Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Page 3
MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996
23
Valur - KA
(12-9) 26-23
1-0, 2-2, 4-2, 5-5, 9-5, 10-7
(12-9), 13-11, 17-12, 13-14, 21-15,
23-16, 25-18, 25-23, 26-23.
Mörk Vals: Dagur Sigurðsson
9/4, Valgarð Thoroddsen 4, Ólaf-
ur Stefánsson 4/1, Jón Kristjáns-
son 2, Sigfús Sigurðsson 1, Skúli
Gunnsteinsson 1, Ingi Rafn Jóns-
son 1, Davíð Ólafsson 1, Júlíus
Gunnarsson 1, Einar Jónsson 1,
Ari Allansson 1/1.
Varin skot: Guðmundur
Hrafnkelsson 20.
Mörk KA: Julian Duranona
13/7, Patrekur Jóhannesson 6,
Leó Örn Þorleifsson 1, Alfreð
Gislason 1, Björgvin Björgvins-
son 1, Heiðmar Felixson 1.
Varin skot: Guðmundur Arn-
ar Jónsson 12, Björn Björnsson
2/2.
Brottvísanir: Valur 6 mín.,
KA 10 mín.
Dómarar: Einar Sveinsson
og Þorlákur Kjartansson,
komust nokkuð vel frá erfiðum
leik.
Áhorfendur: Um 900 (fullt
hús).
Maður leiksins: Guðmundur
Hrafnkelsson, Val.
Góður sigur
hjá Mannheim
Nokkuð vel gekk hjá íslend-
ingaliðunum í þýsku knattspyrn-
unni um helgina. Waldhof Mann-
heim, lið Bjarka Gunnlaugsson-
ar, sigraði Lúbeck, 2-0, en Bjarki
var ekki á meðal markaskorara.
Þá gerðu Eyjólfur Sverrisson og
félagar hans í Herthu Berlín
jafntefli við Mainz, 0-0.
Bochum-lið Þórðar Guðjóns-
sonar leikur í kvöld við Zwickau
en liðið er í efsta sætinu með 45
stig. Hertha og Mannheim eru í
11.-12. sæti með 27 stig.
-JKS
Frankfurt rak
þjálfarann
Karl Heinz Körbel var um
helgina rekinn úr starfi þjálfara
hjá þýska úrvalsdeildarliðinu
Eintracht Frankfurt. Uppsögnin
kom í kjölfar tapsins gegn
Múnchengladbach. Dragoslav
Stephanovic, sem rekinn var
fyrr í vetur frá Bilabao á Spáni,
hefur tekið við Frankfurt-liðinu.
-JKS
Bebeto aftur
til Brasilíu
Spænsk dagblöð sögðu frá þvi
í gær að Deportivo La Coruna
væri búið að samþykkja að selja
Brasilíumanninn sterka, Bebeto,
til Flamengo í Brasilíu.
-JKS
Romario til
Valencia
Brasilíski landsliðsmaðurinn
Romario er á leiðinni til Val-
encia frá Flamengo. Spænskir
fjölmiðlar sögðu frá að Romario
myndi ganga til liðs við Valencia
í sumar og hefði hann skrifað
undir eins árs samning og kaup-
verðið væri um 450 milljónir
króna. -JKS
Dahlin til
Juventus
Juventus og Borussia
Múnchengladbach hafa náð sam-
komulagi um að Svíinn Martin
Dahlin leiki með ítalska liðinu á
næstu leiktíö. Verðið er 370
milljónir. -JKS
íþróttir
Valur - KA 2-0
Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, átti góðan ieik gegn KA og hér reynir hann að brjótast t gegnum vörn
KA-manna. Jón skoraði 2 mörk í leiknum. DV-Mynd Brynjar Gauti
Knattspyrna:
Úlfar þjálfar
í Ólafsvík
Úlfar Daníelsson hefur verið
ráðinn þjálfari 4. deildar liðs
Víkings, Ólafsvík, í knattspyrnu.
Úlfar þjálfaði kvennalið KR á
síðasta keppnistímabili og
vænta Víkingar tnikils af honum
í sumar.
Ámi Hermannsson, sem áður
lék með KA, er genginn til liðs
við Víkinga og einnig þeir Berg-
þór Friðriksson, áður f KSB, og
Gestur Pálsson, sem lék áður
meðKR.
Mikill hugur er í Víkingum
frá Ólafsvík og verður ýmislegt
lagt í sölurnar til að komast upp
úr 4. deildinni í sumar. -SK
Badminton:
A-lið TBR
vann
1. deildina
A-lið TBR var um helgina sig-
urvegari í 1. deild í badminton.
