Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 33 Afmæli Friðþjófur Ó. Johnson Friðþjófur Ó. Johnson, forstjóri 0. Johnson og Kaaber, Hörgshlíð 2, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Friðþjófur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum og í Hlíðunum. Hann lauk stúdents- prófi frá VÍ 1976, lauk prófl í við- skiptafræði frá HÍ 1980 og MBA- prófi sem rekstrarhagfræðingur frá Babson College í Wellesley í Massachusets 1983. Friðþjófur var sölufulltrúi hjá Hewlett Packard í Danmörku 1983- 84, sölu- og markaðsstjóri Hewlett Packard á íslandi 1984- 88, framkvæmdastjóri tækni- deildar Ó. Johnson og Kaaber 1988-92 og er forstjóri Ó. Johnson og Kaaber frá 1992. Friðþjófur situr í stjórn Versl- unarráðs íslands frá 1993 og er framkvæmdastjóri þess frá 1996, í stjóm Stjórnunarfélags íslands frá 1991, formaður IMARK 1988-90, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR 1993-95, í stjórn íslenska lífeyris- sjóðsins frá 1992, í trúnaðarmann- aráði VSt 1994-95, í stjórn ís- lenska-kínverska viðskiptaráðsins frá 1995 og í ímyndamefnd ÍSÍ frá 1993. Fjölskylda Kona Friðþjófs er Kristín Helga Ámundadóttir, f. 26.1. 1957. Hún er dóttir Ámunda Óskars Sig- urðssonar framkvæmdastjóra sem lést 1994, og Kristínar Helgu Hjálmarsdóttur húsmóður. Sonur Friðþjófs og Kristínar Helgu er Ólafur Örn Johnson, f. 3.2. 1994. Systkini Friðþjófs em Gunn- laugur Ó. Johnson, f. 8.6. 1957, arkitekt; Ólafur Ó. Johnson yngri, f. 15.5. 1962, viðskiptafræð- ingur og markaðsstjóri; Helga Guðrún Ó. Johnson, f. 27.8. 1963, fréttamaður. Friðþjófur Ó. Johnson. Foreldrar Friðþjófs em Ólafur Ó. Johnson, f. 19.4.1931, stjómar- formaður Ó. Johnson og Kaaber, og Guðrún G. Johnson, f. 21.3. 1933, húsmóðir. Pétur Filipp Jorundsson Pétur Filipp Jorundsson sjó- maður, Kárastig 14, Reykjavik, er fertugur í dag. Starfsferill Pétim fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Leifsgötuna. Hann gekk í Austurbæjarbarna- skólann og lauk síðan gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar 1972. Pétur stundaði sjómennsku til 1984 er hann lenti í vinnuslysi er varð þess valdandi að hann varð að hætta sjómennsku. Pétur hefur verið búsettur í Færeyjum og í Danmörku. Hann hefur nokkuð fengist við að yrkja og teikna. Fjölskylda Sonur Péturs er Óttar Filipp, f. 16.7.1989, sem er hjá móður sinni, Þórdisi Baldursdóttur, f. 27.1. 1962, starfsmanni við Hótel Sögu. Albræðúr Péturs em Daníel Magnús, f. 2.2.1952, mælingamað- ur hjá Reykjavíkurborg, búsettur í Hafnarfirði; Gunnar Hákon, f. 9.9. 1954, bílaviðgerðarmaður i Reykjavík. Hálfsystur Péturs, samfeðra, eru Margrét Jorundsdóttir og Sig- ríður Jorundsdóttir. Foreldrar Péturs: Jorundur Þorsteinsson, f. 13.3. 1924, fyrrv. fulltrúi, og Svanhildur Daníels- dóttir, f. 5.7. 1927, d. 8.3. 1992, hús- móðir. Pétur veröur heima á afmælis- daginn. Pétur Filipp Jorundsson. Mackintosh-konan Dagbjört Traustadóttir og starfsmaður Fríhafnarinnar í Leifsstöð, Guðmundur Ingi Hildisson. Vinningshafi í Mackintosh happdrætti í janúar 1996 var dregið í Mackin- tosh Quality Street happdrætti Danól, Fríhafnarinnar og Atlantica. Vinningshafi var Dagbjört Trausta- dóttir og hlaut hún helgarferð fyrir tvo með Flugleiðum og Mackintosh afmælisdós. Passamyndir á 60 sekúndum Fullkomnar passamyndavélar hafa verið teknar í notkun á Um- ferðarmiðstöðinni i Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli. Hér er um umhverfisvænar myndavélar að ræða. Það eru Express-litmyndir, sem eru í húsi Hótel Esju, sem bjóða upp á þessa þjónustu. Safnaðarstarf Þriðjudagiu- 27. febrúar Áskirkja: Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Breiðholtskirkja: Bænaguðs- þjónusta í dag kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests á viðtals- tímum hans. Dómkirkjan: Mæðrafundur í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 14-16. Fundur 10-12 ára barna kl. 17.00 í umsjá Maríu Ágústsdóttur. Elliheimilið Grund: Föstuguðs- þjónusta kl. 18.30. Þorgils Þorbergs- son, guðfræðinemi. Fella- og Hólakirkja: Starf 9-10 ára barna kl. 17. Mömmumorgunn miðvikudag kl. 10. Grafarvogskirkja: „Opið hús“ fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30. Helgistund, fóndur o.fl. Fundur KFUM í dag kl. 17.30. Foreldramorg- unn fimmtudaga kl. 10-12. Hallgrímskirkja: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kyrrðarstund með lestri Passíusálma kl. 12.15. Hjallakirkja: Mömmumorgunn miðvikudag ld. 10-12. Kópavogskirkja: Mömmumorg- unn í dag í safnaðarheimilinu Borg- um kl. 10-12. Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00. Lestur Passíusálma fram að páskum. Neskirkja: Biblíulestur kl. 15.30. Lesnir eru valdir kaflar úr Jóhann- esarguðspjalli. Óháði söfnuðurinn: Föstumessa kl. 20.30. Þorgils Þorbergsson guð- fræðinemi prédikar. Biblíulestur út frá 16. Passíusálmi. Seljakirkja: Mömmumorgunn, opið hús í dag kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja: For- eldramorgunn kl. 10-12. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÖ KL. 20.00: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Lau. 2/3, fáein sæti laus, föd. 8/3, fáein sæti laus, föd. 15/3. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sud. 10/3, fáein sæti laus, sud. 17/3, sud. 24/3. Sýningum fer fækkandi. STÓRA SVIÖ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fös. 1/3, uppselt, sud. 10/3, fáein sæti laus, laud. 16/3, fáein sæti laus. Pú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavikur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla svlðl kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Aukasýning miðd. 28/2, fáein sæti laus, fid. 29/2, uppselt, föd. 1/3, uppselt, laud. 2/3, uppselt, sud. 3/3, uppselt, mid. 6/3, fid. 7/3, uppselt, föd. 8/3, uppselt, sud. 10/3, fáein sæti laus. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Föd. 1/3, uppselt, laud. 2/3 kl. 23.00, föd. 8/3 kl. 23.00, fáein sæti laus, föd. 15/3, kl. 23.00., 40 sýn. laud. 16/3, uppselt. Tónleikaröð L.R. Á STÓRA SVIÖI KL. 20.30. Prd. 27/2 Björk Jónsdóttir og Signý Sæmundsdóttir. Miðaverð 1.000. kr. ÞJÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIÖIÖ KL. 20.00: TRÖLLAKIRKiA leikverk eftir Þórunni Sigurðardóttur, byggt á bók Olafs Gunnarssonar. Frumsýnlng föd. 1/3, 2. sýn. sud. 3/3, 3. sýn. föd. 8/3, 4. sýn. fid. 14/3, 5. sýn. Id. 16/3. PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fid. 29/2, uppselt., Id. 2/3, uppselt, Id. 9/3, uppselt, föd. 15/3. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 2/3 kl. 14, uppselt, sud. 3/3 kl. 14, uppselt, Id. 9/3 kl. 14, uppselt, sud. 10/3 kl. 14, uppselt, sud. 10/3 kl. 17, uppselt, laud. 16/3, kl. 14.00, sud. 17/3 kl. 14.00. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Sala á sýnlngar í mars hefst föd. 1/3. SMÍÖAVERKSTÆÖIÖ KL. 20.00: Leigjandfnn eftir Simon Burke Föd. 1/3, sud. 3/3, föd. 8/3. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Cjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Linu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Safnaðarstarf Aðalfundur Kvenfélags Óháða safnaðarins verður 7. mars 1996 kl. 20.30 í Kirkjubæ. Munið umslögin. Tapað fundið Citizen gullúr tapaðist á fóstu- dagskvöld. Fundarlaun. Uppl. í síma 567 2912 á kvöldin eða boötæki 845 5581. Félagslíf íslenska málfræðifélagið Dr. Mathew Whelpton, lektor í ensku við Háskóla íslands, flytur opinberan fyrirlestur á vegum ís- lenska málfræðifélagsins í stofu 423 1 Árnagarði þriðjudaginn 27.2 nk. kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist: Heading for an Argument: Purpose Clauses and Predication in English. Tilkynningar Nýir tímar Tímaritiö Nýir tímar hefur stækkað mikið frá þvi að það kom fyrst út 1993. Blaðið er gefið út á eins til eins og hálfs mánaðar fresti og þar er fjallað um allt yfimáttúru- legt og nýjungar hvers konar, grasa- lækningar, spíritisma, náttúrleg lyf og margt fleira. SÍMI MIÖASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSID! Brúðkaup Höfum sali fyrri minni og stærri brúðkaup Látið okkur sjá um brúðkaupsveisluna. HÓTEL l£LÁND 5687111 e/Yu/Ju/aj'- UÓSMYNDASOTA REYKlAVÍKLiR Hverfitgötu 105,2. hað, sími 562 1166

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.