Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR íþróttir Knattspyma: 16-ára liðið á mót í Portúgal U-16 ára landslið drengja í knattspyrnu tekur þátt í elþjóð- legu knattspymumóti sem fram fer í Portúgal dagana 16.-22. febr- úar. Gústaf Björnsson landsliðs- þjálfari hefur valið leikmanna- hóp til fararinnar sem er þannig skipaður: Konráð Konráðsson ............ÍR Níels Reynisson.............UMFA Eggert Stefánsson...........Fram Bjami Pétursson ............Fram Björgvin Vilhjálmsson.........KR Hans Sævarsson ...........Þrótti Jens Sævarsson............Þrótti Jóhann Hreiðarsson...........Ægi Tryggvi Björnsson .......Víkingi Reynir Leósson................ÍA Þorleifur Árnason.............KA Ingi Heimisson............Þór A. Jóhann Þórhallsson .......Þór A. Stefán Gíslason ..........Austra Guöm. Steinarsson ......Keflavík Þórarinn Kristjánss.....Keflavík Auk íslendinga taka Portúgal- ar, Austurríkismenn og Norð- menn þátt í mótinu. -GH Hrafnhildur tilFH Kvennalið FH í handknattleik hefur fengið góðan liðsstyrk fyr- ir baráttuna sem framundan er í 1. deildinni. Hrafnhildur Ó. Skúladóttir er gengin til liðs við FH en hún hefur leikið með danska félaginu Östjysk HK en lék áður með ÍR. Hrafnhildur leikur sinn fyrsta leik með FHI kvöld þegar liðið fær KR i heim- sókn í Kaplarkrika og hefst leik- urinn klukkan 20. -GH Mick McCarthy njósnar um Islendinga Fyrsta verkefni Micks McCarthys, hins nýskipaða þjálf- ara írska landsliðsins í knatt- spyrnu, er að njósna um íslenska landsliöið á æfingamótinu sem hefst á Möltu í dag. McCarthy hélt til Möltu i morgun og mun fylgjast með íslenska landsliðinu í leik gegn Slóvenum en eins og kunnugt er leika írar í riðli með íslendingum í forkeppn. HM. -GH Skíði: Kristinn varð í öðru sæti Kristinn Björnsson, skíða- kappi úr Leiftri, varð í öðru sæti á stórsvigsmóti í Bad Kleinkirchheim í Austurrríki í fyrradag. Fyrir það fékk hann 25,66 punkta sem dugði honum þó ekki til að bæta stööu sína á heimslistanum. Haukur Arnórsson úr Ár- manni varð í 10, sæti. Þetta er besti árangur Hauks en hann bætti punktastöðuna um 11% og fékk 40,91 FlS-punkt. Þá varð Amór Gunnarsson, Skíðafélagi Ísaíjarðar, í 13. sæti. Þessir kappar skipa karla- landsliðið í alpagreinum og eru þeir að undirbúa sig fyrir heims- meistaramótið sem fram fer í Nevada á Spáni um næstu helgi. -GH Ferð til Liverpool Liverpool-klúbburinn á ís- landi skipuleggur ferð á leik Liverpool gegn Chelsea á Anfield Road. Einnig verður farið á Leeds-Everton. Lagt verður af stað 15. mars og komið heim 18. mars. Nánari upplýsingar í sím- um 5656150 og 5870115. -SK Butt á enn í vandræðum Nicky Butt, hinn ungi knattspyrnumaöur 1 Manchester United, virð- ist eiga í verulegum vandræðum í einkalífinu ef marka má síðustu „af- rek“ hans. Butt, sem bíður eftir því að mæta fyrir rétti í Manchester vegna lík- amsárásar í október á síðasta ári, komst enn í fréttir um síðustu helgi. Eftir sigur Manchester United á Wimbledon brá Butt sér á næturklúbb á laugardagskvöldið. Um nóttina réðst hann á bif- reiö fyrir utan skemmti- staðinn og skemmdi eina hurðna á bOnum. Lög- reglan var kölluð á stað- inn og eftir yfirheyrslur var Butt látinn laus gegn tryggingu. Hann þarf að mæta fyrir rétti þann 11. mars. Skemmdirnar eru metnar á 30 þúsund krón- ur. 1 október réðst Butt á mann fyrir utan kín- verskan veitingastað í Manchester og um helg- ina varð saklaus bifreið fyrir barðinu á þessum efnilega leikmanni sem verður að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara. -SK „Gæti orðið einn besti leikarinn í Frakklandi" - faguryröum rignir