Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996
Spurningin
Hvar viltu helst búa?
Gísli Gíslason, eldri borgari: Þar
sem ég bý, í Hvassaleiti.
Sigrún Friðgeirsdóttir bankafull-
trúi: í Grikklandi:
Ólafía Gísladóttir skrifstofumað-
ur: Þar sem ég bý, í Hafnarfirði.
Guðríður Gunnarsdóttir, hunda-
og hrossabóndi: Engin spurning, á
islandi.
Björn Ólafsson bóndi: Á ísiandi.
Ásta Eir Eymundsdóttir, gerir
ýmislegt: Á Spáni væri gott að búa,
en á íslandi helst í Reykjavík.
Lesendur
Ríkisstyrkt kvik-
myndagerð í Evrópu
Draugasögur, huldufólkssögur, útilegumannasögur og jafnvel skrímslasög-
ur gætu verið sérgrein íslenskrar kvikmyndagerðar.
Ragnar skrifar:
Kvikmyndagerð í Evrópu stendur sí-
fellt í ströngu. Skilja ekki ráðamenn
í Evrópulöndunum að neytendur,
þar sem annars staðar, sniðganga
evrópskar myndir mestan part?
Mikið langlundargeð hafa skattborg-
arar í þessum löndum sýnt meö því
að borga með kvikmyndagerðinni,
sem gefur sáralítið af sér, vegna
sölutregðu á myndunum vítt og
breitt um heiminn.
Kvikmyndahúsin þráast við að taka
til sýningar aðrar myndir en þær er
fyrirsjáanlega fá aðsókn, og einu
myndirnar sem hafa aðsókn eru þær
amerísku. Og svo hefur verið frá
upphafi. Auðvitað er ekki loku fyrir
það skotið að ein og ein mynd frá
Evrópu nái vinsældum. Ég minnist í
svipinn mynda eins og Gestaboðs
Babettu (Danir hafa sótt í sig veðrið
í þessari framleiðslugrein með létt-
um húmor og glaðsinna eðlisfari),
og sænsku myndarinnar Fanny og
Alexander. Svíar eru afar mistækir í
kvikmyndagerð. Þeir geta gert góða
mynd, og það mjög góða, eða þá
hreint brjálæði sem fáir skilja.
Þýskar myndir eru hvergi gjald-
gengar og frönsku myndirnar hafa
þann agnúa að þurfa að vera ýmist
talsettar eða með undirtexta og
verða því oftast annars flokks kvik-
myndahúsavara. En hvað um þær
íslensku á markaðstorgi kvikmynd-
anna? Jú, miðað við fólksfjölda er
hér gróska i þessari framleiðslu, en
myndefnið er yfirleitt slakt, texti lít-
ill (nánast þöglar!) og handritagerð
afar misjöfn. - Tár úr steini var und-
antekning og svipaði mest til alvöru-
kvikmynda.
Hér gæti verið nokkuð blómlegur
kvikmyndaiðnaður, sem jafnvel lof-
aði góðu með erlendan markað í
huga. Bara ef við þekktum okkar
vitjunartíma. Við gætum haslað
okkur völl á sérsviði (líkt og Banda-
ríkjamenn gera með sína „vestra") -
með þvi að framleiða draugasögur,
huldufólkssögur, útilegumanna- og
jafnvel skrímslasögur. En það verð-
ur að vera saga á bak við, og texti og
persónur í stíl við sögusviðið. Ekki
lörfum klæddir síðskeggjar eða forn-
menn í fábjánagervi.
Einstaklingshyggjan er okkur í blóð
borin og sökum hennar hefur ekki
náðst samstaða um að einbeita sér
að slíkri séríslenskri framleiðslu.
Sérhver hefur sína eigin hugmynd
um hvernig eigi að verða frægur og
ríkur af bábiljunni sem blundar
undir niöri, og ríkið á að styrkja. -
Alveg eins og í Evrópu þar sem
kvikmyndaiðnaður verður aldrei
mikið annað en nafnið tómt. Ríkis-
styrkt gæluverkefni.
