Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
45
Iþróttir
\
Brann virðist ætla að fá Birki Kristinsson fyrir ekki neitt:
Við erum að láta
labba yf ir okkur
íí
nánast daglega
segir Olafur H. Amason hjá Fram. Islenskir knattspymumenn útsöluvara?
„Samskipti okkar \iö Brann eru
vægast sagt fátækleg og nánast
engin. Forráðamenn Brann hafa
ekki séð ástæðu til að ræða neitt
við okkur varðandi Birki,“ sagði
Ólafur Helgi Ámason, formaður
knattspyrnudeildar Fram, í sam-
tali við DV í gær.
Það hefur komið forráðamönnum
Fram í opna skjöldu að ekkert hef-
ur enn heyrst frá Brann og eðlilega
mislíkar mönnum í Safamýrinni
slík framkoma. En telur Ölafur
Helgi að Norðmennirnir ætli sér
að fá landsliðsmarkvörðinn Birki
Kristinsson fyrir ekkert, meö öðr-
um orðum ókeypis?
„Ja, ef þeir eru að gæla við eitt-
hvað slíkt eiga þeir örugglega eftir
að komast að öðru. Þessi framkoma
hjá Brann er auðvitað fyrir neðan
allt velsæmi og verður alls ekki til
að liðka fyrir samningaviðræðum
þegar þær hefjast. Það er ekki gott
að byrja með svona dónaskap."
- Það er engu líkara en að þeir
ætli sér ekki að borga Fram eina
einustu krónu fyrir Birki?
„Það er alla vega engu líkara en
að þeir telji ekki ástæðu til að tala
við okkur fyrr en þeir eru búnir
að fá Birki til sín. Forráðamenn
Brann virðast vera afskaplega ró-
legir í tíðinni og mun rólegri en
aðrir erlendir aðilar sem við höfum
haft samskipti við. Réyndar er
engu líkara en að Fram hafi orðið
heimsmeistari en ekki falliö í 2.
deild. Það vilja allir fá mennina
okkar.“
- Nú er það ljóst að Örebro vill
borga 10 milljónir fyrir Sigurð
Jónsson. Hvað kostar Birkir?
„Þaö hefur ekkert verið rætt.“
- Hefur það ekki verið rætt hjá
Fram?
„Nei, nei. Við höfum ekkert rætt
það í sjálfu sér. Við eigum alveg
eftir að ræða við Brann og það kem-
ur bara upp þar.“
- Ef Sigurður kostar 10 milljónir
hvað kostar þá Birkir?
„Menn verða bara að reyna að
átta sig á því sjálfir. Við höfum
ekkert ákveðið um það, en ef að
hægt er að fá 10 milljónir fyrir
Sigga er Birkir ekki fjarri því. Birk-
ir er að vísu eitthvað eldri en á
móti því kemur að markverðir end-
ast lengur. Að sjálfsögðu verður
verðið á Sigurði viðmiöun fyrir
okkur varðandi Birki.“
- Nú er verið að selja miðlungs
gutlara, til að mynda í enska bolt-
anum, fyrir marga tugi milljóna
eöa jafnvel hundruð milljóna. Er
verðlagning á bestu íslensku knatt-
spyrnumönnunum ekki alveg út í
hött?
„í mörgum tilfellum erlendis eru
þetta leikmenn sem ekkert kunna.
Það er ljóst að við erum ekkert í
sömu tölum og hinir enda erum viö
kannski ekki alveg í sömu aöstöðu.
En auðvitað erum við langt á eftir.
Við erum að láta labba yfir okkur
daglega."
. - Ert þú fylgjandi því að hækka
• Birkir Kristinsson hefur gert
tveggja ára samning við Brann.
þurfi stórlega verð á íslenskum
knattspyrnumönnum?
„Ég er fylgjandi því að við hætt-
um að láta labba daglega yfir okk-
ur. Ég tala nú ekki um einhver
Norðurlandalið sem þykjast geta
komið hingað eins og einhverjir
kóngar og verið með nýlendu-
stefnu.' Auðvitað vilja leikmenn
komast út en við verðum að fara
að fá eitthvað til baka. Þetta eru
kannski félög sem eru að kaupa
leikmenn fyrir margar milljónir
eða jafnvel tugi milljóna og við er-
um að láta okkar bestu leikmenn
út í þessa Norðurlandavitleysu þar
sem menn komast ekkert áfram.“
- Það er stöðugt þrætuepli, og
virðist vera til staðar á Skaganum
í dag, hvaö félagið á að fá mikinn
hluta af andvirði sölu og hver hlut-
ur leikmannsins á að vera. Sé leik-
maður hér seldur á 10 milljónir,
hvað á leikmaðurinn að fá mikiö í
sinn hlut að þínu mati?
„Ef þessi leikmaður væri erlendis
að leika fengi hann ekki neitt. Auð-
vitað eru menn oft búnir aö þjóna
sínu félagi vel og mér finnst sjálf-
sagt að þeim sé launað það á ein-
hvern hátt. Það verður hins vegar
líka að hafa það hugfast að margir
leikmenn hér á landi eru að fá mik-
inn pening í vasann frá félögunum.
Það getur ekki verið að félagið eigi
alltaf að lúffa fyrir leikmönnunum.
