Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 24
44 MIÐVIKUDAGUK 17. JULI 1996 M Gagnrýnendur og áhorfendur eru ekki á einu máli um ágæti Stone Free. Hyllingin miss- ir áhrifa- máttinn „Standandi lófaklapp" er mjög ofnotað eins og margt annað í eftirhermum manna á útlendum siðum. Um það fer eins og annað að það missir áhrifamátt sinn ef tilefnið stendur ekki undir hyll- ingunni. Sjaldan hefur mér þótt tilefnið fjær því en i þetta sinn.“ Gunnar Stetánsson, í leikdómi um Stone Free, í Tímanum. Ummæli Er nýsköpunin týnd? „Er viljinn til nýsköpunar endanlega týndur eða þarf kreppu til að yfirvöld vakni aft- ur?“ Gunnlaugur M. Sigmundsson, ÍDV. Atómskáldið Jónas „Jónas Hallgrímsson var atómskáld.“ Atli Heimir Sveinsson, í Al- þýðublaðinu. Hæpin niðurstaða „Að líkja öllum aðgerðum sem ekki hafa heppnast vel við mis- tök gera fáir aðrir en talsmenn Lífsvogar." Ólafur Ólafsson landlæknir, ÍDV. Björn Thoroddsen er þekktastur ís- lenskra listflugmanna. Listfiug Listtlug er tilkomumikil sjón og ekki er hægt að halda flugsýn- ingu nema listflug sé sýnt. Fyrsta listflugsatriðið er almennt talið þegar Célestin-Adolphe Pégoud stýrði Bleriot-flugvél á hvolfi yfir Buc í Frakklandi 21. september 1913. Þess ber þó að gæta að Peter Nikolayevich Nesterov hjá keis- aralegu rússnesku flugþjónust- unni fór lykkjur á Nieuport IV einþekju yfir Kiev 27. ágúst 1913. Lengsta flug á hvolfi er 4 klst. 9 mín. og 5 sek. Sá sem þetta gerði var John „Hal“, McCain sem flaug á Swick Taylorkraft yfir Houston International Raceway í Texas 23. ágúst árið 1980. Blessuð veröldin Heimsmeistarakeppni Heimsmeistarakeppni í svif- flugi hefur verið haldin annað hvert ár frá 1960 (nema 1974). Stigagjöf er byggð á kerfi Spán- verjans José Aresti. Keppendur verða að sýna tvö skylduatriði og tvö atriði eftir eigin vali. Sovét- menn hafa oftast unnið sveita- keppnina en eini maðurinn sem hefur orðið heimsmeistari tvisvar er Petr Jirmus frá Tékkóslóvakíu. Hann sigraðu 1984 og 1986. Fer að rigna vestanlands Yfir Bretlandseyjum er víðáttu- mikil 1034 millíbara hæð. Við Hvarf er 1003 millíbara lægð, sem þokast austnorðaustur og grynnist. Áfram verður suðlæg átt á land- Veðrið í dag inu, víðast aðeins kaldi en stinn- ingskaldi á stöku stað vestanlands þegar líður á daginn. Á Suðvestur- og Vesturlandi má búast við dálítilli súld í fyrstu en rigningu síðar í dag en annars staðar verður þurrt og lengst af bjartviðri. Við suðaustur- ströndina verður þó þokuslæðingur í fyrstu. Hiti verður 10 til 16 stig sunnan- og vestanlands en allt upp í 20 stig norðaustan- og austanlands yfir hádaginn. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnan- og suðaustangola eða kaldi og úrkomulítið í fyrstu en sunnan- kaldi og rigning með köflum síðar í dag. Stinningskaldi og talsverð rign- ing 1 nótt. Hiti 11 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.18 Sólarupprás á morgun: 3.50 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.40, stórstreymi. Árdegisflóð á morgun: 08.00 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavik Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madríd Mallorca París Róm Valencia New York Nuuk Vín Washington Winnipeg skýjað 16 þoka 10 skýjaö 16 léttskýjaö 12 léttskýjaö 14 súld 11 alskýjaö 13 skýjaó 14 rigning 13 súld 10 skýjaó 13 skýjað 13 skýjað 15 hálfskýjað 14 skýjaö 11 skýjaö 13 mistur 22 skýjað 24 léttskýjaö 12 heiöskírt 9 skýjaö 12 léttskýjaö 12 alskýjaö 19 léttskýjaö 11 heiðskírt 17 hálfskýjaö 20 léttskýjaö 14 þokumóða 21 léttskýjaö 20 heióskírt 27 skýjaö 7 léttskýjaö 15 léttskýjaö 24 þrumuveður 20 Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur og ritstjóri Stóru garðbókarinnar: Frá stofunni í sumarbústaðalandið „Það var Jóhann Páll Valdi- marsson hjá Forlaginu sem réðst í þetta mikla verk og fékk mig til að ritstýra útgáfunni. Það var strax ljóst að ekki þýddi að þýða útlenda garðyrkjubök því aðstæður hér á landi eru svo ólíkar því sem er annars staðar. Það var fengiö leyfi til að nota breska garðyrkjubók að fyrirmynd í sambandi við efnis- röðun og efnistök. Þegar þetta leyfi var fengið var fyrst hægt að fara að semja bókina," segir Ágúst H. Bjamason, grasafræðingur og aðalritstjóri Stóra garðbókarinn- ar, sem nýkomin er út. Ágúst byrjaði á verkinu fyrir þremur árum. „Ég var alveg einn Maður dagsins vetrn- við bókina en kenndi annars með vinnu við bókina. Ég hef einnig haft góða aðstoðarmenn með mér, þá Þorvald Kristinsson, sem sá um samræmingu, uppröð- un og útlit, og Óla Val Hansson, sem las yfir með tilliti til íslenskra aðstæðna. Það var mikil ná- kvæmnisvinna að setja saman þessa bók; það var margfarið yfir kaflana og þeir bornir undir sér- Agust H. Bjarnason. fræðinga áður en fullklárað var.