Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Page 28
L TT« tii «?!*#? að vinO° Vinningstölur 15.7/96 KIN FRÉTTASKOTIÐ SI'MINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast.7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháö dagblaö MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996 Kajakræðarinn: Ótrúleg heppni að sjá hann - segir skipstjórinn „Þetta var ótrúleg heppni því það er ekkert grín að sjá svona lítið fley úti á rúmsjó. Hann skaut upp tveim- ur flugeldum og ég sá bara þann seinni. Þá var strikið tekið á vininn og hann hífður um borð,“ sagði Halldór Steinþórsson, skipstjóri á flutningaskipinu Daníel D., við DV í gærkvöldi. Skipverjar á flutningaskipinu björguðu norska kajakræðaranum Jan Fasting um borð í gærmorgun um 43 sjómílur suðaustur af Kam- banesi eftir að hann hafði sent út neyðarkall. Fasting fór frá Seyðis- firði á sunnudagsmorgun á leið til Færeyja. „Okkur finnst alveg stórfurðulegt að menn skuli gera þetta og segir að mínu mati mest um það hversu litla grein þeir gera sér fyrir þeim veðr- um sem geta orðið hér,“ sagði Hall- dór. Þetta er í annað sinn sem Norð- manninum er bjargað á kajaknum en Landhelgisgæslan sótti hann á ísjaka við Grænland síðastliðið sumar eftir að hann hafði lent í hrakningum og varð næstum ís- björnum að hráð. -sv Anna vélstjóri fékk loks vinnu DV, Eskifirði: „ Ég hef orðið vör við ákveðna hræðslu hjá íslendingum, það á ekki skylt við fordóma, held ég, miklu frekar eins og frumbyggjar væru að mæta hvítum manni í fyrsta sinn. Ég hef sent inn 65 um- sóknir um störf síðan ég kom heim frá Svíþjóð en viðbrögðin hafa verið engin. Mér fmnst notalegt að hér á Eskifirði er ég velkomin til starfa," sagði Anna Kristjánsdóttir, sem fyr- ir liðlega ári lét breyta sér úr karl- manni í konu. Hún hefur nú verið ráðin afleys- ingavélstjóri á skuttogarann Hólma- tind SU en hann lét úr höfn frá Eskifirði í gærkvöldi. Anna, sem hét áður Kristján Gunnar Kristjáns- son, er með ótakmörkuð réttindi sem yfirvélstjóri og hefur áralanga reynslu að baki í því starfí. Það var einmitt vegna umfjöllunar DV að út- gerðarstjóra togarans fannst tilvalið að leita til Önnu. -ET/RR Veiöieftirlitsmenn á Flæmska hattinum: Eftirlitsmaðurinn skráður vélavörður - Fiskistofa segir hann launalausan hjá útgerðinni Athæfl veiðieftirlitsmanns Fiskistofu, þegar veiðieftirlits- maður var i fullu starfi á togaran- um Kolbeinsey samtímis því sem hann var um borð sem veiðieftir- litsmaður, virðist ekki vera eins- dæmi því að annar veiðieftirlits- maður, sem var um borð í einum Vestfjarðatogaranna sem var að rækjuveiðum á Flæmska hattin- um í maímánuði í vor, var jafn- framt lögskráður á togarann sem vélavörður í þá 18 daga sem veiði- ferðin stóð, eða frá 8. maí til 26. maí sl. „Hann var hálfpartinn vélaður til að vinna ákveðin störf um borð en það voru engin laun inni í því dærni," segir Hilmar Baldursson, lögmaður Fiskistofu. Hann segir að útgerðinni og manninum hafi verið veitt tiltal vegna þessa máls, sem hafi komið upp vegna þess að réttindamann hafí á síðustu stundu vantað um borð, að því er sagt sé. Starfsemi veiðieftirlitsmann- anna byggist á samþykkt N-Atl- antshafsveiðinefndarinnar frá þvl í september 1995 um veiðar á Flæmska hattinum en allar þjóð- ir, sem þar veiða, samþykktu jafn- framt að kosta þetta eftirlit sjálf- ar. Norðmenn fóru þá leið að ráða kanadískt einkafyrirtæki til að annast eftirlitið á þeirra vegum en íslendingar að gera það sjálfir og var Fiskistofu falið að ráða eft- irlitsmenn með veiðunum. Að