Það er orðin spurning hvort félögin
verði ekki að fara að taka á þessu
máli. Lið á Norðurlöndunum hafa
oft náð aö snúa leikmannakaupum
upp í deilur á milli leikmannsins
og þess félags sem hann er keyptur
frá.“
Ljóst er að íslenskir knattspyrnu-
menn hafa verið útsöluvara und-
anfarin ár. Samkvæmt öruggum
heimildum DV frá Svíþjóð eru forr-
áöamenn Örebro gapandi hissa á
því þessa dagana að þeir skuli hafa
fengið Sigurð Jónsson fyrir aðeins
10 milljónir. Þeir trúa því varla enn
að það muni ganga. Og kannski
gengur það alls ekki. Mál Sigurðar
Jónssonar eru í það minnsta í
óvissu ennþá og ekki ljóst hverjar
lyktir þrætumála á Skaganum
verða. -SK
Houston í stuði
Meistararnir í Houston unnu
Sacramento með 40 stiga mun í nótt.
Hakeem Olajuwon átti stórleik í liði
meistaranna. Hann skoraði 31 stig
og tók 15 fráköst og Robert Horry
skoraði 20 stig. Úrslitin:
Toronto-Boston ........... 96-116
Stoudamire 18 - Brown 20, Barros 18.
Atlanta - Minnesota....... 78-85
Blaylock 23 - Rider 20.
Cleveland - LA Clippers... 97-86
Brandon 23, Phills 21.
Indiana - Denver..........125-92
Davis 26, Miller 23.
New Jersey - Orlando..... 97-101
Anderson 24 - Anderson 29.
Washington - Milwaukee....108-102
Webber 25 - Robinson 30.
New York - LA Lakers...... 97-82
Harper 17, Mayson 17 - Ceballos 26.
Dallas - Seattle..........112-101
Dumas 35, McCloud 30.
Phoenix - Charlotte........100-115
Barkley 22 - Rice 33.
Golden State - Miami.......105-80
Mullin 26, Seikaly 17.
Sacramento - Houston....... 93-133
- Olajuwon 31/15, Horry 20.
George McCloud var maðurinn á
bak við sigur Dallas en hann skoraði
fjórar 3ja stiga körfur í framlengingu.
3ja stiga karfa frá Brian Shaw 16
sek. fyrir leikslok tryggði Orlando sig-
ur á New Jersey sem tapaði þar með
sínum fyrsta heimaleik í vetur.
LA Clippers tapaði sínum níunda
leik í röð þegar liðið lá fyrir Cleveland.
Charles Barkley skoraði 22 stig, tók
10 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir
Phoenix sem tapaði 6. leik sínum í röð.
Dómaramir í NBA tóku til starfa í
nótt í fyrsta sinn á tímabilinu eftir að
samningar tókust um kaup og kjör
þeirra. -GH
Hollendingar eða Irar
Það ræðst í kvöld hvort þaö verða
Hollendingar eða írar sem eiga lið í
úrslitakeppni Evrópumóts landsliða
í knattspymu sem fram fer á Eng-
landi næsta sumar. Þjóðirnar eigast
þá við í hreinum úrslitaleik um 16.
og síðasta lausa sætið í keppninni og
fer leikurinn fram á Anfield Road í
Liverpool.
Ströng öryggisgæsla verður á An-
Field Road enda era hollenskir stuðn-
ingsmenn þekktar knattspyrnubull-
ur. Reiknað er með að 200 lögreglu-
menn verði á vakt á leikvanginum
en um 14.000 stuðningsmenn hol-
lenska landsliðsins hafa boðað komu
sina.
-GH
Bikarkeppni kvenna:
Stúlkurnar úr Keflavík
léku stórkostlega vel
„Við lékum stórkostlega í þess-
um leik og varnarleikurinn var al-
veg einstakur. Okkur bættist góður
liðsauki við komu Veronicu Cook
og hún fellur sérlega vel inn í liðið.
Liösandinn er enn fremur frábær
hjá okkur stelpunum," sagði Kefl-
víkingurinn Anna María Sveins-
dóttir eftir stóran sigur Keflvíkinga
á nágrönnum sínum í Grindavík,
54-79, í 8 liða úrslitum bikarkeppni
kvenna í körfuknattleik í gær-
kvöldi.
Fram undir miöjan fyrri hálfleik
var jafnræði með liðunum en ellefu
stig í röð frá Keflvíkingum sló
Grindvíkinga alveg út af laginu. í
síðari hálfleik breikkaði bilið á
milli liöanna. Keflvíkingar léku þá
á als oddi og áttu Grindvíkingar
ekkert svar. Góð stemning var á
leiknum og fylgdust með honum
300 áhorfendur. Björg Hafsteins-
dóttir skoraði 23 stig fyrir Keflavík,
Veronica Cook 19 og Anna María
15. Penny Pappas skoraði 21 stig
fyrir Grindvíkinga og Svanhildur
Káradóttir skoraði 11 stig.
Njarðvík vann
vann Val örugglega
í sömu keppni tapaði Valur fyrir
Njarðvík, 37-58, eftir að staöan í
hálfleik hafði verið 19-24. Þegar tíu
mínútur vora eftir af leiknum voru
Njarðvíkingar búnir að missa for-
skotið niður í eitt stig en síðan sigu
Njarðvíkingar fram úr á ný.
„Mér er sama hvaða lið við fáum
í 4 liða úrslitunum. Bara að viö
höldum áfram á sömu braut og
mætum sterkar til leiks eftir jóla-
hátíðina," sagði Susette Seargant,
leikmaður Njarðvíkinga, eftir leik-
inn.
Seargant var stigahæst hjá
Njarðvík með 22 stig, Auður Jóns-
dóttir skoraöi 13 stig og Harpa
Magnúsdóttir 12 stig. María Leifs-
dóttir skoraði 17 stig fyrir Val.
Liðin sem komin eru í undanúrslit
era Keflavík, Njarðvík, ÍS og ÍR og
fara leikirnir fram í janúar.
Leikur nr.
i Lengjunni