yfir nýjan og breyttan Eric Cantona Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona er nýr og breyttur maður. Fyrir um ári missti hann stjórn á skapi sínu og réðst á tryllt- an áhanganda á heimavelli Crystal Palace, Selhurst Park, eftir að hann hafði svívirt móður Cantona á lúa- legan hátt. Cantona tók út sitt langa leik- bann. Hann hefur nú leikið 21 leik með liði United og hefur ekki feng- ið svo mikið sem tiltal frá dómur- um leikjanna. Fyrirmynd annarra knatt- spyrnumanna Mönnum ber saman um að Can- tona sé í dag orðinn fyrirmynd annarra knattspyrnumana. Hann röflar ekki lengur við dómara, róar félaga sína ef þeir eru ósáttir við dóma og kemur fram á leikvellin- um sem sannur foringi. Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Man. Utd er hrifinn af Can- tona og er ekki einn um það. „Can- tona hefur alltaf verið hljóðlát per- sóna og er það enn. Það hefur ver- ið sagt að slæm atvik geti leitt eitt- hvaö gott af sér og kannski hefur það gerst í tilviki Cantona. Ef til vill hefur viðhorf hans til óréttlæt- is breyst. Síðan hann kom aftur inn í liðið hafa skotið upp kollinum dómar á leikvellinum sem hann hefur ekki verið sammála. Hann hefur hins vegar kosið að láta þetta eiga sig. Ég hef margoft séð Can- tona ganga frá atvikum sem hefðu kallað fram öðruvísi viðbrögð hér áður fyrr.“ George Best hreifst mjög af Cantona George Best þekkir vel vandamál knattspyrnumanna en þessi fyrrum snillingur fylgdist með Cantona í leik Man. Utd og Wimbledon sl. laugardag. Eftir leikinn sagði Best: „Cantona var í mjög erfiðri aðstöðu og það var erfitt fyrir hann að koma aftur á Selhurst Park eftir það sem þar gerðist fyrir ári. f þessum leik sannaði hann hins vegar í hverju hann er bestur. Hann var svo sann- arlega til fyrirmyndar í þessum leik.“ Myndlist, leiklist, skáld- skapur og heimspeki Ferguson segir að Cantona eigi enn eftir að ná sinu besta formi en telur að það geri hann mjög fljót- lega: „Cantona hefur verið stór- kostlegur á æfingum undanfarið eins og hann hefur raunar verið frá því hann kom fyrst til okkar“. Cantona verður þrítugur í maí. Sparksérfræðingar telja hann eiga mörg ár eftir í fremstu röð, 6-8 ár. Hann virðist eiga bjarta framtíð fyrir sér eftir að knattspyrnuferlin- um lýkur. Cantona hefur mikinn áhuga á myndlist, skáldskap, heimspeki og ekki síst leiklist. Nýlega lék hann í fyrsta skipti í kvikmynd í Frakk- landi og þar virðast möguleikar hans vera miklir. Elskulegur, kurteis, vin- gjarnlegur og giæsilegur Leikkonan Sabine Azuma leikur með Cantona í myndinni og hún ber honum vel söguna: „Cantona gæti átt fyrir höndum glæsilegan feril sem leikari eftir að hann hætt- ir í knattspyrnunni. Hann er elsku- legur maður, kurteis, vingjarnleg- ur og glæsilegur. Hann er mjög góður leikari og gæti auðveldlega orðið einn besti leikarinn í Frakk- landi,“ segir Azuma. -SK Eric Cantona hefur fengið að reyna ýmislegt frá því hann kom til Manchester United frá Leeds. Langt leikbann í kjölfar árásar á áhorfanda hefur breytt Cantona og hann hefur ekki svo mikið sem fengið gult spjald í 21 leik með Manchester United. Batnandi mönnum er best að lifa. Símamynd Reuter Eric Cantona hefur áhuga á fleiru en knattspyrnu: Körfubolti kvenna: Við erum langbestar „Eins og staðan er í dag erum við langbestar, það er engin spurning. Þessi sigur var mjög mikilvægur fyrir okkúr í topp- baráttunni í deildinni. Margir af leikjunum okkar í vetur hafa ekki verið spennandi en ég átti þó von á KR-ingunum sterkari. Við spiluðum virkilega vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við erum að leika