Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996
Utlönd dv
Netanyahu hitti for-
sætisráðherra Jórdana
Benjamin Netanya-
hu, forsætisráðherra
ísraels, átti óvæntan
fund með forsætisráð-
herra Jórdaníu í Tel
Aviv í gær. Er það
fyrsti fundur Net-
anyahus með
arabaleiðtoga frá því
hann tók við sem for-
sætisráðherra. En
Netanyahu skildi
Palestínumenn eftir
úti i kuldanum, sendi
einungis aðstoðar-
menn til viðræðna við þá.
Al-Kabariti, forsætisráðherra
Jórdaníu, sagði að áhyggjur hans
af friðarferlinu í Miðausturlöndum
hefðu rekið hann til að heimsækja
Netanyahu í Tel Aviv. Kemur sú
heimsókn í kjölfar fundar hans
með forseta Egyptalands og utan-
ríkisráðherra Sýrlands í Kaíró. Al-
Kabariti sagði að sér
fyndist Netanyahu
hafa mikinn áhuga á
friðarferlinu. En
Jórdanir hafa orðið
fyrir gagnrýni
margra araba fyrir
undanlátssemi viö
ísraela. Arabaríkin og
Palestinumenn hafa
reiðst mjög vegna
þess að Netanyahu
hefur ekki viljað
semja á grundvelli
lands fyrir frið eins og
gert hefur verið síðastliöin fimm
ár.
Netanyahu heimsækir Mubarak
Egyptalandsforseta á fimmtudag
og er það fyrsta heimsókn hans til
arabaríkis sem forsætisráðherra.
Netanyahu neitar enn að hitta
Yasser Arafat, forseta Palestínu.
Reuter
Benjamin Netanyahu.
9 0 4 * 5 0 0 0
Verð aðeins 39,90 mín.
Þú þarft aðeins eitt símtal
í Lottósíma DV til að fá nýjustu
tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó
og Kínó ♦
9 0 4 . 5 0 0 0
Deilurnar um Kúbulögin:
Kúbumenn gera lítið
úr ákvörðun Clintons
Kúhumenn gerðu í gærkvöldi lít-
ið úr þeirri ákvörðun Bills Clintons
Bandaríkjaforseta að fresta um-
deildu ákvæði i lögum um refsiað-
gerðir gegn Kúbu.
Lagaákvæðið, sem leyfir að höfðað
sé mál gegn hverjum þeim er fiárfest-
ir í eignum sem voru í eigu Banda-
rískra þegna eða fyrirtækja fyrir
byltinguna árið 1959, tekur eftir sem
áður gildi 1. ágúst. Aftur á móti verð-
ur ekki hægt að höfða mál byggt á
þvi næstu sex mánuði þar á eftir.
Utanríkisráðherra Kúbu, Roberto
Robina, sagði í gær að Clinton væri
að reyna að þóknast bæði erlendum
viðskiptalöndum og bandarískum
Kúbumönnum.
„Hann reynir að þóknast bæði
guði og djöflinum með ákvörðun
sinni. Þetta breytir á engan hátt því
að lögin byggjast á afskiptasemi og
lagabroti,“ sagði Robina.
Clinton var undir miklum þrýst-
ingi frá mörgum löndum að beita
neitunarvaldi gegn lögunum. Evr-
ópusambandið hafði til dæmis til-
kynnt um gagnaðgerðir yrði af gild-
istöku laganna. Eftir tilkynningu
forsetans í gær sögðu talsmenn Evr-
ópubandalagsins að ákvörðunin
gengi ekki nógu langt og haldið yrði
áfram að undirbúa hefndaraðgerðir.
Einstök ríki EB hafa aftur á móti
tekið heldur betur í ákvörðun Clint-
ons og Abel Matutas, utanríkisráð-
herra Spánar, fagnaði henni í gær:
„Núna höfum við sex mánuði til
stefnu og það eru góðar fréttir,"
sagði hann við blaðamenn.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
sagði í gær að hann vonaðist til að
beðið yrði með gagnaðgerðir nú
þegar forsetinn hefði frestað gildis-
töku laganna.
Al Gore heilsar Boris Jeltsín á heilsuhæli viö Moskvu í gærmorgun.
Símamynd Reuter
Gore hitti loks Jeltsín:
Þótti stífur og
líta mjög illa út
Blaðamenn, sem hittu Boris
Jeltsín á heilsuhæli í útjaðri
Moskvu í gær, fyrir fund hans við
A1 Gore, varaforseta Bandaríkj-
anna, urðu steini lostnir að sjá þá
breytingu sem orðið hafði á forset-
anum frá því í apríl. Lýsir einn
þeirra því svo að maðurinn, sem
hafi verið fullur af tjöri i april, þeg-
ar hann tók á móti Bill Clinton for-
seta, hafi verið stífur, fölur og átt
erfitt með gang í gær.
