Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 Kýrnar eru í góðu skapi fái þær að vera úti. Viðrið kyrnar „Kýmar eru munbetri í skap- inu og um leið viðráöanlegri þeg- ar þær geta viðrað sig reglu- lega.“ Bjarni Aðalsteinsson bóndi, í Morgunblaðinu. Vilja vera öðruvísi en eru allir eins „Ég segi að unglingamir vilji vera öðruvísi en allir aðrir og því klæði þeir sig allir eins.“ Unnur Arngrfmsdóttir, f DV. Ummæli Stóryrði og dónaskapur „Ef það er ætlast til að ég noti stóryrði og dónaskap, þá á gagn- rýnin við rök að styðjast." Halldór Ásgrimsson, í Tímanum. Beint á ská „Við getum sagt að hann hafi siglt beint á ská á bryggjuna." Ólafur Kristjánsson um árekstur togara, í DV. Stjórnmálamenn ókostur „Ég tel að það sé ókostur að menn hafi verið umdeildir stjórnmálaleiðtogar ef þeir sækj- ast eftir þessu embætti." Guðrún Pétursdóttir, í Alþýðublaðinu. Þessi loftbelgur er á flugi yfir Reykjavík. Loftbelgir Fyrsti loftbelgurinn sem vitað er um var belgur sem fylltur var með heitu lofti og gerður af kaþ- ólskum presti, Bartolomeu de Gusmao. Fór belgurinn sína fyrstu loftferð innan dyra í Portúgal 8. ágúst 1709. Blóma- tími loftbelgja var á seinni hluta átjándu aldar og þar til flugvélin kom fram og voru háðar margar loftbelgjakeppnir á þessum árum. Sú íþrótt lá síðan í dvala þar til 1961 að Bandaríkjamenn hófu íþróttina til vegs að nýju. Fyrsta heimsmeistarakeppnin var háð í febrúar 1973 í Al- buquerque í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Blessuð veröldin Fyrstir yfir Atlantshaf Richard Branson og Per Lind- strand urðu fyrstir til að fljúga yfir Atlantshaf í heitaloftsbelg í júlí 1987, frá Sugarloaf í Maine í Bandaríkjunum til Limavady i Londonderry á Norður-írlandi. Vegalengdin var 4947 kílómetr- ar. Voru þeir 31 klukkustund og 41 mínútu á leiðinni og náði loft- belgurinn mest um 209 km hraöa á klukkustund. Éljagangur og rigning í dag verður suðlæg átt, gola eða kaldi og dálítil él sunnanlands og vestan. Norðan- og austanlands verður austan kaldi eða breytileg átt og rigning eða snjókoma fram eftir degi en snýst síðan til suðlægr- Veðrið í dag ar áttar og léttir til, fyrst austan- lands. í kvöld fer aftur að rigna við austurströndina. Hiti frá 3 stigum niður í 7 stiga frost, mildast austan- lands. Á höfuðborgarsvæðinu verð- ur suðlæg gola og síðar kaldi og él. Hitinn verður frá frostmarki niður í 5 stiga frost Sólarlag í Reykjavík: 17.34 Sólarupprás á morgun: 9.48. Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.18. Árdegisflóð á morgim: 8.31. Heimild: Almanak Háskólans. Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -2 Akurnes skýjaó -2 Bergsstaöir snjókoma -2 Bolungarvík snjóél -2 Egilsstaöir alskýjaö 0 Keflavíkurflugv. léttskýjaö -6 Kirkjubkl. léttskýjaö -3 Raufarhöfn þoka 2 Reykjavik léttskýjaö -5 Stórhöfði léttskýjaó -2 Kaupmannah. léttskýjaö -8 Ósló súld á síö. klst. -9 Stokkhólmur léttskýjaö -20 Þórshöfn slydda á síö. klst. 1 Amsterdam mistur -8 Barcelona hálfskýjaö 7 Chicago léttskýjaö 0 Frankfurt léttskýjaö -9 Glasgow þokumóóa -1 Hamborg heiöskírt -10 London snjók. á síö. klst. -1 Los Angeles léttskýjaö 17 Lúxemborg snjókoma -6 Paris snjókoma -1 Róm léttskýjaö 1 Mallorca skýjaö 9 New York skýjaó -4 Nice skýjaó 5 Nuuk snjók. á síö. klst. -15 Orlando heiöskírt 7 Vín snjókoma -11 Washington skýjaö -4 Winnipeg heióskírt -1 Tryggvi Nielsen, Islandsmeistari í badminton: Öll fjölskyldan í badminton „Ég byrjaði að spila badminton þegar ég var átta ára gamall og er því búinn að vera í íþróttinni á fullu í ellefu ár. Það kom af sjálfu sér að ég fór í þessa íþrótt, faðir minn, Kjartan Nielsen, hafði lengi spilað badminton og var að þjálfa þegar ég var lítill, en ég byrja að æfa af alvöru úti í Danmörku þar sem við bjuggum um tíma,“ segir Tryggvi Nielsen, sem varð íslands- meistari í einliðaleik í badminton um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hreppir þennan eft- irsótta titil og sigraði hann Þor- stein Pál Hængsson í spennandi leik, þar sem þurfti oddaleik t0 að Maður dagsins skera úr um hvor yrði íslands- meistari. Þegar Tryggvi kom heim frá Danmörku gekk hann í TBR og hefur síðan keppt fyrir það félag. „Við erum nokkrir í TBR núna á svipuðu róli og er hörkukeppni á milli okkar. Eins og er einbeiti ég mér mest að einliðaleik og tvíliða- leik, er þá með Nirði Lúðvíkssyni, en er minna í tvenndarkeppninni Tryggvi Nielsen. enn sem komið er. Tryggvi sagði ekki alveg skilið við Danmörku, heldur var þar einnig í fyrravetur og æíði þar, en kom þó heim á íslandsmótið í fyrra. Hann var spurður um stöðu okkar í íþróttinni samanborið við Dani. „Danir eru bestir í Evrópu og standa okkur mun framar, breiddin þar er gífúrleg, og þótt við eigum enga möguleika gegn þeim þá eru framfarir í badmin- toninu hér heima.