Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 8
8 sælkerinn LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 "V Galakvöldverður frá Fiðlaranum á þakinu: Kjúklingabringur Calvados ið soðinu út í. Lagið smjörbollu úr hveitinu og smjörinu og þykkið sósuna, smakkið hana til með calvadosvíninu, saltinu og piparn- um. Aðferð Um síðustu helgi hélt Klúbbur matreiðslumeistara sinn árlega galakvöldverð, að þessu sinni í Odd- fellowhúsinu. Boðið var upp á níu rétta matseðil og gáfu gestir, sem voru um hundrað talsins, þeim öll- um sína fyrstu einkunn. Einn rétt- urinn var kjúklingur Calvados eftir Snæbjörn Kristjánsson, matreiðslu- meistara á veitingahúsinu Fiðlaran- um á þakinu á Akureyri. Þessi rétt- ur þótti afar sérstakur og góður. Snæbjörn hefur fallist á að gefa les- endum DV uppskrift að þessum rétti og geta menn þá prófað sjálfir. Þeir sem eru fyrir norðan ættu hins vegar að geta sparað sér matseldina og fengið réttinn beint hjá mat- reiðslumeistaranum. En þannig hljóðar uppskriftin og er hún miðuð við Qóra: 4 kjúklingabringur 1 grænt epli 20 g ferskt engifer 1 sellerístilkur 1/2-1 tsk. pestó 2 steinseljukvistar 1 tómatur 1/2 blaðlaukur, græni hlutinn 20 g smjör Calvadossoð 1/4 1 kjúklingasoð, kalt 3 msk. kampavínsedik 1 msk. hungang 3 cl calvados eplavín salt og pipar Blandið öllu saman og látið kjúklingabringurnar marinerast í soðinu í sa 8-10 tíma. Skrælið eplið, kjarnhreinsið og skerið í litla teninga, skrælið engi- ferið, skolið selleríið og skerið í litla teninga, saxið steinselju- kvistana, blandið öllu saman og svissið á pönnu upp úr smjörinu. Þetta er síðan sett á miðja diskana. Kjúklingabringurnar eru settar í eldfast mót, smurt með smjörinu og calvadossoðið sett á þannig að þaö rétt fljóti yfir. Bakað í 200 gráða heitum ofni í ca 7-8 mínútur. Skerið tómatana í báta og hreinsið innan úr þeim, skolið græna blaöl- auk- skerið í litla strimla. Tómatur- inn og blaðlaukur- inn eru síðan snöggsoðnir í grænmetissoði i ca 1 mínútu og raðað í kringum kjúklinginn sem settur hefur verið ofan á sós- una. -ELA mttM; Sósa Austurlenskur Hér kemur uppskrift að fiski, ýsu, þorski eða steinbít, sem eldaður er á wokpönnu. Þetta er ein- faldur réttur og áreiðan- lega mjög sérstakur. Rétt- urinn er miðaður við fjóra og í hann fer: 400 g ýsuflak eða annar fiskur eftir smekk 1 græn paprika 2 sellerístilkar . 2 vorlaukar 4 msk. sojasósa 4 msk. matarolía 1 glas af Napolitana pastasóu 2 hvítlauksbátar 1/2 teningur hænsnakraftur 150 g rækjur Roðhreinsið fiskinn og sneiðið hann niður. Hreinsið vorlauk og papriku og skerið i þunna strimla sem deilast í 2 sm langa bita. Grófhakkið sellerí og flnhakkið hvítlauk. Hitið olíuna á wok- pönnu og svissið græn- metið og hvítlauk í 1-2 mínútur. Takið grænmet- ið af og haldið því heitu meðan fiskbitarnir eru steiktir í olíu í ca 2 mín- útur. Takið þá fiskinn áf pönnunni. Hænsnakraft- urinn er settur út í pastasósuna sem sett er á pönnuna og hitað upp. Grænmetið, ýsan og rækj- urnar, sett ofan á sósuna og látið malla í 5 mínútur þar til fiskurinn er gegn- heitur. Ef sósan verður of þykk má þynna hana með smávegis vatni. Berið fram með hrísgrjónum. kjúklingabein 2 