Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 13 Fréttir Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í ræðustól á kynningarfundin- um. DV-mynd ÆMK Reykjanesbær: Gamla bænum breytt samkvæmt verðlaunatillögu DV, Suðurnesjum: „Verðlaunatillagan er mjög at- hyglisverð og gefur skemmtilegt yfirbragð sem við munum vinna markvisst eftir. Vinnan er að hefj- ast og allir sem vilja geta komið með ábendingar. Þetta er íjölsóttasti fundur sem haldin hefur verið um skipulagsmál síðan ég hóf störf," segir Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, eftir kynningar- fund um hverfisskipulag gamla bæj- arins og Hafnargötu í Keflavík. Alls sóttu tæplega 100 manns fundinn. Þeir Bjami Marteinsson og Kjart- an Jónsson á Arkitektastofu Suður- nesja eru höfundar að verðlaunatil- lögunni en í henni er gert ráð fyrir að gamla bænum, Hafnargötunni og næsta nágrenni, verði breytt og hann endurbættur. Þá er jafnvel talið að stærra svæði í bænum fái sömu með- ferð svo samræmt útlit fáist. Að sögn Ellerts fer 90% af versl- uninni fram í bænum frá Hagkaup- um í Njarðvík að Duus-húsunum í Keflavík. Þá er lagt til að verslunar- eigendur í Hafnargötu fái frjálsar hendur til að byggja yfir hluta af gangstéttum fyrir framan verslanir sínar. Ellert gerir ráð fyrir að fram- kvæmdir geti hafist á næsta ári. -ÆMK Titringur á Húsavík vegna kísilgúrsflutninga: Engar stórar breyt- ingar á dagskránni - segir forstööumaöur Eimskips á Noröurlandi DV Akureyri: „Það sem er að breytast er að við munum fara að flytja kisilgúrinn í einhverjum mæli frá Akureyri til Evrópu í stað þess að öll útskipun á gúrnum fari fram í Reykjavík eins og verið hefur. Hins vegar stendur ekki til að fara að flytja gúrinn beint til Akureyrar úr Mývatnssveit," seg- ir Garðar Jóhannsson, forstöðumað- ur Eimskips á Norðurlandi, um kís- ilgúrflutninga fyrirtækisins. Húsvíkingar hafa miklar áhyggj- ur af því að þeir muni missa um- sýsluna varðandi kísilgtlrinn sem þar hefur verið frá því Kísiliðjan í Mývatnssveit hóf starfsemi. „Auð- vitað höfum við áhyggjur ef þær breytingar verða að gúrinn verði ekki lengur fluttur hingað, og við höfum lagt á það mikla áherslu að Kísilvegurinn á milli Mývatns og Húsavíkur verði byggður upp sem fyrst og lagður bundnu slitlagi til að styrkja stöðu okkar,“ segir Einar Njálsson bæjarstjóri á Húsavík. Árlegur útflutningur á kísilgúrn- um frá Húsavík er um 25 þúsund tonn og tekjur hafnarsjóðs um 2,5 milljónir króna. Þá er Celite, aðal- eigandi Kísiliðjunnar með söluskrif- stofu á Húsavík og bæjarsjóðúr hef- ur hátt í 20 milljónir króna í tekjur vegna þeirrar starfsemi. Samkvæmt því sem Garðar Jó- hannsson segir stendur ekki til að fara að keyra gúrinn beint til Akur- eyrar úr Mývatnssveit, enda um helmingi lengri vegalengd að ræða. Strandferðaskip félagsins munu áfram taka gúrinn á Húsavík, en einhverjum hluta hans verður síðan skipað út á Akureyri, en hann ekki allur fluttur til Reykjavíkur eins og verið hefur. -gk HÚSGAGNAHÖLLIN Lazy-boy hægindastólamir eru allir með heilsteyptum svampi og harðviðargrind. einn Lazy-boy íjólagjöf -því þeir gerast ekfti betn Frá kr. 31.900,- stgr. í tauáklæði. liildshulAi 20-112 K\ik - S:5S7 IIW Veldu þann besta - Veldu Lazy-boy HOTEL QCK minnir á vinsælu jölagjöfína Seld í BORGARKRINGLUNNI og á HÓTEL ÖRK Hveragerði Sími: 483-4700, bréfsími 483-4775 Skynsamlegar #4 ferðafi/yóm/^. Denver Mini 30 Hljómtækjasamstæða með útvarpi, magnara, tvöföldu kassettutæki, geislaspilara, stöðvarminni í útvarpi, fullkominni fjarstýringu. Verð kr. 29.900 stgr. 4MŒ*Max 345 3ja diska geislaspilari, surround magnari, tvöfalt kassettutæki, útvarp, fullkomin fjarstýring. Verð aðeins kr. 39.900 stgr. Starlite CD-105 Ferðageislaspiiari m/útvarpi og kassettutæki. Verðkr. 14.610 stgr. Lenco PPS 2033 3ja diska geislaspilari, útvarp, segulband, fjarstýring, 200w pmpo. Ath. verð, aðeins kr. 27.900 stgr. OTAKE - ORION Með fjarstýringu, allar aðgerðir á skjá. Verð frá kr. 29.900 stgr. Lenco PPS 2024 1 disks geislaspilari, útvarp með 20 stöðva minni, segulband, fjarstýring með öllum aðgerðum, 200 w pmpo. Verð aðeins kr. 29.900 cAónvarpsfæk/ Ferðatæki m/tvöfaldri kassettu, útvarp m/stöðvarminni og sjálfleitun. Verð kr. 9.470 stgr. 14" litasjónvarp með fjarstýringu. Verð kr. 27.900 stgr. Stereoferðatæki með útvarpi og kassettu, góður hljómur. Verð kr.4.850 Þú vaknar þægilega með útvarpsvekjara frá okkur. Verð frá kr. 1.990 Yamakawa CD Stakur geislaspilari m/fullkominni fjarstýringu, 36 cm. Verð kr. 13.837 Hárblásari, 1200 W, 2 hraðar, 2 hitastig. Verð frá kr. 990 Vasadisco í miklu úrvali m/útvarpi. Verð frá kr. 3.250 Ferðageislaspilari með heyrnartólum, straumbreyti o.fl. Ferðatæki með útvarpi, kassettu og loftneti. Verð kr. 3.500 Verslið hjá traustu fyrirtæki X^6°rgarSjg. BRÆPURNIR g)] ORMSSON HF Lágmúla 8, s. 553 8820

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.