Liðið sýndi mikla yfirburði, tap-
aði ekki lotu nema í úrslitaleikn-
um á móti Skagamönnum. í liö
TBR vantaði marga sterka ein-
staklinga sem voru að keppa á
sama tíma á móti í Póllandi en
það kom það ekki í veg fyrir sig-
ur og þeir yngri skiluöu sínu
hlutverki með sóma.
Lið TBR var skipað Guðrúnu
Júliusdóttur, Áslaugu Jónsdótt-
ur, Þórdísi Edwald, Tryggva
Nielsen, Guðmundi Adolfssyni,
Nirði Ludvigssyni, Sveini Sölva-
syni og Indriða Bjömssyni.
B-lið TBR sigraði í 2. deild og
vann alla sína leiki. Liðið
mætti KR í úrslitaleiknum.
-JKS
Valsmenn eru í góðum málum eft-
ir auðveldan sigur á bikarmeistur-
um KA, 26-23, í öðrum leik liðanna
í úrslitum um íslandsmeistaratitil-
inn í handknattleik að Hlíðarenda á
laugardag. Valsmenn hafa unnið
báða leikina í einvíginu og þurfa nú
aðeins einn sigur tU viðbótar tU að
tryggja sér titUinn þriðja árið í röð.
KÁ-manna bíður hins vegar erfiður
róður en þeir þurfa að sigra í þrem-
ur leikjum í röð tU að vinna titUinn
í fyrsta skipti. Ef það á að gerast má
mikið breytast frá leik liðanna á
laugardag.
Valsmenn voru miklu betri á öU-
um sviðum handboltans. 6-0 vöm
þeirra og frábær markvarsla Guð-
mundar Hrafnkelssonar lögðu
grunninn að sigrinum sem var mun
öruggari en tölurnar segja til um.
Aðeins í byrjun leiksins var jafnt á
með liðunum en siðan skUdu leiðir
og Valsmenn stungu hreinlega af.
Þeir klipptu homamenn KA út og
tóku kröftuglega á móti skyttum
KA-manna sem komust lítið áleiðis.
í sókninni fór Dagur Sigurðsson
fyrir Valsmönnum og lék geysivel,
sérstaklega í síðari hálfleiknum.
KA-menn virkuðu hins vegar ráða-
lausir og ragir og það var aðeins í
byrjun leiksins og undir lok hans
sem liðið sýndi eitthvað.
KA-menn voru mjög ósáttir út i
dómgæsluna í leiknum en þeir
verða að líta í eigin barm vegna
úrslitanna. Patrekur og Duranona
voru langatkvæðamestir þótt þeir
hafi oft leikið betur og Guðmundur
Arnar varði ágætlega í markinu en
aðrir voru slakir.
Hjá Val vom Guðmundur og Dag-
ur bestir í mjög góðu liði
og Valgarð Thoroddsen og Ólafur
Stefánsson áttu góða kafla
-RR
„Vorum sannfærandi“
„Þetta var virki-
lega góður sigur og
við lékum mjög sann-
færandi. Vörnin
vann geysivel með
Guðmund frábæran í
markinu og það gaf
tóninn. Sóknar-
leikurinn var einnig
nokkuð góður og
markviss. Eins og
staðan er lítur þetta
vissulega vel út og
við ætlum að reyna
að klára þetta fyrir
norðan á þriðjudag,"
sagði Jón Kristjáns-
son, þjálfari og leik-
maður Valsmanna,
eftir leikinn.
Ég veit að gjald-
kerinn okkar vonast
eftir því að fá fjórða
leikinn hingað heim
að Hlíðarenda en ég
held að til þess komi
ekki.
Þeir koma grimm-
ir í næsta leik enda
þeirra síðasta von en
við gefum ekkert eft-
ir,“ sagði Jón Krist-
jánsson. -RR
„Óánægður með dómarana"
„Ég er mjög óá-
nægður með dóm-
gæsluna og mér
fannst hún ekki
sannngjöm. Vals-
menn em búnir að
vera að væla í allan
vetur af þvl þeir hafa
ekki unnið neitt og
nú er eins og það hafi
einhver áhrif á dóm-
arana sem gefa þeim
vafaatriði. Við vitum
að við þurfum að
bæta okkar leik en
það er ekki nóg því
við vinnum ekki með
svona dómgæslu,“
sagði Patrekur Jó-
hannesson, leikmað-
ur KA, eftir leikinn.
Nú verða allir Akur-
eyringar að mæta og
hvetja okkur áfram á
þriðjudag. Þetta er
alls ekki búið enn og
við höfum lent í
svona stöðu áður. Það
verður hart barist á
þriðjudag en það er
ekki spuming að við
vinnum þá,“ sagöi
Patrekur. -RR