laukar 3 sellerístilkar 1 blaðlaukur 1/4 1 rjómi 2 cl calvados eplavín 6 piparkorn, hvít salt og pipar 2 msk. smjör 1 msk. hveiti Sjóðið kjúklingabeinin ásamt grænmetinu og pip- arkornunum í ca 4-5 tima og sigtið í gegnum klút. Látið rjómann sjóða niður um ca helming og bland- Snæbjörn Kristjánsson, matreiðslumeistari á Fiðlaranum á þakinu. DV-mynd Gylfi Kristjánsson matgæðingur vikunnar Nautí kryddkápu „Mér finnst bæði gaman að borða og elda,“ segir Helmout Kreidler, sjóntækjasérfræðingur og matgæð- ingur vikunnar. „Ég ætla að bjóða lesendum upp á naut í kryddkápu og þó ég noti dýrt kjöt hef ég ekkert samviskubit. Það geta verið mun betri kaup í dýrum bitum heldur en ódýrum sem þarf kannski að henda hluta af. Nautafilet eða lund nýtist að fullu.“ Helmout .notar beinmerg með nautakjötinu sem hann segir að sé al- gengt í heimalandi sínu, Þýskalandi. „Það gerir kjötið mun safameira og betra. Við notum merginn líka í vin- sæla súpu,“ segir hann. Helmout seg- ir að það sé lítið mál að verða sér úti um nautabein hjá kjötkaupmönnum og auðvelt sé að ná mergnum út með sleifarskafti. „Best er að láta kjöt- kaupmanninn saga beinin niður í 5-6 sm bita og þá er auðvelt að ná mergnum út. Það á að vera nóg að nota merg úr 2-4 slíkum beinarörum.“ Helmout notar nauta lund í þennan rétt en hann segir að einnig megi nota svínalund en þá þurfi steikingartím- inn að vera lengri. Og þá er það uppskrift- Naut í kryddkápu 4 steikur nauta- lund, 180-200 g á mann salt svartur pipar úr kvörn Mergmassi sirka 4 dl mergmassi steinselja tiinjan basil franskbrauð, án skorpu, skorið í ten- inga ca 1 dl rifinn ostur, t.d. Óðals 1 msk. smjör Mergnum er þrýst úr beinunum, smátt söxuðum kryddjurtum blandað saman við. Ef notaðar eru þurrkaðar kryddjurtir þarf minna af þeim held- ur en ferskum. Franskbrauðinu, ost- inum og smjörinu er blandað vel saman viö merginn og kryddað. Þá eru steikurnar kryddaðar með salti og pipar og steiktar við mikinn hita, um 3 mínútur á hvorri hlið. Þær eru teknar af pönnunni og látnar bíða í 5 mínútur nálægt hita. Þá er sósan búin til. Helmout mæl- ir með tilbúinni rauðvínssósu frá Blá bánd sem má bæta með rauðvíni, sér- ríi eða rjóma. Grillið í ofninum er hitað. Klípa af smjöri sett á pönnu og kjötið steikt smávegis í viðbót eftir smekk. Þá mergmassanum þrýst vel ofan á hverja sijeið. Steikurnar settar undir grillið þar til ljósbrúnn hjúpur mynd- ast. Gott meðlæti með þessu er t.d. ofn- bakaöar eða steiktar kartöflur, spergilkál og belgbaunir. Einnig er gott að gera salat úr lambahagasalati, sem Helmout telur reyndar rangnefni því það ætti að heita akursalat, en með því gerir hann salatsósu úr vín- ediki, balsamediki, lauk og smátt brytjuðum valhnetum. „Gott er að hafa fetaost með þessu líka. Með þessum rétti mæli ég með Be- aujolais rauðvíni.“ Villikryddað lambabuff 1 kg lítil lambabuff úr innanlærisvööva 16 beikonsneiðar án puru 1 msk. rósmarinlauf salt og pipar 2 dl þeytirjómi olía til steikingar 15 g af þurrkuöum kantarellasveppum (látnir liggja í bleyti i vatni í 2 klst. og sigtaðir) Kjötið er skorið í 100-125 g buff (8 ^lítil stk). Vefjiö beikonsneiðum utan um hvert buff og festið með tann- stönglum. Kryddað með pipar og rós- marín. Látið standa í 4-6 klst. undir filmu í ísskáp. Bræðið 3 msk. af smjöri á pönnuna og steikið sveppina smástund. Krydd- ið og minnkið hitann. Látið krauma undir loki í 10-12 mín. Takið af hell- unni og geymið. Hitið olíu á þykkbotna pönnu, steikið buffin í u.