Spilling líka á Alþingi
Einar Magnússon skrifar:
Það er víða spilling í landinu. Satt
að segja virðist manni hver sem bet-
ur getur reyna að svindla og hafa af
náunganum. í viðskiptum er hún al-
þekkt, og mun meira áberandi en í
öðrum nærliggjandi löndum. Henn-
ar gætir líka í opinberum rekstri og
oft er svarað með skætingi þegar al-
menningur kvartar. Nýlegt dæmi
frá Gjaldheimtunni er lýsandi. Þar
var að vísu ekki um annað að ræða
en vanþekkingu í mannlegum sam-
skiptum. En slæmt samt.
Á Alþingi er líka spilling. Ljós-
asta dæmið þaðan þessa dagana er
innköllun varamanna þingmanna.
Varamenn koma inn hver á eftir
öðrum og sitja í hálfan mánuð á
þingi, á meðan aðalmaður skreppur
frá í önnur verkefni. Oftast til út-
landa.
En til hvers situr varamaður í
hálfan mánuð? Til þess að fá réttindi
á lífeyrisgreiðslum síðar meir!
Kostnaður er sagður vera um 200
þúsund krónur við að koma vara-
manni inn á þing. Flokkarnir lofa
sínum varamönnum að þeir fái að
skreppa á þing inn sem snöggvast til
að ávinna sér „réttindin". - Hvar er
siðferðið? Hver er saklaus af spill-
ingunni?
Utanlandsferðir allt of dýrar
Guðmundur Gíslason skrifar:
Undanfarið hef ég skoðað bæklinga
ferðaskrifstofanna vegna sumarferða
til útlanda, einkanlega til Evrópu. Ég
sé ekki betur en þessar ferðir hafi
hækkað verulega frá því í fyrra. Ein-
falt og fljótlegt dæmi: Vorferð til Par-
ísar hefur hækkað um 4000 kr. fyrir
manninn, með 3-7 daga dvöl. Sama
gildir um aðrar ferðir. Segja má að
tveggja vikna ferð til sólarstaða Evr-
ópu í sumar (þegar um hjón er að
ræða, en ekki þetta dæmigerða og fá-
ránlega „hjón með tvö börn“) kosti
u.þ.b. eða rúmar 70 þúsund krónur á
mann. Ef um lengri dvöl er að ræða
eða eitthvað umfram þetta algenga
og venjulega (stúdíó eða þess háttar)
þá er verðið komið allt að 90 þúsund.
krónum og fer jafnvel yfir 100 þús-
[Ll§llS5E)/& þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 minútan
- eða hringið í síma
L* 550 5000
rriilli kl. 14 og 16
íslendingar telja utanlandsferð eitt mesta happ í hendi, og því meira sem það
kostar minna.
und á mann.
Það er þetta sem fólk hér er að gagn-
rýna, og dregur því taum þeirra
ferðaskrifstofa sem reyna að lækka
verðið með því að leigja stærri flug-
vélar erlendis frá. Flest fólk sem ætl-
ar utan núorðið er aðeins að leita eft-
, ir eins ódýru fargjaldi og frekast er
unnt til að komast utan og heim.
Margir vilja ekki vera bundnir við
gistingu á föstum stöðum. Menn
taka bílaleigubíl eða ferðast með
jámbrautum, sem er orðinn mjög
vinsæll kostur og ódýr ef miðað eru
keyptir á staðnum, og þar bjóðast
alls kyns afslættir og tilboð sem ekki
eru fyrir hendi hér á landi.
Það á ekki að þurfa að vera stórmál
í fjárútlátum að skreppa út fyrir
landsteinana í tveggja eða þriggja
vikna frí. En það er stórmál, og ekki
til að auka ánægjuna hjá annars
yfirkeyrðum landanum af vinnu og
skattaáþján. Sífellt er þjarkað um
heilbrigðismál, réttindamál af hinu
og þessu taginu. En afþreyingin er
líka liður í lífsmátanum. Og ekki
ómerkilegri en allt hitt. Ferðalög til
útlanda eru þar hátt skrifuð, en því
miður - verðlagið enn þá hærra.
