Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 4
i> sauðárkrókur MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 B BÆNDUR, ATVINNU- REKENDUR OG EINSTAKLINGAR Framleiðum básamottur í hesthús, íjós og hestakerrur eftir máli. Einnig heilsumottur íyrir vinnustaði. Aurhlífar, bflskúrsrenninga o.fl. Qá GúmmímúTun Borgartúni 2 550 Sauöárkrókur Sími 453-6110 Fax 453 6121 Poppshópurinn hefur tekið saman sögu merkismanna og Dana á Sauðárkróki: Merkilegastur er arfurinn sem samfé- lagið hefur skilað - segir Jón Ormar Ormsson sem hefur kynnt sár einstakt samband Dana og Skagfirðinga Jón Ormar Ormsson skipar hinn svokallaða Poppshóp ásamt Eddu V. Guð- mundsdóttur leikstjóra sem tekið hefur saman yfirlit um merkismenn í sögu Sauðárkróks. Þá hefur Jón skráð sögu Dana á Sauðárkróki og hvernig þeir samlöguðust bæjarlífinu í upphafi byggðar. DV-mynd ÞÖK „Afmælisnefndin hafði samband og bað okkur að taka saman nokk- urs konar yflrlit um merkismenn. Við settumst yfir þetta og erum komin með um 70 nöfn. í raun vant- ar ýmislegt inn í þessa mynd, s.s. sveitarstjórnarmenn, en það er oft teygjanlegt hverjir hafa verið merk- ismenn og hverjir ekki. Þarna er yf- irlit um lækna, sýslumenn, presta, alþýðuskáld, myndlistarmenn, tón- listarmenn, þingmenn, hestamenn, iðnaðarmenn, kaupmenn og þannig gæti ég talið lengi áfram,“ sagði Jón Ormar Ormsson, leikari og áhuga- maður um þjóðlegan fróðleik, í sam- tali við DV. Hann hefur skráð sögu merkismanna á Sauðárkróki ásamt Eddu V. Guðmundsdóttur leikstjóra en saman standa þau fyrir Popps- hópinn svokallaða. Auk þess að skrá helstu merkis- mennina í tilefni af afmælisárinu á Sauðárkróki hefur Jón tekið saman einkar fróðlegt yfirlit um dvöl Dana á Sauðárkróki um og eftir siðustu aldamót. Bæði þessi rit eiga mjög góða samleið því Danir tengdust uppbyggingu Sauðárkróks með sterkum hætti og samlöguðust bæj- arlífinu á sérstakan hátt. Yfirlit yfir merkismenn nær frá upphafi byggð- ar á Sauðárkróki til vorra tíma. Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að ákvarða hverjir teldust merkismenn og hverjir ekki sagði Jón að þau Edda hafi orðið að flokka menn niður. Öll erum við merkileg „Það er flokkun sem gengur auð- vitað aldrei upp því við erum öll merkileg, hvert á sínu sviði. Þú verður kannski merkilegur fyrir eitthvað sem öðrum er augljóst en það geta margir verið mjög merki- legir án þess að aðrir viti af því. Merkilegast hefur mér fundist þessi skemmtilegi arfur sem þetta litla samfélag hefur skilað," segir Jón Ormar og nefnir m.a. til sögunnar að þýðendur á verkum Shakespe- ares hafi komið frá Króknum og héraðinu í kring, þeir Indriði Ein- arsson og Helgi Hálfdánarson. Jón segir það einnig mjög merki- legt hvemig leiklistin hófst á Króknum. Fyrsta leiksýningin er sett á svið 1876 þegar íbúarnir eru í kringum 20. Þá var samið sérstakt leikrit og sýnt í pakkhúsi. Jón segir að þetta hafi auðvitað verið einstakt á þessum tíma. Komið af stað af Dönum á miklu harðræðistímum og meira hugsað til að dreifa huga fólks frá erfiðleikunum. Leikfélag var síðan stofnað árið 1888. Samlögun við Danina „Það tókst svo gott samspil á milli þessara Dana og þeirra kröftugu bænda sem fyrir voru í héraðinu. Krókurinn varð aldrei danskur, Danirnir samlöguðust og náðu ágætu valdi á íslenskri tungu. Ég nefni t.d. Ludvig Popp og Valgarð Clasen, sem varð fyrsti ríkisfé- hirðirinn. Þeir réðust í byggingu kirkjunnar, sem var einstök fram- kvæmd á sínum tíma. Þeir komu af stað bamaskóla og sjúkrahúsi og fluttu inn fyrsta píanóið. Þannig gæti ég talið lengi áfram. Þeir sköp- uðu sérstakt andrúmsloft sem, að ég held, var hvergi annars staðar á landinu þar sem Danir komu sér fyrir. Þessi blanda af danskri og skagfírskri menningu og mannlífi var í raun upphaf Króksins. Ef við hefðum ekki fengið þessa menn eins og Popp, Clasen, Michelsen og Ole Bang lyfsala þá væri Krókurinn í dag ekki svipur hjá sjón. Það skemmtilega er að þetta gengur