Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Page 36
60
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
Santa Claus er velkominn hingað
sem nýbúi.
Okkar gömlu
sveinar
Við eigum að sjálfsögðu að
halda í okkar gömlu sveina en
það er þó ekkert því til fyrir-
stöðu að Santa Claus komi hing-
að til lands sem nýbúi eða flótta-
maður.“
Árni Björnsson, i DV.
Hindrunarstökk
„Eftir baráttu við kerfið, sem
líkja má við hindrunarstökk,
tókst mér að fá innflutnings-
leyfi.“
Pétur Pétursson, í DV, vegna kaupa á
hreindýrakjöti frá Grænlandi.
Ummæli
Ekki er sökin mikil
„Einhvern tímann hafa nú lög
verið brotin fyrir minni sök en
þá að eiga ekki ofan í sig að éta.“
Sigurður T. Sigurðsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Hlífar, i Alþýðu-
blaðinu.
Glefsur eftir gamla kerl-
ingu
„Það hefur kannski verið
óþarflega mikil viðhöfn í kring-
um þetta þó að það komi út ein-
hverjar glefsur eftir gamla kerl-
ingu.
Valbjörg Kristmundsdóttir, í DV.
Mexíkóborg er líklegast fjöl-
mennasta borg í heimi.
Fjölmennustu
borgir fyrr og nú
Til skamms tíma var Tokyo
fjölmennasta borg í heimi, með
um 12 milljónir íbúa, en nú er
Mexíkó líklega stærsta borg í
heimi með um 13 milljónir íbúa,
en á Mexíkóborgarsvæðinu er
talið að séu um 30 milljónir íbúa.
í gegnum aldirnar hafa marg-
ar borgir státað af því að vera
stærstu borgir heimsins en ef
farið er allt til ársins 8900 f. Kr.
var í raun engin borg til en í
írak var til samfélag, Chemi
Shanidar, sem í voru 150 íbúar.
Fyrstu sagnir um borg í eigin-
legri mynd er Jeríkó eri árið 7800
f. Kr. eru íbúar þar 27.000. Árið
600 f. K. eru íbúar í Babýlon
orðnir 350.000 og er hún þá
stærsta borgin.
Blessuð veröldin
Fyrsta borgin til að vera með
meira en milljón íbúa er Róm en
þegar flestir bjuggu í henni var
íbúatalan 1,1 milljón árið 133 f.
Kr. Árið 1279 er fjölmennasta
borg heimsins Angor í Kambod-
íu með 1,5 milljónir íbúa.
HAPPDRÆTTI
BÓKATÍÐINDA
VINNINGSNÚMER DACJINS ER:
3937
Ef þú finnur þetta númer á baksíðu
Bókatíðinda skaltu fara meö hana
í næstu bókabúð og sækja vinninginn:
BÓKAÚTTEKT AÐ ANDVIRÐI
10.000 KR.
Bókaútgefendur
Þokusúld og rigning
I dag verður vaxandi suðvestan-
átt, stinningskaldi eða allhvasst um
landið norðan- og vestanvert en
kaldi og stinningskaldi í öðrum
landshlutum. Víðast hvar þurrt í
fyrstu en síðar í dag og í nótt má bú-
Veðrið í dag
ast við þokusúld eða rigningu vest-
anlands en áfram þurru og nokkuð
björtu veðri um landið austanvert.
Hiti á bilinu 0 til 9 stig, kaldast í
innsveitum suðaustanlands að næt-
urlagi en hlýjast á Norðurlandi að
deginum. Á höfuðborgarsvæðinu er
sunnan- og suðvestankaldi og skýj-
að en þurrt að mestu í fyrstu en suð-
vestan stinningskaldi og þokusúld
síðar í dag.
Sólarlag í Reykjavík: 15.32.
Sólarupprás á morgun: 11.13
Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.29.
Árdegisflóð á morgun: 10.49.
