Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 55 Menning Lukkunnar pamfíll Söguhetjan í nýrri bók Iðunnar Steinsdóttur, Ævar á grænni grein, býr í frönskumælandi útlandi. Hon- um finnst það ekki skemmtilegt, hann skilur illa fóstrurnar á leikskólanum og krakkana ennþá verr, og stundum hrindir hann þeim og hrekkir þá vegna þess að hann getur ekki rifist og gert sig skiljanlegan á þeirra máli. En að öðru leyti er Ævar einmitt á grænni grein, eins og höfundur bendir á í bókartitli. Hann hefur ekki bara pabba og mömmu hjá sér - þau eru þarna í háskólanámi heldur hefur hann líka afa og ömmu sem eru áð vinna í þessu útlandi. Öll stór- fjölskyldan býr í sama húsi, sem er íslensk eyja í stór- um útlendum sjó og allir eru fjarskalega góðir við drenginn, dekra við hann á alla lund svo að beiska öf- und gæti vakið á öðrum bæjum. Sagan segir frá lífi Ævars í tæpt ár. Hann er nýorð- inn þriggja í sögubyrjun og í sögulok er ekki óralangt í fjórða afmælisdaginn. Þótt ekki sé tíminn langur í huga þeirra sem eldri eru gerist ótalmargt í lifl svona pilts, enda er hann uppátektarsamur í meira lagi. Hann dettur ofan í skósvertuna með margþættum af- leiðingum, fær flensu, lærir að lita myndir á nýju tölvunni (og litar allt svart af því þegar myrkur er þarf hann ekki að fara í leikskólann), býr til snjókarl, fær litla frænku í heimsókn frá íslandi og týnist hvað eftir annað. Stærsti viðburðurinn er þegar hann eign- ast systur, og svo er hann á leið heim til íslands í sögulok. Söguefnið er bæði sígilt og nýstárlegt, eins og vera ber; margt munu ungir hlustendur kannast við og mörgu munu þeir fagna í þessari sögu. Þó held ég að Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir hún sé jafnvel ennþá meira fyrir þá sem lesa hana upphátt. Þetta er sagan sem margir foreldrar og afar og ömmur ganga með í kollinum en fæst þeirra hirða um að skrifa, sagan af bernskubrekum barna og bamabarna og öllu því frábæra sem þau segja og gera og sem er svo fyndið og frumlegt og engu líkt. Svo er bókin líka gagnleg lesning fyrir fuilorðna; okkur vill gleymast til dæmis hvað börn taka orð bókstaflega, en á það minnir sagan af því þegar Ævar fleygir leik- föngunum sínum af því að amma hefur komist óvar- lega að orði um of mikið dót! Gunnar Karlsson hefur teiknað myndir í bókina af sinni stöku vandvirkni. Sérstaklega eru börnin í sög- unni vel heppnuð, strákurinn sjálfur og Lóa frænka hans, bæði reglulega falleg og vel þekkjanleg frá einni mynd til annarrar, En Gunnar man ekki alltaf hvað mamma er með sítt hár (eða stutt), og munnurinn á snjókarlinum er bara einn stór steinn, segir í texta, ekki margir litlir. Iðunn Stelnsdóttir: Ævar á grænni grein Gunnar Karlsson teiknaði myndirnar Iðunn 1995 Hugarflug á fullri ferð Bækurnar eru margvíslegar og ólíkar. Það er ekki nóg með að hægt sé að skipta aðferðum skálda við að koma hugsunum sínum á framfæri í ýmsa flokka; ljóð, smásögur, skáldsögur og leikrit, heldur eru sögurn- ar svo ótrúlega ólíkar og margvíslegar. Dyrnar þröngu eftir Kristínu Ómarsdóttur er svo sannarlega óvenjuleg en um leið svo sérkennilega ágeng. Hún er i eðli sínu svo dæmalaust sjálfstæð og sérkennileg. Sagan fjallar um islenska eiginkonu og móður sem fer ein til ævintýralegrar og draumkenndrar borgar, borgarinnar Dyrnar þröngu. Þar kynnist hún Ágústi, Sonju Lisu Hrís og fleiri sérstæðum persónum sem eiga það sameiginlegt að enginn hefur kynnst neinum þeim líkum. Líklega er hægt að fullyrða að það sé satt sem segir í kynningu á bókarkápu að margar af persónum sögunnar minni um margt á persónur úr sögu Lewiss Caroll um Lísu í Undralandi. Veröldin, sem sagan gerist í, er óraunveruleg og um leið léttrugluð. En þegar lesandinn er kominn af stað er eitthvað í sögunni sem fangar hann. Það er eins og ímyndunar- afl höfundar eigi sér endapunkt áður en langt um líður. Lesandinn held- ur að kannski komi eitthvað á næstu------------------ síðu eða þeirri þar næstu sem tengi söguna sterkari böndum við raun- DOKllldlillll veruleikann. ------------------------- Höfundurinn Kristín Ómarsdóttir Cimirfliir Uoinaonn hefur nóg ímyndunarafl. Hún hefur OiyUlUUl nKiydbUII líka djörfúng til að segja eitt og ann- að sem rithöfundar segja helst ekki á prenti. Hún leyfir sér að fjalla um óræðar og öglöggar tilfinningar og erótík öðruvísi en önnur íslensk skáld hafa gert. Hún skilur lesandann