Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 22
22 sérstæð sakamál
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 JLlV
Dökk ský bárust inn yfir strönd
Norður-Englands meðan kirkju-
klukkurnar í Billingham hringdu
inn nýja árið. Og brátt fór að snjóa.
Fyrir hafði verið þoka og þvi var
niðdimmt þessa nýársnótt.
Eftir þröngu stræti á bakka ár-
innar Tee haltraði um tvöleytið há-
vaxinn, þungstígur og kraftalegur
maður. Hann minnti á ógnvænlega
veru úr hryllingskvikmynd og sá
sem hefði mætt honum hefði vel get-
að látið sér kom til hugar að þar
væri hinn margfrægi Frankenstein
á ferð.
Maðurinn átti greinilega í nokkr-
um vandræðum með að átta sig í
myrkrinu, þokunni og snjókom-
unni. Hann staðnæmdist oft og leit í
kringum sig. Svo hélt hann enn
áfram og skildi eftir fleiri stór spor
í snjónum.
Þessi sérkennilegi maöur var
vissulega óhugnanlegur, enda í ógn-
vænlegum erindagjörðum. Hann
var á leið til þess að drepa mann.
Ólæst hurð að húsbaki
Loks tók hinn haltrandi og
þungstígi maður stefnuna á Eden
Way, eitt úthverfa borgarinnar.
Nokkru síðar staðnæmdist hann við
einbýlishús. Út um glugga á efri
hæðinni barst dauf birta. Maðurinn
kinkaði kolli, rétt eins og hann vildi
segja við sjálfan sig að hann væri
kominn á leiðarenda. Svo haltraði
hann að húsinu og aö dyrum á bak-
hliðinni.
Hurðin var ólæst og reyndar voru
dyrnar að nokkru opnar. Maðurinn
gekk inn fyrir. Nokkru síðar yfirgaf
hann húsið með mann á öxlinni. Sá
barðist um og gaf frá sér hálfkæfð
hljóð. Enginn var á ferð við húsið
eða á götunni þegar maðurinn, sem
komið hafði að húsinu, lagði byrði
sina í bíi við það og ók síðan á brott.
Hann tók stefnuna á miðbæinn.
Morðgáta
Þegar birti á nýársdag kom lög-
regluþjónn í bílastæðishús í mið-
borginni. Þar var þá fyrir bíll og
undir stýri var maður. Þegar betur
var að gáö reyndist hann látinn.
Hann hafði verið stunginn
nokkrum sinnum með hníf og veski
hans og úr voru horfin.
Fómarlambið reyndist vera John
Gillard, þrjátíu og átta ára gamall.
Rannsóknarlögreglan fór þegar
heim til konu hans, Margaret, sem
var árinu eldri. Hún var að taka til
morgunmatinn þegar mennina bar
að garði. Þeir tilkynntu henni
hvernig komið var en það var ekki
að sjá á henni að hún tæki fregn-
inni um lát manns síns þunglega.
Hún virtist frekar örg en sorg-
mædd.
„John var oft í bænum um næt-
ur,“ sagði hún, „því hann stóð í ást-
arsambandi við margar konur. En
hver gæti hins vegar hafa haft
áhuga á að myrða hann?“
Rannsóknarlögreglan hóf nú leit
að „konunum mörgu" í lífi Johns
Gillard. Viðtöl viö vini hans og
kunningja komu henni á sporið og
innan tíðar hafði tekist að hafa uppi
á nokkrum konum sem viður-
kenndu að hafa þekkt hann vel.
Engin þeirra sagðist hins vegar
hafa verið með honum nóttina sem
hann var ráðinn af dögum. Og eng-
in þeirra gat gefið á því nokkra
skýringu hvers vegna hann hafði
verið myrtur.
Vísbendingar
Eitt og annað við málið vakti at-
hygli rannsóknarlögreglumann-
anna. Öllum sem til Johns Gillard
höfðu þekkt bar saman um að hann
hefði verið snyrtimenni og ætíð
gætt þess að ganga vel klæddur.
Þegar líkið fannst var það hins veg-
John Gilliard. Ivor Barrett.
Bílastæðishúsið.
ar íklætt skyrtu sem var skakkt
hneppt og á fótunum voru óreimað-
ir skór. Þá var ljóst að hann hafði
ekki tekið neinn miða þegar hann
ók bílnum inn í bílastæðishúsið.
„Eitthvað er ekki eins og það á að
vera,“ sagði einn þeirra sem með
rannsókn málsins fóru og félagar
hans voru honum sammála.
Margaret, eiginkona Johns Gilli-
ards, hafði skýrt svo frá að maður
hennar hefði farið að heiman í góðu
skapi. Hvers vegna var hann þá
svona hirðuleysislega klæddur þeg-
ar hann fannst látinn?
Nú var, svo lítið bar á, farið að
ræða við allar kunningjakonur
Margaret til þess að kanna hvort
eitthvað kæmi fram sem stangaðist
á við einhver ummæli hennar eða
lýsingar. Það sem einkum vakti þó
grunsemdir var að maður hennar
hafði verið líftryggður fyrir jafn-
virði um þrjátíu milljóna króna og
skyldi allt tryggingarféð renna til
hennar.
Þá kom í ljós að Margaret var
ekki við eina fjölina felld. Hún hafði
sagt mann sinn standa í ástarsam-
bandi við „margar konur“ en fram
kom í viðtölum við vinkonur henn-
ar og fleiri aðila að hún hafði sjálf
staðið í ástarsambandi við ýmsa
menn.
n ' 3f »■ ■ ■ «
„Gooviljaöi risinn
Reyndar viðurkenndu nokkrar af
vinkonum Margaret að þær færu
með henni „1 bæinn“ um nær
hverja helgi þar sem þær leituðu sér
að karlmönnum. Og enginn hefði
gengið betur fram í þeirri leit en
einmitt Margaret.