betur núna en í upphafi móts og þá skiptir miklu að hafa fengið Veronicu til liðs við okkur,“ sagði Björg Hafsteinsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurleik gegn KR í Hagaskóla í gærkvöldi, 57 76. Það var útlit fyrir spennandi leik á upphafsmínútunum en um miðjan fyrri hálfleik, þegar staðan var 1212, settu bikar- meistararnir í fluggír og breyttu stöðunni í 16 36. Þær bættu síð- an við í síðari hálfleik og sigr- uðu örugglega, 57J76. Með sigrinum kemst Keflavík upp að hlið Breiðabliks á toppi deildarinnar en Breiðablik á leik til góða, gegn Val í kvöld kl. 20. Keflavík og Breiðablik mæt- ast í síðustu umferö deUdarinn- ar í Keflavík og þá getur ráðist hvort liðið verður deildarmeist- ari. Veronica Cook var stigahæst í liði Keflavíkur með 27 stig, Björg Hafsteinsdóttir skoraði 13 og Anna María Sveinsdóttir skoraði 12 stig. Guðbjörg Norðfjörð var stiga- hæst í liði KR með 17 stig, Helga Þorvaldsdóttir skoraði 16 og Majenica Rupe 8 stig. -ih Stórbikarinn: Jafntefli hjá Zaragoza og Ajax Spænska liðið Real Zaragoza og Ajax frá Hollandi áttust við í fyrri leiknum í Super Cup á Spáni í gærkvöldi. í þessari keppni mætast liðin sem unnu meistara- og bikarkeppnina í fyrra. Zaragoza komst yfir í leiknum með marki frá Xavier Aguado á 29. mínútu. Það var svo enginn annar en Patrick Kluivert sem jafnaði fyrir Ajax á 71. mínútu og það urðu lyktir leiksins. Síðari leikur liðanna verður í Amsterdam eftir hálfan mánuð. -JKS Branco skrifar undir hjá Boro Allar líkur eru á þvi að brasU- íski landsliðsmaðurinn Branco skrifi undir samning við Midd- lesbrough. Bryan Robson, fram- kvæmdastjóri Middlesbrough, var bjartsýnn á að hægt yrði að ganga frá samningum í dag. Branco lék með Brasilíu- mönnum sem tryggðu sér heims- meistaratitilinn 1994. Hann er 31 árs og er með lausan samning hjá ítalska liðinu Genoa. -JKS I kvöld Handbolti - 1. deild kvenna: Fylkir-Stjarnan..........20.00 FH-KR ...................20.00 Valur-lBV................20.00 Víkingur-Fram............20.00 Körfubolti - 1. deild kvenna: Breiðablik-Valur ........20.00 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 17 íþróttir Kínversku knattspyrnukonurnar komast ekki til Breiðabliks: Kyrrsettar bak við Kínamúrinn - tvívegis vísað frá íslenska sendiráðinu i Beijing Kínversku knattspyrnukonurnar, Yinge Zhun og Jienen Gua, sem ætl- uðu að ganga til liðs við íslandsmeist- ara Breiðabliks, hafa enn ekki fengið grænt Ijós frá íslenska útlendingaeft- irlitinu. Samkvæmt upplýsingum frá Valgeiri Ólafssyni, framkvæmda- stjóra knattspyrnudeildar Breiða- bliks, hefur deildin gert ítrekaðar til- raunir til að fá vegabréfsáritun fyrir Eitthvað er Chicago-vélin að hiksta þessa dagana en í nótt tapaði liðiö öör- um leik sínum í röð og sínum fimmta á keppnistímabilinu. Það voru Charles Barkley og félagar hans í Phoenix sem gerðu sér lítið fyr- ir og sigruðu Chicago með 10 stiga mun á heimavelli sínum. Barkley átti stórleik, skoraði 35 stig, tók 10 fráköst og „stal“ boltanum í tvígang á mikil- vægum augnablikum undir lokin. „Charles sýndi frábæran karakter í þessum leik og sýndi og sannaði að hann er frábær körfuknattleiksmaður. þær en án árangurs. „Þaö hefur gengið mjög erfiðlega að fá samband við þann mann innan útlendingaeftirlitsins sem hefur með þetta mál að gera. Við höfum gert alit sem í okkar valdi stendur til að koma þessum leikmönnum til landsins. Við höfum m.a. sent fax til íslenska sendiráðsins í Beijing þar sem við staðfestum að þær séu að koma hing- Hann hefur trú á sjálfum sér og liði sínu og ég dái hann fyrir það,“ sagði Michael