Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 17. JULI1996 41 Myndasögur skrökvuðum að þéf! Við náðum þeim ekki! Þau sluppu frá okkur fyrir mðfgum vikuml Fréttir Þeir voru að veiða í Búðardalsá og fékk Guðmundur Smári Gunnarsson fyrsta flugulaxinn sinn, 10 pund, en Ingi Lárusson maríulaxinn sem var 5 pund. DV-mynd Lárus Karl Hítará á Mýrum: 50 laxar komnir „Veiðin gengur ágætlega í Hítará þessa dagana enda vanir veiðimenn að renna fyrir fiskinn. Núna eru Gulli Bergmann og félagar við veið- ar,“ sagði Bergur Steingrímsson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í gærkvöld. „Áin hefur gefið 50 laxa og 8 hafa veiðst síðasta sólahringinn. Laxinn er að ganga fyrir alvöru núna. Stóra-Laxá í Hreppum hefur gefið 100 laxa á þessari stundu en svæði eitt og tvö hefur gefið best, liklega 55 laxa. Veiðimenn voru að koma úr Miðá með 55 bleikjur. Það hafa veiðst 255 bleikjur og 8 laxar. Bleikj- an er að koma en eitthvað hefur sést af laxi. Laxarnir veiddust ofarlega í ánni, rétt fyrir neðan Selfossinn," sagði Bergur enn fremur. Norðurá í Borgarfirði á ekki langt í 1000. laxinn enda gengur veiðin ágætlega í henni. Spurningin núna er bara hvort hann veiðist á aðalsvæðinu eða Munaðamessvæð- inu, sem hefur gefið vel síðustu daga. Hver skyldi veiða hann? Búðardalsá hefur gefið um 20-laxa „Núna eru komnir á milli 15 og 20 laxar á land og hann er 12 pund sá stærsti. Það hefur sést heilmikið af fiski, sérstaklega í Arnarfossinum," sagði Sigurður Sigurjónsson í gær- kvöld. „Laxarnir hefðu mátt vera ákveðnari að taka agn veiðimanna en þetta kemur allt. Það er stækk- andi straumur og fleiri fiskar að koma,“ sagði Sigurður enn fremur. Korpa blá af laxi „Við fengum laxa en ekki mikið. Það var hellingur af fiski í ánni, mest neðst - þar var blátt af laxi, mest í Sjávarfossinum," sagði veiði- maður sem var að koma úr Korpu í vikunni. „Ég held að það séu komnir næst- um 200 laxar á land og sums staðar í ánni eru margir laxar. Veiðimenn sem voru daginn á undan okkur á þurrt veiddu 16 laxa,“ sagði veiðimaður- inn enn fremur. FUSION LINANER FRABÆR NYJUNG aukaafslátt af smáauglýsingum DV aWt milll hirr)jn< V. Smáauglýsingar Hjúpuö lína, samsett úr 120 microþráöum, miklu sterkari, hnýtist mjög vel, aflagast ekki, taerist ekki, þolir núning, teigist ekki, mun léttari, höggþolin, endisi lengur og gefur 20% lengri köst. Kynntu þér málið á næsta sölustað. NÝJA FUSION LÍNAN ER FRAMTÍÐiN. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, Rvík, sími 562-8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.