Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Fréttir íslendingur stýrði 106 manna rannsóknarleiðangri í Karíbahafinu: - breytir hugmyndum manna, segir Haraldur Sigurðsson prófessor „Eftir tveggja mánaða stanslaus- ar rannsóknir urðum við þess vís- ari að trúlega hefur sá loftsteinn sem rakst á jörðina fyrir um 65 milljónum ára og tortímdi risaeðl- unum og öðru lífí fallið á ská en ekki beint eins og menn hafa hing- að til haldið fram. Sýni úr jarðlög- um sem við tókum úr hafmu á nokkrum stöðum benda til þess að svo hafi verið og það hefur væntan- lega haft griðarleg umhverfisáhrif," segir Haraldur Sigurðsson, prófess- or í jarðfræði við háskólann á Rhode Island í Bandaríkjunum, sem er nýkominn úr rannsóknarleið- angri sem hann stýrði í Karíbahaf- inu. Haraldur hefur í meira en 5 ár unnið að rannsóknum, tengdum fyrrgreindum loftsteinsárekstri, og kannað hvaða áhrif hann hefur haft. Talið er að gígurinn sem myndaðist við áreksturinn sé við norðurhluta Yukatan-skaga í Mexíkó og er hann aðeins stærri en Faxaflói, eða um 180 kílómetrar í þvermál. Fyrir síðustu jól hélt 106 manna leiðangur á stærsta vísinda- skipi heims, Joides Resolution, sem er 471 fet að lengd og nokkur þús- und tonn að stærð, í Karíbahafið, nánar tiltekið suður fyrir gíginn, í þeim tilgangi að bora niður á nokkrum stöðum og taka sýni af ýmsu tagi. Um var að ræða þátttöku 25 vísindamanna, 20 tæknimanna, íjölda aðstoðarmanna og áhafnar, en þess ber að geta að íslendingar taka þátt í verkefninu í gegnum Vís- indastofnun Evrópu. Borað 4 kílómetra niður í hafsbotn „Við boruðum á 5 stöðum, alls 13 holur, 4 kílómetra niður. Við fórum í gegnum 3 lög og tókum 30 til 40 sentímetra þykkan kjarna úr þeim, um 500 til 1000 kílómetra frá sjálfum gígnum. í þessum jarðlögum fund- Hann segir gríðarleg umhverfis- áhrif hafa átt sér stað í kjölfar árekstursins vegna uppgufunar á gifsi og brennisteini í andrúmsloft- ið. Móða hafi myndast um 30 til 50 kílómetra frá yfirborði jarðar og endurkastað geislum sólar og valdið myrkri og kulda. Það hafi haft áhrif á allt lífríki hnattarins og meðal annars tortímt risaeðlunum. Móðuharðindin í stærri stíl „Jarðlögin þar sem gígurinn er eru rík af gifsi og í glerperlunum sem við höfum fundið er mikið af brennisteini. Ef loftsteinninn hefði fallið annars staðar hefði hann að öllum líkindum ekki valdið eins miklu tjóni og hann gerði, tjóni sem við getum likt við móðuharðindin í stærri stíl.“ Haraldur segir að rannsóknir hafi einnig leitt I ljós að í Karíbahaf- inu sé mikið af öskulögum sem borist hafa frá Mið-Ameríku og ekki hafi verið vitað um áður. Þar sé að finna eldstöðvar frá t.d. Gvatemala, Hondúras og víðar. Hann segir að héðan I frá verði unnið 'úr öllum rannsóknunum og aö niðurstöður verði birtar í vísindatímaritum síð- ar á þessu ári. Haraldur er væntanlegur til ís- lands í mars tii að kanna aðstæður fyrir beinar útsendingar frá íslandi á náttúru- og jarðfræðitengdu efni sem sent verður í gegnum gervi- hnött í bandaríska, kanadíska og breska grunnskóla. Um er að ræða svokallað JASON-verkefni og verða beinar útsendingar 5 sinnum á dag, klukkustund í 'senn, í alls tvær vik- ur. „Markmiðið með þessu verkefni er aö auka áhuga grunnskólabarna á vísindi og tækni og sýna þeim það helsta sem náttúran hefur upp á að bjóða á hverjum stað,“ segir Harald- ur. -brh Haraldur Sigurðsson prófessor, í miðjunni, ásamt Steve Carey prófessor og Jóni Björgvinssyni kvikmyndatöku- manni í rannsóknarleiðangri í Indónesíu. Haraldur stýrði 106 manna leiðangri í Karíbahafi, sem stóð yfir í 2 mánuði, og kannaði svæði þar sem talið er að leifar af loftsteinsárekstri sé að finna. um við glerperlur sem hafa trúlega kastast úr gígnum en við árekstur- inn myndaðist mikill hiti sem bræddi alla jarðskorpuna undir sér og dreifði þessum glerperlum. Eitt laganna innihélt bergkrist- alla sem gefa okkur