eftir með mýmargar skrýtnar spurningar sem hann spyr kannski sjálfan sig en ber ekki upp við nokk- urn annan. Sagan er eins og eitt allsherjar völundarhús sem hún býður lesandanum að ferðast um með sér. Og víst er að margir gefast upp á þeirri ferð áður en komið er í endastöð. Kynlíf er ofarlega á baugi og ein- hvern veginn vaknar sú hugsun að aðalpersónan sé stöðugt að velta því fyrir sér hvort kenndir hennar beinist að körlum eða konum. Textinn er vel skrifaður. Málfarið er stundum svolítið gróft en ekkert veldur venjulegu fólki þó verulegum vandræðum. Kímnigáfan er sérkennileg og áleitin. Stundum er eins og höfundurinn- eigi ekki gott með að gera upp við sig hvort hann ætlar að skrifa ljóð eða skáldsögu. Stundum er eins og að megintextinn sé á mörkunum að detta yfir í ljóðformið. En samt tekst að halda jafnvægi. Samt tekst að halda þessu sem skáldsögu sem er yfirfull af ímyndunarafli, eins konar fáránleikafrásögn. Fárán- leikinn er það sem tengir söguna Lísu í Undralandi ásamt því að aðal- persónan er eiginlega á ferð um eins konar Undraland, eins konar óræða veröld, eins konar einstigi um landamæri ímyndunar og raun- veruleika. Og stærri hluti einstigisins er handan eilífðarinnar. Víst er að þessi bók er ekki fyrir alla. Einhverjir eiga án efa eftir að fleygja henni frá sér og fullyrða: „Þetta er bull!“ Þeir sem hins vegar ná að kom- ast af stað og gefa sér tíma til að leyfa sögunni að fanga sig eiga eftir að lesa hana til loka og bíða eftir hinum eina sanna sannleika fáránleikans. Kristín Ómarsdóttir: Dyrnar þröngu. Reykjavík, Mál og menning, 1995. Rýmingarsala Hver er hvað? Kanínusaga eftir Illuga Jökulsson er djúpvitur og heimspekileg saga sem ef til vill er handa börnum en áreiðanlega handa fullorðnum. Litla kanínan býr í holu sinni sem hún gróf sér sjálf og þegar hún er svöng sækir hún sér gulrætur eða annað grænmeti inn í garð bóndans og hún er fjarskalega ánægð með lífið þangað til barið er að dyrum einn daginn. Fyrir dyrum úti stendur skepna sem segist vera kanína en það sé söguhetja okkar ekki. Líf hennar sé á misskiln- ingi byggt. „Ég hef alltaf verið kanína,“ segir sögu- hetja, en það er vitaskuld engin trygging. Gesturinn bendir á ýmislegt máli sínu til stuððings, til dæmis mun á stærð eyrna og tanna og lengd rófu. Það renna smám saman tvær grímur á söguhetju uns hún spyr: „En hvað er ég þá eiginlega?" Og von að hún spyrji. I sögulok kemur í ljós að Illugi er að leika sér að formi sem Kipling gerði frægt í ,just so“ sögunum sínum, útskýra með skáldaðri þróunarsögu hvers vegna dýr hefur vissa siði eða er búið ákveðnum eig- inleika. En sennilegt þykir mér að einhverjum full- orðnum detti í hug meðan hann les söguna fyrir barn að gera eins og kanínan, máta sjálfan sig við hlut- Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir skipti sitt og íhuga að hve miklu leyti það passar og hvort annað hlutskipti myndi ekki passa miklu betur. Einnig gætum við velt fyrir okkur meðan við lesum þeim mörgu persónum sem sífellt þurfa að vera að segja okkur hvernig við eigum að vera og hvað við eigum að gera við líf okkar annað en við erum að gera. Er gesturinn slettireka eða bjargvættur? Margrét E. Laxness skreytir söguna með svarthvít- um pennateikningum sem eru listilega gerðar eins og sagan og ekkert síður fyrir fullorðna. Lengi vel sjáum við enga mynd af söguhetju (nema á kafi undir sæng), illugi Jökulsson. og við sjáum ekki framan í hana fyrr en hún horfir á sig í spegli í miðri bók. Þetta heldur spennunni vak- andi, því við erum auövitað ekki fúsari en söguhetja til að trúa því að gesturinn hafi rétt fyrir sér. Illugl Jökulsson: Kanínusaga Margrét E. Laxness myndskreyttl. Forlagið 1995 Til þess að rýma fyrir nýjum sýnishornum seljum við nú tvö sýningareldhús og fataskáp með rennihurðum með góðum afslætti. Breidd skápsins er 270 cm. Ódýr skápahandföng Verð frá kr. 50 stk. „Lási“, barnalæsingin á skápahurðir og skúffur. Frábær iæsing - gott verð Brúðukörfur, með eða án klæðningar og rúmfata, frá kr. 3.500 Barnakörfur, með eða án klæðningar, frá kr. 13.700 Maraar gerðir af smákörfum frá kr. 150 Rauðhettukörfur frá kr. 1.350 • Körfur fyrir óhreint tau, frá kr. 4.500 Stólar frá kr. 9.850 póstse Blaðagrindkr. 3.900 * Teborðkr. 11.995 KÖRFUGERÐIN Inqólfsstræti 16. sími 551-2165 iridúrr'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.