Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 53 Fréttir Stórhækkaö verö á rækju á mörkuðunum erlendis: Rekstrarumhverfið allt i annað og betra en var - segir Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda DV, Akureyri: „Það er allt annað og betra rekstrarumhverfi bæði í veiðunum og vinnslunni á rækjunni nú en var á erfiðleikaárunum. Þetta á ekki síður við um útgerðina og sjómenn- ina því vinnslan hefur teygt sig langt og greiðir mjög hátt verð,“ segir Pétur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og Arnar Sigurmundsson: Erfitt ár og engin bjargráð „Þetta ár verður okkur mjög erfitt enda engin bjargráð í aug- sýn. Það kæmi mér ekki á óvart þótt hallinn hjá landvinnslunni einni og sér yrði um tveir millj- arðar þegar árið verður gert upp. Ég óttast að sum fyrirtæki í botnfiskvinnslu lendi í erfiðleik- um við að komast í gang í byrj- un næsta árs,“ segir Amar Sig- urmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar er verð á sjávarafurðum um þessar mund- ir um 13,8 prósentum hærra en það var að meðaltali á síðasta ári. Mest er verðhækkunin á rækju og loönuafurðum en minnst í landfrystum botnfiskaf- urðum. Nokkur verðhækkun hefur hins vegar orðið á sjófryst- um botnfiski og salflski. Að sögn Arnars staðfesta tölur Þjóðhagsstofnunar erfiðleikana í landvinnslunni og útgerð ísfisk- togara. Um þessar mundir sé hallinn í botnfiskvinnslunni um 7 prósent. Á ársgrundvelli sam- svari það 3 milljarða tapi. Ástæðan sé óhagsstæð gengis- þróun og hækkandi hráefnisverð án þess að afurðaverð hafi hækkað. Arnar segir Samtök fisk- vinnslustöðva ekki þrýsta á gengisbreytingu núna þrátt fyrir mótmæli í febrúar síðastliðnum þegar gengi krónunnar var hækkað. Mikilvægt sé að halda í stöðugleikann en á hinn bóginn sé svigrúm hjá Seðlabankanum til að breytinga á gengisvoginni. -kaa Norræna Atlants-nefndin: Nýog endurbætt nefnd Ákveðið er að um áramótin verði Vestnorden-nefndin lögð niður og ný taki við undir nafninu Norræna Atlants-nefndin. í gömlu nefndinni áttu sæti fulltrúar Islands, Græn- lands og Færeyja en nú bætast strandhéruð austan Atlantsála við. Nefndin starfar samkvæmt áætl- unum Norrænu ráðherranefndar- innar um svæða- og byggðasam- vinnu. Tilgangurinn er að efla sam- vinnu á sviði atvinnumála og hag- nýtra rannsókna. Aðalskrifstofa nefndarinnar verð- ur i Þórshöfn í Færeyjum og verður framkvæmdastjóri hennar Kjartan Hoydal sem verið hefur fiskimála- stjóri í Færeyjum. -GK hörpudisksframleiðenda, um ástandið í rækjuiðnaðinum um þessar mundir. Segja má að algjör bylting hafi orðið í afkomu rækjuvinnslunnar. „Niðurstöður Þjóðhagsstofnunar á afkomunni í september sl. voru að vinnslan væri rekin með 16% hagn- aði. Ég hef ekkert annað til að byggja á, og ef þetta er rétt er þetta auðvitað stórgott," segir Pétur. Segja má að uppsveiflan í rækju- veiðum og vinnslunni hafi hafist snemma á síðasta ári, en þá var rækjuverð á mörkuðum erlendis komið niður í 56% af því sem það var þegar niðursveiflan hófst árið 1987. Síðan í júlí á síðasta ári hefur verðið hækkað mjög og er nú um 70% af þvi sem það var hæst, árið 1986. ið. Pétur segir að þegar mest var, hafi vinnsluleyfi á rækjú verið 47 talsins, en þau séu núna 25. Fjöl- margar vinnslustöðvar urðu gjald- þrota og að öðrum þrengdi mjög s.s. vegna nauðasamninga og greiðslu- stöðvunar. „Staðan í markaðsmálunum er mjög góð núna. Englandsmarkaður, sem er aðalmarkaður fyrir íslenska kaldsjávarrækju, stækkaði umtal- svert, úr