Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1996, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 4. MARS 1996
31
Iþróttir
Skagamaðurinn Milton Sylvester Bell,
stigakóngur úrvalsdeildarinnar:
„Skaginn
kemur
til greina"
- segir Milton Bell í viðtali við DV
77;---: vetur, er einnig minnisstæður en þá skoraði ég 42
„Þrátt fyrir heldur slakt gengi okkar í vetur í úr-
valsdeildinni þá hefur mér líkað mjög vel á Skagan-
um. Hér er körfuknattleikurinn í stöðugri sókn og lið
okkar er rétt að byrja að fóta sig í úrvalsdeildinni eft-
ir þriggja ára veru þar,” segir Milton Bell, bandaríski
körfuknattleiksmaðurinn sem leikur með liði Akur-
nesinga.
Milton Bell er stigakóngur úrvalsdeildarinnar og
hann setti nýtt stigamet í deildinni, skoraði alls 983
stig. Bell vantaði því aðeins 17 stig til að rjúfa þúsund
stiga múrinn en Bell bætti eldra metið um 114 stig.
Milton Bell var mikill hvalreki á fjörur Skaga-
manna og er tvimælalaust með betri leikmönnum
sem hér hafa leikið körfuknattleik.
„Þrátt fyrir að ég sé afar stoltur af þeim árangri
mínum að verða stigakóngur úrvalsdeildarinnar
hefði ég glaður viljað gefa hann í skiptum fyrir fleiri
stig til handa okkar liði í botnbaráttunni í vetur. En
framtíðin er björt fyrir Skagamenn i körfunni og eng-
in ástæða fyrir menn að örvænta. Það eru að koma
upp nokkrir efnilegir og ungir leikmenn sem eiga eft-
ir að standa sig vel þegar þeir hafa öðlast meiri
reynslu.
Þá hafa forystumenn körfuknattleiksins á Akra-
nesi unnið mikið þrekvirki á undanfomum árum
með þvi að koma Skagamönnum á körfuknatt-
leikskortið hér á landi.
Ég hef kynnst eldmóði þessara manna í vetur og
eftir nokkur ár gæti karfan orðið jafn vinsæl og knatt-
spyrnan er hér í bænum,” segir Milton Bell.
Leikirnir gegn Val minnisstæðastir
- Hvaða leikir eru þér minnisstæðastir frá keppn-
inni í vetur?
„Þeir leikir sem eru mér minnisstæðastir eru leik-
irnir gegn Val en í þeim skoraði ég yfir 50 stig. Leik-
ur gegn Borgnesingum, síðasti heimaleikur okkar í
íslenskur körfubolti er í mikilli sókn
Bell hefur leikið víða um heim og fullyrðir að ís-
lenskur körfuknattleikur standi mjög vel: „Ég hef
leikið körfuknattleik í Bandaríkjunum, Sviss,
Kanada, Japan og Dóminíska lýðveldinu. Ég get full-
yrt að körfuknattleikur á íslandi er í mikilli sókn og
í úrvalsdeildinni em leikmenn sem myndu sóma sér
vel í sterkum liðum i Evrópu og einnig í CBA-deild-
inni í Bandaríkjunum.”
Hef mestar mætur á Fal Harðarsyni
Milton Bell heldur áfram: „Sá leikmaður sem ég hef
mestar mætur á hér á landi er Falur Harðarson í
Keflavík. Falur er frábær alhliða leikmaður. Það
mætti nefna fleiri til sögunnar. Herbert Arnarson og
Teitur Örlygsson eru einnig leikmenn sem myndu án
efa stand sig mjög vel í atvinnumannadeildum víða
um Evrópu.”
Skaginn kemur til greina eins og hvað
annað
Óvíst er hvað tekur við hjá Milton Bell en alveg
eins er inni í myndinni að hann leiki áfram með liði
Skagamanna:
„Það er óvíst hvað tekur við hjá mér þegar ég fer
aftur til Bandarikjanna eftir skemmtilegt tímabil hér
á landi. Umboðsmaður minn er að skoða nokkra
möguleika í stöðunni. Það getur verið að ég leiki i
CBA-deildinni í Bandaríkjunum það sem eftir er vetr-
ar. Þar hef ég leikið áður og var um tíma í æfingabúð-
um hjá Detroit Pistons.
