Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Síða 9
D¥ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 Sauðárkrókur er fallegur bær. Sauðárkrókur: Upphafshátíð afmælisárs Já, það verður hvorki meira né minna en heilt ár tekið undir af- mælisveislu Sauðárkróks. Nú í ár eru liðin 125 ár frá því að byggð fór að rísa þar og á næsta ári verða lið- in 140 ár frá því að Krókurinn varð verslunarstaður, 90 ár frá því hann varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár frá því hann varð kaupstaður. Upp á þetta skal haldið. Fjörið byrjar um helgina þegar fánar verða dregnir að húni kl. 8.00 í fyrramálið. Eftir það verður stans- laus dagskrá alla helgina og ýmsir skemmtikraftar mæta til leiks. Til dæmis má nefna Karlakórinn Heimi, Eirík Hauksson, Magnús Kjartansson, Brúarkvintettinn og Álftagerðisbræður. Farið verður í gönguferð, golfmót og héraðsmót í frjálsum íþróttum verða haldin og myndlistarsýningar opnaðar. Að sjálfsögðu verður bryggjuball um kvöldið þar sem Herramenn munu leika fyrir dansi. Á sunnudag verður einnig fjöl- breytt dagskrá sem' inniheldur til dæmis Karneval, hópreið hesta- manna og hátíðarmessu. Auk þess verður frítt í sund alla helgina, úti- markaður, leiktæki fyrir yngri kyn- slóðina og bátar á Áshildarholts- vatni. -ilk Hátíð í Skálholti Það er ekki bara Þorláksmessa á jólunum. Á sumrin er líka messa heilags Þorláks og þá verður að venju haldin hátíð í Skálholti. Á morgun kl. 16.00 verða tónleik- ar í Skálholtskirkju. Þar frumflytur Skálholtshátíðarkórinn, ásamt ein- söngvuram og blásarasveit, brot úr tveimur Skálholtskantötum eftir Karl O. Runólfsson og Sigurð Þórð- arson. Þessar tvær kantötur voru samdar fyrir Skálholtshátíðina árið 1956 þegar ininnst var 9 alda afmæl- is biskupsstóls í Skálholti. Verk þessi týndust en fundust síðar við tiltekt í Þjóðarbókhlöðunni. Skálholtskórinn er söngfólk úr öllu hinu foma biskupsstifti Skál- holtsstóls. Einsöngvarar verða Loft- ur Erlingsson og Þórunn Guð- mundsdóttir. Á sunnudag verður hátíðarmessa með þátttöku Skálholtshátíðarkórs- ins í Skálholtskirkju kl. 14.00. Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson, dómorganisti í Skál- holti. -ilk Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Landsmót skáta - Á víkingaslóð Á sunnudaginn verður sett landsmót skáta að ÚLfljótsvatni. Yfirskrift mótsins er Á víkinga- slóð og þátttaka verður meiri en nokkru sinni fyrr. Búist er við að um 5 þúsund manns muni sækja mótið að þessu sinni. Boðið verður upp á dagskrá fyr- ir börn og unglinga sem koma til skammrar dvalar á mótinu og áætlað er að ríflega helmingur þjóðarinnar muni fylgjast með þessu viðamikla og skemmtilega móti. Eins og áður sagði verður mótið sett á sunnudag og mun það standa til 28. júlí. -ilk uui helgina, Hálandaleikar á Akranesi Fólk sem langar að sjá sterk- ustu menn íslands takast á í skotapilsum ætti að skella sér upp á Akranes á morgun. Þrátt fyrir að Akranes verði seint talið háfjallasvæði verða haldnir þar hálandaleikar um helgina. Keppt verður í ýmsum krafta- greinum eins og steinakasti, lóða- kasti, sleggjukasti, reiptogi og staurakasti. Munu þetta vera íþróttagreinar sem Skotar iðkuðu af kappi til forna en það er einmitt ástæðan fyrir klæðaburði keppenda. Hálandaleikarnir