Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Page 12
26
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996
myndbönd
MYNDBWM
tmm'jj
Risaormar í Mexíkó
Það virðist vera eitthvert verðbólgulögmál
ríkjandi í framhaldsmyndum þar sem barátta
manna við einhver óhugnanleg skrímsli eru þemað. Sem dæmi má taka
muninn á Alien og Aliens og þótt hér sé um minni spámenn að ræða
þá virðist sama lögmál gilda. Ef ég man rétt voru risavöxnu neðanjarð-
arormarnir einungis þrír eða fjórir í fyrri myndinni en í Tremors 2 er
búið að drepa svona eins og tylft af þeim eftir kortér. Alls ná þeir að
drepa 28 orma áður en þeir sem eftir eru skipta sér niður í urmul af
litlum illfyglum með lappir og eru þau enn illyrmislegri ef eitthvað er,
þótt af viðráðanlegri stærð séu. Fyrri myndin náði að verða hálfgerður
cult- smellur með því að taka sig ekki alvarlega og bjóða upp á hressi-
legan hasar og ferskan gráglettnishúmor. Númer tvö reynir að leita á
sömu mið en nær ekki alveg upp sömu stemningu. Meifa að segja Fred
Ward virkar fremur klunnalegur þegar hann reynir að endurvinna per-
sónu Earl Basset úr fyrri myndinni. Það má þó oft hafa gaman af mynd-
inni þegar hún er komin á skrið. -pj
TREMORS 2 AFTERSHOCKS. Útgefandi: ClC-myndbönd. Lelkstjóri: S. S. Wllson. Aöal-
hlutverk: Fred Ward, Michael Gross og Helen Shaver. Bandarisk, 1996. Sýnlngartími:
95 mín. Bönnuö börnum Innan 16 ára.
Kynþáttafordómar
Travis er liðþjálfi i herflokki bandarískra blökku-
manna og er staddur í herhúðum í Englandi í seinni
heimsstyrjöldinni meðan beðið er eftir innrásinni í
meginland Evrópu. Hann kemst í kynni við Maggie,
eiginkonu hermanns í breska flotanum, og þau hefja
leynilegt ástarsamband. Þegar eiginmaður hennar
kemur svo heim og kemst á snoðir um samband
þeirra fer í gang atburðarás sem opinberar kyn-
þáttafordóma samfélagsins og ósveigjanlegt órétt-
læti heragans. Um leið uppgötvar Maggie veikleika
sína og hræðslu við fordæmingu samfélagsins. Vel
er vandað til vinnubragða í myndinni án þess að verið sé að reyna að
sýna nein tilþrif og leikaramir standa sig vel í nokkuð vel skrifuðum
og bitastæðum hlutverkum. Þá gengur sagan vel upp og hefur sjálfsagt
mikinn og þarfan boðskap fram aö færa. Myndin er afar þunglyndisleg
og grimm sem einhvern veginn virkar afar fráhrindandi á sólríkum
sumardögum. Þegar skammdegisþunglyndið er farið að leggjast á land-
ann er ágætt að leigja svona myndir og fella tár af samúð með ógæfu-
sömu fólki sem bíða hræðileg örlög. Ætli myndin hífist ekki upp um
svona hálfa til eina stjörnu á veturna. -PJ
THE AFFAIR. Útgefandi: Bergvík. Lelkstjóri: Paul Seed. Aöalhlutverk: Courtney B. Vance
og Kerry Fox. Ensk, 1996. Sýnlngartími: 100 mín. Bönnuö bömum innan 16 ára.
w
★tk
Unglingahryllingur
Sjö framhaldsskólanemar eru kallaðir á fund i
skólastofunni þegar kennslu er lokið á föstudegi án
þess að þeir fái neinar útskýringar á því. Skólastof-
an reynist auð og fljótlega komast þau að því að þau
eru lokuð inni. Þá finna þau illa útleikið lík þar og
sjá í sjónvarpi að verið er að senda beint út frá skól-
anum í vinsælum sjónvarpsþætti og er þar sagt að
eitt þeirra sé morðinginn. Upphefst þá mikil hringa-
vitleysa þar sem krakkarnir hlaupa um húsið og
eru drepnir á hroðalegan hátt, einn af öðrum, þang-
að til aðeins ein súlka er eftir. Kemst hún nokkuð
áleiðis í að leysa morðgátuna og fljúgast á við morðingjann en er svo
skorin á háls um leið og hún fattar hver stendur að baki hryllingnum
í heimskasta lokaatriði sem ég man eftir að hafa séð. Reyndar er allur
söguþráðurinn ótrúlega bjánalegur og leikararnir ömurlegir fyrir utan
aðalleikonuna Lene Laub Oksen, sem er skítsæmileg. Myndin bjargar
sér fyrir horn með nokkrum verulega óhugnanlegum og jafnvel nokk-
uð spennandi hryllingsatriðum. Það er hægt að hafa gaman af henni
með því að slökkva á heilanum. -pj
LOKASTUNDIN. Útgefandi: Háskólabíó. Lelkstjórí: Martin Schmidt. Aöalhlutverk: Lene
Laub Oksen og Thomas Villum Jensen. Dönsk, 1995. Sýningartíml 83 mín. Bönnuö
börnum yngrí en 16 ára.
