Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 45 * DV Hús og rústir frá Miðjaröarhafs- svæöinu eru viöfangsefni Gun- illu á sýningunni í Mokka. Hús Um síðustu helgi var opnuð sýning á verkum eftir Gunnillu Möller á Mokka. Sýningin ber heitið Hús og er kveikjan hús og rústir frá Miðjarðarhafssvæð- inu. Gunnilla er fædd í Sviþjóð, þar sem hún ólst upp. Árið 1960 giftist hún Birgi Möller, sendi- fulltrúa í íslensku utanríkis- þjónustunni, og hefúr síðan ver- ið búsett í París og Kaupmanna- höfn en er nú búsett í Reykja- vík. Hún stundaði nám í mynd- list í Kaupmannahöfn og grafík í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Gunnilla hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt i samsýning- um í Danmörku en sýningin á Mokka er fyrsta einkasýning hennar á íslandi. Sýningar í sýningarskrá segir Gunnilla um verk sín: „Húsin sem ég mála eru minningar liðinnar menningar og endurminningar ferðalaga i Miðjarðarhafslönd- um. Minning um ilm af krydd- jurtum, olíu og sólheitri mold. Sterk birta og flauelsblár nátt- himinn með blikandi stjörnum. Heitir vindar sem fara blíðlega um líkamann. Tíminn stendur kyrr. Að baða sig í Miðjarðar- hafinu er eins og að hvíla í fóst- urvatni menningar okkar.“ Almenn skyndihjálp Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands gengst fyrir nám- skeiði í almennri skyndihjálp. Það hefst á morgun kl. 20 og verður kennt til 23. júlí. Þetta námskeið gæti hentað mörgum sem hafa í hyggju að fara í ferðalög um verslunarmanna- helgina. Námskeiöið er haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Samkomur Sóldögg á Gauk á Stöng Hljómsveitin Sóldögg leikur á Gauk á Stöng í kvöld. Mun hún meðal annars kynna efni af nýrri plötu sem hljómsveitin hefur sent frá sér. Orgeltónleikar AUa fimmtudag eru hád,egis- tónleikar í Hallgrímskirkju frá kl. 12-12.30 og er ókeypis á tón- leikana. Það eru félagar úr Fé- lagi íslenskra orgelleikara sem leika. Brúðubíllinn Brúðubillinn verður með skemmtun fyrir börn að Leið- hömrum kl. '14 í dag. Djass í Djúpinu: Talið í nokkra gamla hunda með nýjar hálsólar ___________________ Djúpið, sem er til staðar í kjallara veit- ingastaðarins Homsins í Hafnarstræti, er oft vettvangur djasstónleika og í kvöld heldur Kristján Eldjárn gítarmaður tón- leika á þessum litla en vinalega stað. Með honum leika þeir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Einar Scheving, sem leikur á trommur, en hann og Krist- ján hafa um árabil starfað saman sem dúettinn Elding. Sérstök boðflenna Skemmtanir kvöldsins verður Óskar Guðjónsson ten- órsaxófónleikari. Á efhisskrá þeirra félaga er jafnt basískur sem og ísúr djass en auk verka eftir Kristján sjálfan verða fluttar tón- smíðar manna eins og Wayne Shorter, John Coltrane, Joe Henderson og Sting svo einhverjir séu nefndir. Einnig verður talið í nokkra gamla hunda með nýjar hálsólar. Tónleikamir hefjast laust eftir klukkan níu og er aðgangseyrir 300 kr. Kristján Eldjárn leikur meðal annars frumsamiö efni í Djúpinu í kvöld. Greiðfært á öllu landinu Færð á helstu þjóðvegum landsins er góð. Taka verður þó tillit til þess að vegavinnuflokkar eru víða að lag- færa vegi, sem dæmi má nefha leið- irnar á Norðurlandi, Varma- hlíð-Sauðárkrókur, Hofsós-Siglu- fjörður og Lágheiði og þegar austar dregur, Kelduhverfi-Kópasker og Raufarhöfn-Þórshöfn. Færð á vegum Ný klæðing er