Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 31 Fréttir Ráðstefna í Keflavík um ísland og Schengen: Ekki rugla saman Schengen og stækkun á flugstöð - sagði Hannes Hafstein sendiherra í ræðu sinni DV; Suðurnesjum: „Ekki má rugla saman þeim kostnaði sem leiðir af Schengen-að- ild og endurbótum eða stækkun á flugstöðinni sem hvort eð er verður að leggja í vegna fyrirsjáanlega auk- ins farþegafjölda og vandkvæða sem þegar eru komin fram í flugstöð- inni. Ekki sakar heldur að hugsan- leg viðbygging verði einföld í formi og að forðast verði að reisa þar byggingarsögulegt listaverk," sagði Hannes Hafstein sendiherra í ræðu sinni á ráðstefnu íslandsdeildar Norðurlandaráðs um Island og Schengen sem haldin var á Flughót- elinu í Keflavík sl. fóstudag. Að tilstuðlan utanríkisráðuneyt- isins hafa verið gerðar frumathug- anir á nauðsynlegum breytingum á flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli vegna hugsanlegrar aðildar íslands að Schengen-sam- starfinu, evrópska vegabréfasam- bandinu. Annars vegar er um að ræða athugun húsameistara og hins vegar framhaldsathugun Leifs Bene- diktssonar verkfræðings. Niðurstaða húsameistara er að •besta leiðin til að tryggja eðlilegan umferðarstraum farþega og nauð- synlegan aðskilnað þeirra vegna Schengen-aðildar sé að reisa 3800 fermetra viðbyggingu við enda nú- verandi landgangs á tveimur hæð- um, auk þess að breyta hluta af nú- verandi landgangi í tveggja hæða landgang. Þá er gert ráð fyrir stækkun flughlaða af þessum sök- um. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er einn mifljarð- ur. I athugun Leifs Benediktssonar er bent á tvær leiðir. Sú fyrsta er að flugstöðinni verði fyrst í stað ekki breytt. Hins vegar verði biðsalir út frá landgangi við núverandi land- göngubrýr. í þessum biðsölum færi fram vegabréfaeftirlit og handfar- angurseftirlit við komu og brottfór farþega. Þessi leið er bráðabirgða- lausn til nokkurra ára en kallar á frekari framkvæmdir í framtíðinni til að uppfylla að fullu skilyrði Schengen-samkomulagsins um full- kominn aðskilnað farþega. Áætlað- ur kostnaður er 365 milljónir. Önnur leiðin er sú er að flugstöð- inni verði breytt þannig að hún uppfylli öll skilyrði um fullkominn aðskilnað farþega. Þessi leið felur í sér að öll 2. hæð flugstöðvarinnar verði innréttuð upp á nýtt þar sem annar hluti verði fyrir Schengen- farþega en hinn hlutinn fyrir utan Schengen- farþega. Landgangi verði skipt eftir miðju með glervegg og út- skot byggð við landgöngubrýr eða þá að landgangur verði breikkaður. Áætlaður kostnaður er 685 milljón- ir. í frumathugun ráðuneytisins seg- ir að óhjákvæmilegt sé vegna auk- innar umferðar um Keflavíkurflug- völl að auka verslunar- og biðsala- rými í flugstöðinni fyrr eða síðar, hvort sem ísland gerist aðili að Schengen eða ekki. Því verður að líta á þessar áætluðu kostnaðartölur sem óviðkomandi Schengen. „Hagsmunir Islands í viðræðum um Schengen-samstarfið byggjast ekki síst á vilja til að viðhalda og þróa hið norræna samstarf. Eins og áður kom fram er ekki útlit fyrir að hið norræna vegabréfasamband geti haldist áfram án einhvers konar að- ildar Norðurlanda að Schengen. Mín skoðun er sú að verði ísland eitt utan þessa samstarfs muni það hafa víðtækari áhrif og víðtækari Lýst eftir vitnum: Keyrði yfir hund á fáfarinni íbúðagötu „Þetta var hryllilegt að sjá. Höfuð- ið var allt skaddað og bílstjórinn hef- ur örugglega fundið fyrir þvi þegar hann fór yflr hundinn," segir íris Jónsdóttir, íbúi við Hrísateig, en lýs- ir eftir vitnum að því þegar ekið var yfir heimilishundinn fyrir framan hús hennar í hádeginu í gær. Dóttir írisar, ellefu ára gömul, hafði farið út í sjoppu og hundurinn fylgdi með út eins og hann er vanur. Hann hafði þó jafnan þá reglu að bíða fyrir framan húsið þegar einhver fór út en nú virðist hann hafa brugðið út af venju sinni og farið út á götuna. Þar varð hann fyrir bíl. „Þetta er auðvitað gríðarlegt áfall fyrir dóttur mína. Það er líka mjög gróft að skilja hræið eftir á götunni og aka burt án þess svo mikiö sem að grennslast fyrir um hver eigi hund- inn,“ segir íris. íris sá ekki umræddan bíl en von- ast til að vegfarendur hafi séð hann. Hægt er að hafa samband við írisi í síma 568 67 68. -GK Frá ráðstefnunni um ísland og Schengen sem haldin var í á Flughótelinu í Keflavík á föstudag. DV-mynd Ægir Már pólitískar afleið- ingar á morrænt samstarf en marg- ir gera sér grein fyrir í dag. Það gæti orðið til þess að ísland yrði út undan í norrænu samstarfi og veröi skýringin látin heita að við höf- um kosið að standa utan Schengen og þar af leiðandi séum við ekki þátttak- endur í norrænu samstarfi," sagði Valgerður Sverr- isdóttir, formaður íslandsdeildar Norðurlandaráðs. -ÆMK Aukablað um FERÐIR Mibvíkudaginn 6♦ mars J7* 13 W Wj* W\ W GJ mun aukablað um ferðir Jo i T MJ1 Cy erlendis fylgja DV. Efni blaSsins verður helgað sumarleyfisferð- um til útlanda í sumar og ýmsum hollráðum varðandi ferðalög erlendis. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið er bent á að hafa samband við Þuríði Kristjánsdóttur á ritstjórn DV í síma 550-5819. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Ragidieiði Gústafsdóttur, auglýs- ingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5725. Vinsamlegast athugib að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 29. febrúar. k Auglýsingar tSími 550 5000. b Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. HLJÓMTÆKI /////////////// Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en f þvf verður fjallað um flest það er viðkemur hljómtækjum. 16 síðna aukablað um Hljómtæki fylgir DV á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.