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjaö 7
Akurnes léttskýjað -1
Bergsstaöir alskýjaö 5
Bolungarvik alskýjaö 6
Egilsstaöir skýjað 1
Keflavíkurflugvöllur þokumóða 6
Kirkjubcejarklaustur hálfskýjaó -1
Raufarhöfn skýjaó 0
Reykjavík alskýjaó 6
Stórhöföi alskýjaö 6
Bergen léttskýjaö 3
Helsinki snjókoma 0
Kaupmannahöfn skýjaö 1
Ósló skýjaö 0
Stokkhólmur léttskýjaó -1
Þórshöfn léttskýjaó 2
Amsterdam súld 0
Barcelona heiöskirt 8
Chicago' snjókoma ■6
Feneyjar hálfskýjaö 1
Frankfurt skýjaó 0
Glasgow skýjaó 3
Hamborg hálfskýjaö -4
London súld 5
Los Angeles rigning 14
Lúxemborg skýjaó -1
Madríd þokumóóa 0
Malaga léttskýjaö 9
Mallorca léttskýjaó 5
New York heiöskírt -4
Nice rigning 7
Nuuk snjókoma -4
Orlando léttskýjaö 13
Paris léttskýjaö 0
Róm skýjaö 10
Valencia heiöskírt 6
Vín snjókoma -.2
Winnipeg skýjað -24
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur:
Sendi Vinnuveitendasamband-
inu jólakort eins og alltaf
DV, Suðurnesjum:
„Þegar sumir eru að tala um
máttlausa verkalýðshreyfingu þá
er félögum mikið að fjölga hjá okk-
ur og styttist óðum í að innan fé-
lagsins verði þrjú þúsund félagar,"
segir Kristján Gunnarsson, for-
maður Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur, sem hefur I mörgu
að snúast þessa dagana eftir að fé-
lagsmenn sögðu upp kjarasamn-
ingum á dögunum.
Kristján segir að verkalýðs- og
Maður dagsins
sjómannafélagiÖ sé deildaskipt fé-
lag. Sjómenn í félaginu eru eitt
huridrað og tíu og fara hagsmunir
þeirra ágætlega saman við hags-
muni annarra félagsmanna og er
sambúðin ákaflega góð. Það eru
náttúrlega áherslumunir á milli
deilda í félaginu en það eru engin
vandmál og ekki annað hægt að
segja en að allt hafi gengið vel
hingað til.
Kristj'án Gunnarsson.
Þótt Kristján hafi í mörgu að
snúast þá ætlar hann ekki að láta
erilinn og kjaramálin trufla sig
yfir hátíðirnar. Þrátt fyrir að
Vinnuveitendasambandið hafi
stefnt félaginu ætlar hann að
senda því jólakort: „Ég mun senda
því jólakort eins og ég hef alltaf
gert og óska því gleðilegs árs og
friðar." Áhugamál Kristjáns eru
veiðar á sumrin: „Ég reyni þegar
tími gefst til að fara að veiða og
einnig hef ég mikinn áhuga á
ferðalögum innanlands og ekki
skemmir það fyrir ef maður kemst
aðeins út í hinn stóra heim til að
ferðast. Lestur góðra bóka er
einnig áhugamál hjá mér.“ Annars
hefur mesti frítími Kristjáns og
eiginkonu hans, Guðrúnar Jó-
hannsdóttur, undanfarin tvö ár
farið f að sinna syni þeirra, Jó-
hanni Rúnari, 22 ára, sem lenti í
alvarlegu bifhjólaslysi og hefur
verið í hjólastól síðan: „Hann á
hug minn allan. Ég er staðráðinn í
að vera vakandi við að fylgjast
með kínverska lækninum sem
staddur er hér á landi og bind
miklar vonir við hann. Það sem
hann er að gera er mjög jákvætt.
Ég horfi til þess með vonar- og
bænarhug," segir Kristján en hann
9g Guðrún eiga einnig eina dóttur,
írisi Ósk, sem er 19 ára.
-ÆMK
Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki.
