Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 17
JE>V MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996
sauðárkrókur
Trésmiðjan Borg á þremur sviðum byggingariðnaðar:
Verkstæði, viðgerðir og verktakastarfsemi
- innréttingasmíðin færist stöðugt í vöxt
Trésmiðjan Borg hefur verið
starfrækt á Sauðárkróki í 33 ár og
er eitt af traustustu iðnfyrirtækjum
hæjarins. Hjá Borg starfa að jafnaði
30 manns en í sumar eru starfs-
mennirnir ríflega 40 talsins. Fyrir-
tækið hefur haslað sér völl á þrem-
ur sviðum byggingariðnaðarins;
með verktakastarfsemi, innréttinga-
smíði á verkstæði og viðgerðum og
viðhaldi á gömlum húsum.
Á verkstæðinu framleiða Borgar-
menn bæði staðlaðar innréttingar
og sérsmíðaðar innréttingar eftir
óskum hvers og eins. Innréttinga-
smíðin hefur færst í vöxt á síðari
árum. Stöðluðu innréttingarnar eru
tvær. Önnur nefnist Kvartett sem
hefur verið framleidd fyrir Egil
Árnason hf. í Reykjavík en hönnuð-
ir eru' Guðbjörg Magnúsdóttir og
Sigurður- Hallgrímsson arkitektar.
Kvartett hefur verið í þróun síðustu
tvö ár og selst vel, að sögn Guð-
mundar Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra og eins eigenda Tré-
smiðjunnar Borgar. Meðal annars
fengu Kvartett-innréttingarnar
verðlaun á hönnunardegi Samtaka
iðnaðarins á síðasta ári. Hin inn-
réttingin nefnist T-Borg og hefur
fyrirtækið einkum séð sjálft um
sölu á henni.
Húsbyggjendur og arkitektar hafa
síðan getað lagt fram séróskir um
innréttingar, hvort sem um er að
ræða í einbýlishús eða stofnanir.
Handverksmenn frá Borg hafa kom-
ið víða við með innréttingar sínar.
Auk fjölda einbýlishúsa um allt
land eru innréttingar frá fyrirtæk-
inu að hluta eða öllu leyti í húsum
eins og Ráðhúsi Reykjavíkur, Borg-
arleikhúsinu, Þjóðarbókhlöðunni og
nýja Hæstaréttarhúsinu. Aðspurður
sagði Guðmundur að ekki stæði fyr-
ir dyrum að hefja útflutning á inn-
réttingum, áherslan væri lögð á inn-
anlandsmarkað enda samkeppnin
við innflutning hörð á því sviði.
Trésmiðjan Borg tekur af krafti
þátt í verktakastarfsemi með tilboð-
um í byggingar og samningum um
þær.'Ef síðustu framkvæmdir eru
nefndar til sögunnar má nefna
Bóknámshús Fjölbrautaskólans á
Sauðárkróki, endurbyggingu skóla-
hússins á Hólum í Hjaltadal, smíði
parhúsa á Sauðárkróki, stækkun
Búnaðarbankans og viðbyggingu
íþróttahússins á Sauðárkróki. Tvær
síðasttöldu framkvæmdirnar eru
unnar í samstarfi með byggingar-
fyrirtækinu Friðriki Jónssyni sf.
undir nafninu Óstak hf. en það fyr-
irtæki byggði Steinullarverksmiðj-
una á sínum tima.
„Síðan erum við í viðgerðum og
viðhaldi á gömlum húsum og höfum
sérhæft okkur meira í því í seinni
tíð. Sem dæmi nefni ég að við erum
að gera við Kirkjuhvammskirkju
hjá Hvammstanga og Riis-húsið á
Borðeyri," sagði Guðmundur.
Um ástandið i byggingariðnaði
sagði Guðmundur að það hafi áður
verið verra, ekki síst í byggingar-
framkvæmdum. Meira sé a.m.k.
byggt á Sauðárkróki í ár en í fyrra.
„Þegar við horfum til framtíðar
þá þýðir ekkert annað en að vera
bjartsýnn. Við sjáum til dæmis að á
næstu árum muni viðhald á göml-
um húsum aukast. En menn mega
ekki hlaupa í þann þátt með ein-
hverjum látum. Það verður að
Níunda sumarið hjá Hótel Áningu:
Heilsárshótel er draumurinn
- boðið upp á landsins bestu listamenn og kokka
Sumarið í ár er það níunda sem
Hótel Áning rekur sumarhótel í
húsakynnum heimavistar Fjöl-
brautaskólans á Sauðárkróki. Hin
síðari ár hefur Áning einnig rekið
hótel í Varmahlíð ásamt veitingaað-
stöðu. Alls er þetta gistirými fyrir
um 200 manns, þar af fyrir 140
manns í heimavistinni á Sauðár-
króki þar sem 71 herbergi standa
ferðalöngum til boða. Ef reksturinn
í Varmahlíð og á Sauðárkróki er
samanlagður þá starfa alls tæplega
40 manns á Hótel Áningu.
