Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1996, Qupperneq 2
i6 iónlist
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 JLj"V
TÓNLISTJR
HHllll
Leningrad Cowboys - Go Space ★
Ekki fyndnir
Til þess að vera við-
ræðuhæfur tónlistarmaöur
þarftu að hafa séð tvær
kvikmyndir, Spinal Tap og
Leningrad Cowboys Go to
America. Þessar myndir
hafa persónugert allt það
hallærislegasta, neyðarleg-
asta og heimskasta sem
fram hefur komið í tónlist-
arbransanum til þessa.
Leningrad Cowboys
voru fyndnir finnskir
popparar í trúðaskóm með
hárgreiðslur sem fengu
hátekjupönkara til að skammast sín. Þeir tóku gamla smelli frá
ýmsum löndum heims, sungu ensku með finnskum hreim og
náðu hátindi frægðarinnar þegar kór Rauða hersins söng með
þeim á tónleikum. Fyrir nokkrum árum hafði hljómsveitin lagt
heiminn að fótum sér.
Á nýju plötunni eru allir stælamir til staðar, allavega næstum
því allir. Hárgreiðslan er á sínum stað, umslagið gengur lengra
með geimhugmyndina en Apollo 13 og það er stór karlakór sem
syngur bakraddimar.
Hvað er þá að? Jú, í stað finnska hreimsins er kominn nær
óaðfmnanlegur enskuhreimur og í stað gömlu slagaranna eru
komin frumsamin lög, já frumsamin lög Leningrad Cowboys og
ég held að þau eigi að vera alvarleg. Kannski ekki mjög alvarleg
en hljómsveitin hélt greinilega, eftir að hafa eytt öllum sínum
kröftum í grínkynninguna, að almenningur tæki fagnandi við
„poppsmellum" frá Leningrad Cowboys. Undirritaður er allavega
ekki einn þeirra.
Hljóöfæraleikurinn er hörmulegur, lagasmíðamar verri og
söngurinn, ja, hvað getur maður sagt um sönginn?
Ef þeir snúa aftur til síns fyrra horfs mun bransinn dýrka þá
og dá en ef þeir kjósa þessa hálu braut kýs undirritaður frekar að
gleyma þeim en að fylgjast með hnignuninni.
Ef svo ólíklega vildi til að þetta blað kæmist í þeirra hendur vil
ég segja: „Dear Leningrad Cowboys. Pléase go back to the way
you were. This record is horrible.“ Guðjón Bergmann
Soundgarden - Down on the Upside irkirk
Ferskur sopi í rokkþurrð
Hljómsveitinni Soundg-
arden bregst ekki bogalist-
in frekar en fyrri daginn og
smýgur inn í rokkútgáfu
þessa árs eins og sólargeisli
inn í myrkt herbergi.
Hingað til hefur undirrit-
aður þurft að sætta sig við
vonbrigði í rokkgeiranum.
Traustar hljómsveitir eins
og Terrorvision, Rage Aga-
inst the Machine og Stone
Temple Pilots hafa gjörsam-
lega misst marks í sínum
lagasmíðúm og lengi vel
leit út fyrir rokkþurrð á árinu. Eina nýja rokkið sem þess vert
var að hlusta á var Skunk Anansie (og hún kom út í fyrra). En
sem betur fer hefúr það breyst.
Soundgarden hefur leikinn á þessari plötu með kraftmikilli
melódíu (lagið er jafnframt fyrsta smáskífan). Hún ber nafnið
Pretty Noose og þykir strax nokkuð ljóst að ComeE er samur við
sig 1 laga- og textasmíðum. Áfram heldur ljúfsár melódía í laginu
Rhinosour sem rokkar nokkuð stíft en Soundgarden róar sig nið-
ur í laginu Zero Chance (þetta er eins og að lýsa fótboltaleik).
Platan rís upp á ný í einu besta lagi plötunnar, Dusty. Sound-
garden fer ekki varhluta af þeim pönkáhrifum sem tröllriðið hafa
heiminum upp á síðkastið en þeir gera það vel, enda kunna þeir
á hljóðfærin. Lagið um Ty Cobb fær fjórar stjörnur.
TitiUag plötunnar er nett LSD slegið (Lucy in the Sky. . .) í
byrjun en viðlagið leiðir hlustandann inn á bestu víddir rokksins
undir tryggri stjóm Comells.
Eitt leiðir af öðm og innan tíöar hefur platan mnnið sitt skeið
á enda, rokkarinn er vel meltur.
Eina gaEa þessarar plötu svipar til þess sem undirritaður benti
á þegar „Superanknown" kom á markaðinn. Platan er aðeins of
löng. Soundgarden hefúr aftur dottið í þá gUdra að setja fleiri lög
en þarf á breiðskífuna og draga hana þannig niður. Spuming um
að setja bara bestu lögin á plötuna?