Skyndileg ákvörðun Jeltsíns í
fyrradag um að hitta ekki A1 Gore á
fyrirhuguðum fundi þeirra vegna
þess að hann væri farinn í frí vakti
áleitnar og endurteknar spurningar
um heilsufar hans og meinta of-
drykkju.
Þegar blaðamenn komu inn í her-
bergið þar sem Jeltsín beið Gores
stóð hann þar teinréttur eins og á
hersýningu, með handleggina fast
að líkamanum og horfði beint fram.
Var hann svipbrigðalaus og virtist
ekki taka eftir nærveru blaðamann-
anna. Eftir nokkrar mínútur í þögn
og kyrrstöðu sneri forsetinn sér
Ungversk
Lögregla í Ungverjalandi rann-
sakar nú hvort bandarísk kona,
Marianne Gati að nafni, hafi staðið
fyrir skipulegum ferðum ófrískra
ungverskra kvenna til Bandaríkj-
anna. Þar eiga þær að hafa fætt
böm sín og selt fyrir peninga.
í seinasta mánuði voru Gati og
starfsfélagar hennar í Ungverja-
landi kærðir í Bandaríkjunum. í
skyndilega, gekk nokkur skref
áfram og sömu leið aftur á bak.
Virtist hann þurfa að einbeita sér af
krafti að göngunni og starði í gólfið.
Þegar A1 Gore kom inn í herberg-
ið gekk hann rakleiðis að Jeltsín,
eins og til að sá síðarnefndi þyrfti
ekki að hreyfa sig, og heilsaði hon-
um. Settust þeir ásamt Viktor
Tsjernomirdín forsætisráðherra og
um stund reyndi Jeltsín að virðast
hress, rétt á meðan myndavélarnar
suðuðu. Gore óskaði Jeltsín til ham-
ingu með kosninguna á dögunum og
sagðist hafa hrifist af tilburðum
hans í dansi. Þá brosti Jeltsín í eina
skiptið.
Eftir fundinn vildi A1 Gore ekki
gera neitt úr útliti og framkomu
Jeltsíns, sagði hann líta vel út, vera
heilsuhraustan og afslappaðan.
Á fundinum, sem stóð í þrjá
stundarfjórðunga, ræddu Jeltsín og
Gore ýmis mál, þar á meðal stríðið
í Tsjetsjeníu. Sagði Gore að Jeltsín
tryði á samningaleiðina til lausnar
átökunum og vildi að þeim lyki sem
fyrst. Reuter
börn seld
kærunni kemur fram að Gati hafi
staðið fyrir ferðum 30 ungverskra
kvenna til Bandaríkjanna, bæði
giftra og ógiftra, þar sem þær seldu
börn sín eftir fæðingu. Konumar
fengu borgað um sextíu þúsund
krónur fyrir dökk börn en allt að sjö
hundruð þúsund fyrir börn sem
voru ljós á lit.
Stuttar fréttir
Verkfall í ísrael
Hundruð þúsunda ríkisstarfs-
manna í ísrael hófu eins dags
verkfall í morgun til að mót-
mæla tillögum Benjamins Net-
anyahu um niðurskurð á fjár-
lögum. Andstæðingar niður-
skurðarins segja að hann komi
sér einkum illa fyrir fátæklinga.
Gore heimsækir
Kovalyev
A1 Gore, varaforseti Banda-
ríkjanna, sem nú er í heimsókn
í Rússlandi, hitti mannréttinda-
frömuðinn Sergei Kovalyev í
gær. Kovalyev þessi er einn
helsti baráttumaður fyrir mann-
réttindum í Rússlandi og hefur
meðal annars gagnrýnt stríðið í
Tsjetsjeníu harðlega.
Douglas í steininn
Eric Douglas, yngsti sonur
leikarans Kirk Douglas, var í
gær dæmdur í 30 daga fangelsi
fyrir að trufla flug frá Kalifomíu
til New Jersey fyrr á árinu. Eric
mun víst hafa hleypt hundi sín-
um út úr búri á meðan á fluginu
stóö og einnig henti hann ábreið-
um að flugfreyjunum.
Listamaður
handtekinn
Tuttugu og sex ára gamall
listamaður var handtekinn í
Seattle í Bandaríkjunum í gær
eftir að listaverk hans vakti
litla hrifningu lögreglunnar.
„Listaverkið“ fólst í því að mað-
urinn ók sendibifreið sinni í
miðborg Seattle, hleypti úr
dekkjunum og málaði orðið
sprengja á hliðina. Þegar lög-
regla sá bílinn var allri mið-
borginni lokað þar til hann
hafði verið rannsakaður til hlít-
ar.