Auk þess að bjóða upp á gistingu
sér Áning um að bóka í hestaferðir,
Drangeyjarferðir, skoðunarferðir á
sögufræga staði í Skagafirði, fljóta-
siglingu um Jökulsá vestri og
Hjaltadalsá og skipuleggja ráðstefn-
ur. Þá gefst ferðamönnum kostur á
að kaupa pakka inniheldur gist-
ingu, kvöldverð og golf í einn dag á
glæsilegum 9 holu golfvelli Golf-
klúbbs Sauðárkróks að Hlíðarenda.
Vigfús Vigfússon hótelstjóri sagði
við DV að með tilkomu bóknáms-
húss Fjölbrautaskólans fyrir tveim-
ur árum hefði aðstaða til ráðstefnu-
halds stórbatnað og væri nú með
því besta sem þekktist á lands-
byggðinni. Meðal ráðstefna í sumar
má nefna lyflæknaþing þar sem 180
manns voru saman komnir.
Vigfús sagði að frá upphafi hótel-
reksturs Áningar hefði verið lögð á
það höfuðáhersla að bjóða upp á
fyrsta flokks mat og þjónustu, enda
aðstaða öll hin besta á hótelinu.
Landsins bestu kokkar væru ávallt í
starfsliði hótelsins og matargestir,
hvort sem það eru hótelgestir eða
bæjarbúar, gætu síðan rennt niður
kræsingum undir lifandi tónlistar-
flutningi. Meðal listamanna sem
Áning hefur verið með í boði i sum-
ar má nefna Diddú, Egil Ólafsson og
Jónas Þórir. Þá hefur söngvarinn
góðkunni, Jóhann Már Jóhannsson,
verið fastágestur á dagskránni með
sínum ljúfa söng að hætti „Konn-
anna“. Að loknum kvöldverði og
tónlist geta gestir Áningar brugðið
sér á koníaksstofuna og átt huggu-
lega kvöldstund í rómantísku um-
hverfi.
Aðspurður um hvernig sumarið
hefði gengið sagði Vigfús að júní
hefði farið rólega af stað en síðan
væri gistinýting mjög góð til hausts-
ins, eða þar til skólastarf hefst á ný
og sumarhótelið leggst undir vetrar-
feldinn. Hin síðari ár hefur það ver-
ið draumurinn að koma upp heils-
árshóteli á Sauðárkróki og hafa Án-
ingarmenn sett það á stefnuskrá
sína en yfir vetrarmánuðina er Hót-
el Varmahlíð helsta gistiaðstaðan í
Skagafirði.
Hlutfall erlendra ferðamanna í
gistingu hefur verið um 80 prósent.
Að hluta hafa þetta verið ferðamenn
af skemmtiferðaskipum, oft um 200
í einu, sem gista á Áningu á leið
sinni til Akureyrar og Mývatns eft-
ir að hafa komið norður yfir Kjöl og
skoðað Gullfoss og Geysi. Vigfús
sagði að þessir ferðamenn væru
góðir gestir. -bjb
kynna sér hvaða aðferðir henti best
til að gera við hús. Ekki hefur alltaf
verið vandað nægilega vel til við-
halds á undanförnum árum. Hins
vegar hafa arkitektar og verkfræði-
stofur verið að sérhæfa sig meira í
viðgerðum á byggingum. Það hefur
einnig haft í för með sér að þekking
iðnaðarmanna hefur vaxið á þessu
sviði og þar af leiðandi fylgjast þeir
betur með þróuninni," sagði Guð-
mundur.
-bjb
Guðmundur Guðmundsson, framkvaemdastjóri Trésmiðjunnar Borgar,
fylgist hér með Birni Sverrissyni að störfum í innréttingasmíðinni.
DV-mynd ÞÖK
Hluti af Kvartett-innréttingunni sem
Trésmiðjan Borg hefur síðustu
misserin framleitt fyrir Egil Árnason
hf. í Reykjavík og er til sýnis í versl-
un fyrirtækisins í Ármúla 10.
DV-mynd GVA
Blóm, blómaskreytingar
og gjafavörur við öll
tækifæri
Verið velkomin í 4b
llmcmdl Itllð . Blóma- og gjafabúðin
Hólavegi 22, Sauöárkrók,
sími 453-5253
TM-öryggi færðu hjá okkur
Þeir sem láta skynsemina ráða
tryggja hjá Tryggingamiðstöðinni. TRYCGINGA
MIÐSTÖÐIN HF
Söluumboð Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, Suðurgötu 1 • Sími 453 5950 • Fax 453 5661
Vigfús Vigfússon hótelstjór.
DV-mynd ÞÖK
Byggjum einbýlishús
og sumarhús eftir
óskum hvers og eins
Fyrirliggjandi teikningar af húsum ef óskað er.
Ódýr og vönduð vinna.
Sendum tilboð ásamt verklýsingu
innan tveggja daga.
Mikil reynsla af timburhúsum.
Einnig alhliða trésmíðavinna
Dæmi:
• Utanhússklæðningar
• Pallar
• Þök
• Glerjun
Húsin eru ekki í einingum.
Reisum öll hús á
lóðarstað um allt land.
Stuttur afgreiðslutími.
LAUFHAGA 14, SELFOSSI
SÍMI 482-1169 & 896-6649