þvert á þá söguskoðun sem við höf- um haft um Dani á íslandi. Manni finnst t.d. voðalega skrítið að heyra eldri Króksara í dag tala um Danina okkar,“ segir Jón Ormar. Upphaf kvennahreyfingar Það er ekki bara leiklistin á ís- landi sem á sér að mörgu leyti upp- haf á Sauðárkróki heldur kvenna- hreyfingin einnig. Hið skagfirska kvenfélag, síðar Kvenfélag Sauðár- króks, var stofnað 1895. Áður hafði kvenfélag verið stofnað í Hegranesi í kringum 1870. Jón segir að kvenfé- lagskonur hafi verið öflugar í bæj- arlífinu strax í kringum aldamótin og nefnir eftirfarandi sögu sem dæmi um bæjarbraginn: „Skömmu eftir aldamót hélt kven- félagið tónleika í kirkjunni til fjár- öflunar fyrir starfsemina. Clasen var þá ekki lengur gjaldkeri kirkj- unnar heldur var nýr maður kom- inn til sögunnar. Sá þekkti bæinn sinn ekki betur en svo að hann sendi kvenfélaginu reikning fyrir húsaleigu. Konurnar brugðust skjótt við, skutu á fundi og settu málið í nefnd. Sú nefnd kallaði kirkjugjaldkerann fyrir og sögðu honum að þetta hafi verið móðg- andi.“ Landsþekktir merkismenn Þegar samantekt Jóns og Eddu í Poppshópnum um merkismennina er flett staðnæmist maður við mörg nöfn landsþekktra einstaklinga af ýmsum sviðum þjóðfélagsins sem á einn eða annan hátt tengjast sögu Króksins og héraðsins í Skagafirði. Af núlifandi mönnum má nefna skáldin Gyrði Elíasson og Hannes Pétursson, núverandi þingmennina Stefán Guðmundsson, Vilhjálm Eg- ilsson og Hjálmar Jónsson, hesta- manninn Svein Guðmundsson og hestaáhugamanninn og ritstjórann Jónas Kristjánsson, rithöfundinn og fyrrum ritstjórann Indriða G. Þor- steinsson, tónskáldið með meiru Ey- þór Stefánsson, hagyrðinginn Andr- és H. Valberg og myndlistarmenn- ina Elías B. Halldórsson og Finnu Birnu Steinsson. Af landsþekktum merkismönnum sem eru ekki lengur á meðal vor, og tengjast Sauðárkróki og Skagafirði, er listinn enn lengri og erfiðara að telja upp. Nægir þó að nefna menn eins og söngvarann Stefán frá ís- landi, leikarann Harald Björnsson, skáldin og rithöfundana Stephan G. Stephansson, Jóhann Sigurjónsson, Bólu-Hjálmar, Guðrúnu frá Lundi, ísleif Gíslason, Harald Hjálmarsson frá Kambi og Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum, læknana Guð- mund Hannesson og Jónas Krist- jánsson, þúsundfjalasmiðinn Jón Ósmann, tónskáldin Pétur Sigurðs- son og Jón Bjömsson og stjórnmála- mennina Ólaf Thors, Magnús Guð- mundsson, Gunnar Thoroddsen, Ólaf Jóhannesson, Magnús Jónsson frá Mel, Jón Þorláksson og Her- mann Jónasson. Rík skáldagáfa Til marks um skáldagáfu Sauð- krækinga og Skagfirðinga er rétt að nefna Harald Hjálmarsson frá Kambi til sögunnar. Hann var einn fremsti hagyrðingur landsins á meðan hann lifði og er enn í raun- inni. Fræg er vísa sem hann orti þegar hann hitti bankamenn á Hót- el Borg í Reykjavík sem buðu hon- um í glas: Hérna situr fylkin fríð, full af vískíþambi. Hani, krummi, hundur, svín, - og Haraldur frá Kambi. Af núlifandi mönnum er Andrés H. Valberg sennilega með þekktari hagyrðingum sem tengjast Krókn- um. Þess má geta að hann hefur gef- ið mikið af munum til safns á Sauð- árkróki. Þekkt er þessi vísa Andrés- ar sem lýsir lund Skagfirðinga bet- ur en mörg orð en Andrés var lengi vel leigubílstjóri í Reykjavík: Af bílstjórunum er ég einn, ætíð hress og glaður. Skagfirðingur skýr og hreinn, skáld og listamaður. Unnið úr efninu Jón sagði að upp úr allri þeirri vinnu sem Poppshópurinn hefur unnið þá hefðu þau Edda gaman af að nota efnið til flutnings á afmælis- árinu á Sauðárkróki. Um yrði að ræða nokkurs konar leikrit þar sem stiklað yrði á stóru í merkri sögu byggðarlagsins. Jón segir að þetta yrði auðvelt verk þvi að á Króknum sé geysilegur efniviður í leikurum. Þá hefur Poppshópurinn lagt af- mælisnefnd Sauðárkróks til ótelj- andi hugmyndir um hvernig tíma- mótanna yrði minnst. Margar af þeim hugmyndum verða fram- kvæmdar og aðrar eru í skoðun. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.