Vissulega kemur sú röksemd á móti að ekki þurfi einungis að
skarta smáskífum á breiðskífu, alls ekki. B hliðar lögin eru oft
best. En undirritaður er búinn að hlusta nógu oft á þessa plötu til
að vita að sum lögin eldast ekki vel, þau bara eldast.
Þrátt fyrir þetta verður Down on the Upside að teljast ferskasti
sopinn í rokkþurðinni þetta árið. Soundgarden þreytist hvorki né
staðnar. Hér er á ferðinni góð, jafnvel frábær rokkplata.
Guðjón Bergmann
endurkoma „e-z" tónlistarinnar
Lagið var fyrst kynnt í loftið á
Radio 1 FM í Bretlandi sem „upp-
runalega" útgáfan af Oasis slagar-
anum „Wonderwall". Um hlustir
fólks lék sykursætt miðjumoðspopp
sem í daglegu tali er flokkað undir
létta hlustun eða kokkteiltónlist.
Nettir skruðningar og rödd Tonys
Bennetts, eða öllu heldur rödd
Mikes Roberts, sem skrýðist ljósri
hárkollu á kvöldin og breytir eftir-
nafninu í Flowers.
Smáskífan var útgefin í desember
og fór beint í annað sætið á breska
vinsældalistanum, dáð jafnt af ung-
um sem öldnum.
Ef þú hefur ekki heyrt útgáfu
Mike Flowers Pops á „Wonderwall"
þá ertu boðin/n velkominn heim af
sjö mánaða ferð þinni tfl Venusar.
Nú er komin stór plata með hljóm-
sveitinni Mike Flowers Pops.
Fyndin?
Auðvitað er þessi tónlist fyndin.
Fyndni á stóran hlut í tónlist, þrátt
fyrir þann leiða sannleik að ekkert
stórtónverka heimsins sé fyndið.
Búningurinn, hárkoUan, uppstiU-
ingin, framkoman, lagavalið, ÚT-
SETNINGARNAR. . .
Mike Flowers Pops er þrettán
manna hljómsveit sem var stofnuð
árið 1993 og hefur átt stóran þátt í
endurkomu kokkteiltónlistarinnar
eða „Easy Listening" eins og það er
nefnt á frummálinu. Hljómsveitin
flytur sambland af gömlum „e-z“
smeUum eins og „Do You Know the
Way to San Jose“ og „Casino Roy-
ale“ og nýjum smellum endurútsett-
um í „e-z“ búningi eins og „Wonder-
waE“ og Bjarkar laginu „Venus as a
Boy“. En hvar liggur fyndnin í því
að endurútsetja Bjarkar lag?
„Björk endurútsetur öll sín lög
fyrir tónleika," segir Flowers. „Af
hverju ekki við líka?“
Flowers segir hljómsveitina ekki
vera að herma eftir öðrum. „Við er-
um kannski ekki með frumsamið
efni en við túmm ekki heiminn
flytjandi gömlu Abba-lögin eins og
Bjöm Again."
Sætar
laglínur
Orðaforði Mike Flowers sam-
anstendur af orðum eins og: sætt,
ánægjulegt, gott, sannur, „camp“
og „kitch“ (síðustu tvö orðin er erf-
iðara að þýða). Honum finnst laglín-
an í Wonderwall sæt, heldur þvi
fram að Lou Reed hafi ekki átt sér
neinn stærri draum en að spila i Ve-
gas (Las Vegas) og er nýbúinn að
gefa út stóra plötu með sykursætum
útgáfum af ofannefndum popplögum
auk endurútsettra laga eftir Velvet
Underground og eigin lögum.
Mike Flowers Pops er ein vinsæl-
asta tónleikahljómsveitin á Bret-
landi í dag. Þeirra mottó: „Það er
„easy“ að vera „e-z“ “. GBG
550 5000
Mike Flowers sló í gegn meö „upprunalegu" útgáfuna af Oasis laginu Wond-
erwall. Hann flytur Venus as a Boy ( endurútsettri útgáfu á nýrri plötu.
7////////y//i
Smáauglýsingadeild DV er opin:
• virka daga kl. 9-22
• laugardaga kl, 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Tekið er á móti
smáauglýsingum
til kl. 22 til birtingar
nœsta dag
Ath.
Smáauglýsing í
Helgarblað DV
þarf þó að berast
okkur fyrir kl. 17
á föstudag
a\\t milll hirr)inf
V
Smáauglýsingar
550 5000
g'tt milli hirr)jns
Smðauglýsingar