Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996
11
Menning
Naumt og margbrot-
ið á Kjarvalsstöðum
Gagnvart þeirn naurat skornu og
knöppu innsetningum sem hafa átt
svo rajög upp á pallborðið í myndlist-
inni á siðustu árum hefur lítt verið
hreyft við því sjónarmiði að þar sé um
að ræða andsvar gegn ofhlæði upplýs-
ingaþjóðfélagsins; hvild gegn sifelldu
áreiti á sjónskynjunina ekki hvað síst.
Listamenn nútímans séu e.t.v. sum-
part í þeirri aðstöðu að þurfa að
spyrja sig grundvallarspuminga um
það hvað þeir komist af með í stað
þess að opna allar dyr sem kalli ein-
ungis á óhöndlanlegan glundroða í
ætt við súpermarkað. Frumform og
frumlitir eru samkvæmt þessu ofar-
lega í huga margra listamanna ’nú um
stundir, sem og einfaldir strúktúrar i
líkingu við byggingar eða húsgögn.
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, sem um
helgina opnaði sýningu á Kjarvals-
stöðum, er meðal þeirra listamanna
sem skapað hafa slík verk. Þó hefur
hún jafnan leitast við að Finna jafn-
vægi á milli skreytis og einfaldrar
byggingar og svo er einnig á sýningu
hennar nú.
Jafnvægi byggingar
og glingurs
Guðrún sýnir í miðrými Kjarvals-
staða sem nýtur nú góðs af vegg sem
skilur á milli rýmisins og glugganna.
Sum verka Guðrúnar eru þess eðlis að
þau nánast hverfa inn í rýmið, virka
eins og hluti af innréttingunni. Verk-
in eru flest hver líkust hillum. Þar eru
mest áberandi tvö verk sem eru fest
við vegginn, bæði með kögri á brún-
um, annars vegar úr rauðu
snúrukögri og hins vegar með kristal-
sperlum. Þar kristallast háríint jafn-
vægi á milli frumforsendna mynd-
verksins: knapprar og einfaldrar
byggingar og þess glingurskreytis eða
„kitsch“ sem kögrið er tákngervingur
fyrir. Hins vegar nær þessi persónu-
lega flétta glingurs og meinlætis
hæstu flugi í sjö luktum sem hvíla á
litlum syllum þarna andspænis. Stór-
ar sultukrukkur hvolfast þar yfir sér-
kennOegar ljósaperur sem í eru litlar
rauðleitar glerrósir.
Sýning Guðrúnar Hrannar vekur
ýmsar væntingar og hún hefði gjarn-
an mátt vera stærri. Verk hennar eru
að einfaldast til muna en um leið
virka þau slípaðri og hið persónulega
og heimilislega yfirbragð er hvorki of
krefjandi né hverfandi.
Of margbrotið
í vestursalnum opnaði Kjartan Óla-
son sýningu um helgina á verkum
sem eru bæði mikil um sig og marg-
brotin. Kjartan hefur lítt haft sig í
frammi síðustu árin og því er forvitni-
legt að sjá hvernig hann hefur þróað
áfram málverk sitt sem einkennst hef-
ur af samspili texta og myndar þar
sem mannslíkaminn er yfirleitt í fyr-
irrúmi. Maðurinn er enn fyrirferðar-
mikill í verkum Kjartans, sem og text-
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
inn. En margir aðrir hlutir hafa bæst
við og nú er svo komið að í raun er
réttara að flokka verk Kjartans sem
lágmyndir en málverk. Gallinn við
þennan margbreytileika er hins vegar
sá að verkin missa þann kraft sem býr
í mörgum málverkunum, einum og
sér. Sem dæmi má nefna verk sem ber
þann alvöruþrungna titil: „Skylda
hvers manns er að lifa af fortíð þjóðar
sinnar". Þar er ofhlæðið slíkt i marg-
háttaðri myndskipun að verkið sem
heild missir marks. Betur tekst upp
þar sem málverkið er einfalt og form-
in eru líkust framlengingu á ramma,
eins og t.d. í verkinu Beygur. Víða er
að finna eftirtektarverða hluti á sýn-
ingunni, eins og myndir af klettum í
Órum og Án tilefnis og handbrágðið
er sömuleiðis athyglisvert, en hér
skyldi listamaðurinn íhuga að hætta
Æxlunarhvöt, eitt verka Kjartans Ólasonar á Kjarvalsstöðum. DV-myndir TJ
Eitt verka Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur.
ber leik þá hæst stendur. Engin skrá
er að sýningunni og hélt undirritaður
að slíkt væri úr sögunni á Kjarvals-
stöðum.
Að auki var opnuð um helgina sýn-
ing Frakkans Philippe Richards á 180
smáum og skrautlegum gvassmál-
verkum á pappír sem hann hyggst
umbreyta í flöskuskeyti í maí nk. Þar
er um að ræða anga þeirrar alþjóða-
hyggju í myndlist sem hefur á undan-
fórnum árum stuðlað að auknum sam-
skiptum þjóða á milli á myndlist-
arsviðinu og er hér ekki um nýtt net
að ræða en veiðarfæri engu að síður.
■■ ngum dyíst að nú er vor í íslensku þjóðlífi og sóknarfærin hafa aldrei
l^-lverið fleiri. Brýnt er að halda áfram þeirri vakningu sem orðið hefur meðal
þjóðarinnar á liðnum árum og halda við umræðunni um mikilvægi þess að
efla það sem íslenskt er.
Að þessu sinni standa íslenskir dagar yfir
~ ~ frá 19. febrúartil 1. mars. Yfirskrift þeirra
er Hrein náttúra - íslensk framtíð en með
M: j því er vísað til mikilvægis þess að ísland
í skapi sérsérstöðu meðal þjóðanna. Sú
1 sérstaða felst ekki hvað síst í því að
1 V ° úl afurðir okkar eru hreinar og ómengaðar
/1 -beint úr náttúrunni. Dagskrárgerðarfólk
v Bkl* ’B"1 V jrB Stöðvar 2 og Bylgjunnar leggur sitt af
/ íslenskum
■4/ Ai - M-r/* dogum.
Margrét Blöndal og
borgeir Ástvaldssoit í Morgunþœtti
á Bylgjunni laugardaga kl. 16-19
íslenskt, já takkl
■BY LGJANi