Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfjórnatformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: PVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Ókristilegir kirkjugarðar Skátar á Akureyri afla sér íjár með því að bjóða fólki að setja upp raflýsta krossa á leiði í kirkjugörðum um jól og taka 1.200 krónur fyrir það. Á vegum Kirkjugarða Reykjavíkur eru líka sett upp ljós um jól og kostaði það rúmlega 5.000 krónur, þangað til DV benti á okrið. Kirkjugarðar Reykjavíkur fela tveimur aðilum að ann- ast þetta og hefur hvor aðili um sig einokun á sínum garði. Þetta einokunarkerfi er svo sem ekki öðruvísi en annars staðar á landinu, þar sem veitt er þjónusta á þessu sviði, en er langsamlega dýrast í Reykjavík. Sums staðar á landinu er þjónusta af þessu tagi veitt ókeypis. Til dæmis er á Raufarhöfn fyrir hver jól komið fyrir rafmagnstöflu, sem aðstandendur hafa aðgang að. En sá er munurinn, að vegalengdir eru stuttar í þeim kirkjugarði, svo að hver getur haft sinn kapal. í stórum kirkjugörðum eins og á Reykjavíkursvæðinu þarf greinilega skipulag á lagningu rafmagnskapla. En slíkt skipulag getur leitt til einokunar og okurs, ef ekki er rétt staðið að málum. Okrið í Reykjavík er ýkt mynd af því, sem getur gerzt við slíkar aðstæður. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa verið mikið í fréttum á undanförnum árum. Þeir hafa sætt dómi fyrir ólögmæta viðskiptahætti, sem fólust í, að þeir notuðu hluta af kirkjugarðsgjöldum fólks til að greiða niður gjaldskrá jarðarfara til að undirbjóða einkaaðila í útfórum. Prófastsembættin í Reykjavík og þjóðkirkjan báru blak af Kirkjugörðum Reykjavíkur meðan á þessum málaferlum stóð og óhreinkuðu sig af því. Nú láta pró- fastsembættin og þjóðkirkjan kyrrt liggja, þótt einokun- arstofnunin sé að láta okra á aðstandendum látinna á jól- unum. 4.000-5.000 krónur eru mikið fé fyrir sumt fólk, þótt kirkjunnar menn telji það ef til vill vera smámuni. í hópi þeirra, sem vilja skreyta leiði fyrir jólin, eru til dæmis ekklar og ekkjur, sem búa við of þröngan kost. Engin ástæða er til að níðast svona á þessu fólki. Sem betur fer getur aðhaldssamt fólk komizt hjá ein- okun kirkjugarðanna með því að kaupa ljósker eða krossa, sem ganga fyrir rafhlöðum og kosta miklu minna en kirkjugarðsrafmagnið. Einokunin er því ekki alger, en ekki er öllum kunnugt um þessar undankomuleiðir. Stjórnendur Kirkjugarðá Reykjavíkur hafa orðið sér til svo mikillar skammar á undanförnum árum, að þeim ber að láta af störfum. í staðinn á að fá fólk, sem stund- ar kristilega viðskiptahætti og lendir ekki í réttvísinni fyrir að undirbjóða eða okra í krafti einokunarstöðu. Bezta leiðin til að skipuleggja jólaskreytingar á leiðum í borginni er, að Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóði út verk- ið og afhendi það þeim, sem býðst til að gera það fyrir lægst verð. Verðið yrði væntanlega nær 1.000 krónum en 4.000 krónum og sennilega innan við 1.000 krónur. Prófastsembættunum og þjóðkirkjunni ber að líta al- varlegum augum á vandræðin í Kirkjugörðum Reykja- víkur og gera ráðstafanir til að þau endurtaki sig