Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996
27
DV
Þeir „blönku"
hóta aftur
verkfalli
Leikmenn ítölsku 1. deildar
liðanna í knattspyrnu hafa enn
ekki náð samkomulagi vegna
launagreiðslna við eigendur lið-
anna.
Leikmennirnir voru í verkfalli
á dögunum og nú vofir annað
verkfall yfir þann 20. apríl. Sex
klukkustunda samningafundur
um helgina varð árangurslaus og
fulltrúi leikmanna sagði eftir
fundinn að hann væri ekki bjart-
sýnn á lausn málsins.
Knattspymuáhugafólk á italíu
er óánægt með launakröfur leik-
mannanna enda eru þeir ekki
með lægstu launin á Ítalíu.
Reyndar hafa knattspyrnumenn-
irnir svimandi há laun og eiga
því ekki samúð margra á Ítalíu.
-SK
Papin áfram
hjá Bayern
Franski knattspyrnumaðurinn
Jean-Pierre Papin ætlar að vera
áfram hjá þýska félaginu Bayern
Múnchen.
Þegar tekið er mið af síendur-
teknum kvörtunum Frakkans í
allan vetur kemur það verulega á
óvart að hann skuli vilja dvelja
áfram hjá Bayem. Sagt er að
Manchester United og Borussia
Múnchengladbach hafi viljað
krækja í Papin en af því verður
ekki. „Ég hef komist að því á
undanfórnum dögum að stjórn-
endur liðsins styðja við bakið á
mér,“ sagði Papin um helgina en
hann hefur samið við Bayern til
júnímánaðar 1997.
-SK
ÓL í Atlanta:
Lagt af stað
með eldinn
Ólympíuleikarnir í Atlanta
verða settir þann 19. júlí í sumar
og þeim lýkur 5. ágúst.
Allur undirbúningur gengur
samkvæmt áætlun og um helgina
var lagt af stað með ólympíueld-
inn frá Grikklandi. Eldurinn á
langa ferð fyrir höndum eða um
fjóra mánuði.
Hillary Clinton, eiginkona
Bills Clintons Bandaríkjaforseta,
var í Grikklandi um helgina er
lagt var af stað með eldinn.
-SK
Sá ungverski
var rekinn
Ungverjar ráku um helgina
framkvæmdastjóra ungverska
landsliðsins í knattspyrnu.
Ungverska knattspyrnusam-
bandið ákvað á fundi sínum að
Kalman Meszoly skyldi hætta. Sá
sem tekur við áf Meszoly er þjálf-
ari liðsins en hann heitir Janos
Csank. Ungverjum tókst ekki að
komast í lokakeppni Evrópu-
keppninnar í Englandi I sumar
og hafa ekki verið á meðal þátt-
takenda í úrslitum HM síðan
árið 1986. Síðustu tvö ár hafa ver-
ið afar mögur hjá Ungverjum en
á þeim tíma hefur liðið meðal
annars tapað fyrir Slóveníu og ís-
landi.
-SK
Frábær tími
hjá Tergat
Paul Tergat frá Kenía náði um
helgina besta tima ársins í hálfu-
maraþoni karla á móti á Ítalíu.
Tergat hljóp á 58,51 mín. og
bætti tímann um mínútu. -SK
Einstakt golfmót í lok mars á Suöurnesjum:
Kylfingarnir eins
og beljur að vori
- um 200 kylfingar léku golf í sumarveðri á punktamóti
DV, Suðurnesjum:
Gríðarleg þátttaka var
á fyrsta opna golfmóti árs-
ins sem fram fór á
Hólmsvelli í Leiru á laug-
ardag. Alls mættu um 200
kylfingar til leiks og léku
18 holur og var um
punktakeppni að ræða.
Guðmundur Ragnars-
son, GSS, sigraði og fékk
39 punkta. Jens Kr. Guð-
mundsson, GR, varð ann-
ar með 38 punkta, Hann-
es Guðnason, GR, þriðji
með 38 punkta, Halldór
Kristjánsson, GR, íjórði
með 38 punkta og Þor-
steinn Geirharðsson, GS,
fimmti með 37 punkta.
„Mótið tókst stórkost-
lega vel. Það hefur ekkert
frost verið í jörðu frá ára-
mótum. Jarðvegurinn var
það vel lagstur að við
sáum ekkert því til fyrir-
stöðu að hleypa kylfing-
unum inn á sumarflatirn-
ar,“ sagði Einar Guðberg,
framkvæmdastjóri Golf-
klúbbs Suðurnesja, í sam-
tali við DV eftir mótið.
„Þetta mót vakti mikla
athygli um allt land og
daginn fyrir mótið var
orðið uppselt í mótið.
Ánægja og leikgleði hefur
skinið úr andlitum
kylfinganna í allan dag og
menn komu til okkar og
þökkuðu fyrir þetta
skemmtilega framtak,"
sagði Einar Guðberg enn
fremur.
Frímann Gunnlaugs-
son, framkvæmdastjóri
GSÍ, sagði í smtali við DV
fyrir mótið að kylfmgar
væru mjög spenntir fyrir
að byrja golfvertíðina og í
raun væru þeir eins og
beljurnar á vorin.