DV
Bikarkeppnin
í handbolta
' Bikarkeppnin í handbolta er
komin vel á leið og verða leiknir
flmm leikir í sextán liða úrslit-
um í kvöld. Á Seltjarnarnesi
leika Grótta b og Víkingur, á
Hlíðarenda er stórleikur þegar
Valur mætir FH, í Kópavogi
leika HK og Fram og einnig í
Kópavogi leika Breiðablik og
Þór, á Selfossi mætast 1. deildar
íþróttir
liðin Selfoss og Afturelding. Allir
leikirnir hefjast kl. 20. Þá verður
leikinn einn leikur í 1. deild
handboltans. Er um að ræða
frestaðan leik á milli KA og
Stjörnunnar og fer leikurinn
fram á Akureyri.
Skák
Patrick Wolff sigraði á banda-
ríska meistaramótinu, sem fram fór
í Modesto fyrir skemmstu, eftir
bráðabana við Nick de Firmian og
Alexander Ivanov. Þeir hlutu allir
8,5 v. af 13 mögulegum. Yermolinski
fékk 8 v., Gulko 7,5, Browne 6,5,
Benjamin, Dzindzihashvili og
Dmitri Gurevich 6 v. og aðrir
minna.
Hér er staða frá mótinu. Benja-
min hafði svart og átti leik gegn
Kudrin:
8
7
6
5
4
3
2
1
20. - Hg3! 21. De2 e5 Nú kemst
hvítur ekki hjá liðstapi. 22. Ba7
Hxc3 23. Dg4+ He6 24. Hd2 De7 25.
Hfdl Kc7 og svartur vann um síðir.
Jón L. Árnason
# I
if á
á iii I
ABCDE FGH
Bridge
Henri Szwarc er einn frægasti spilari
Frakka og var reyndar upp á sitt besta
fyrir um þremur áratugum. Margir töldu
hann þá besta spilara heims en víst er að
hann þótti sériega hugmyndaríkur og dró
jafnan að sér fjölda áhorfenda á mótum.
Hann gefur lítið eftir í spilamennskunni
og varð til dæmis í öðru sæti Macalian-
tvímenningsins í London fyrr á þessu ári.
Hér er eitt frægasta spil Szwarcs þar sem
hann sat í sagnhafasætinu í sex hjörtum.
Sagnir gengu þannig, austur gjafari og
aliir á hættu:
* KDG9542
V 732
* --
* ?72
Austur Suður Vestur Norður
3é Dobl pass 5*
pass 6» p/h
Vestur spilaði út einspili sínu í spaða
og Swarc drap níu austurs á ás í fyrsta
slag. Hann tók þrisvar sinnum tromp og
lagði síðan niður tígulásinn og var þá hú-
inn að fá nokkuð glögga mynd af spilum
andstæðinganna. Líklegt var að skipting
vesturs væri 1-2-7-3 (eftir opnun austurs á
þremur spöðum) og skipting austurs þá 7-
3-0-3. Þá var ljóst að hægt var aö vinna
slemmuna. Ef vestur átti laufdrottning-
una var hægt að svína laufgosanum og
vinna spilið með yfirslag. Ef austur átti
drottninguna var hægt að renna tromp-
um í botn og neyða austur tii að fara nið-
ur á K blankan í spaða og drottningu
þriðju í laufi. Þá var hægt að endaspila
austur á spaða. En hvora leiðina átti aö
fara?. Swarc hugsaði lengra en þetta og
var í raun sama hvorum megin drottn-
ingin lá. Hann spiiaði einfaldlega laufl á
ás, tók kónginn og henti tígulkóngnum!
Hann trompaði síðan iauf og spilaði tígli
að heiman. Vestur fékk slaginn á drottn-
inguna en varö síðan að gefa blindum af-
ganginn.
ísak Örn Sigurðsson
4 106
V 64
♦ G76
4 ÁKG1
* A83
* ÁKDG
* ÁK5
* 8
Höfuðvígi