Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. JULI 1996 5 DV Fréttir Móðir ósátt við þátttöku sonar í trúfélaginu Frelsinu: Söfnuðurinn hefur brotið niður öll fjölskyldutengsl Móðir segist ekki geta tekist lengur á við það að trúflokkurinn Frelsið hafi snúið syni hennar gegn fjölskyldunni. Hún segir að enginn sé tilbúinn til að hjálpa henni eftir að sonur hennar gekk í trúfélagiö. Hún álítur að hann hafi verið sviptur allri sjálfstæöri hugsun auk þess sem honum hafi verið snúið gegn fjölskyldu sinni. Forstööumaöur Frelsisins segir þetta vera vitleysu, hér sé um fjölskylduerjur aö ræöa sem ekki komi söfnuðinum við auk þess sem á íslandi ríki trúfrelsi. Tekið skal fram að myndin tengist ekki málinu aö öðru leyti en því að um er að ræða höfuöstöðvar Frelsisins. DV-mynd JAK „Söfnuðurinn hefur hrotið niður öll fjölskyldutengsl og kemur það fram í lítilsvirðingu í garð okkar. Við gátum alltaf rætt saman en það er útilokað í dag enda er hann flutt- ur að heiman, annað kom ekki til greina til að vernda hin börnin. Fulltrúinn hjá Vímulausri æsku sagði að fullt af fólki hefði hringt út af svipuðum vanda,“ segir móðir di-engs sem er í trúfélaginu Frels- inu. Trúfélögum hefur fjölgað mikið hér á landi á undanförnum árum. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni 1. desember voru trúfélög utan Þjóð- kirkjunnar orðin 17 að tölu og hafði þá fækkað innan Þjóðkirkjunnar um 2%. Fólk er misjafnlega hrifið af ýms- um þáttum í starfsemi sumra minni safnaða á meðan aðrir tala um heil- brigða samkeppni við Þjóðkirkjuna. Móðir drengsins segist vera að gefast upp og finnst rétt að sagan komi fram til að vekja fólk til vit- undar um málið. „Ég átti heilbrigt barn sem aldrei hefur verið til vandræða fyrr en núna eftir að hann komst í kynni við þetta fólk. Áður fyrr var hann í alls kyns æskulýðsstarfi á vegum Þjóðkirkjunnar. Nú er engu tauti við hann komið. Hann kláraði iðn- nám, fékk vinnu og ég bað hann um að borga smáræði heim. Hann hvorki vildi það né gat því hann borgar tíund í söfnuðinn og allt það fé sem hann hefur unnið sér inn með skólanum er farið í þetta. Ég fór nýlega á fund hjá þessum manni til að líta á þetta og hringdi síðan í hann. Hann vildi ekkert við mig tala.“ „En síðan kom mesta sjokkið því nú vill drengurinn fara í biblíu- skóla til Bandaríkjanna en það kost- ar hann 300 þúsund og hann fær engin réttindi til eins eða neins þar. Við sögðumst ekki hafa fé í slikt en hann festi sér farmiða og einn góð- an veðurdag kom bara farseðill i pósti, alveg ómerktur. Yngra barn- inu mínu, sem er táningur, fannst þetta svakalega spennandi og sagð- ist endilega líka vilja ganga í Frels- ið því þá fengi maður að fara ókeyp- is til Ameríku. Ég varð verulega hrædd enda vil ég þetta ekki inni á heimilinu. Síðan komu 600 dollarar í pósti, nafnlausir. Enginn getur hjálpaö „Ég hef leitað til fjölda aðila og alls staðar komið að lokuðum dyr- um. Ég hef talað við RLR, prestinn minn, Vímulausa æsku og forsvars- mann þessa safnaðar. En allir segja að ég geti ekkert gert þar sem hann er orðinn lögráða. Hilmar (forstöðu- maður Frelsisins, innsk. blm.) sagði við mig þegar ég hringdi að ég mundi aldrei uppskera eins og ég sáði án þess að greiða honum tíund. Þá spurði ég hann hvort hann væri ekki vel launaður, hann sagði svo ekki vera þar sem kirkjan ætti pen- ingana. Þá benti ég honum á að hann væri kirkjan og því játaði hann.“ . „Þetta er eins og missir, ég hef misst son minn. Hann hringdi alltaf í mig ef honum seinkaði og var mjög tillitssamur en svo fór hann bara að hverfa. Ég get ekki sætt mig við þetta, ég vona að ég nái til hans en enginn virðist geta hjálpað. Þetta virkar eins og fjarstæða, mað- ur er búinn undir að bömin manns fari að drekka og þvíumlíkt en mað- ur er engan veginn tilbúinn að kljást við algjört rugl. Maður mátti ekki opna munninn lengur, allt sem maður sagði var túlkað sem guðlast á einn eða annan hátt. Öll sjálfstæð hugsun er löngu farin, það er flett upp í biblíunni við öllu.