Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 23 Iþróttir Stjörnuleikur KKÍ um helgina: Troöslukeppnin var hápunktur Maloom Montgomery, leikmaður 1. deildar liðs Selfoss, sýndi snilldartilþrif í troðslukeppninni og sigraði með yfirburðum. DV-mynd Brynjar Gauti troðslukeppnin sem var hápunktur Stjörnuleiksins, en keppendur voru fiórir, Malcolm Montgomery, Sel- fossi, Þór Haraldsson, Haukum, Christopher Oqment, BÍ og Sigur- björn Einarsson, UMFG. Montgomery sigraði meö yfirburð- um, tróð tvívegis stórglæsilega og fékk fullt hús stiga fyrir, en hver kepþandi tróð tvívegis, en einkunn- ir fyrir tvær bestu giltu. Aðrir náðu sér ekki á strik, að undanskilinni fyrstu troðslu Þórs Haraldssonar, sem var glæsileg. Léleg þriggja stiga skotkeppni í þriggja stiga keppninni voru sömuleiðis fjórir keppendur, þeir Herbert Arnarson, Teitur Örlygs- son, Guðjón Skúlason og Micheal Theole. Það var Teitur Örlygsson sem bar sigur úr býtum eftir bráða- bana gegn Theole. Þeir Herbert og Guðjón Skúlason náðu sér ekki á strik frekar en í sjálfum leiknum. Reynda var þriggja stiga kepnin mjög slök og leikmenn hittu illa. -PS Islandsmótið í fjölþrautum um helgina: stjörnuleiksins Lið skipað útlendingum sem leika í deildarkeppninni í körfuknattleik hér á landi sigraði landslið íslands í Stjömuleik KKÍ, 116-103, en leikurinn fór fram í Smáranum í gær. Leikurinn var frekar bragðdauf- ur, en það voru snilldartilþrif Malcolms Montgomerys í troðslu- keppninni, sem yljuðu áhorfend- um, en tilþrif eins og hann sýndi eru því miður of fágæt í körfuknattleik hér á landi. Þá hefðu áhorfendur mátt vera fleiri til að meiri stemning myndaðist, en um 500 manns sáu ástæðu til að sjá Stjörnuleik körfuknattleiksmanna hér á landi. íslenska liðið lék ágætlega í fyrri lendingamir höfðu þó yfirhöndina í hálfleik, 64-63. Útlendingarnir tóku hins vegar til sinna ráða í síð- ari hálfleik og sýndu landanum hvernig leika skal körfuknattleik. íslenska liðið lék hins vegar á sama tima ekki nægilega vel. Það virtist meðal annars há íslenska liðinu að hæðina vantar í liðið. Það var aðeins Teitur Örlygsson sem náði að sýna tennumar og skoraði hann 28 stig, þar af 15 stig úr þriggja stiga skotum og þá lék Guðmundur Bragason ágætlega. Lykilmenn eins og Herbert Amar- son, Jón Amar Ingvarsson og Guð- jón Skúlason voru mjög slakir og þá vakti sérstaklega athygli frammistaða Guðjóns sem átti mik- rétta leið. Torrey John, sem leikur með Tindastóli, fór á kostum í leiknum, var stigahæstur í liði útlendinga með 22 stig, auk þess sem hann lék feiknalega vel að öðru leyti. Þaö vakti einnig athygli að út- lendingamir sem leika með liðum í 1. deild, léku sérstaklega vel og það var greinilegt að þeir vildu sýna hvað í þeim býr. Þar ber sérstaklega að nefna þá Willie Rhins, sem leikur með Hetti, Cham Wrencher, Þór Þorlákshöfn og Malcolm Montgomery, Selfossi, en þeir eru allir feiknalega leiknir með knöttinn og erfitt að ráða við þá. Það var greinilegt að útlending- arnir komu með rétta hugarfarinu til leiksins.Þeir skemmtu bæði sjálfum sér og öðmm með skemmti- legum tilþrifum og það ber sérstak- lega að geta þáttar John Rohdes í leiknum, sem kom leikmönnum og áhorfendum oft til að brosa. Stig íslands: Teitur Örlygsson 28, Guðmundur Bragason 15, Her- mann Hauksson 11, Guðjón Skúla- son 10, Pétur Ingvarsson 8, Sigfús Gizurarson 8, Albert Óskarsson 6, Helgi Guðfinnsson 6, Herbert Am- arson 6 og Falur Harðarson 5. Þeir Jón Amar Ingvarsson og Eiríkur Önundarson, komust ekki á blað. Stig útlendinga: Torrey John 22, Fred Williams 17, Cham Wrencher 17, Roland Bayless 13, Willie Rhins 12, Chrisopher Oq- ment 10, Malcolm Montgomery 8, John Rohdes 7, Rondey Robinson 6 og Micheal Theole 6. Jón Arnar vann og Sunna setti örugglega íslandsmet Jón Amar Magnússon, Tinda- stóli, varð um helgina Islands- meistari í sjöþraut karla innanhúss og hlaut 4.819 stig. Sunna Gests- dóttir, HSK, varð íslandsmeistari í sexþraut kvenna og setti glæsilegt íslandsmet. Jón Arnar gekk mjög vel í keppninni eða þar til kom að stang- arstökkinu. Þar náði hann ekki að komast yfir byrjunarhæðina sem var 4,20 metrar. Jón kenndi kæm- leysi um ófarimar og eflaust hefur hann lært sitt af hverju í stangar- stökkinu að þessu sinni. Jón Arnar hóf keppni með því að hlaupa 50 metra á 5,8 sek. Hann stökk 7,36 metra í langstökki, varp- aði kúlu 15,74 metra sem er hans besti árangur, stökk 1,91 metra í hástökki, stökk ekki byijunarhæð í stangarstökki eins og áður sagði, hljóp 50 metra grind á 6,7 sek. og loks hljóp hann 1000 metra á 3:04,7 mín. Annar í sjöþrautinni varð Theó- dór Karlsson, UMSS, með 4.431 stig og þriðji varð Freyr Ólafsson, HSK, með 4.100 stig. íslandsmet hjá Sunnu í sex- þrautinni Sunna Gestsdóttir, USAH, setti íslandsmet í sexþraut, hlaut 4.128 stig. Eldra metið átti Þuríður Ingv- arsdóttir, HSK, og það var 4.109 stig. Sunna hljóp 50 metra á 6,5 sek., stökk 5,73 metra í langstökki, varp- aði kúlunni 9,54 metra, stökk 1,53 metra í hástökki, hljóp 50 metra grindarhlaup á 7,3 sekúndum og lauk keppni með því að hlaupa 800 metrana á 2:44,7 mín. Önnur í sexþrautinni varð Helga Halldórsdóttir, FH, hlaut 3.889 stig og þriðja Rakel Tryggvadóttir, FH með 3.702 stig. -SK Jón Arnar Ingvarsson í baráttu við einn erlendu leikmannanna í Smáranum um helgina. Útlendu leikmennirnir unnu auðveldan sigur á íslenska landsliðinu. DV-mynd Brynjar Gauti Troðslukeppnin var hápunktur stjörnuleiksins Eins og áður sagði var það Jón Arnar Magnússon, Tindastóli, kemur f markið í 50 metra grindahlaupinu en þar náði hann tímanum 6,7 sekúndur sem er mjög góður tími. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.