■ ■
Oskubuska og tveir prinsar
★★
Þessi mynd segir frá bræðrunum Linusi og David
Larrabee. Linus er þurrprumpulegur kall sem rekur
fjölskyldufyrirtækið en David er ábyrgðarlaus glaum-
gosi, sem þó er við það að bæta nokkrum milljörðum i
búið með því að giftast dóttur auðkýfings nokkurs. Þá
kemur Sabrina heim frá París og heillar fyrst David og
slðan Linus upp úr skónum. Eftir soldið grín og
rómans og tár og ástarsorg leysist úr málunum og per-
sónumar raða sér niður á rétta lífsforunauta, ásamt
því að læra mikilvægar lexíur um það hvemig haga
skuli lífí sinu, þ.e. Linus slappar aðeins af og David tekur á sig meiri
ábyrgð. Söguþráðurinn er endurunninn upp úr mynd frá 1954 og er ekki
ýkja merkilegur en myndin hefur hlotið allmikiö lof og verið kölluð nú-
tímaævintýri. Myndin er klisja út í gegn en þessi klisja er svosum sigild
svo sjálfsagt hafa margir gaman af henni. Harrison Ford er ljósi punkt-
urinn í myndinni, enda er hann góður leikari og er í eina hlutverkinu
sem vit er í. I ljósi persónunnar er hálfneyðarlegt að maður skuli varla
taka eftir Juliu Ormond þegar hún er í mynd en hún var eiginlega áhuga-
verðari sem ljóti andarunginn áður en hún fer til Parísar (Ormond með
gleraugu, nördalegt hár og minni farða). -pj
SABRINA. Útgefandl: CIC myndbönd. Lelkstjóri: Sldney Pollack. Aöalhlutverk: Harrison
Förd, Julia Ormond og Greg Kinnear. Bandarisk, 1995. Sýningartiml: 122 mín. Leyfö ölt
um aldurshópum.
ndalisti vikunnar
------ 9. júlí til 15. júlí
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. j J TEG.
1 2 2 Ace Ventura when Nature Calls Warner -myndir j Gaman
2 Ný i ! Seven i J Myndform j j Spenna
3 1 4 ! Assassins Warner -myndir Spenna
4 3 5 "j Dangerous Minds £1 Sam-myndbönd Spenna
5 5 3 j American President j ClC-myndir j Gaman
6 4 5 J Goldeneye J Warner -myndir Spenna
7 6 7 ) The Net Skífan J Spenna
8 7 8 Usual Suspect J Sam-myndbönd í *•? 3$■ j Spenna
9 8 4 J A Walk in the Clouds J Skrfan Drama
10 9 • ' ;j 2 To Die for J J Sam-myndbönd j Spenna
11 11 j 3 ! The Scarlett Letter j Skífan Drama
12 10 3 Nixon Myndform Drama
13 13 ; io ! Nine Months j Skrfan j Gaman
14 is Ný j J 1 I .. - .; • •;;;•■•' ; ' J Losing Isaiah ClC-myndir Drama
15 15 ! 6 Hideaway Skffan 1 Spenna
16 12 j 9 { j Crimson Tide J Sam-myndbönd J Spenna
17 Ný i ; Dr. Jekyll & Ms. Hyde j Sam-myndbönd Gaman
18 ! 16 ! 7 ! Silent Fall Warner -myndir Spenna
Í9 Ný ; i ! Operation Dumbo Drop ! Sam-myndbönd j Gaman
20 17 ! 6 { Suite 16 .. • ív‘J/ Háskólabíó Spenna
Jim Carrey á toppnum^
flce Ventura:
When Nature
Calls
Jim Carrey
Ace er truflað-
ur við hugleiðslu
í afskekktu Búdd-
haklaustri þar
sem hann hefur
leitað sáluhjálpar og huggunar eftir
að hafa mistekist að bjarga lífi
þvottabjamar. Sá sem truflar hann
er breskur konsúll í afrísku smáríki
og erindið er að fá Ace til að hafa
uppi á horfinni leðurblöku sem er
heilagt dýr í augum eigenda sinna,
hins friðsama Wachati ættbálks.