á Akranesi eru þeir fyrstu í röð sex leika sem haldnir verða víðsveg- ar um landið í sumar. Næstu leikar verða í Hafnarfirði 27. júlí en einnig verða þeir haldnir á Akureyri, i Vestmannaeyjum, Keflavík, Ólafsvík og á Selfossi. Nú um helgina keppa þeir Hjalti „Úrsus“ Árnason, Auðunn Jónsson, Unnar Garðarsson, Sölvi Fannar Viðarsson, Bjarki Viðarsson og Sigurður Matthías- son. Hálandaleikarnir hefjast við Skógræktina á Akranesi kl. 13 á morgun. Þetta verður eflaust frá- bær skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna og í þokkabót er frítt inn á svæðið. -ilk Þeir eru bara sætir í pilsum. Húsavíkurdagar: Líf og fjör um Húsvíkingar ætla að skemmta sér ærlega um helgina og þeir eru bún- ir að setja niður einkar fjölbreytta dagskrá af því tilefni. Nefha þeir dagskrána Húsavíkurdaga og eru herlegheitin þegar hafin. Fílefldir aflraunamenn munu reyna á vöðvana og heyrst hefur að hvergi bangnirofurhugar hafl boðið þeim byrginn. Búist er við athyglis- verðum úrslitum. Smáhýsi Ómars verða vígð, en það eru náðhús, og mun heilbrigðisfullrúi verða við- staddur. Björgunarsveitin mun sýna klifur á kaupfélagshúsinu og slökkviliðið kynnir nýja íþrótt- grein, vatnsknattleik. Fyrirtæki munu kynna framleiðslu sína og farið verður í lunda- og hvalaskoð- unarferðir auk þess sem haldið verður sjóstangaveiðimót. í kvöld og annað kvöld verða svo skemmtanir í HlöðufellTi um þar sem fram koma, meðá arra, hinir sívinsælu Húsavíkur- Greifar. Á sunnudagsmorgun kl. 11.00 verður messa við Botnsvatn en dag- skránni lýkur með gróðursetningu í hrauninu og þá er ætlunin að bjóða upp á grillaðar pylsur. -ilk Góð ganga íViðey Farið verður í gönguferð um Við- ey eftir hádegið á morgun, laugar- dag, og verður lagt af stað þegar ferjan kemur til Viðeyjar klukkan rúmlega tvö. Núna er hafin önnur umferð í raðgöngu sumarsins og verður að þessu sinni gengið um Austureyna norðanverða. Skoðaðar verða mannvistarleifar og ýmis ummerki. -ilk Þær Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jóns- dóttir píanóleikari verða með tón- leika á sunnudaginn í Deiglunni á Akureyri. Hildigunnur lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík haustið 1987. Hún stundaði svo framhaldsnám í East- man tónlistarskólanum í Banda- ríkjunum og lauk þaðan meistara- gráðu árið 1992. Þá var hún ráðin sem uppfærslumaður í Sinfóníu- hljómsveit íslands en hún starfar einnig með Caput-hópnum og Camerarctica. Sólveig, sem er Akureyringur, lauk framhaldsnámi í Texas í Bandaríkjunum. Hún starfar við tónlistarkennslu og píanóleik í Reykjavík og Garðabæ og hefur meðal annars leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Kammer- sveit Reykjavíkur. Tónleikar þeirra í Deiglunni hefjast kl. 20.30. -ilk um Þingvelli Um helgina verður boðið upp á fjölbreytta fræðsludagskrá á Þing- völlum. Á morgun verður farið í labbitúr meðfram vatninu kl. 13.30 og kl. 16 verður gengið um hinn forna þingstað og hugað að minjum og sögu. Á sunnudag verður barnastund í Hvannagjá kl. 13 og svo verður gengið að eyðibýlinu Skógarkoti. Klukkan 14 verður guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Fræðsludagskráin er ókeypis og öllum opin. -ilk Hildigunnur og Sólveig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.