Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRUAR 1996
13
Færeyingar
afnema kvótann
Færeyingar hafa ekki legið á
því að þeir lærðu klækina við
kaup á skipum til stórútgerðar af
íslendingum. Færeyskir lánasjóðir
og bankar stóðu fyrir útvegun fjár-
magns til byggingar hins stóra út-
hafsveiðiflota Færeyinga, þar til
Den danske bank gerði sér grein
fyrir að allt væri komið í öng-
þveiti, velti skuldunum yfir á fær-
eyska ríkissjóðinn og rann af
hólmi.
Þetta hefur verið meginorsök
vanda Færeyinga undanfarin 5 ár.
Islenskir útgerðarmenn sitja hins
vegar enn uppi með offjárfesting-
arvandann, og halda áfram að
vaða í villunni með kaupum á
djúpveiðiskipum, þótt verið sé að
skera niður veiðimöguleika á út-
hafinu í allar áttir út frá íslandi.
Augljós afleiðing
Færeyingar lærðu einnig
„kvótastýringuna“ af íslending-
um, en kvótakefið hefir þegar
reynst mesta ógæfa íslands frá
upphafl byggðar hér, og stefnir
framtíð þjóðarinnar 1 voða, svo
sem öllum er kunnugt, þótt ráða-
menn þverskallist enn við að af-
nema það. Það tók djúpveiðiskipin
aðeins örfá ár, eftir að kvótakefi
Framsóknar var sett á árið 1984,
að koma þorskveiðunum í fiskilög-
sögunni niður í þriðjung venjulegs
ársafla, og jafnframt að koma um
70% þorskveiðikvótanna undir út-
hafsveiðiskipin, sem tekið var af
hefðbundnum landróðrarbátum.
Afleiðingin er augljós, því að
hagvöxtur í þjóðfélaginu hefir ver-
Kjallarinn
Önundur Ásgeirsson
fyrrv. forstjóri Olís
ið neikvæður síðan 1988 sam-
kvæmt upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar, sem þýðir að það tók
stórútgerðina aðeins 4 ár að vinna
samfélaginu þetta tjón, sem síðan
hefur haldið áfram að aukast ár-
lega. Útgerð djúpveiðiskipa er
dýrasta útgerð i heimi, og getur
því aðeins gengið að hægt sé að
ausa upp fiski endalaust og í ótak-
mörkuðu magni, sem stríðir gegn
öllum náttúrulögmálum.
Fiskistefna til langs tíma hlýtur
að byggjast á jafnvægi í sókn og
hrygningarstofnum, og af sjálfu
leiðir að taka verður takmarkað
magn fisks eða þorsks með sem
ódýrustum veiðiaðferðum, þ.e.
með krókaveiðum. Ábyrg veiði-
stjórnun hlýtur að byggjast á
„Það tók djúpveiðiskipin aðeins örfá ár,
eftir að kvótakerfi Framsóknar var sett á
árið 1984, að koma þorskveiðunum í
fiskilögsögunni niður í þriðjung venjulegs
ársafla.“
„Útgerð djúpveiðiskipa er dýrasta útgerð í heimi, og getur því aðeins
gengið að hægt sé að ausa upp fiski endalaust," segir m.a. í greininni.
þessu, og er því í eðli sínu einföld
í framkvæmd, ef annarleg sjónar-
mið eru ekki látin ráða ferðinni.
Allt sem þarf að gera er að stöðva
togveiðar í fískilögsögunni, leyfa
aðeins frjálsar krókaveiðar, og
ákveða að allur afli skuli tekinn á
land til vinnslu. Þar með hafa
menn losnað við þau leiðindi að
afla sé ffeygt í hafið og veiðarnar
séu með sem minnstum tilkostn-
aði. Þá þurfa menn ekki heldur að
hafa áhyggjur af erlendri fjárfest-
ingu í fiskveiðunum sjálfum í
fiskilögsögunni.
Erlend fjárfesting
Alþingi hefir nú verið upptekið
við ótrúlega lítilfjörlega og rugl-
ingslega umræðu um erlenda fjár-
festingu í íslenskum fyrirtækjum í
sjávarútvegi. Menn hafa nefnt sem
dæmi, að 30% eignarhluti Texaco í
Olís, sem ekki er útgerðarfélag,
hindri að Olís megi eiga 3% hluta-
Qár í Síldarvinnslunni hf. í Nes-
kaupstað, sem samsvarar því um
1% erlendrar fjátfestingar í því
fyrirtæki.