vísbendingar um þrýstinginn og orkuna sem leystist úr læðingi þegar loftsteinn- inn, sem var 10 kílómetrar í þver- mál, rakst á jörðina," segir Harald- ur í samtali við DV. Fundu nýjar vísbendingar um afdrif risaeðlanna Dagfari Án dóms og laga Allt frá því að ísland byggðist hafa hérlendir menn haft rænu á því að drepa menn og annan með því að lýsa þeim vígum á hendi sér. Síðan fengu menn rétt til að verja hendur sínar og nánir vanda- menn fórnarlambanna höfðu hefð- bundinn rétt til hefnda og að lok- um tókust menn í hendur og sætt- ust um málalok þegar búið var að drepa nógu marga. Þegar réttarfar tók að þróast var meðferð og málflutningur saka- mála ekki upp á marga fiskana og margur auminginn var hengdur fyrir litlar sem engar sakir en mis- kunn var þó stundum sýnd og þannig sluppu margir við dauða- dóm með Brimarhólmsvist. Alla- jafna var þó settur dómari í málin og enginn var sekur fundinn fyrr en sök sannaðist. Jafnvel aumustu sakborningar og vesalmenni voru dregin fyrir rétt áður en dómur var kveðinn upp. íslendingar eru greinilega orðnir þreyttir á þessu réttarkerfi, enda tekur það jafnan langan tíma að bíða eftir dómum og dómsúrskurð- um og landinn hefur litla þolin- mæði í slíkum seinagangi, ekki sist þegar mikið liggur við að koma sökudólgum fyrir kattarnef. Það hefur líka komið í ljós að ágrein- ingur getur risiö meðal dómara um sekt og refsingar og þetta líkar fólki illa þegar það sjálft hefur kveðið upp sinn almenningsdóm. Þá er ekki eftir neinu að bíða. Þessa dagana hefur með öðrum orðum dregið til þeirra merku tíð- inda í réttarsögu íslendinga að sjálfur biskupinn yfir fslandi hefur verið fundinn sekur í réttarsölum götuhornanna og að sjálfsögðu í þeim dómssal sem nú „representer- ar“ almættið, þ.e.a.s fjölmiðlarnir, sem aldrei hafa rangt fyrir sér. Biskupinn er tekinn af lífi án dóms og laga. Og fyrir hvað? Jú, kona nokkur telur sig hafa orðið fyrir kynferðis- legri áreitni af hálfu séra Ólafs fyr- ir sautján árum. Þessi kona hefur allt í einu fengið minnið aftur. Ekki kærði hún þennan atburð á sínum tíma og ekki var það blaða- matur á þeim tíma en eitthvað mun hún hafa kvartað undan áreitninni við aöra presta sem töldu að sjálfsögðu að sér kæmi málið ekki við. Nú er þessi kona aftur að kvarta undan því að prest- arnir skyldu ekki hafa borið út kjaftasöguna og áburðinn og séra Ólafur situr sem sagt uppi með það að geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ráðgjafar og lögfræðingar bisk- upsins eiga erfitt með að verjast þessum söguburði sem á sér rætur í atburði sem konan segir að hafi átt sér stað fyrir margt löngu og er löngu fyrndur. Svo kvikna nýjar sögur um meintar nauðganir og gott ef bisk- upinn hafi ekki átt að táldraga fermingarbörn og syrgjandi ekkjur og allur þessi kjaftagangur dafnar meðal siðprúðra íslendinga sem eru tilbúnir að hálshöggva bisk- upinn eins og Jón Arason forðum. Auðvitað er þetta fyrirkomulag á réttarfari miklu fljótvirkara og áhrifaríkara heldur en langdregin réttarhöld í dómssal og auðvitað er það úrelt fyrirbrigði í mannrétt- indamálum að hver maður skuli skoðast saklaus þar til hann er fundinn sekur. Sú réttarkenning er flókin og hvimleið vegna þess að hún frestar þeirri ánægju að sjá blóðið renna og sökudólginn tek- inn af lifi. Aftakan dregst á langinn og við það verður ekki unað í nú- tímaþjóðfélagi hraða og þjónustu. Hlutirnar verða að gerast hratt því annars gleymir fólk aðalatriðum málsins og í þessu tilfelli verður að aflífa biskupinn sem fyrst meðan ásakanirnar eru ferskar og ósann- aðar. Það er óþarfa tímaeyðsla að bíða eftir svörum hans eða við- brögðum. Hann er hvort sem er sekur af því að hafa verið borinn þessum sökum. Er það ekki nóg? Til hvers þurfa menn rétt og dóm og lög þegar hitt er miklu skemmti- legra að slátra einu stykki biskupi? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.