“ Líf fjölskyldunnar í rúst „Þessi drengur var óskabarn allra foreldra," sagði náinn fjölskylduvin- ur. „Hann var aldrei að þvælast úti í vitleysu og þau þurftu aldrei að hafa áhyggjur af honum. Það var fyrir rúmlega ári að hann fór að breytast og verða upptekinn af trú- málum. Fyrst var þetta heilbrigt en siðan kúventist hann á þessu ári. Þá komst hann í kynni við þennan söfnuð og nú telur hann sig eiga að boða .guðs orð til að allir frelsist en það er vist ekki hægt nema við borgum guði tíund af öllum okkar eigum. Ég spurði hann hvort það nægði ekki að borga tæplega helm- ing af öllum sínum tekjum til sam- félagsins en svo er ekki. Þar sem ég hef ekki greitt guði tíund er mér refsað með því að vera einstæð móð- ir, eða svo segir hann. Þetta er óhugnanlegt og er að leggja líf fjöl- skyldunnar í rúst.“ Systkinum afneitaö „Hann hefur snúist gegn öllum og kallar hálfsystkini sín hóruunga þar sem þau eru fædd í sambúð en ekki hjónabandi. Þetta er sjúklegur heilaþvottur því drengurinn er blindur á allt sem viðkemur heil- brigðu lífi. Þetta er peningaplokk og ekkert annað,“ sagði hún að lok- um. -ggá/-SF Séra Baldur Rafn Sigurösson: Ná algjöru tangarhaldi á einstaklingum - trúfrelsi á íslandi, segir forstööumaöur Frelsisins Séra Baldur Rafn Sigurðsson seg- ir svona mál sem betur fer ekki al- geng. „Þetta gerist þegar börn eru mjög leitandi en sem betur fer er þetta mjög sjaldgæft. Það er oft með svona litla hópa að forystumennirn- ir ná algjöru tangarhaldi á einstak- lingunum í söfnuðinum. Það sést á atburðunum í Wacho og nú í Frakk- landi. Þetta er því miður alltaf hætt- an með svona litla hópa því þeir samlagast ekki heiminum og því þjóðfélagi sem þeir lifa í.“ „Það getur hver sem er stofnað svona hópa og er hættan mest í þeim minnstu. Hún er til staðar og neikvæð umræða um móðurkirkju getur haft áhrif. Þó hafa sárafáir af þeim sem sagt hafa sig úr Þjóðkirkj- unni upp á síðkastiö farið í þessa litlu hópa.“ Séra Baldur segir afskaplega lítið fylgst með þessu. „Lögreglan og aðrir slikir aðilar vita ekkert. Við höfum ekki setið uppi með svona lagað í minni sókn en auðvitað gæti það gerst hérna eins og annars staðar." „Mesta hættan er þegar leiðtog- arnir verða númer 1 og átrúnaður- inn beinist að þeim i stað guðs, það er ekki guð sem er tilbeðinn heldur leiötoginn," sagði Baldur. Fjölskyldudeilur Hilmar Kristinsson, forstöðumað- ur Frelsisins, sagði að í umræddu máli væri um fjölskyldudeilur að ræða og verið væri að draga óvið- komandi inn í málið. „Það er enginn fótur fyrir þessu og það er varla ástæða til að svara þessu. Hér er ekki um neitt barn að ræða heldur fullorð- inn einstakling auk þess sem trú- frelsi er á íslandi. Við hittumst mán- aðarlega með öðrum forstöðumönn- um hér á Reykjavíkursvæðinu,“ sagði Hilmar, „meðal annars for- svarsmönnum í Þjóðkirkjunni. Það er verið að reyna að segja að við séum einhver sérfyrirbrigði og óskaplega furðuleg en það getur varla verið þegar við erum að hitta forsvarsmenn annarra kristinna samfélaga í landinu okkar. Hvað pen- ingana varðar er það ekkert leyndar- mál að fríkirkjusöfnuðir eru reknir fyrir frjáls framlög. Það er enginn feluleikur enda er enginn skikkaður hér, þetta er frjálst val. Fólk gagnrýn- ir það sem það skilur ekki, ég veit ná- kvæmlega hvaða mál hér er verið að ræða um og það er verið að draga okkur inn í fjölskylduerjur og blása það upp. Fólk talar út frá særindum." Hilmar sagði það persónulegt atriði hvers og eins hvort hann blessaði aðra með flugmiðum en slíkar ferðir væru ekki á vegum trúfélagsins sjálfs. „Við stundum ekki heilaþvott en kannski þvoum við heila af slæm- um hugsunum. Við hvetjum fólk til að stuðla að friði," sagði Hilmar að lokum. -ggá/SF S marmarkaður í fuilum gangi ó Jjn hæð í Kringlunni Mikið úrval af geislaplötum frá 199 kr. • kassettum frá 99 kr. myndböndum frá 299 kr. • tölvuleikjum frá 599 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.