um 18 þúsund tonnum í um 28 þúsund tonn eða um 10 þús- und tonn á ári og virðist ætla að halda því. Þá binda menn miklar vonir við að samnorrænt markaðsá- tak, sem unnið hefur verið í Þýska- landi, muni skila miklum árangri. Það er óhætt að segja að þær niö- urstöður sem liggja fyrir séu mjög jákvæðar. Lögð er áhersla á að um hágæðavöru sé að ræða og svo virð- ist sem Þjóðverjarnir hafi tekið vel við sér. Þessu markaðsátaki verður haldið áfram. Og þegar á heildina er litið er ekki hægt að segja annað en að staðan í greininni hjá okkur sé mjög góð um þessar mundir," segir Pétur Bjarnason. -gk STJÖRNUKORT Góð og þroskandi jólgjöf fyrir mömmu, pabba, unglinginn og alla hina. Persónulýsing, framtiðarkort, samskiptakort. Sendum i póstkröfu. Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59 Gunnlaugur Guðmundsson Símar 561-7777 og 551-0377 Erfiðleikaárin voru mörgum erf- Sviðsmynd úr leíkritinu og þar má sjá nokkra áhorfendur. DV-mynd Jón Ben. Hvolsvöllur Leiksvið í hálfhring um áhorf- endasvæðið DV, Hvolsvelli: Leikfélag Rangæinga hefur hafið sýningar á Dýrunum í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir sem svo sannar- lega hefur blásið lifi í starfsemi leik- félagsins á undanförnum árum. Það er óvenjulegt að ganga í sal- inn inn í sviðsmyndina gegnum rjóður í Hálsaskógi og fram hjá stór- um svepp. Leiksviðið er í hálfhring um áhorfendasvæðið sem verkar á áhorfandann eins og hann sé sjálfur á leiksviðinu. Leikmyndin er gerð af Erlendi Magnússyni sem er þekktur fyrir handbragð í Eden Hveragerði, Fjörukránni í Hafnar- firði og víðar. Mikka ref leikur Svavar Friðleifs- son, enda er hann með rödd sem minnir á Mikka eins og við þekkj- um hann best, nauðalíkur Bessa og karlinum sem ber út póstinn i Hvolsvelli. Lilli klifurmús er leik- inn af Guðmundi Svavarssyni, sprellfjörugur með góða söngrödd. Ejöldi barna leikur dýrin í Hálsa- skógi. -JB ^íiix OÍmnl DV 904*1700 Verö aöeins 39,90 mín. 1[ Dagskrá líkamsræktar stöövanna / / IN I AR Hver Á þau minnstu. St. 18-27 m/gúmmísóla. Verð 2,100 Verslið í ykkar \jeimabœ- vill ' ekki fá hlý, sterk og örugg MOON- BOOTS í jólagjöf? Og þá verða þau að sjálfsögðu að vera SELVA OLANG moonboots. Mikið úrval af SELVA OLANG moonboots í verslunum okkar, t.d. þessi fallegu moonboots í mörgum litum á þau allra minnstu. Á þau sem komin eru lengst. St. 25-36 m/gúmmísóla og lausu sokk sem má þvo. Verð 3,900 Utsölustaðir: Á þau sem lengra eru komin. St. 25-36 m/gúmmísóla. Verð 2.900 Skóverslun Reykjavíkur, Laueavegi 87, Reykjavík, sími 562-4590 R.R. skór, Kringlunni 8-12, Reykjavík, sími 568-6062 R.R. skór, Skemmuvegi 32 L, Reykjavík, sími 557 5777 Útilíf, Álfheimum 74, Reykjavík, simi 581 2922 Smáskór, Suðurlandsbraut 52, Reykjavík, sími 568 3919 Dýrlingurinn, Hverafold 1-3, Reykjavík, sími 567 6221 Sportmaðurinn. Lóuhólum 2-6, Reykiavík, sími 557 5020 Skóverslun Hafnarfjarðar, Miðbæ Hafnarfirði, sími 565 4960 Skóbúðin Keflavík, Hafnargötu 35, Keflavík. sími 421 1230 Skóbúðin Borg, Brákarbraut 3, Borgarnes, sími 4371240 Leggur og skel, Skeiði, ísafirði, sími 456 4070 Siglosport, Aðalgötu 32A, Siglufirði, sími 467 1866 Skótískan, Skipagöt’u 5, Akureyri, sím’i 462 6545 fjakkabúð, Egilsbraut 19, Neskaupstað, sími 477 l780Skóv Ax O. Larussonar, Vestmannabraut 30, Vestmannaeyjum, sími 481 3268 Heildsölubirgðir: Skóverslun Reykjavíkur ehf. Heildverslun, Bíldshöfða 16 Sími: 587 9890, fax: 587 9894

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.