Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 5 pv________________________________________Fréttir Vilja kaupa upp réttinn til laxveiöa i sjó norðan til 1 Borgéufirði Hægt að taka réttinn eignarnámi semjist ekki „Það sem vakir fyrir mönnum er að allri laxveiði í sjó við ísland verði hætt. Ég kem inn í þetta mál sem formaður Veiðifélags Langár á Mýrum. Það sem málið snýst um er að fá keyptar upp laxanetalagnir í sjó á fimm býlum en þó aðallega á þremur við norðvestanverðan Borg- arfjörð. Þetta eru jarðirnar Rauða- nes, Lambastaðir og Þursstaðir. Eig- endur þessara jarða neita að selja réttinn og því er þessi deila komin upp,“ sagði Jóhannes Guðmunds- son, formaður veiðifélags Langár á Mýrum. Öll veiðifélög á vatnasvæði Mýra- og Borgarfjarðarsýslu standa saman um að fá þar alla laxveiði í net í sjó stöðvaða. Njóta þau full- tingis Orra Vigfússonar við það. Guðjón Viggósson, bóndi í Rauða- nesi II, talsmaður þeirra sem stunda netaveiði á laxi á þessu svæði, sagð- ist ekkert vilja segja um þetta mál eins og er. Menn hefðu talið æski- legt að þetta máli færi ekki í fjöl- miðla strax. Samkvæmt lögum um laxveiði er hægt að taka þessi net eignarnámi náist ekki samkomulag. „Menn vilja að sjálfsögðu reyna í lengstu lög að fara samningaleiðina enda mun, samkvæmt lögunum, innlausn á netunum ekki vera leyfð nema að undangengnum samning- um. Það er landbúnaðarráðuneytið sem framkvæmir innlausnina ef til kemur,“ sagði Jóhannes. Hann segir það skipta einhverj- um tonnum sem veiðist af laxi í net- in þarna. Áður fyrr, meðan verð á laxi var hátt, skipti þetta miklu máli fyrir viðkomandi býli. Verð á villtum laxi hefur hrapað mjög mik- ið eftir að eldislaxinn kom til sög- unnar. Því skiptir veiðin þarna minna máli en áður. Það hefur sýnt sig að eftir að netaveiði var hætt í Hvítá hefur laxagengd í Borgar- fjaröarárnar aukist til muna. Veiðifélög ánna þar greiða árlega 12,2 milljónir króna til bænda fyrir að leggja ekki net í Hvítá. Varðandi netalagnirnar í sjó er gert réð fyrir að þeim verði endanlega hætt og fyrir það greitt. Jóhannes vildi ekki segja hve mikið yrði borgað fyrir það en það skipti milljónum. Þar Múlagöngin: Vegskál- arnir mein- gallaðir DV, Ólafsfiröi: Á almennum stjórnmálafundi, sem Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra og Tómas Ingi Olrich þing- maður héldu á Ólafsfirði nýlega, kom fram að ráðherra hefur skrifað vegamálastjóra bréf vegna nauðsyn- legra úrbóta beggja vegskála Múla- ganga. Göngin, sem tekin voru í notkun um jól 1990, voru bylting fyrir byggðina en vegskálarnir, einkum skálinn Ólafsfjarðarmegin, eru meingallaðir. Lögreglan segir að það sé bara tímaspursmál hvenær stórslys verði á þessum stað. Á síðustu þremur árum hafa orðið 6 árekstrar í beygj- unni til Ólafsfjarðar og við hurð og eignatjón umtalsvert. -HJ - eigendur jarðanna neita enn að selja yrði trúlega um eingreiðslu að ræða íjarðarárnar gengur norðvestan að Ekkert veiðist við landið undir fer að veiðast þeim megin í Borgar- en það væri þó ekki ákveðið. og gengur fyrir Lambastaðatangann Hafnarfjalli. Það er ekki fyrr en lax- firðinum," segir Jóhannes Guð- „Lax sem gengur í allar Borgar- og með landinu að vestanverðu. inn er genginn lengra upp að hann mundsson. -S.dór lítrar aí bensíni fylgja hverjum bensínjeppa úrval al góðum jeppum á góðu verði og á einstöhum hjörum vaxtalaust lón III24 mánaða að upphæð allt að 1 milljón hr. ef pó haupir hensínjeppa fylgja eitt þósund lítrar al bensínl BÍLAÞINgtlEKLU N O T A Ð I R B í L A R Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Sími 569 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.