„Þetta var mjög óvænt
og skemmtilegt og gaman
að geta byrjað á þessum
árstíma. Það er enn frost í
jörðu hjá okkur fyrir
norðan þannig að þetta
var frábært. Og sigurinn
kom mér mjög á óvart,“
sagði Guðmundur Ragn-
arsson, GSS, sem varð sig-
urvegari mótsins og hann
bætti við: „Maður er
venjulega á skíðum á
þessum árstíma."
Algert einsdæmi
Það mun aldrei hafa
gerst hér á landi áður að
opið golfmót hafi verið
haldið á þessum árstíma
enda hefur veðurblíðan
verið einstök. Vonandi
verður framhald þar á og
þá má búast við að fleiri
golfmót verði haldin á
næstu vikum.
-SK/-ÆMK
Guðmundur Ragnarsson, GSS, kom akandi frá Sauðárkróki og sigraði á opna golfmótinu í Leirunni um helgina.
Hann sagðist venjulega vera á skíðum á þessum árstíma en ekki að leika golf. DV-mynd ÆMK
Hættir Birgir?
„Ég á frekar von á því aö ég haidi áfram að leika með Vík-
ingi en það er þó ekki öruggt. Ég hef átt við þrálát meiðsl að
stríða í svo til allan vetur og ég nenni ekki að skrölta svona
lengur ef þetta lagast ekki,“ sagði handknattleiksmaðurinn
Birgir Sigurðsson í samtali við DV um helgina.
Birgir hefúr aftur og aftur bólgnað á úlnlið og hefur ekki
enn fengið skýringar á meiðslunum og veit ekki hversu al-
varleg þau eru: „Maður er að verða ónýtur í þessu. Ég hef
aldrei jafnað mig í hnénu eftir að ég sleit krossband og þau
meiðsli hafa vissulega háð mér í allan vetur. Vonandi lagast
ég af meiðslunum í úlnliðnum í sumar og þá verð ég með Vík-
ingum næsta vetur í 2. deildinni -----------------------
en annars ekki,“ sagði Birgir Sig- Birgir Sigurðsson segist ekki enn hafa sett
urðsson. -SK handboltaskóna upp á hillu.
íþróttir
Badminton:
Broddi og
Árni í
undanúrslit
Broddi Kristjánsson og Árni
Þór Hallgrímsson náðu mjög
góðum árangri á alþjóðlegu móti
í badminton sem lauk um
helgina í Póllandi.
Þeir Broddi og Árni Þór
komust alla leið í undanúrslitin
í tvíliðaleik karla en töpuðu þar
fyrir Englendingum. Þeir Broddi
og Árni Þór berjast við að ná
sæti á ólympíuleikunum í
Atlanta í sumar og víst er að
þessi árangur þeirra hjálpar til
við að ná því marki.
-SK
Handbolti:
Fram og
HK komin
í 1. deild
Fram og HK tryggðu sér um
helgina réttinn til að leika í 1.
deild á næsta leiktímabili
handknattleiksmanna.
Fram lék gegn Þór frá
Akureyri og vann stóran og
auðveldan sigur, 35-18.
HK lék gegn Breiðabliki og
sigraði 22-36. Loks sigraði Fylkir
lið ÍH í Hafnarfirði, 19-20.
Staðan er þannig eftir leiki
helgarinnar:
HK 8 7 0 1 245-174 16
Fram 8 5 2 1 235-162 16
Fylkir 8 4 2 2 190-180 10
Þór A. 9 2 2 5 199-237 7
Breiðablik 9 1 2 6 190-242 4
ÍH 8206 160-212 4
Næstu leikir leikir í
úrslitakeppninni fara fram á
miðvikudag. Þá leika Fylkir og
Fram í Árbænum, Þór og HK á
Akureyri og ÍH og Breiðablik í
Hafnarfirði. Ailir leikirnir
hefjast kl. 20.00. -SK
Seinkaði
vegna elds
Leik NACBreda og Heeren-
veen í hollensku 1. deildinni í
knattspyrnu um helgina seink-
aði um 45 mínútur frá upphaf-
lega tímaplani.
Ástæðan var sú að eldur
kviknaði á áhorfendastæðum og
það tók slökkvilið rúmar tuttugu
minútur að ráöa niðurlögum
hans. Hluti áhorfenda þurfti að
yfirgefa leikvanginn á meðan á
slökkvistarfi stóö en enginn slas-
aðist. -SK
Þorbjörn skor-
aði gegn Sviss
íslenska unglingalandsliðið í
knattspyrnu, skipað leikmönn-
um 18 ára og yngri, tapaði fyrir
liði Sviss í fyrsta leik sínum á
móti á Italíu um helgina.
Svisslendingar sigruðu 2-1 og
það var Þorbjörn Atli Sveinsson
sem skoraði mark íslands.
-SK
)
Ljótar skýrslur
Mikið hefur borið á því að
leikskýrslur á leikjum í Deilda-
bikarnum í knattspyrnu hafi
verið svo illa skrifaðar að ekki
hefur verið hægt að lesa nöfn
leikmanna.
Gera verður þær kröfur til
þeirra sem skrifa skýrslurnar að
þeir sem þurfa á upplýsingum að
halda úr þeim geti fengið þær án
mikilla vandræða. -SK