Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 11 Sameinuðu þjóðirnar: Island í 8. sæti í velferö Samkvæmt nýrri rannsókn þró- unardeildar Sameinuðu þjóðanna er ísland í 8. sæti á lista yfir vel- ferð þjðða. Listinn er þyggður upp á rannsókn á heilsu, menntun og kaupgetu. Skýrsla þróunardeild- arinnar, sem miðar að því að sýna fram á að velferð byggist ekki ein- göngu á þjóðarframleiðslu, tekur með i reikninginn lífslikur, læsi fullorðinna, menntun og einstak- lingstekjur. í rannsókninni er Kanada í 1. sæti. Ofar íslandi eru einnig Bandaríkin, Japan, Hol- land, Noregur, Finnland og Frakk- land. Næst á eftir íslandi koma Svíþjóð og Spánn. Þegar listinn er athugaður með tilliti til kvenna eingöngu fer Sví- þjóð í 1. sæti, ísland í 6. og Japan fellur í það 12. Reuter Vegagerð á Tjörnesi. DV-mynd Albert Miklar vegaframkvæmdir í Þingeyjarsýslu DV, Húsavík: Að sögn Svavars Jónssonar hjá Vegagerðinni verða miklar vega- framkvæmdir í Þingeyjarsýslu í sumar. Þær helstu eru framkvæmd- ir við veginn norðan við Húsavík, frá Leitinu út að Héðinshöfða. Byggja á veginn upp, rétta hann af og hækka á köflum, og síðan að leggja á hann slitlag. Áætluð verk- lok eru um mánaða'mótin júli-ágúst. Kísilvegurinn frá Þverá að Blá- hvammi verður styrktur og vegur- inn um Kálfastrandarvoga verður endurbyggður og slitlag lagt á báða vegina. Þá verður byrjað á nýjum vegi frá Jökulsá á Fjöllum og upp í Víðidal og lagt verður slitlag á Hvammaveg. Það er veginn frá Haga að Daufhyl. Búið er að bjóða út verkið við vegagerð yfir Fljótsheiði og verður byrjað á þeim vegi nú í sumar. Það verk tekur um 3 ár. Einnig er verið að endumýja bundið slitlag á mörg- um vegum í sýslunni. -AGA Bílaskipti hjá utanríkisráðherra Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu og Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra hefur ráðuneytið skipt á bifreið af gerð- inni Ford Explorer, árgerð 1991, fyr- ir Cherokee, árgerð 1994. Að hluta til mun ráðherra hafa þennan bíl til umráða en að öðm leyti verður hann notaður á vegum ráðuneytis- ins. Ráðuneytið skipti á bílunum hjá Sölunefnd varnarliðseigna. Milligjöfin var 1,3 milljónir króna. Ráðherra er nú á bílnum úti á landi. -ÞK Fréttir Hundraömannahellir í Holtum: Leitað að líkum frá svartadauða - verkfræðifyrirtæki býður tækniaðstoð Verkfræðistofan Línuhönnun hef- ur ritað Eyjólfi Guðmundssyni, áhugamanni um manngerða hella, bréf og boðist til að koma austur í Holt með jarðsjá, sem fyrirtækið á, til þess að leita að Hundraðmanna- helli. Munnmæli em um aö í svarta- dauða hafi lík fólks verið flutt í HundraðmannaheUi, skammt frá bænum Pulu í Holtum, til þess að geyma þar til kristUeg greftrun gæti farið fram en þegar sóttin harðnaði og mannfeUir var orðinn slíkur að því varð ekki við komið hafl verið brugðið á það ráð að loka fyrir heU- ismunnann. Upp úr þessu mun hafa komið upp þvílíkur draugagangur að Pulu að bærinn var fluttur um rúman kUómetra í burt þar sem hann nú stendur. Línuhönnun býðst til að leggja fram mannskap tU leitar með jarð- sjánni ókeypis en óskar eftir að fá greiddan kostnað við akstur og úr- vinnslu gagna sem safnast með jarð- sjánni. -SÁ Atvinnuleysi í apríl: Karlar fleiri en konur Konur voru 45% af hópi atvinnu- lausra í aprUmánuði sl. en karlar 55%. Alls voru þá 5.500 manns án vinnu, samkvæmt vinnumarkaðs- könnun Hagstofunnar. Karlar voru 3.000 en konur 2.500. Af þessum hópi voru aUs 3.700 skráðir atvinnulausir, þar af voru karlar 2.100 en konur 1.600. Aðrir at- vinnulausir utan atvinnuleysis- skrár voru 1.900, þar af voru karlar 900 og konur 1000. í vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar er fylgt skilgreiningum Al- þjóða vinnumálastofnunarinnar en Hi atvinnylaiisra - eftir kynjum april 1996- samkvæmt þeim telst fólk vera at- vinnulaust ef það hefur ekki at- vinnu og hefur: a) leitað sér að vinnu undanfamar fjórar vikur, b) hefur fengið vinnu en ekki hafið störf, c) bíður eftir að vera kallað til vinnu, d) hefur gefist upp á að leita sér að vinnu en er tilbúið að hefja störf innan tveggja vikna, bjóðist starf. Námsmenn, þeirra á meðal iðn- nemar án námssamnings, teljast því aðeins atvinnulausir hafi þeir leitað sér að atvinnu meðfram námi und- angengnar flórar vikur. -SÁ Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar: 18% án vinnu skemur en mánuð - aðeins konur í þeim hópi sem telja vinnuleit vonlausa Skipting atvinnulausra Telja enga vlnnu að fá 3% Leltað 2 ár eða lengur 8% Leitað 12-23 mánuðl 12% Leitað 6-11 mánuðl 11% ■ eftir lengd atvinnuleitar í apríl 1996 - Ekkl tllgreint Leltað 3-5 mánuðl 27% DV 62% þeirra 5.500, sem voru atvinnu- lausir í apríl sl., höfðu þá verið í at- vinnuleit í allt að hálft ár. 27% hópsins, eða 1500 manns, höfðu þá verið að leita sér að vinnu í þrjá til flmm mánuöi. Alls voru, samkvæmt skilgreining- um og niðurstöðum vinnumarkaðs- könnunar Hagstofunnar, 5.500 at- vinnulausir. Þar af voru konur 2.500 en karlar 3.000. Áætlaður flöldi karla og kvenna, sem leitað höfðu sér að vinnu í innan við einn mánuð, var jafn, eða 500. Þeir karlar, sem leitað höfðu að vinnu í 1-2 mánuði, eru taldir hafa verið 600 en konur 300. Þeir karlar, sem leitað höfðu að vinnu 3-5 mánuði, teljast vera 700 en konur 800. Tölurn- ar snúast við hjá því fólki sem hefur leitað að vinnu 6-11 mánuði. Þar eru karlar taldir 400 en konur 200. Karlar, sem leitað hafa í 12-23 mánuði, teljast vera 400 en konur 300 og karlar, sem leitað hafa í tvö ár eða lengur, eru 300 og konur 200. í þeim hópi, sem virtist hafa lagt árar í bát og taldi alls enga vinnu að fá yfirleitt, voru engir karlar en hins vegar 100 konur. Tekið skal fram að um áætlaðar töl- ur er að ræða og frávikshlutfall er áætlað vera yfir 20%. -SÁ Tekið er við smáauglysingum til kl. 22 í kvöld oVtt Iýlli Nrn/ns Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.