Jordan eftir leikinn en hann skoraði 28 stig fyrir Chicago og Scottie Pippen 19. Kevin Johnson skoraði 20 stig fyrir Phoenix en fór meiddur út af þegar 4 mínútur voru eftir. Úrslitin: Orlando-Sacramento 112-102 Charlotte-SA Spurs 102-109 Cleveland-Boston 91-73 Milwaukee-Dallas 114-111 Denver-LA Lakers 78-99 Phoenix-Chicago 106-96 Seattle-Houstoú 99-94 að til að leika knattspyrnu en það hefur ekki dugað," sagði Valgeir Ólafsson í samtali við DV. „Við höfum hins vegar ekki gefið upp alla von og ætlum aö hafa samband við útlendingaeftirlitið á morgun (í dag) og vonandi fáum við þá frekari upplýsingar um gang málsins." Samkvæmt upplýsingum DV hafa Lakers vann góðan útisigur á Den- ver og endurkoma Magic Johnson virðist hafa góð áhrif á liðið. Magic skoraði 16 stig en Cedric Ceballos var með 27. Hjá Denver var Dikembe Mutombo með 20 stig. Orlando vann 32. sigur sinn í röð á heimavelli, þar af 25 á þessu tímabili þar sem Penny Hardaway skoraði 24 stig og Shaquille O’Neal 22. Mitch Richmond skoraði 25 stig fyrir Sacra- mento. Meistarar Houston máttu þola tap gegn Seattle. Shawn Kemp og Gary kínversku stúlkurnar tvívegis farið í íslenska sendiráðið í Beijing til að fá vegabréfsáritun en verið vísað frá í bæði skiptin. Stúlkurnar yrðu gríöar- legur styrkur fyrir Blikana en þær hafa báðar leikið landsleiki fyrir Kína og voru m.a. í landsliðshópi Kínverja á fyrsta heimsmeistaramót- inu sem fram fór í Kína árið 1992. Payton voru með 22 stig hvor hjá Seattle en hjá meisturunum, sem tap- að hafa sjö af 10 síðustu leikjum sín- um, var Clyde Drexler með 24 stig og Hakeem Olajuwon 22. David Robinson og Sean Elliot voru með 23 stig hvor fyrir SA Spurs en hjá Charlotte var Larry Johnson atkvæða- mestur með 21 sig. Vin Baker var maðurinn á bakvið sigur Milwaukee á Dallas. Hann skor- aði 36 stig og skoraði sigurkörfuna 19 sek. fyrir leikslok. -GH Anton Björn til Fram á ný Anton Bjöm Markússon knatt- spymumaður er genginn til liðs við Fram á ný eftir árs fjarveru. Hann lék með Val í fyrra en spil- aði reyndar aðeins sex leiki í deild og bikar. Anton var með Fram 1994, ÍBV árið á undan en Fram til þess tíma. Hann er 24 ára og á 56 leiki að baki í 1. deild. Þá mun Hólmsteinn Jónasson leika áfram með Fram en allt benti til þess á tímabili að hann gengi til liðs við Víking. -VS Rekinn frá Leyton Orient Enski knattspyrnumaðurinn Roger Stanislaus, sem leikið hef- ur með Leyton Orient í 3. deild- inni og var á dögunum dæmdur í eins árs bann fyrir að neyta kókaíns, var í gær rekinn frá fé- laginu. Leikmaður Wolves í 5 ára fangelsi James Kelly, 22 ára leikmaður með enska 1. deildar liðinu Wolves, var í gær dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að verða manni að bana í september síö- astliöinn. Kelly sparkaði í höfuð 26 ára gamals manns fyrir utan hótel í Liverpool með þeim af- leiðingum að maðurinn lést. Kelly á að baki sex leiki með Wolves og einhver bið verður á að þeim fjölgi á næstunni. Asprilla segist fara til Newcastle Kólumbíski knattspyrnumað- urinn Faustino Asprilla segist vera á leið til Newcastle eftir allt saman. Asprilla og Kevin Keeg- an, stjóri Newcastle, ræddust við í síma í gær og þar ítrekaði Keegan aö hann vildi fá Asprilla til Newcastle. „Mér líður eins og brúðu sem hefur verið hent fram og til baka,“ sagði Asprilla við frétta- menn í gær en á dögunum hljóp snurða á þráðinn í félaga- skiptum hans frá Parma til Newcastle vegna leyndra hné- meiðsla kappans sem eru ekki eins alvarleg og haldið var í fyrstu. ABIt á kafi í snjó á Englandi Fjórum leikjum af fimm, sem fram áttu að fara í ensku bikar- keppninni í knattspyrnu í gær- kvöldi, var frestað en mikið fannfergi og kuldi ráða nú ríkj- um á Bretlandseyjum, eins og víðar. Huddersfield vann Peterborough, 2-0, í eina leiknum sem fram gat farið. Helgi þjálfar Njarðvík Helgi Amarson hefúr verið ráð- inn þjálfari 4. deildar liðs Njarð- víkur í knattspyrnu en hann þjáifaði Hvöt á Blönduósi í fyrra. Þorramót Gróttu Þorramót Gróttu í innanhúss-. knattspyrnu fyrir 30 ára og eldri og 40 ára og eldri verður haldið helgina 24.