Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996
29
Einn Verslunarskólaneminn í
hlutverki sínu í Cats.
Vinsælasti
söngíeikur
allra tíma
Það hafa margir undrað sig á
því að stóru leikhúsin skuli
ekki hafa sett upp vinsælasta
söngleik allra tíma, Cats, eftir
Andrew Lloyd Webber, sem
hann gerði eftir ljóðum T.S.
Elliot, Old Possums Book of
Practical Cats. Hverju um er að
kenna er ekki vitað en Verslun-
arskólinn var ekkert að hika við
aö flytja söngleikinn og er hann
nemendasýning hans í ár. Er
sýning á þessum fræga söngleik
í Loftkastalanum í kvöld.
Tónlistin í Cats er einstaklega
vel heppnuð og mörg góð lög
sem heyra má þótt eitt hafi orð-
ið frægast, Minning eða
Memories, sem margir söngvar-
Leikhús
ar hafa reynt við.
Leikstjóri uppfærslu Verslun-
arskólanema er Ari Matthías-
son. Tónlistarstjóri er Þorvald-
ur Bjarni Þorvaldsson en hann
hefur aðstoðað Verslunarskóla-
nema áður og Danshöfundar eru
Selma og Bima Bjömsdætur.
Með helstu hlutverk fara Val-
gerður Guðnadóttir, Bjartmar
Þórðarson, Þórunn Egilsdóttir
og Árni Georgsson.
Leifur heppni
- Hvað þorum
við að
fullyrða?
er nafh á fyrirlestri sem Helgi
Skúli Kjartansson dósent Qytur
kl. 16.15 í dag í stofu M-301 í
Kennaraháskóla íslands. Er
hann öllum opinn.
ITC Korpa, Mosfellsbæ
Fundur í kvöld kl. 20.00 í safn-
aðarheimilinu. Allir velkomnir.
Stimulae - örvun
er nafn á fyrirlestri á vegum
MHÍ í Norræna húsinu kl. 20.00
í kvöld. Fyrirlesari er listamað-
urinn og arkitektinn illur (Dlugi
Eysteinsson).
Samkomur
ITC Fífa, Kópavogi
Fundur í kvöld kl. 20.15 að
Digranesvegi 12. Fundurinn er
öllum opinn.
Gítartónleikar
í Borgarneskirkju
Einar Kristján Einarsson gít-
arleikari heldur tónleika í Borg-
arneskirkju í kvöld kl. 20.30.
Kaffi Reykjavík
Dúettinn Siguröur og Birgir
skemmta í Kaffi Reykjavík í
kvöld.
Kvikmyndatónleikar í Háskólabíói:
Sýning doktors Caligari og Sinfónían
Lokasýningin og hápunkturinn í
tilefni aldarafmælis kvikmyndanna
er sýning á þöglu kvikmyndinni
Sýning doktors Caligari (Das Kab-
inet des Doktor Caligari) í Háskóla-
bíói í-kvöld kl. 20.00, við undirleik
Sinfóníhljómsveitar Islands. Tón-
listin, sem Qutt verður, er eftir
Giuseppe Becce og hljómsveitar-
stjóri er dr. Mark-Andreas Schling-
ensiepen.
Sýning doktors Caligari, sem gerð
var árið 1919, er ein þekktasta kvik-
mynd Þjóðverja frá tímabilinu í
kringum fyrri heimsstyrjöldina og
þykir hún tímamótaverk í kvik-
Tónleikar
myndasögunni. Hún hafði djúpstæð
áhrif á marga af þekktustu kvik-
myndaleikstjórum sögunnar, má
þar nefna Orson Welles, Alfred
Hitchcock og Michelangelo Anton-
ioni. Myndin segir frá hugarburði
geðsjúklings en hann segir öðrum
sjúklingi frá dularfullum sýningar-
manni að nafni doktor Caligari sem
ferðast milli borga í Þýskalandi og
sýnir listir sínar þar á torgum.
Hljómsveitarstjórinn dr. Mark-Andreas Schlingensiepen hefur stjórnað tón-
listarflutningi við þöglar kvikmyndir bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum.
Hann notar svefngengil til að fremja
fyrir sig morð og eftir að hafa látið
myrða besta vin sögumanns og
nema ástmey hans á brott kemur í
ljós að doktor Caligari er í rauninni
forstöðumaður geöveikrahælis.
Tónskáldið Giuseppe Becce hefur
stundum verið nefndur Toscanini
kvikmyndatónlistarinnar. Ekki
tókst að Qnna nema hluta af upp-
runalegri tónsmíð Becces við Sýn-
ingu doktors Caligari en bætt hefur
verið úr því meö að nota tónlist úr
• tónverkum eftir Wagner, Schubert
og Richard Strauss.
Xríó Eddu Borg á Kringlukránni:
Djassperlur liðinna tíma
í kvöld leikur djasstríó Eddu Borg á
Kringlukránni. Tríóið skipa auk Eddu
Borg, sem syngur, Björn Thoroddsen á gít-
ar og Bjami Sveinbjömsson á kontrabassa.
Tríóið leikur djassperlur liðinna tíma í eig-
in útsetningum, lög eftir Gerswin, Ell-
ington, Monk, Rodgers/Hart og Qeiri.
