Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Page 5
MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 1996
23
Iþróttir
Brassar bestir i
strandblakinu
Brasilia átti fyrstu Ólympíumeistarana í strandblaki kvenna. Þær Sandra Pires og Jackie Silva uröu meistarar eftir
sigur á löndum sínum í úrslitaleik. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í strandblaki á Ólympíuleikum. Vel þótti takast
til og áhorfendur streymdu á leikana til að berja léttklæddu leikmennina augum. Símamynd Reuter
Bandarískur sundþjálfari: _
Sundmenn ekk'
lyfjaprófaðir
nægilega vel
Sundmenn á ólymp-
íuleikunum í Atlanta
hafa ekki verið lyfja-
prófaðir nægjlega vel
og þvi hefur veriö
góður möguleiki fyrir
þá að hafa rangt við.
Þetta segir bandaríski
sundþjálfarinn Ric-
hard Quick.
„Ég held að enginn
sundmaður á þessum
leikum hafi verið próf-
aður nægilega. Svo
framarlega sem einn
íþróttamaður reynir
að svindla á svona
stórmóti er mjög mik-
ilvægt að gripið sé í
taumana strax,“ sagði
Quick við fréttamenn
eftir að sundkeppn-
inni á ólympíuleikun-
um lauk.
Sögusagnir hafa
verið í gangi um að
einhveijir sundmenn
væru með óhreint
mjöl í pokahominu en
enginn hefiir fallið á
lyfjaprófi.
Breytaþarf
framkvæmd
lyfjaprófa
Quick segir að
breyta þurfti fram-
kvæmd lyfjaprófa.
íþróttafólk viti
hvenær framkvæma
eigi prófin og því þurfi
að beita þeim með öðr-
um hætti, taka óvænt-
ar prufur af íþrótta-
mönnunum ekki bara
meðan á keppninni
stendur heldur líka á
æfingum.
„Fyrir 25 árum
fengum við ekki já-
kvæðar niðurstöður
úr lyfiaprófum en í
dag vitum við að
svindl er í gangi og því
verður Alþjóða sund-
sambandið að gera
fleiri prufur.
Kínverskt íþrótta-
fólk hefur lengi verið
grunað um lyfianotk-
un og ekki síst sund-
mennimir.
Á þessum leikum
hafa þeir ekki gert
neinar rósir og hvort
skýringin er að þeir
hafi sagt skilið við lyf-
in er ekki gott að
segja. -GH
—
Susan O Neill frá Ástralíu og írska stúlkan Michelle Smith gengust báð-
ar undir lyfjapróf eftir sigra sína og þar fannst ekkert athugavert.
Amy van Dyken vann fjóra af
13 gullverðlaunapeningum
Bandaríkjamanna í sundinu.
Bandaríkin með
flest gullin
í sundkeppninni
Fjögur heimsmet féllu á sund-
keppni Ólympíuleikanna á móti
9 á leikunum i Barcelona fyrir
fiórum árum.
Belginn Frederek Deburgh-
graeve sló heimsmetið í 100
metra bringusundi karla og
Penny Heyns bætti heimsmetið í
100 metra bringusundi kvenna.
Þá bætti Rússinn Denis Pan-
kratov eigið heimsmet í 100
baksundi og bandaríska boð-
sundssveitin í karlaflokki bætti
heimsmetið í 4x100 metra fiór-
sundinu.
Rússinn Aleksander Popov
skráði nafh sitt í sögu leikanna
þegar honum tókst að sigra í 50
og 100 metra skriðsundi á
tvennum Ólympíuleikum í röð
en það hafði engum tekst áður.
Ungverska stúlkan Krisztina
Egerszegi vann afrek sem engum
hefur tekist hingað til en hún
vann sigur í 200 metra baksundi
á þriðju Ólympíuleikunum í röð.
Fyrsti sigur hennar i greininni
var í Seúl árið 1988 en þá var
hún aöeins 14 ára gömul.
Bandaríkjamenn unnu til flestra
gullverðlauna í sundkeppninni,
alls 13 talsins. Sex þeirra komu úr
boðsundi en þar voru þeir ósigrað-
ir.
Bandaríkjamenn geta verið
bjartsýnir fyrir leikana í Sydney
árið 2000 en Beth Botsford, 15 ára,
sem vann gull og Amanda Beard,
14 ára, sem vann siifúr, eiga örugg-
lega eftir að láta að sér kveða á
þeim leikum. -GH
Kúluvarp:
Barnes fékk
uppreisn æru
Bandaríski heimsmethafinn
Randy Barnes tryggði sér
Ólympíumeistaratitilinn í kúlu-
varpi karla með því áö varpa kúl-
unni 21,62 metra.
Landi hans, John Godina, varð í
öðru sæti með 20,79 metra,
Oleksandr Begach frá Úkraínu
þriðji með 20,75 metrarítalinn Pa-
olo Dal Soglio fiórði með 20,74
metra og Þjóðverjinn Oliver-Sven
Buder fimmti með 20,51 metra
kasti.
Tryggði sér sigurinn í
síöustu umferðinni
Barnes tryggði sér sigurinn í
sjötta og síðasta kasti sínu og fékk
uppreisn æru þvi fyrir 8 árum, á
Ólympíuleikunum í Seúl tapaði
hann gullinu þegar Þjóðverjinn
Ulf Timmerman skaust fram úr
honum í síðustu umferð kúlu-
varpskeppninnar.
Bames, sem átti sjötta lengsta
kastið eftir undankeppnina, fagn-
aði gífurlega þegar hann tryggði
sér sigurinn með því að skjótast
fram úr heimsmeistaranum, John
Godina.
Godina trúði vart eigin augum
og fýlan lak af honum þegar landi
hans fagnaði gullinu.
-GH