“ Um íslandsmeistaratitilinn sagði Tryggvi: „Það gat eiginlega hver okkar sem er unnið og ég átti alveg eins von á að það yrði ég og er þvi mjög ánægður með að hafa orðið íslandsmeistari. Úrslitaleik- urinn var erfíður og skemmtileg- ur, það hefur eiginlega alltaf þurft oddaleik þegar við Þorsteinn kepp- um og það brást ekki núna frekar en áður. Fram undan er liða- keppni A-landsliða í Prag og nú er bara að æfa fyrir þá keppni sem verður í lok febrúar. Tryggvi er kominn af mikilli badmintonfjölskyldu. Foreldrar hans hafa leikið í mörg ár, auk þess er faðir hans nú þjálfari hjá KR í badminton. Systir hans Elsa var íslandsmeistari kvenna í fyrra, en tapaði óvænt fyrir Vig- dísi Ásgeirsdóttur í úrslitaleik um síðustu helgi. Þá á Tryggvi yngri systur, Ágústu sem einnig er í badminton á fullu. Tryggvi er nemandi í Mennta- skólanum við Sund og sagði hann að áhugamál sín tengdust flest íþróttum en einnig væri hann mikið geflnn fyrir félagslíf. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1437: Illt er stórum steini langt að kasta Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Slóvenía - fs- land í fótbolt- anum Aðalviðburður dagsins er viðureign Slóveníu og íslands í knattspymu á æfingamóti á Möltu, sem hefst í dag. Þetta verður fyrsti leikurinn sem nýráðinn landsliðsþjálfari, Logi Ólafsson, stýrir liðinu. íslenskir knattspyrnumenn, sem heima íþróttir eru, eru flestir í hvíld og því er ekki rökrétt að búast við miklu en þeir gera örugglega sitt besta. Þetta er fyrsti leikurinn af þrem- ur, næst verður leikið við Rússa og síðasti leikurinn er gegn heimamönnum á sunnudag. Ekkert er um að vera í hand- boltanum í dag en einn leikur er í 1. deild kvenna í körfubolta. Breiðablik leikur gegn Val. Leik- urinn fer fram á heimavelli Breiðabliks i Smáranum í Kópa- vogi og hefst hann kl. 20.00. Þorraganga í kvöld efnir Hafnargönguhóp- urinn tO göngu frá Hamarshúsinu kl. 20.00. Farið verður í stutta gönguferö á kjörgönguhraða eftir strandstígnum inn undir Rauðar- árvík og tU baka. Við upphaf ------y-- ■ Utivera göngunnar verður farið í heim- sókn í Islandsmarkað og kynnst því hvernig fiskuppboð fer fram og hvernig Boðakerfið virkar. í lok göngunnar býður HGH göngu- fólkinu að taka upp nesti sitt (gjarnan þorramat) i Hafnarhús- inu. Unnur Sveinsdóttir kynnir ýmsa sUdarrétti og Þórður kemur með nikkuna. AUir velkomnir. Bridge Það er guUvæg regla fyrir sagn- hafa að gera ávaUt spUaáætlun í upphafi spils - áður en sett er í fyrsta slag. Fjölmargir spUarar flýta sér svo mikið að þeir klúðra samn- ingnum strax í fyrsta slag. í þessu spUi (í sveitakeppni) er tU dæmis stórhætta á að sagnhafi eyðileggi mögiUeika sína á því að standa spil- ið strax í fyrsta slag ef hann gefur sér ekki tíma til að gera spilaáætl- un. Útspil vesturs er hjartaþristur og austur setur áttuna. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og aUir á hættu: ♦ -- * D54 * 987 4 ÁD107654 4 K954 V 82 ♦ K62 * G982 4 ÁG1032 * K106 * ÁG10 * K3 Suður Vestur Norður Austur 14 pass 2* pass 24 pass 3* pass 3G p/h Ef sagnhafi setur tíuna hugsun- arlaust er hann búinn að glopra nið- ur vinningnum. Vernda verður inn- komuna í blindum á hjartadrottn- inguna ef laufin skyldu liggja Ula í spUinu. Það verður einungis gert með því að drepa fyrsta slaginn á kónginn! Síðan er laufkóngnum spUað og sagnhafl stendur verð- skuldað spilið með svo vandaðri spUamennsku þegar lauflegan kem- ur í ljós. Ef spUaformið væri hins vegar tvímenningur myndi sagnhafl spUa á aUt annan máta. Hann myndi drepa fyrsta slaginn á hjarta- tíuna því það kostar sagnhafa einn slag að drepa á kónginn, ef laufin liggja ekki 4-0. Hver slagur er gulls ígUdi í tvímenningi og því væri það beinlínis rangt að drepa á kónginn því líkurnar fyrir 4-0 legu í laufinu eru þrátt fyrir aUt alls ekki miklar. ísak Örn Sigurðsson 4 D876 » ÁG973 4 D543 * —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.