ekki. Ástæðulaust er fyrir þessa aðila að láta blett á sig falla fyrir að halda verndarhendi yfir ókristilegu athæfi. Allt of mikið er um það hér á landi, að látið sé kyrrt liggja, þótt menn í ábyrgðarstöðum standi sig illa. Alls staðar er verið að sýna óhæfu fólki umburðarlyndi og gera þjóðfélagið þar með óskilvirkara og dýrara en það væri, ef ábyrgðarstöður þess væru betur mannaðar. Fyrir næstu jól ber prófastsembættunum og þjóðkirkj- unni að sjá um, að Reykvíkingar geti fengið raflýsingu á leiði fyrir 1.000 krónur eða lægra verð. Jónas Kristjánsson ...úthafsveiðiskipum tefit fram viku eftir viku til að drepa niður aðrar vistvænar veiðar innan fiskveiðilögsög- unnar.“ Fiskistefnan dauðadæmd Haldin var sérstök ráðstefna í New York til undirritunar aðildar- þjóðanna að úthafsveiðisáttmálan- um. Við heimkomuna veifaði fiski- ráðherrann nýja plagginu, með „íslenska ákvæðinu" um að taka beri sérstakí tillit tO þjóða sem hafi sérstaka hagsmuni af fisk- veiðum og enginn mun nokkru sinni taka neitt tillit til og nægir að minna á háttsemi Norðmanna því máli til stuðnings. Þetta minnti helst á undirritun M”nchensáttmálans við Hitler þeg- ar Chamberlain forsætisráðherra Breta hrópaði: „Peace jn our time.“ Nokkrum mánuðum síðar .var hann settur af og seinni heims- styrjöldin skollin á. Framtíðin lokuð bók Hvorki fiskiráðherrann, ÍS né LÍÚ eru reiðubúin til að fara eftir þessum nýja úthafsveiðisáttmála. Sáttmálinn segir einfaldlega að kvótaúthlutun i úthafsveiðum skuli byggjast á „veiðireynslu" þjóðanna á viðkomandi veiðislóð. Ef giskiráð- herrann framkvæmdi það sem hann prédikar hefði öllum út- hafsveiðiflota verið teflt fram á út- hafinu undanfarin ár til að afla Is- landi slíkrar veiðireynslu. Þetta er ekki gert, heldur er úthafsskipum teflt fram viku eftir viku til að drepa niöur aðrar vistvænar fisk- veiöar innan fiskilögsögunnar. Þannig er stýrikerfi fiskveið- anna í framkvæmd. Þetta er skemmdarverk gagnvart framtíð- arhagsmunum íslands og að sjálf- sögðu gagnvart því fólki og byggð- um sem byggja afkomu sína á veiðum og vinnslu fisks í landi. Fiskiráðherrann dró fram á síð- ustu stundu að segja upp samn- ingnum um veiðar á „Flæmska hattinum" og sagði þjóðinni síðan að þetta væri gert til að koma á kvótakerfi þarna í samræmi við úthafsveiðisáttmálann. Hinn rúss- neski kollegi hans var heiðarlegri, Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís enginn kafbátur. íslenskur skip- stjóri togarans skýrði frá því á rás 2 að hann væri búinn að veiða 10.000 tonn af karfa á þessu ári á Reykjaneshrygg. „Veiðireynslan" af þessum afla gengur ekki til íslands því að þótt skipið sé í íslenskri eigu er það skráð erlendis. Þannig heldur fiskiráðherrann verndarhendi yfir skemmdarverkum gegn framtíðar- hagsmunum Islands í úthafsveið- um. Um þetta er íjöldi annarra dæma. Hversu lengi getur ráðherr- ann haldið þessu áfram? Aldrei fyrirgefið Morgunblaðið skýrði frá því 7.12. að haldinn hefði verið fundur í Sjálfstæðisfélagi Hafnarfjarðar þar sem ósjálfstæði flokksins í fiskveiðimálum kom greinilega „Þetta er skemmdarverk gagnvart fram- tíðarhagsmunum íslands og að sjálfsögðu gagnvart því fólki og byggðum sem byggja afkomu sína á veiðum og vinnslu fiskt í landi.