Edda Borg snýst í miklu þessa dagan,
auk þess sem hún starfrækir djasstríó sitt
þá er hún i danshljómsveitinni Havana og
syngur með söngkvartettinum Java Jive,
sem vakiö hefur athygli fyrir góöan og
. Skemmtanir
skemmtilegan Qutning, en auk Eddu em í
honum Erna Þórarinsdóttir, James Olsen
og Valdimar Másson. Þá æfir Edda Borg
þessa dagana með Stórsveit Reykjavíkur
fyrir tónleika sem haldnir verða í Borgar-
leikhúsinu næstkomandi þriðjudagskvöld
og er hún ein fjögurra söngkvenna sem
syngur með Stórsveitinni. Tríóið hefúr leik
í Kringlukránni kl. 22.00.
Tríó Eddu Borg skemmtir fyrir gesti á Kringlukránni í kvöld.
Þungfært
á Bláfjalla-
vegi
Sunnanlands og vestan- er þung-
fært um Mosfellsheiði og BJáfjalla-
veg en ófært um Bröttubrekku. Á
Færð á vegum
Vestfjörðum er ófært um Klettsháls
í Austur-Barðastrandarsýslu og ver-
ið að moka Steingrímsfjarðarheiði.
Austanlands er hafmn mokstur um
MöðrudalsöræQ, Fjarðarheiði og
Oddsskarð. Annars eru Qestir vegir
landsins færir en víða er hálka.
m Hálka og snjór
án tyrirstööu
Lokaö
0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir
Q] Þungfært © Fært fjallabílum
Petra Iris
Leifsdóttir
LiQa stúlkan á myndinni fæddist
á fæðingardeQd Landspítalans 11.
janúar. Hún var við fæðingu 3590
Barn dagsins
grömm og 50 sentímetra löng. For-
eldrar hennar eru Leifur Runólfs-
son og Jóhanna Rósa Kolbeins.
Petra íris á einn bróður, Hannes
Ragnar, sem er þriggja ára.
Whitney Houston og Lela Roch-
an leika tvær af fjórum vinkonum
í Waitin to Exhale.
Vinkonur á
tímamótum
Regnboginn sýnir þessa dag-
ana Waiting to Exhale sem
byggð er á samnefndri metsölu-
bók Terrys McMillans. Fjallar
hún um fjórar vinkonur sem all-
ar standa á tímamótum; annað-
hvort eru þær að stofna til ástar-
sambanda eða slíta þeim. Eigin-
menn, kærastar og karlmenn
eru rauði þráðurinn í samskipt-
um vinkvennanna, þær ýmist
dásama karlmenn eða finna
þeim allt til foráttu.
Með aðalhlutverkin í mynd-
inni fara Whitney Houston, Ang-
ela Bassett, Loretta Devine og
Lela Rochan. Þær tvær fyrst-
Kvikmyndir
nefndu eru mun þekktari en hin-
ar tvær en allar þykja þær sýna
góðan leik í myndinni.
Þetta er önnur kvikmyndin
sem hin dáða söngkona Whitney
Houston leikur í en áður hafði
hún leikið á móti Kevin Costner
í The Bodyguard. Leikstjóri er
hinn kunni leikari, Forest
Whitaker, og er þetta önnur
mynd hans sem hann leikstýrir.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Frönsk kona
Háskólabíó: Land og frelsi
Laugarásbíó: Seven
Saga-bió: Eitthvað til að tala
um
Bíóhöilin: Peningalestin
Bióborgin: Frelsum Willy 2
Regnboginn: Waiting to Exhale
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 28
7. febrúar 1996 kl. 9.15
Eíníng____Kaup Sala Tollnengi
Dollar 66,320 66,660 67,300þþ
Pund 101,970 102,490 101,150þþ
Kan. dollar 48,320 48,620 48,820þþ
Dinsk kr. 11,6140 11,6750 11,6830þ
Norsk kr. 10,2920 10,3490 10,3150þ
Sénsk kr. 9,4670 9,5190 9,598Qþ
Fi. mark 14,5860 14,6720 14,7830þ
Fra. franki 13,0770 13,1520 13,1390þ
Belg. franki 2,1849 2,1981 2,1985þ
Sviss. franki 55,0300 55,3300 55,5000þ
Holl. gyllini 40,1100 40,3500 40,3500þ
göskt mark 44,9400 45,1700 45,1900þ
•t. I°ra 0,04206 0,04232 0,04194
Aust. sch. 6,3870 6,4270 6,4290þ
Port. escudo 0,4327 0,4353 0,4343þ
SpÝ. peseti 0,5327 0,5361 0,5328þ
Jap. yen 0,62660 0,63030 0,63150
•rskt pund 105,010 105,670 104,990þþ
SDR 96,93000 97,51000 97,83000
ECU 82,4200 82,9200 82,6300þ
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Krossgátan
2 1 V- u ¥
T~ J
lo J r mmmt
a r 0
)5 1 T"
)2 j
rr~ |20
Lárétt: 1 ös, 6 dýpi, 8 róleg, 9 kven-
mannsnafn, 10 tré, 11 brún, 13 aftur-
kallar, 15 ofna, 16 ánægju, 17 meidd, 19
léleg, 21 til, 22 blása.
Lóörétt: 1 þrjóskur, 2 skurðirnir, 3
blað, 4 höfnuöu, 5 sjá, 6 utan, 7 bætt, 12
spónamat, 14 þungi. 15 mynni, 18
leiðsla, 20 skóli.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 stáss, 6 ha, 8 víra, 9 ker, 10
eða, 11 leið, 12 ristils, 15 tæla, 17 nam,
18 skærar, 19 ái, 20 ginna.
Lóðrétt: svert, 2 tíði, 3 ára, 4 saltari, 5
skeinan, 6 heilar, 7 arð, 13 slæg, 1,4
smáa, 16 æki, 18 sá.