Það er ótrúlegt, að slík rök skuli
koma fram á Alþingi, og er ekki
traustvekjandi, sérstaklega fyrir
hugsanlega erlenda samstarfsað-
ila. Erlend fjárfesting á að vera
frjáls hér sem annars staðar, en
hún verður að lúta sömu reglum
og gilda fyrir íslensk fyrirtæki.
Það er þannig starfsumhverfið,
sem setja þarf almennar og að-
gengilegar reglur um, annars kom-
ast menn í ógöngur.
Það er ástæða til að óska Færey-
ingum til hamingju með að hafa
brotist undan íslensku valdbeit-
ingunni og vandræðaskapnum.
Það væri ástæða til að íslensk
stjómvöld færu að ráðum þeirra
"og íhuguðu stöðu sinna mála á ný,
af alvöru en ekki stráksskap.
Önundur Ásgeirsson
Efnahagsleg nauðsyn
veiðileyfasölu
Þjóðin vill ekki veita af eignum
sínum til greifadæma. Hún vill
ekki að ríkisstjórnin veiti af ríkisl-
andi til greifadæma. Því vill hún
ekki gefa veiðiréttinn. Þessu á hún
að ráða, annað eru landráð. Eign-
arrétturinn er friðhelgur og líka
eignir ríkisins. Þær er ekki hægt
að veita til eignar án þess að
greiðsla komi fyrir. Og vilji ríkið
selja þá á verðmyndun að vera
frjáls. En réttinn er þá ekki hægt
að selja til eilífðar vegna þess að
verðmyndun er röng þannig. Þess
vegna ber ríkisvaldinu að selja
veiðileyfi án þess að sérstök lög
um það komi til.
Af leiðir að lög um að gera þetta
öðruvísi eru landráð, löggjafar-
þing er setið af mönnum sem eið
sverja að stjórnarskrá getur ekki
samþykkt lög um að gera kvótaút-
hlutun að eign til eilífðar. Þessa
túlkun er hægt að taka upp
hvenær sem er svo að úthlutun
kvóta til eignar er og verður
marklaus gerð. Þjóðin getur með
undirskriftasöfnun hvenær sem er
gerst málsaðili til að halda eigna-
rétti sínum.
Nauðsyn og ekki nauðsyn
Eins og háttar þá getum við sagt
að sjávarútvegur þoli ekki aukin
Kjallarinn
Þorsteinn Hákonarson
framkvæmdastjóri
útgjöld og þetta er greinin með
fjárfestingarnar og þekkinguna og
getuna til að nýta auðlindina. Það
er allt rétt en það er miklu mikil-
vægara efnahagsatriði í þessu
máli. Það er að selja veiðileyfi,
lækka gengið til þess að auka tekj-
ur sjávarútvegs á móti þeirri geng-
islækkun og bæta ekki laun eða
skuldir með vísitölum við þá geng-
isfellingu. En til þess að breyta
ekki kjörum mikið þá gengju
veiðileyfin inn á móti minni tekju-
skatti.
Þetta er gert til þess að jafna
milli atvinnuvega þannig að sjáv-
arútvegur þurfi ekki að vera of
mikill burðarás í samfélaginu. Það
er ekki gert til þess að rýra tekjur
sjávarútvegsins, það er ekki gert
til að ná eignum af útgerðarmönn-
um eða annað þessháttar. Tekju-
aukningu í öðrum greinum er
haldið niðri án jöfnunar á þennan
hátt milli atvinnuvega.
Við berum minna úr býtum en
Danir vegna þess að við hengjum
okkur á sjávarútveginn, eins og
fyrr og síðar hefur verið gert á Ný-
fundnalandi. Þessi nauðsyn er
ekki bara vegna annarra greina en
sjávarútvegs heldur einnig til að
vernda hann. Komi hér tvö ný ál-
ver og t.d. fimm stórfyrirtæki önn-
ur þá verður þensla sem kemur
illa við sjávarútvegánn. Til að
bæta þjóðartekjur þarf vægi sjáv-
arútvegs að lækka í þriðjung. TU
þess þarf aðrar atvinnugreinar.
