Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 36
L«TT« tlí oð viiW° Vinningstölur 26.2/96 (§)(§>© KIN > FRÉTTASKOTIÐ DC (—j LXJ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR S o '=D S LTD *=C Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. OO 1 1— LO 1— LD 550 5555 Frjalst.óhað dagblað ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRUAR 1996 Reykjanesbær: Skrifstofu- fólkiö í „ loðnufryst- ingu í nótt DV, Suðurnesjum „Okkur vantaöi starfsfólk til aö ná afköstum á næturvaktina sem við gátum ekki fullmannað. Við töl- uðum við atvinnumálafulltrúann og hann skellti til okkar starfsliðinu af bæjarskrifstofunni," sagði Guð- mundur Ævarsson, yfirverkstjóri Bakkavarar í Reykjanesbæ í nótt. 10 starfsmenn, nær allt konur, á skrifstofunni aðstoðuðu Bakkavör sem fékk ekki fólk á næturvakt í loðnufrystingu í nótt. Hóf fólkið vaktina á miðnætti og vann til 7 í morgun. Fór það á bæjarskrifstof- una klukkan 9 í morgun og ætlar mæta aftur í frystinguna á mið- nætti. -ÆMK Unglingur bar- inn til óbóta Sextán ára gamall unglingur var barinn til óbóta í félagsmiðstöðinni Hólmaseli i Seljahverfi um klukkan tíu í gærkvöld. Var unglingurinn fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Hófust slagsmálin inni í húsinu en bárust síðan út. Talið er að einn unglingur á líku reki og sá em bar- inn var hafi staðið fyrir barsmíðun- um. Hann náðist ekki í gærkvöld en vitað er hver hann er._-GK Kosningar 11. maí: D-listi ákveðinn Framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins í sameinuðu sveitarfélagi ísa- fjarðar, Suðureyrarhrepps, Þingeyr- arhrepps, Flateyrarhrepps, Mýrar- hrepps og Mosvallahrepps var sam- þykktur í fulltrúaráðum flokksins í gærkvöld. Efstu sætin skipa: 1. Þorsteinn Jóhannesson læknir, ísafirði, 2. Magnea Guðmundsdóttir sveitarstjóri, Flateyri, 3. Jónas Ólafsson sveitarstjóri, Þingeyri, 4. Halldór Jónsson framkvæmdastjóri, ísafirði, 5. Kolbrún Halldórsdóttir fiskverkakona, ísafirði, 6. Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri, Suður- eyri. Bæjarstjórnarkosningarnar fara fram 11. maí. ______________________-GHS Eldur í spenni Eldur kom í nótt upp í spennistöð við Vatnsenda. Er talið að hann hafi kviknað út frá rafstreng inn í stöð- ina. Stökkvilið og starfsmenn Raf- magnsveitunnar komu á staðinn og tókst að slökkva áður en verulegt tjón hlaust af. -GK ÞAD GETUR STUNDUM VERID GOTT AÐ MISSA AF STRÆTÓ! Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, svarar Ólafi Skúlasyni: Höfum aldrei fengið styrk frá kirkjunni - biskup fer með ósannindi í aðdróttunum að Stígamótum „Við höfum aldrei fengið styrki frá þjóðkirkjunni og þess vegna hafa engir skyrkir verið skornir niður. Biskup getur haft sínar meiningar um okkur en hann get- ur ekki farið með ósannindi," sagði Guðrún Jónsdóttir, félags- ráðgjafi og starfskona Stígamóta, í samtali við DV í morgun. Ólafur Skúlason biskup vék að Stígamótum í sjónvarpsviðtali í gærkveldi og sagðist sjá eftir að hafa tekið þátt í að skera niður framlag kirkjunnar til Stígamóta í fyrra. Mátti með þessum orðum skilja að það væri skýring á að Stígamót hefðu beitt sér opinber- lega í þágu kvenna sem leituðu til samtakanna eftir meinta kynferð- islega áreitni biskups. Guðrún vísar þessum ummæl- um á bug og segir að biskup fari með ósannindi. Stígamót hafi einu sinni fengið styrk til eins útgáfu- verkefnis hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en enga aðra styrki og því hafi engir styrkir verið skorn- ir niður. Guðrún staðfesti við DV i gær að þrjár konur hefðu leitað til Stígamóta vegna áreitni biskups og að þær hittust þar reglulega. Þá sagðist hún vita af fleiri konum í sömu sporum. Upplýsingar þessar veitti Guðrún með vitund og vilja kvennanna. Siðanefnd Prestafélagsins vísaði í gær frá kærumáli á hendur bisk- upi vegna konu sem sakar hann um tilraun til nauðgunar. Taldi nefndin málið orðið of gamalt og að sannanir skorti. „Það kom mér á óvart að siða- nefndin skyldi velja þá leið að hlaupast frá erfiðu máli. Mér finnst að kirkjan verði að koma þessu máli á hreint og skilja það ekki eftir hangandi í lausu lofti,“ sagði Guðrún Jónsdóttir í morgun. í gær sendu 20 vinir og sam- starfsmenn biskups frá sér stuðn- ingsyfirlýsingu við biskup. Fólkið lýsir því þar yfir að aldrei hafi fallið skuggi á samstarfið við Ólaf. Ólafur Skúlason gekk á fund Þorsteins Pálssonar kirkjumála- ráðherra í morgun en hann hefur upplýst að hann hafi áður rætt við þrjá ráðherra, þar á meðal Daviö Oddsson forsætisráðherra. Ólafur vildi ekki ræða við DV í morgun þegar eftir var leitað. -GK Talsmenn kennarafélaganna og annarra opinberra starfsmanna áttu í gær fund með ráðherrum vegna stjórnarfrum- varpa sem þeir segja að skerði mjðg réttindi þeirra. Ríkisstjórnin ætlar ekki að draga frumvörpin til baka og því gætu átök verið í uppsiglingu. DV-mynd GS Ögmundur Jónasson: Fundaher- ferð í upp- siglingu „I gærkvöld var haldinn fundur formanna aðildarfélaga BSRB til að ræða næstu skref til varnar réttind- um starfsmanna ríkisins, sem skerða á með frumvörpum ríkis- stjórnarinnar sem kynnt hafa verið. Mér finnst eins og ríkisstjórnin sé að prófa sig áfram með hve langt hún getur teygt sig í að tosa réttind- in af fólki, réttindi sem orðið hafa til í kjarasamningum. Við munum hafa náið samstarf við önnur sam- tök opinberra starfsmanna um framhaldið og innan BSRB er að hefjast fundaherferð til að kynna fé- lagsmönnum hvað þarna er um að vera,“ sagði Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB í morgun. Talsmenn opinberra starfsmanna og kennarafélaganna áttu í gær fund með forsætisráðherra og fleiri ráðherrum um þessi stjórnarfrum- vörp. Forsætisráðherra sagði eftir fundinn að frumvörpin yrðu lögð fram hvað sem hver segði, en hvort þau yrðu óbreytt væri önnur saga. -S.dór Veðrið á morgun: Léttskýjað sunnan- lands Á morgun verður norðanátt, gola eða kaldi. Smáél um norð- anvert landið en léttskýjað sunnanlands. Frost 5 til 15 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 PÚK.a *Hut 2 pizzur fvrir 1 Þriðjudagar eru bíódagar auglýsingar * 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.