Það er óvíst hvað ég geri næsta haust og kemur til
greina að leika áfram með liði Skagamanna eins og
hvað annað. Eitt er víst. Ég fer héðan af landi brott
með mjög góðar minningar,” sagði Milton Bell
-DÓ
Milton Syivester Bell hefur leikið mjög vel með Skagamönnum og enginn
leikmaður skoraði fleiri stig í úrvalsdeildinni í vetur. Bell setti glæsilegt
stigamet og bætti eldra metið um 114 stig. DV-mynd Brynjar Gauti
Tölur úr úrvalsdeildinni í vetur:
Jón Arnar var með
flestar stoðsendingar
- Jason Williford með bestu hittni
Jason Williford Jón Arnar
Haukamaðurinn Jason
Williford var með besta
hittni allra leikmanna í
úrvalsdeildinni í vetur.
Williford var með 70%
nýtingu í 2ja stiga skot-
um, 41% nýtingu í 3ja
stiga skotum og í vítum
var hann með 64,3% nýt-
ingu.
Ronald Bayless, Val,
var með bestu vítanýt-
inguna eða 90,2%, hitti
úr 129 skotum af 143.
Guðjón Skúlason kom
næstur með 89,3% nýt-
ingu.
Jón Amar Ingvarsson,
Haukum, gaf flestar stoð-
sendingar í vetur, 195
sendingar sem gerir 6,1
sendingu að meðaltali í
leik. Annar varð Falur
Harðarson, Keflavík,
með 189 sendingar. Lárus
Ámason, KR, var hins
vegar með hæsta meðal-
talið eða 6,3 sendingar í
leik.
John Rhodes, ÍR, tók
langflest fráköst allra í
úrvalsdeildinni í vetur.
Rhodes tók 229 sóknar-
fráköst og 420 varnar-
fráköst, samanlagt 649
fráköst sem gerir 20,3 frá-
köst að meðaltali í leik.
Milton Bell, ÍA, kom
næstur með 142 sóknar-
fráköst, 440 varnar-
fráköst og 18,2 fráköst að
meðaltali í leik.
Rhodes og Bell höfðu
nokkra yfirburði í frá-
köstunum og einnig í
vörðum skotum. Þar
hafði Bell vinninginn og
„blokkaði” 86 skot í vet-
ur en Rhodes 84.
Ómar Sigmarsson,
Tindastóli, fékk dæmdar
á sig flestar villur í vet-
ur, samtals 123, sem ger-
ir um 4 villur að meðal-
tali í leik. Óskar Krist-
jánsson, KR, kom næstur
með 121 villu og Sigurður
Ingimundarson, Kefla-
vík, þriðji með 114 villur.
Milton Bell kom mikið
við sögu í úrvalsdeild-
inni í vetur og hann var
með flesta tapaða bolta,
samtals 194 eða 6,1 að
meðaltali í leik. Fred
Williams, Þór Akureyri,
kom næstur með 131
bolta tapaðan og þriðji í
röðinni varð Ómar Sig-
marsson, Tindastóli, með
121 bolta tapaðan.
-SK
Stigahæstir í úrvalsdeildinni:
Á fjórða tuginn
yfir 400 stigin
- Teitur efstur íslendinganna
Milton Bell, Akranesi 983/32
Michael Thoele, Breiðabl. 834/32
Torrey John, Tindastóli 789/31
Ronald Bayless, Val 736/22
Fred Williams, Þór 732/29
Jonathan Bow, KR 720/31
Rondey Robinson, Njarðvik 692/32
Teitur Örlygsson, Njarðvík 673/32
Jason Williford, Haukum 666/31
Herbert Arnarson, ÍR 651/30
Lenear Burns, Keflavík 648/28
Alex Ermolinski, Skallagr. 629/32
Hermann Hauksson, KR 579/3Ó
Guðjón Skúlason, Keflavík 571/32
John Rhodes, ÍR 530/32
Guðmundur Bragas., Grind. 515/32
Herman Myers, Grindavik 500/22
Halldór Kristmannss, Breið. 489/28
Kristinn Friðriksson, Þór 483/25
Jón Arnar Ingvarsson, Hauk 470/32
Helgi J. Guöfinnsson, Grind. 469/32
Ragnar Þór Jónsson, Val 459/27
Eiríkur Önundarson, IR 454/32
Sigfús Gizurarson, Haukum 443/32
Birgir Mikaelsson, Breiðab. 435/32
Bragi Magnússon, Skallagr. 428/31
Konráð Óskarsson, Þór 417/32
Ósvaldur Knudsen, KR 416/32
Hjörtur Harðarson, Grindav. 408/32
Falur Harðarson, Keflavik 402/31
Pétur Ingvarsson, Haukum 401/32
Bjami Magnússon, ÍA 395/31