sögn Hilmars Baldurssonar, lög- manns Fiskistofu, kom í ljós að kostnaður af því að hafa íslenska eftirlitsmenn um borð í íslensku skipunum reyndist svipaður og ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn fóru. Eftirlitsmennimir um borð í skipunum á Flæmska hattinum em nokkurs konar lögreglumenn sem gæta að því að afli sé rétt skráöur og veiddur með löglegum veiðarfærum. Hilmar Baldursson, lögmaður Fiskistofu, segir að það geti á engan hátt farið saman að eftirlitsmenn þessir séu samtímis á launum hjá viðkomandi útgerð- um eða í starfl um leið. Hilmar segist ekki hafa haft spumfr af öðram dæmum sama eðlis og af eftirlitsmanninum sem var um borð í Kolbeinseynni. Hins vegar hafi komið upp nokkur dæmi um einhverja svona leiki í sambandi við þá eftirlitsmenn sem eru ein- hvers konar réttindamenn. -SÁ Anna Kristjánsdóttir komin í vélstjóragallann og í góðum félagsskap á milli yfirvélstjórans, Björgólfs Lárussonar (til vinstri), og skipstjórans, Steingríms Jóhannssonar, stuttu áður en togarinn Hólmatindur lét úr höfn. DV-mynd Emil Húsráöanda ógnað meö hnífi Manni var ógnað með hnífl þegar hann kom heim til sín um hálfátta- leytið i morgun. Maðurinn hafði verið flarverandi frá heimili sínu í rúman sólarhring en þegar hann kom heim til sín voru ókunnugir menn í íbúð hans í Unufelli. Hann reyndi að fá mennina til að fara út en þeir ógnuðu honum með hnífi. Húsráðandi hljóp þá út og hringdi í lögregluna úr nágrannahúsi. Þeg- ar lögregla kom á vettvang vora mennimir horfnir. Töluverðar skemmdir voru unnar á íbúðinni en ekki var vitað í morgun hvort ein- hverju hafði verið stolið. Lögregla leitaði mannanna í morgun. -RR Hvalflarðargöngin: Samningar í uppnámi „Þær launatölur sem verið var að ræða um í gær era fullkomlega óviðunandi fyrir iðnaðarmennina. Þau laun eru undir meðallaunum sem greidd eru á markaðnum í dag. Þess vegna slitnaði upp úr viðræð- um og við gengum út,“ sagði Helgi R. Gunnarsson, skrifstofustjóri Raf- iðnaðarsambandsins, í samtali við DV í morgun. „Við getum sætt okkur við þær launatölur sem þama er verið að ræða um. Við höfum skýrt Vinnu- veitendasambandinu frá því að við séum tilbúnir til að halda viðræðun- um áfram en höfum ekki fengið svar við því,“ sagði Snær Karlsson hjá Verkamannasambandinu. „Við lögðum upp í þetta verkefni með það fyrir augum að gera einn vinnustaðasamning, sem tæki til allra starfsmanna. Með því töldum við okkur vera að tryggja öryggi um verkframkvæmdina. Það tekst ekki ef iðnaðarmennimir hlaupa burtu eins og þeir virðast hafa gert. Um framhaldið vil ég ekkert segja. Við munum ræða það í dag og svara síð- an Verkamannasambandinu," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdasdtjóri Vinnuveitendasam- bandsins, -S.dór Siysí togara Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær sjómann sem slasast hafði um borð í spænskum togara um 210 míl- ur suðaustur af Reykjanesi. Hann var í lífshættu þegar komið var á Sjúkrahús Reykjavíkur i gærkvöldi og gekkst þegar imdir aðgerð. Hann var á gjörgæslu í morgun. -sv HANN HEFUR VERIÐ VÉLAÐUR TIL AÐ VINNA! Veðrið á morgun: Stinnings- kaldi Á morgun verður suðvestan kaldi eða stinningskaldi á land- inu. Súld eða rigning verður sunnan- og vestanlands en þurrt og sums staðar bjart veð- ur á Norðaustur- og Austur- landi. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Veðrið i dag er á bls. 44 Ertu búinn að panta? JS ÍS/S dagar til Þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 50 - 50 - 200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.