Áherslumunur í
fíkniefnafrétt-
um hér og
erlendis
Þórhallur hringdi:
Margir taka eftir þeim
áherslumun sem liggur í fréttum
af fikniefnamálum hér á landi og
víðast hvar erlendis. Samanburð-
urinn er augljós úr innlendum
sjónvarps- og útvarpsfréttum og
svo t.d. úr sjónvarpsfréttum frá
t.d. Sky News og víðar. Erlendis
er lögð áhersla á að sá er uppvís
verður að smygli eða sölu fíkni-
efna hljóti svo og svo langa refs-
ingu í fangelsi, en hér virðist
gilda að greina frá markaðsverði
þeirra í þúsundum eða milljónum
króna. Þetta verkar nú afar illa á
fátæka íslensku sál, og er einung-
is hvatning fyrir væntanlega dóp-
sala hér, en er hins vegar letjandi
fyrir þá í fréttaflutningi erlendra
fréttastöðva.
Fjárfesting í
Hvalfjarðar-
göngum
Þ.P. skrifar:
Margir óskapast yfir að fjárfest-
ing erlendra aöila í sjávarútvegi
kunni að velta okkur um koll þeg-
ar upp er staðið. En hvað um fjár-
festingar í hinum og þessum
framkvæmdum hér á landi? Eru
ekki stórtækir aðilar erlendir um
ÖU lönd að fjárfesta í Hvalfjarða-
göngunum - a.m.k. um stundar-
sakir? Phil & Sön frá Danmörku,
Enskilda bankinn og Skanska og
bandarískt fjármálafyrirtæki. Allt
er þetta erlend fjárfesting. Hver
fær sinn arð ríkulega greiddan.
Ferðalögin
sameina
Sigrún Gunnarsdóttir skrifar:
Ágreiningurinn í stjómmálum
ristir aldrei djúpt. Hann er aðeins
til að blekkja almenning sem
horfir hugfanginn á eldhúsdag og
annað orðaskak sem allt er tfl-
búningur. Allt eru þetta vinir og
góðir kunningjar þess á milli. Og
ferðalögin sameina andstæða
skoðanahópa. Ég sá nýlega mynd-
ir frá ferð nokkurra borgarfull-
trúa Reykjavíkur tfl Kanada.
Ánægja skein úr hverju andliti og
samvinnu hópsins var við brugð-
ið við að flytja afurðirnar á þorra-
blótið vestra; hangikjötið, pönnu-
kökumar, lagtertumar og brenni-
vínið. En þetta er ekki framhliðin
á borgarfulltrúum hér heima
gagnvart almenningi.
Biskupsmálin
erfið kerfinu
Kristín Pétursdóttir hringdi:
Þær em misvísandi yfírlýsingar
ríkissaksóknara vegna beiðni
biskups Islands um rannsókn á
sér. I Mbl. sl. fostudag segir hann
að ekki sé hægt að segja til um
hverja afgreiðslu beiðni biskups
hljóti hjá embætti hans. En í DV
segir hann svo að hver maður
geti sagt sér það sjálfur að reynist
málið fymt verði því Vísað frá.
Það ætlar að reynast erfítt kerf-
inu biskupsmálið, þótt nú vilji
svo vel til að einn og sami ráð-
herrann, dóms- og kirkjumála,
hafi alla lögsögu í málinu, og viti
mætavel hvað til síns friðar
heyri.
íslensk
fjallagrös
Bjami skrifar:
Það er ánægjulegt að frétta að ís-
lensku fjallagrösin hafa náð slík-
um vinsældum sem raunin er.
Þau em nú komin í töfluform og
jafnvel í sælgæti eða sem hálstöfl-
ur sem eru alveg einstaklega
áhrifaríkar. Þetta hef ég prófað
sjálfur og því mæli ég með því að
við kaupum fremur þetta inn-
lenda sælgæti en hið innflutta.