víða, til dæmis á Holtavörðuheiðinni, Þrastalundur- Þingvellir og Raufarhöfn-Þórshöfn. Ný klæðing getur valdið steinkasti ef hratt er farið og ber því að aka var- lega, það á einnig við um þar sem ver- ið er að vinna við vegi, en þar em yf- irleitt umferðartakmarkanir. Ástand vega m Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö s Vegavinna-aögát ra Þungfært 0 Öxulþungatakmarkanir <E> Fært fjallabílum Sonur Heiðar og ísleifs Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist á fæðingardeild Land- spítalans 12. júlí kl. 23.07. Þegar Barn dagsins hann var vigtaður reyndist hann vera 4625 grömm að þyngd og 56 sentímetra langur. Foreldrar hans em Heiður Hjaltadóttir og íslefur Heiðar Karlsson og er hann fyrsta bam þeirra. Steve Martin leikur Bilko meö miklum tilþrifum. Bilko liðþjálfi Steve Martin er meðal vinsæl- ustu gamanleikara vestanhafs og er Bilko liðþjálfi (Sgt. Bilko), sem Háskólabió sýnir, nýjasta kvikmynd hans. Mynd þessi er endurgerð eftir vinsælli sjón- varpsseríu sem gekk á árdögum sjónvarps. Segir á gamansaman hátt frá bíræfnum liðþjálfa í landhemum sem hefur stofhað sinn eigin her innan hersins og þar er allt annað í fyrirrúmi en hernaður. Fjárhættuspil, veðmál og svartamarkaðsverslun er stunduð undir stjórn Bilkos af miklum móði. Gamanið kámar þegar nýr foringi kemur í her- stöðina, en Bilko hafði verið valdur að því að sá foringi var sendur til Grænlands. Kvikmyndir Aðrir leikarar í myndinni eru Dan Aykroyd, Glenne Headley, Phil Hartman og Austin Pend- leton. Leikstjóri er Bretinn Jon- athan Lynn. Eftir hann liggja gamanmyndimar Nuns on the Run, My Cousin Vinny, The Distinguished Gentleman, Clue og Greedy. Þekktustu verk hans hér á landi eru þó tvímælalaust sjónvarpsseríurnar, Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra. Nýjar myndir Háskólabíó: Bilko liðþjálfi... Laugarásbíó: Persónur í nær- mynd Saga-bíó: í hæpnasta svaði Bióhöllin: Algjör plága Bíóborgin: Kletturinn Regnboginn: Nú er það svart Stjörnubíó: Algjör plága Krossgátan Lárétt: 1 sköss, 8 strik, 9 þjóta, 10 guð, 12 tvíhljóði, 13 úthverfan, 16 skelfing, 17 dæld, 19 málar, 20 stöng, 22 fugl, 23 gálgi. Lóðrétt: 1 hangs, 2 rúm, 3 flas, 4 ráfa, 5 bátur, 6 skel, 7 rödd, 11 spurði, 14 siðir, 15 níska, 16 reima, 18 ónæði, 21 afa. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 písl, 5 fló, 8 óma, 9 élið, 10 lykta, 11 sa, 12 unnusta, 14 dilkur, 16 auk, 18 eima, 19 negrar. Lóðrétt: 1 pól, 2 ímyndun, 3 sakni, 4 létu, 5 flaskir, 6 listum, 7 óða, 12 unað, 13 arar, 15 leg, 17 Ke. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 146 17.07.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 66,270 66,610 67,300 Pund 102,870 103,390 104,220 Kan. dollar 48,380 48,680 49,330 Dönsk kr. 11,5380 11,6000 11,4770 Norsk kr 10,3430 10,4000 10,3630 Sænsk kr. 9,9310 9,9850 10,1240 Fi. mark 14,5990 14,6850 14,4950 Fra. franki 13,1270 13,2020 13,0780 Belg. franki 2,1591 2,1721 2,1504 Sviss. franki 54,1900 54,4900 53,7900 Holl. gyllini 39,6200 39,8500 39,4500 Þýskt mark 44,5000 44,7300 44,2300 ít. lira 0,04356 0,04384 0,04391 Aust. sch. 6,3250 6,3640 6,2890 Port. escudo 0,4323 0,4349 0,4299 Spá. peseti 0,5261 0,5293 0,5254 Jap. yen 0,60510 0,60870 0,61380 írskt pund 106,040 106,690 107,260 SDR 96,13000 96,71000 97,19000 ECU 83,8700 84,3800 83,89000 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.