þ.b. 4-6 mínút- ur á hvorri hlið. Saltið. Hellið rjómanum yfír og látið sjóða smá- stund. Takið þá kjöt- ið upp og setjið á heita diska. Bætið kantarellasveppunum út í rjómann og látið malla í 3-4 mín. Gott að bragðbæta með sérríi. Með þessum lambarétti, sem Helmout segir að sé mjög vinsæll þegar útlendingar koma í heimsókn, er. borin bökuð kartöflumús. Þá eru kartöflur, 1 kg, afhýddar hráar og soðnar í 18 mín. Soðinu hellt af og látið standa í 2 mínútur. Þá eru þær marðar í potti, 2 msk. af smjöri bætt út í, 2 eggjarauðum, salti og 1 dl af rjóma. Maukið sett í sprautupoka og sprautað í toppa á smurða ofnplötu. Bakað í heitum ofni undir grilli. Allt grænmeti passar vel með þessum réttum. . Helmout ætlar að skora á hjónin Ásu Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Jóhannes Long Ijósmyndara að vera næstu matgæðingar. „Það er ævintýri líkast að lenda í matarboði hjá þeim.“ -ELA Cashew hnetur þykja frábærar í sælkeramat. Cashewhnetur vaxa á Indlandi og eru mikil út- flutningsvara þar í landi, einkan- lega til annarra Asíulanda og Austurlanda fjær þar sem þær eru mikið notaðar í matargerð. Cashewhnetur eru taldar ómissandi í karrírétti, súpur og aöra sterka rétti. Þær eru einnig notaðar í sæta rétti og eftirrétti. | Cashewhnetur eru alltaf seldar • án hýðis. Hneturnar eru sætar I og bragðmiklar en þær eru kremlitaðar. Cashewhnetur eru bestar nýj- ar svo rétt er að líta á stimpil um síðasta söludag sem á að vera á umbúðunum. Sums staðar eru þær seldar eftir vigt, t.d. í heilsu- og sælkerabúðum, og þá ætti að vera hægt að treysta gæöunum. Hneturnar eiga að vera heilar, ekki klofnar eða brotnar. Best er að kaupa lítið í einu vegna þess hve ifla þær geymast, það sama á reyndar við um allar hnetur. Þegar umbúðir hafa verið opnað- ar ætti að loka þeim aftur með teygju og setja í loftþéttar um- búðir. Eins og aðrar hnetur eru Cas- hew kalóríu- og prótínríkar en þær eru engu að síður frábærar sem snakk. Cashew Couscous Hér kemur mjög gott cousco- ussalat með rauðri papriku, kúr- bít og cashewhnetum í hvítlauks- og ferskri koríandersósu. Réttur- inn er miðaður við fjóra. 225 g cousous 1 rauö paprika | 1 laukur, niðursneiddur og saxaður 1 kúrbítur, smátt skorinn 75 g cashewhnetur Salatsósa 4 msk. olía 1 msk. hvítvínsedik 1 msk. Dijon sinnep 2 pressuð hvítlauksrif 1 msk. flnt saxað ferskt kóríander salt og nýmalaður svartur pipar ferskt kóríander til skrauts Setjið couscous í vatn eftir leiðbeiningum á umbúðunum og þurrkið það eftir tilsettan tíma. Blandið saman við það papriku, lauk, kúrbit, kóríander og cas- hewhnetum. Blandið saman olíu, vínediki og sinnepi í skál. Bætið hvít- lauknum og kóríander við. Kryddið með salti og nýmöluð- um pipar eftir smekk. Setjið yfir salatið og látiö standa í 30 mínút- ur áður en það er borið fram. Skreytið með kóríanderlaufum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.