“ hann sagði að Rússar ætluðu að afla sér meiri veiðireynslu. Ályktun: Rússar eru að afla sér veiðireynslu um allan sjó meðan íslenski fiskiráðherrann, LÍÚ og ÍS eru að drepa niður alla veiði í fiskilögsögunni og glata öllum rétti til úthafsveiða í framtíðinni. íslendingar sjá hvergi til lands i úthafsveiðum sínum. Framtíðin er þeim lokuð bók og glötuð. Kafbátur í trollið Stór djúpveiðitogari fékk núna í vikunni eitt stykki kafbát í Glor- íutrollið frá Hampiöjunni og braut allar toghlerakeðjurnar hans Jósafats Hinrikssonar, þannig að aðeins hlerarnir komu upp, en fram. „Margar ólíkar hugmyndir komu frarn," segir Mbl. Aðeins einn maður, Guðjón A. Kristjáns- son, hélt sönsum. Hann sagði: „Af- nema þarf kvótakerfið eigi að koma í veg fyrir að illa fari.“ Böl fiskveiðistefnunnar er að stjórnmálamenn hafa verið að eyðileggja fiskveiðar innan fiskilögsögunnar vegna hagsmuna- streitu LÍÚ og ÍS. Samtímis er ver- ið aö eyðileggja alla framtíðar- hagsmuni íslands í úthafsveiðum. I íslenskri fiskveiðilögsögu á að- eins að leyfa vistvænar krókaveið- ar, eins og Bryan Robin er þegar byrjaður á í Kanada. Þetta verður aldrei fyrirgefið núverandi ráða- mönnum. Önundur Ásgeirsson Skoðanir annarra Velferðin og sparnaðarkrafan „Aðhald er nauðsyn og breytingar á velferðarkerf- inu óhjákvæmilegar. Hins vegar er ekki sama hvernig þessu aðhaldi er beitt og á hverjum það bitnar. . . . Ríkisspítalarnir eru stórt viðfangsefni þessa aðhalds og til þeirra hefur verið gerð - eins og annarra hluta heilbrigðiskerfisins - víðtæk sparnað- arkrafa. Ætla má að ástæðan fyrir hinum mikla halla á rekstrinum sé ekki eingöngu viljaleysi stjórnendanna að kenna heldur því að sparnaðar- krafan sé orðin óraunhæf miðað við þær kröfur og væntingar sem gerðar eru til spítalans.“ Úr forystugrein Tímans 12. des. Of langur vinnudagur „íslensk fyrirtæki þurfa að gera sér grein fyrir nauðsyn þess að vera samkeppnisfær við erlend fyr- irtæki hvað launagreiðslur snertir. Geri þau það ekki flytur fólk þangað sem betri kjör eru í boði eins og nú þegar hefur oröið vart. Þaö sem vekur sér- staka athygli í þessum samanburði, er hinn langi vinnutími hér á landi miðað við önnur lönd.... Það er enginn vafi á því, að afköst gætu aukist i dag- vinnu, ef dregið yrði úr yfirvinnu og fólk þyrfti ekki að búa við svo langan vinnudag.“ M.L.S. í 10. tbl. VR-blaðsins. Miðstýring í kjaramálum „I stað þess að leggja í innbyrðis stríð ætti verka- lýðshreyfingin nú að hugsa sinn gang og finna sér hlutverk og starfshætti í samræmi viö breytta tíma. . . . Á síðustu vikum hafa atvinnurekendur talað digurbarkalega um nauðsyn aukinnar miðstýringar í launamálum og meðal annars gagnrýnt fjármála- ráðherra harðlega fyrir linkind við samningaborðið. Sumir forystumenn atvinnurekenda hafa gerst svo ósvífnir að nánast krefjast þess að þeir semji við ríkisstarfsmenn fyrir hönd ríkisins. Miðstýring í launamálum virðist því sök atvinnurekenda um- fram aðra.“ Úr forystugreinum Alþbl. 12. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.