Viðfangsefnið er vægisstýring og
sala veiðileyfa er hluti af verkfær-
um tU þess. Þó framkvæmdin sé
erfið þá fyrirgerir það ekki aðalat-
riðum.
Rekstrarforsendur
Þegar kaupa þarf veiðileyfi þá
knýr það á um að rekstrarkostn-
aður við nýtingu keypts veiðUeyf-
is sé sem minnstur. Tilhneigingin
nú er því miður að fjárfesta upp í
þol kvótans til að bera fjárfesting-
arnar. Þorsteinn Hákonarson
„Komi tvö ný álver og t.d. fimm stórfyrir-
tæki önnur þá verður þensla sem kemur
illa við sjávarútveginn. Til að bæta þjóð-
artekjur þarf vægi sjávarútvegs að lækka
í þriðjung.“
Með og á
móti
Skipting heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis
Aukin skilvirkni
„Þær hug-
myndir, sem
upp hafa kom-
ið um að
skipta heil-
brigðis- og
trygginga-
málaráðuneyti
í tvennt,
byggja á því að
í raun er um
tvö ólík svið
að ræða. Annars vegar er um að
ræða ráðuneyti sem færi með
heilbrigðis- og forvarnastörf og
rekstur þeirra stofnana sem rik-
ið á og rekur með framlögum.
Hins vegar ráðuneyti sem færi
með öll bóta- og tryggingamál og
semdi við heUbrigðisráðuneyti,
einkastofnanir og aðra. Á undan-
förnum árum hefur verið aukin
áhersla á að skýra betur skyldur
og verksvið hins opinbera kerfis.
Með hugmyndum um tvö ráðu-
neyti er verið að reyna að skýra
betur ábyrgð manna og stuðla að
aukinni skilvirkni í opinberum
rekstri. Reyndar þyrfti að stokka
upp í fleiri ráðuneytum og
breyta skipulagi stjórnarráðsins
en í ljósi þess hve vanmegnugt
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið er tU að fást við hið
stóra og umfangsmikla verkefni
að stýra 50% af ríkisútgjöldum
þá er tímabært að breyta skipu-
lagi þess. Heilbrigðisráðherra
hefur sagt að það þýði aukin út-
gjöld en það er að mínu mati
ekki rétt. Fjölgun starfsfólks á
einu sviði getur þýtt sparnað á
öðru og í þessu tUviki er víst að
það verði. þvi hér er fyrst og ■
fremst um frekari hagræðingu
að ræða.“
Gengur þvert á
allt tal um
sparnað
„Ég er and-
vígur því að
kljúfa heil-
brigðis- og
trygginga-
málaráðuneyt-
ið í tvennt. Ég
vil fækka
ráðuneytum,
ekki fjölga
þeim. Ég
minni á að heilbrigðis- og
yngsta ráðu- try99ingamála-
... nefnd.
neytið, um-
hverfisráðuneytið, með undir-
stofnunum, kostar nú jafnmikla
peninga og Alþingi sjálft. Hitt
kann að vera að einhver verk-
efni sem í dag heyra undir heU-
hrigðisráðuneytið mætti flytja
undir t.d. félagsmálaráöuneytið.
Tryggingastofnun rikisins gerir
verk- og kaupsamninga við ýmsa
aðUa í heUbrigðisþjónustu óháð
heUbrigðisráðuneytinu. Mér
finnst þessi skoðun sumra um að
flölga ráðuneytum ganga þvert á
aUt tal um spamað og hagræð-
ingu en það er eitthvað sem
menn tala kannski um bara fyr-
ir kosningar. Báknið burt og
lækka skatta en sigla svo öUu
beint í norður. Ennfremur mót-
mæli ég því að skerða lífeyri
aldraðra og öryrkja til að nota
þá peninga i læknisþjónustu. Ég
vU frekar að atvinnulífið með
lágum viðbótarskatti komi inn í
heilbrigðisþjónustuna til að
biðlistar í skurðaðgerðir hverfi
og sjúkur maður fái sem fyrst
heilsuna og komist til vinnu á
ný.“ -brh
Kjallarahöfundar
Æskilegt er að kjallaragreinar
berist á tölvudiski eða á netinu.
Hætt er við að birting annarra
kjallaragreina tefjist.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is
Framsóknarflokki, í
Sturla Böövarsson,
Siálfstæðisflokki.