Finnist leðurblakan hins vegar ekki
fljótlega þá er örlögunum storkað og
stórhætta á að ættflokkastríð brjót-
ist út. En til að Ace takist þetta verð-
ur hann að snúa á hættulega óvini.
Seven
Brad Pitt, Morgan
Freeman, Kevin
Spacey og Gwy-
neth Paltrow
Lögreglumað-
urinn Sommer-
set, sem er um
það bil að fara á
eftirlaun, og eftir-
maður hans hinn
ungi Mills fara saman í útkall þar
sem komið hefúr verið að manni
einum látnum við hroðalegar að-
stæður. Þrátt fyrir langa reynslu
hefur Sommerset aldrei upplifað
neitt í líkingu við þetta morð. Hann
fer samstundis að grana að hér búi
eitthvað meira að baki en í fyrstu
sýnist og uppgötvar eftir aðra heim-
sókn sína á morðstaðinn að hér er
um að ræða aftöku sem tengist höf-
uðsyndunum sjö. Granurinn verður
að vissu þegar tilkynnt er um aðra
aftöku og orðið „græðgi“ er málað á
vegg með blóði hins myrta. Nú vita
þeir að þeir geta átt von á fimm af-
tökum til viðbótar og hefst nú
æsispennandi leit að hinum djöful-
lega morðingja sem virðist ætíð
vera skrefi á undan.
flssassins
Sylvester Stallone
og Antonlo Band-
eras
Robert er leigu-
morðingi sem
lengi hefur verið
talinn sá besti.
Samt sem áður
hefúr hann lengi
reynt að finna leiðir til að hætta.
Hann verður því að taka á öllu sem
hann á þegar hann verður sjálfúr
skotmark leigumorðingja sem heitir
Miguel. Sá býr yflr brjálæðislegum
metnaði og hefur hugsað sér að verða
sá eftirsóttasti en til að svo megi
verða verður harrn að ryðja Robert úr
vegi. Það á því mikið eftir að ganga á
þegar þessir tveir fá sama verkeftiið.
Þeim er báðum falið að myrða konu
að nafni Electra. Robert ákveður að
nota þetta tækifæri til að losna úr
bransanum og ásamt Electru reynir
hann að bijóta sér leið til frelsis. En
fyrst þurfa þau að losna við hinn
kappsama Miguel.
Dangerous
Minds
Michelle Pfeiffer
Johnson hafði
lengi dreymt um
að fá tækifæri til
að kenna. Og
þrátt fyrir að
1
I
eiga fyrir höndum stöðuhækkun
innan hersins eftir níu ára störf
þar greip hún umsvifalaust tæki-
færið þegar það gafst og gerðist
kennari krakka sem kerfið skil-
greindi sem vandræðabörn. Þetta
voru unglingar sem lent höfðu í
miklum mótbyr í lífinu, voru fyrir
löngu búnir að missa trúna á fram-
tíðina og treystu engum. En eftir
að Johnson kom til sögunnar
breyttist líf þeirra svo að um mun-
aði. Henni tókst með ötulli baráttu
og ótrúlegri þrautseigju að hleypa
vonarneista inn í líf þeirra og
blása þeim í brjóst lönguninni til
að takast á við andstreymið og
sigra.
American
President
Michael Douglas
og Annette Benn-
ing
Forseti
Bandaríkjanna,
Andrew
Shephard, sinn-
ir sínum veigamiklu störfum af
kostgæfni og nýtur mikilla vin-
sælda meðal fólksins í landinu.
Kosningar eru í nánd og því reyn-
ir enn meira á kænsku hans en
venjulega því að andstæðingarnir
bíða færis. Forsetinn er ekkill en
þegar hin heillandi Syndey Wade
kemur inn í líf hans verður hann
yfir sig ástfanginn. Wade er um-
hverfisvemdarsiúni sem reynir að
koma góðum málefnum sínum
áleiðis og þvi verður samband
þeirra vatn á millu andstæðinga
forsetans. Ofan á þetta bætast önn-
ur erfið mál og fara skoðanakann-
anir að sýna minnkandi fylgi.