-25. febrúar í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Þátt- taka tilkynnist til Garöars í síma 567-4526 Og 581-3500. Firmakeppni HK Firmakeppni HK í innanhúss- knattspyrnu fer fram í Digra- nesi helgina 10.-11. febrúar. Leikið er á stór mörk, fimm leikmenn í liði. Þátttaka tilkynn- ist í síma 568-7171 (Sigvaldi) á daginn og 554-4241 (Bogi) á kvöldin. -ih ísland mætir Slóveníu í dag: Þeir yngri fá tækifæri - í fyrsta byrjunarliði Loga Helgi Sigurðsson, leikmaður með Stuttgart, er í byrjunarliði Islands gegn Slóveníu í dag en hann lék ekkert með landsliðinu í fyrra. Fyrsta byrjunarlið Loga Ólafssonar | Birkir Kristinsson Lárus Orri Sigurösson Sigursteinn Gíslason Ólafur Adolfsson Þorsteinn Guðjónsson Sigurður Jónsson Rúnar Kristinsson Ólafur Þórðarson Þórður Guðjónsson Haraldur Ingólfsson Helgi Sigurðsson Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í morgun byrjunarliðið í sínum fyrsta leik með liðið. Sá er gegn Slóvenum og er opnunarleikurinn á alþjóðlegu móti sem hefst á Möltu í dag. Hann byrjar klukkan 15.30 en síðan mæt- ast Rússland og Malta. í byrjunarliðinu eru tveir leik- menn með aðeins einn A-Iandsleik á bakinu, varnarmennirnir Lárus Orri Sigurðsson og Þorsteinn Guð- jónsson, og þá byrja inni á þeir Helgi Sigurðsson og Þórður Guð- jónsson en hvorugur lék með lands- liðinu í fyrra. Á meðan sitja reynd- ir menn á borð við Arnór Guðjohn- sen, Eyjólf Sverrisson og Arnar Grétarsson á varamannabekknum. Bjarki Gunnlaugsson var veikur í gær og getur líklega ekki spilað í dag. Byrjunarliðið sést hér til vinstri en Logi beitir leikaðferöinni 4-3-3, sem færist yfir í 4-5-1 þegar lið- ið er í vörn. Fullur tilhlökkunar Logi sagði í spjalli við DV að hann væri alls ekki kvíðinn fyrir þennan fyrsta landsleik. „Nei, ég er fullur tilhlökkunar enda er ég búinn að bíða eftir því að fá að senda liðið inn á völlinn síðan ég var ráðinn sem þjálfari. Nú er komið aö því og leikurinn leggst vel í mig. Slóvenar eru meö gott lið, þeir unnu Mexíkó á útivelli á dögunum og stóðu sig vel í Evrópukeppninni. En við ætl- um ekki að velta okkur of mikið upp úr mótherjunum heldur byggja fyrst og fremst á því sem við gerum sjálfir. Við erum með góðan og sam- stilltan hóp og ég held að allir muni gefa sig í þetta verkefni," sagði Logi. Leyfilegt er að hafa sjö varamenn og nota fimm þeirra. I hópnum, auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir, eru Kristján Finnbogason, Ágúst Gylfason, Helgi Kolviðsson, Rútur Snorrason og Guðmundur Bene- diktsson. Malta er svo sunnarlega að vetr- arhörkurnar í Evrópu hafa ekki náð þangað. Hins vegar er veðrið ekki upp á það besta. Að sögn Loga var hráslagalegt í gær, rigning og nokk- ur vindur. Hann taldi þó að aðstæð- ur á Ta Qali, þjóðarleikvangi Möltu, yrðu góðar. Island og Slóvenía hafa aldrei mæst áður í A-landsleik. Slóvenar stóðu sig • þokkalega í riölakeppni EM og gerðu þar meðal annars jafn- tefli við ítali. ísland leikur við Rússa á fóstudag og Möltubúa á sunnudag. -VS NBA-körfuboltinn í nótt: Annað tap Chicago í röð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.