Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Síða 3
MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 1996 21 I>V íþróttir Handbolti: Svíarnir skelltu Rússum - Þjóðverjar úr leik eftir tap gegn Egyptum Svíar standa vel að vígi í handbolta- keppni Ólympíuleik- anna eftir að hafa unnið sigur á erki- fjendum sínum, Rúss- um, 22-20, í fyrrinótt. Leikurinn var jafn og spennandi og í hálfleik var staðan jöfn, 11-11. í stöðunni 20-20 skellti sænska vörnin í lás, Magnus Wis- lander kom Svíum í 21-20 og Stefan Lövgren innsiglaði sigur Svía með marki á lokasekúndunum. Magnus Anderson var markahæstur Svía með 5 mörk og þeir Valery Gopin og Dmitri Torgavanov voru með 5 mörk hvor fyrir Rússa. Svíar og Króatar eru efstir og jafnir í A-riðlinum með 6 stig en Rússar eru með 4 stig eftir ósig- urinn gegn Svíum. Þessar þijár þjóðir berjast um tvö efstu sætin í riðlinum en Svisslendingar, sem tapað hafa tveimur leikjum, eiga lítinn möguleika á að kom- ast áfram. í B-riðlinum er ljóst að Þjóðverjar, silfurverðlaunahafar á heimsmeistaramót- inu hér á íslandi í fyrra, eru úr leik í keppninni eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Egyptum, 22-24. Egyptar náðu mest 6 marka forskoti í síð- ari hálfleik. Þjóðverj- ar gripu til þess ráðs að leika vömina framar, tóku tvo leik- menn Egypta úr um- ferð og þetta her- bragð virtist ætla að ganga upp. Þjóðverj- ar söxuðu smátt og smátt á forskotið, minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tækifæri til að jafna en markvörður Eg- ypta sá til þess að svo yrði ekki. Egyptar og heimsmeistarar Frakka standa best að vígi í B-riðlinum en Spánverjar eru einnig inni í mynd- inni í annað af tveim- ur efstu sætunum. Tvær efstu þjóðirn- ar í riðlunum komast áfram og spilað verð- ur í kross. -GH Línumaður Rússa, Dmiti Torgavanov, gengur hér hreinlega yfir sænska fyrirliöann, Magnus Wislander, og skorar. Símamynd Reuter Handbolti karla: A-riðill: Sviss-Kuveit .. . 33-16 Svíþjóð-Rússland . .. . . . . 22-20 Króatía-Bandaríkin . . . . . 35-27 Króatía 3 3 0 0 89-71 6 Svíþjóð 3 3 0 0 71-58 6 Rússland 3 2 0 1 83-58 4 Sviss 3 10 2 74-65 2 Bandarikin 3 0 0 3 62-89 0 Kúveit 3 0 0 3 58-96 0 B-riðill: Spánn-Alsír . . . 20-14 Þýskaland-Egyptaland . . . 22-24 Frakkland-Brasilia . .. . . . 37-23 Frakkland 3 3 0 0 97-70 6 Egyptaland 3 3 0 0 74-58 6 Spánn 3 2 0 1 67-61 4 Þýskaland 3 1 0 2 72-66 2 Alsír 3 0 0 3 52-72 0 Brasilía 3 0 0 3 63-98 0 Þrístökk karla: Harrison kom, sá og sigraði - varö annar í sögunni til að stökkva yfir 18 metra Kenny Harrison frá Bandaríkjunum kom, sá og sigraði í þrístökks- keppninni. Harrison tryggði sér Ólympíumeist- aratitilinn með því að stökkva 18,09 metra. Bret- inn Jonathan Edwards, heimsmeistari og heims- methafi, kom næstur með 17,88 metra og Kúbumað- urinn Yoelbi Quesada vann bronsverðlaunin með 17,44 metra stökki. Ólympíumeistarinn frá því i Barcelona fyrir fjór- um árum, Bandaríkja- maðurinn Mike Conley, varð að gera sér fjórða sætið að góðu en hann stökk 17,40 metra. Sigurstökk Harrisons var nýtt Ólympíumet og hann er aðeins annar þrístökkvarinn í heimin- um sem á stökk yfir 18 metra. Þetta var kærkom- inn sigur fyrir hinn 31 árs gamla Harrison en hann hafði ekki sigraði í grein- inni síðan árið 1991. Jonathan Edwards átti í töluverðum vandræðum. Fyrstu tvö stökk hans voru dæmd ógild og því var mikil pressa á honum í þriðja stökkinu því ef það hefði verið dæmt ógilt hefði hann verið úr leik. Edwards átti aðeins tvö stökk gild í keppninni en hann var óheppinn því tvö af stökkunum sem voru ógild voru yfir 18 metra. Harrison átti sigurinn skilinn Edwards tók ósigrinum mjög vel sem var hans fyrsti í tæp tvö ár. „Það var mikil pressa á mér eftir þessi tvö ógildu stökk í fyrstu umferðun- um. En mér tókst að ná silfrinu og er fyllilega sáttur viö það. Ég held að Harrison sé vel að gull- verölaununum kominn og hann á þau skilið,“ sagði Edwards þegar úrslitin voru Ijós. Fyrir mótið var besti árangur Harrisons 17,93 metrar. Hann varð heims- meistari í greininni árið 1991 og samveldismeistari 1990 og 1994. -GH Blak karla : Holland-Júgóslavía . . . .:....3-6 Ítalía-Rússland ...............3-6 Kúba-Argentína ................3-6 Pólland-Búlgaría...............0-3 Bandaríkin-Brasilía ...........0-3 Suður-Kórea-Túnis .............3-0 Friálsar íbróttir: Þrístökk karla: Kenny Harrison, Bandar.......18,09 Jonathan Edwards, Bretl......17,88 Yoelbi Quesada, Kúbu.........17,44 Spjótkast kvenna: Heli Rantanen, Finnlandi .... 67,94 Louise McPaul, Ástralíu......65,54 Trine Hattestad, Noregi......64,98 Fýrsta gull Finna - Rantanen sigraöi í spjótkasti Finnar hlutu fyrstu gullverðlaun sín á leikunum þegar hin 26 ára gamla Heli Rantanen tryggði sér sigur í spjótkastskeppninni. Sigurkast Rantanen mældist 67,94 metrar og náði hún því strax í fyrstu umferðinni. Lousie McPaul frá Ástralía náði öðru sætinu með því að kasta 65,54 í síð- ustu umferðinni og hún skaust þar með fram úr norsku stúlkunni Trinu Hattestad sem þeytti spjótinu 64,98 metra. Finnar hafa átt góðu gengi að fagna í spjótkasti karla í gegnum tíðina og hafa unnið til sjö gullverðlauna á Ólympiuleikum en gullverðlaun Rantanen voru þau fyrstu sem Finnar vinna í kvennaflokki frá upphafi. Þótti góð í skíðagöngu Rantanen varð i 6. sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona fyrir fjórum árum og varð í í 4. sæti á heimsmeistaramótinu árið 1993. Áður en hún tók spjótkastið alvarlega stundaði hún skíðagöngu og þótti mjög efnileg á þeim vettvangi. -GH Rantanen með bros á vör eftir sig- urinn í spjótkastinu. Stelpan sló í gegn í júdókeppninni Sextán ára stúlka frá Suður- Kóreu, Kye Sun, sló í gegn í júdökeppninni aðfaranótt laug- ardagsins. Hún var óþekkt fyrir leikana en stóð uppi sem sigur- vegari í léttasta flokki kvenna. Þar vann hún Ryoko Tamura frá Japan í úrslitaviöureign en Ta- mura hafði unnið 84 glímur i röö og tapaði siðast árið 1992. Dómararnir í beinu sambandi Nýrri tækni er beitt í dóm- gæslu í knattspyrnu í fyrsta skipti á leikunum. Dómarinn og aðstoðardómaramir eru í þráð- lausu sambandi og geta því rætt saman á meðan leikurinn stend- ur yfir. Schmidt óstöðvandi í körfuboltanum Oscar Schmidt, körfuknatt- leiksmaður frá Brasilíu, er að keppa á sínum fimmtu Ólympíu- leikum. Schmidt er orðinn 38 ára gamall en samt bendir margt til þess aö hann verði stigakóngur leikanna í þriðja skiptiö í röð. Schmidt varö stigahæstur í Seúl 1988 og Barcelona 1992 og hann er efstur á listanum í Atlanta með 33,7 stig að meðaltali í leik. Sambýlismaðurinn fékk líka gull Þau hafa ömgglega sofiö vel saman, þau Kenny Harrison, Ólympiumeistari í þrístökki karla, og Gail Devers, Ólympíu- meistari í 100 metra hlaupi kvenna, í fyrrinótt. Harrison er sambýlismaður Devers og þau tryggðu sér Ólympiugullin tvö nánast á sama tima á laugar- dagskvöldið. Hvað gerir Garcia með Egyptana? Egyptar hafa sýnt og sannað i handboltakeppninni að þeir eru til alls líklegir og margir em farnir að spá þeim verðlauna- sæti i keppninni. Þjálfari Egypta er Spánverjinn Javier Garcia Cuesta en hann þjálfaði áður landslið Bandaríkjamanna og stýrði liðinu í heimsmeistara- keppninni hér á landi í fyrra. Verður keppt í golfi í Sydney árið 2000? Svo gæti farið að golf yrði keppnisgrein á Ólympíuleikun- um sem fram eiga aö fara í Sydn- ey árið 2000. Margir kylfingar hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að hafa golfið með á leikunum og einn þeirra em Ástralinn Greg Norman. Egyptar fá HM árið 1999 Heimsmeistarakeppnin í handknattleik karla verður haldin í Egyptalandi árið 1999. Ásamt Egyptum sóttu Frakkar um að halda keppnina og Þjóðverjar og Svisslendingar sendu sameiginlega umsókn. Næsta heimsmeistarakeppni fer fram í Kumamoto í Japan á næsta ári. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.