
skuldalækkunin léttir verulega á
fyrirtækinu. Skagstrendingur er
traustur og stendur á gömlum
traustum grunni en fjárfestingin í
Arnari tók allt of mikið til sín,“ seg-
ir Óskar. -gk
Samsung SV-140 X er vandað fjögurra hausa Nicam Hi-Fi
Slereo-myndbandstœki. Það með aðgerðastýringum ó skjó
sjónvarps, sjólfvirkri stafrœnni sporun, sem tryggir skarpari
mynd, pcegilegri þróðlausri fiarstýringu, upptökuminni fram I tímann, Jog-hjóli til að spóla
bœði ófram og afluróbak, 2 Scart-tengjum, tengi fyrir sjónvarps-
myndavél, Show View-kóda, Long Play upptökumöguleika, hrað
hleðslu, Intro Scan, Video Index Searcn System, hœgmynd;
og nífaldri hraðspólun með mynd, barnalcesingu o.m.fl.
TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA
nAÐGIWIOSUifl
TIL ALLTAD 34 MÁNADA
Hroðþjónusta við landsbyggðina:
(Kostar innanbœjarsfmtal og
vönjmor eru sendar samdaaguts)
Grensásvegi 11
Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888
Suðurnes:
Sameiginleg
skólamála-
skrifstofa
DV, Suðurnesjum:
„Við munum stofnsetja og reka
skólamálaskrifstofuna og mun hún
þjóna öðrum sveitarfélögum á Suð-
urnesjum eftir nánara samkomu-
lagi. Þau munu greiða fyrir þjón-
ustu hennar, hvert sveitarfélag fyr-
ir sig,“ sagði Ellert Eiriksson, bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar, við DV.
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur
samþykkt að setja á stofn skóla-
málaskrifstofu í bænum og verður
staða - skólamálastjóra auglýst.
Skólamálastjórinn á að hefja störf
eigi síðar en 1. febrúar 1996. Bæjar-
ráð samþykkti einnig að kanna
hentugt húsnæði fyrir skólamála-
skrifstofu og markaðs- og atvinnu-
málaskrifstofu sem nú er með starf-
semi sína í húsnæði því þar sem
áður voru bæjarskrifstofur Njarð-
víkurbæjar að Fitjum í Njarðvík.
-ÆMK
Nemendum fækk-
ar í Reykholti
DV, Akranesi:
I haust hófu 64 nemendur nám í
Fjölbrautaskóla Vesturlands í Reyk-
holti en þeim hefur nú fækkað nið-
ur í 46. Fimmtán hafa hætt vegna lé-
legrar mætingar eða af persónuleg-
um ástæðum og þrír voru reknir
vegna fikniefnamáls og áfengisnotk-
unar. -DÓ
^TEFALl
ARMATAL
Sérstök stálplata
á botni.sem tryggir
að pannan
v verpist ekki^
Ný framleiðsla úr áli og stáli.Bestu kostir tveggja efna sameinaðir
f einu áhaldi. Frábærir steikingareiginleikar þ.e. hitaleiðni álsins og
glæsilegt stálútlit. Að innan eru pönnumar húðaðar með slitsterku
viðloðunarfríu efni. sem gerir alta matargerð auðveldari. svo og þrif.
TEFAL er langstærsti pottaframleiðandi heims. TEFAL vörur
eru seldar í nær ötlum löndum heims.
VERÐ FRÁ:
/ m nm verð:
-ekki bam pottar ogpötmur!
B R Æ ÐUR N I R
ími 553 8820
Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni, Magasín, Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guöni ErHallgrímsson, Grundarfirði.
Vestflrðir:.Rafverk,Bolungarvík.Straumur,ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.
KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyöisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfirði.
KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubœjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Fjarðarkaup, Hafnarfirði.
Umbobsmenn um allt land