“ Ágúst segir það mikinn léttir að verkinu sé lokið og að hann sé ákaflega sáttur við útkomuna. „Ég verð nú að segja að prentun of allt útlit er framar öllum vonum og hafa þeir leyst vel af hendi verk sitt í prentsmiðjunni Odda.“ Aðspurður hvort vöntun hafi verið á riti sem þessu sagði Ágúst: „Það hafa verið gefnar út tvær al- hliða bækur um sama efni, Garðar og gróður, eftir Ingólf Daviðsson og Ingimar Óskarsson og Skrúð- garðabókin, sem Óli Valur Hans- son ritstýrði, en það eru tveir til þrír áratugir síðan þessar bækur komu út og því var orðin vöntun á bók sem fylgdi tímanum. Að vísu hafa verið gefnar út á síðari árum bækur um þetta efni en þær hafa allar verið sérhæfðar. Stóra garð- bókin spannar aftur á móti allt frá stofunni til sumarbústaðalands- ins, það er að segja stofuplöntur, garðskálaplöntur, gróðurhús, garðplöntur, matjurtir og krydd- jurtir. Þá er fjallaö um jarðveginn hér á landi, áhrif veðráttunnar á plöntur og mannvirki í garðinum, svo eitthvað sé tint til.“ Ágúst sagði að bókin væri fyrst og fremst hugsuð sem rit fyrir al- menning: „Hún er alveg jafnt fyrir þá sem eru að stiga sín fyrstu skref í garðyrkjunni og þá sem eru komnir lengra og fræði er það mikil í bókinni að hún getur alveg nýst sem kennslubók." Ágúst H. Bjarnason er kennari við Menntaskólann við Sund. Eig- inkona hans er Sólveig Sveinsdótt- ir og eiga þau tvo drengi. -HK Myndgátan Vel á vegi staddur Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi A hefur sýnt það í Evrópukeppnum að liðið á fullt erindi í þær. ÍA mætir Sileks Tvö íslensk knattspyrnulið verða í sviðsljósinu í kvöld, en þá fara fram fyrstu leikimir í þeim Evrópukeppnum sem íslendingar taka þátt í. Á Akranesi leika heimamenn í ÍA gegn Sileks frá Makedóníu. Lið þetta er óþekkt stærð en er örugglega sterkt þar sem Makedóniumenn eiga á að skipa ágætu landsliði eins og ís- lendingar hafa fengið að kynnast. ÍA, sem hefur verið íslandsmeist- ari undanfarin ár, er heldur ekk- íþróttir ert smálið og sýndi heldur betur klærnar um síðustu helgi þegar það vann Fylki 9-2. Mótherjarnir verða erfiðari í kvöld, en víst er að sigurlíkur Skagamanna eru góðar hér heima, en róðurinn gæti orðið erfiður i útileiknum. Leikur ÍA og Sileks hefst kl. 20.00 í kvöld, en kl. 15.00 að okkar tíma leika Vestmannaeyingar í Eistlandi gegn Lantana. Eyjapeyj- arnir hafa verið misgóðir það sem af er sumri, en vonandi hitta þeir á góðan dag og þá eru þeir til alls vísir. Hér heima er einnig leikið í 3. og 4. deild í kvöld. Á Kópavogs- velli kl. 20.00 leika HK og Grótta í 3. deild og iH mætir Létti á Ásvelli kl. 19.00 í 4. deild. Bridge Góðir varnarspilarar reyna sifellt að villa um fyrir sagnhafa og nota til þess hvert tækifæri. Stöður sem koma upp í vörninni, þar sem hægt er að leiða sagnhafa á villigötur, eru ótal- margar og oft erfitt fyrir varnarspilar- ann að koma auga á þær allar. Aðrar stöður eru augljósari og sáraeinfalt mál að beita þeim við borðið. Hér er ein af þessum einföldu stöðum, sem flestir þekkja. Hún felst í því að varn- arspilari reynir að losa sig sem fyrst við þau spil sem sagnhafi veit að hann á. Sagnir ganga þannig, suður gjafari og NS á hættu: * G953 44 86 D106 * KG97 4 107 «4 K542 KG2 * 6542 N V A S 4 AKD 4* Á93 ♦ Á953 * D103 4 8642 44 DG107 ♦ 874 * Á8 Suður Vestur Norður Austur 14 pass 1* pass 2 grönd pass 3 grönd p/h Tveggja granda stökk suðurs lofar 18-19 punkta jafnskiptri hendi og norður lyftir í þrjú grönd. Vestur byrjar vel þegar hann ákveður að spila frá háspilum sínum í laufi. Fjór- um slögum síðar er vörnin búin að hreinsa upp litinn og vestur kýs að spila sig út á hjarta. Eina von sagn- hafa nú er sú að tígullinn gefi 4 slagi. Það virðist vera einfalt mál, því drottningin liggur fyrir svíningu. En vestur á þennan klassíska möguleika að villa um fyrir sagnhafa. Suður svínar strax tígulgosanum og tekur síðan kónginn. Vestur þekkir þessa stöðu og hendir drottningunni í kóng- inn. Nú eru góðar líkur til að suður svíni tíguhiíunni, enda austur líklegri til að vera lengri í tígli, heldur en vestur (vestur átti 4 lauf en austur að- eins tvö). Ef vestur setur hins vegar tígultíuna í kónginn, getur sagnhafi ekki farið vitlaust í spilið. ísák Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.