Nú var farið að leita að mönnum
sem Margaret hafði haft kynni af og
kom þá í ljós að einn af þeim var
Ivor Barrett, þrjátíu og sex ára og
fyrrverandi fallhlífarhermaður.
Hann var hár, þrekvaxinn og haltr-
aði.
Rannsóknarlögreglumennirnir
voru undrandi yfir því að Barrett
skyldi tengjast málinu. Þeir könn-
uðust viö hann en af góðu einu.
Hann gekk almennt undir nafninu
„góðviljaði risinn“ því hann var
þekktur fyrir greiðasemi sína við
eldri konur og hafði það fyrir vana
að hjálpa þeim heim eftir
bingókvöld.
Könnun á högum Ivors Barretts
leiddi hins vegar í ljós að nokkru
áður hafði hann kynnst Margaret
Margaret Gilliard.
Gilliard. Þegar farið var að ræða við
íbúa hússins sem hann bjó í kom
svo fram að hún hafði oft heimsótt
hann á síðustu vikum liðins árs.
Þekktist hún af myndum.
Handtakan
Þegar hér var komið þótti rann-
sóknarlögreglunni ljóst að Bárrett
^PLAY
ILöURNöATf 1
STOREYCAR PAhk
3AV to SA.?w«r-
oc>« to eoö.:-
vpio 2 houf''
l/P TO 4> fKKjrv
|/f» TO 6
ovtw 6 ftotjrv
myndi að öllum likindum eiga hlut
að máli þótt um það yrði að sjálf-
sögðu ekkert fullyrt fyrr en meira
lægi fyrir. Var loks ákveðið að taka
hann til yfirheyrslu frekar en Marg-
aret því hann væri líklegri til að
segja sannleikann þótt stór væri og
sterkur.
Ivor Barrett var nú handtekinn
og færður á lögreglustöð. Þar var
honum skýrt frá þvi að fyrir lægi
vitneskja um náin kynni hans og
Margaret Gilliard. Síðan var hann
að því spurður hvort hann tengdist
á einhvern hátt morðinu á manni
hennar, John.
Barrett reyndi ekki að bera af sér
sökina. Honum mun hafa fundist
það til einskis því rannsóknarlög-
reglan vissi of mikið. Hann ákvað
því að segja allt af létta og lýsti ferð
sinni að húsinu í Eden Way á
nýársnótt og því sem síðar hafði
gerst. Sagði hann að Margaret hefði
átt hugmyndina að morðinu.
Meira um atburði
nýársnætur
Barrett sagði að Margaret heföi
ekki viljað ráða mann sinn af dög-
um vegna framhjáhalds hans heldur
af því að hún hefði viljað komast
yfir líftryggingarféð. Hefði hún sagt
sér það. Hún hefði hins vegar fljótt
komist aö því, eftir að hún ákvað að
ryðja manni sínum úr vegi, að hún
myndi ekki geta það ein. Hún yrði
að fá aðstoð.
Margaret hafði valið gamla fall-
hlífarhermanninn Ivor Barrett.
Hann var stór, sterkur og þjálfaður
í hernaði en að auki hafði hún litið
svo á að ekki yrði erfítt að telja
hann á að hjálpa sér því hann væri
hjálpsamur í eðli sínu. Og þar hafði
hún haft rétt fyrir sér þótt hún væri
að biðja um aðstoð við voðaverk.
Barrett sagði að svo hefði samist
um að Margaret skildi eftir opnar
bakdyr á nýársnótt. Þess vegna
hefði hann komist fyrirhafnarlaust
inn í húsið. Hann hefði gengið upp
á efri hæðina að John Gillard þar
sem hann lá í rúmi sinu og bundið
hann og keflað. Horfði Margaret á
hann gera það. Hún tók síðan fram
fótin sem hinn myrti fannst í þegar
að honum var komið í bUastæðis-
húsinu en í þau var John klæddur í
skyndi áður en hann var borinn út
úr húsinu. Var sá flýtir skýringin á
því að skyrtan var rangt hneppt og
skórnir óreimaðir.
Eftirleikurinn
Margaret lokaði bakdyrunum á
eftir Ivor Barrett þegar hann fór
með mann hennar bundinn og
keflaðan á öxlinni. Svo fór hún fram
í eldhús og hitaði sér kakó. Þegar
hún hafði drukkið það bjó hún um
rúm manns síns svo það liti út fyrir
að hann hefði alls ekki verið heima
um nóttina.
Barrett ók með fórnarlambið að
bUastæðishúsi í miðborginni, eins
og fyrr segir. Á leiðinni barðist
John GUlard um en; gat ekki losað
sig. Fannst Barrett nóg um, stöðvaði
bUinn, dró fram hnífinn sem hann
hafði tekið með og stakk hann
nokkrum sinnum í brjóstið en tók
síðan veski og önnur verðmæti svo
að lögreglan héldi að um rán hefði
verið að ræða.
Þegar á leiðarenda var komið los-
aði Barrett böndin af líkinu og kom
því fyrir undir stýrinu. Að því búnu
yfirgaf hann mannlaust búastæðis-
húsið og hélt heim á leið.
Nokkrum klukkustundum eftir
að Ivor Barrett gerði játningu sína
var Margaret Gilliard handtekin.
Réttarhöldin yfir þeim tveim stóðu
stutt, og fengu bæði þunga dóma.