Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Qupperneq 10
28 MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 1996 Úrslitin á Landsmótinu Meistaraflokkur karla: Birgir L. Hafþórsson, GL ......283 Þorsteinn Hallgrimss, GV .... 290 Björgvin Þorsteinsson, GA .... 292 Kristinn G. Bjarnason, GL .... 292 Þórður E. Ólafsson, GL ........294 Hjalti Pálmason, GR ...........295 Öm Æ. Hjartarson, GS ..........296 Sigurpáll G. Sveinsson, GA . . . 297 Friðbjöm Oddsson, GK ..........300 Bjöm Knútsson, GK..............300 Björgvin Sigurbergs, GK.......300 Guðm. R. Hallgrims, GS.........301 Viggó H. Viggósson, GR.........304 Sveinn Sigurbergsson, GK .... 304 Jón H. Guðlaugsson, GKJ .... 305 Þorkell S. Sigurðarson, GR . . . 305 Ásgeir J. Guðbjartsson, GK . . . 305 Örn Amarsson, GL...............306 Haraldur Júlíusson, GV.........306 Gunnlaugur Sævarss, GG .... 306 ívar Hauksson, GKG.............308 Styrmir Guðmunds, NK..........308 Siguröur Hafsteinsson, GR .... 309 Júlíus Hailgrimsson, GV.......309 Helgi B. Þórisson, GS ........311 Hjalti Atlason, GR.............311 Einar B. Jónsson, GKJ..........312 Tryggvi Pétursson, GR..........312 Eiríkur Guðmundsson, GR ... 313 Ingi R. Gíslason, GKG..........314 Hannes Eyvindsson, GR..........314 Þröstur Ástþórsson, GS.........315 Davíð Jónsson, GS..............316 Gunnsteinn Jónsson, GK.........317 Halldór S. Birgisson, GHH .... 317 Gunnar Þ. Halldórsson, GK . .. 319 Helgi D. Steinsson, GL.........320 Viðar Þorsteinsson, GA.........321 Ragnar Ólafsson, GR . ........321 Kristján R. Hansson, GK........326 Jens Sigurðsson, GR ..........327 Kristinn Óskarsson, GS.........337 Meistaraflokkur kvenna: Karen Sævarsdóttir, GS.........305 Herborg Arnarsdóttir, GR .... 320 Ólöf M. Jónsdóttir, GK.........322 Ragnhildur Sigurðard., GR ... 327 Þórdís Geirsdóttir, GK.........327 1. flokkur karla: Magnús Jónsson, GS.............300 Hörður M. Gylfason, GK .......303 Kári Jóhannsson, GKJ...........304 Sigþór Óskarsson, GV...........304 Ingólfur Pálsson, NK...........306 Ólafur M. Sigurðsson, GK .... 307 Ólafur H. Jóhannesson, GSE . . 309 Högni R. Þórðarson, GS.........311 Kristján Kristjánsson, GSE ... 311 Kristvin Bjarnason, GL.........311 Skúli Ágústsson, GA ...........312 Davíð M. Vilhjálmsson, GKJ . . 312 Sverrir Þorvaldsson, GA........312 Kári Emilsson, GKJ.............313 Sváfnir Hreiðarsson, GK........313 Brynjar Geirsson, GK ..........314 Nökkvi Gunnarsson, NK..........316 Guðjón R. Emilsson, GR ........316 tvar ö. Arnarson, GK ..........316 Steindór I. Hall, NK...........317 Júlíus Júlíusson, GR...........318 Albert B. Ellsson, GK .........319 Magnús Þórarinsson, GV ........320 örlygur H. Grímsson, GV .... 320 Hermann Baldursson, GK .... 321 Atli Aðalsteinsson, GV ........321 Jóhann Kristinsson, GR.........322 Sigurður R. Samúelss, Gt.......322 Rúnar S. Gíslason, GR..........322 Ásbjöm Garðarsson, GV .........324 Haraldur Ringsted, GA .........324 Pétur Þ. Grétarsson, GR .......324 Sigþór Sævarsson, GS ..........324 Ragnar Guðmundsson, GV .... 325 Júlíus J. Jónsson, GS .........325 Jón G. Pétursson, GG ..........326 Ingi Árnason, GB...............327 Óskar B. Ingason, GO ..........327 Magnús Guölaugsson, GJÓ ... 329 Peter Joseph, GR...............329 Gylfi Kristinsson, GS..........329 Sigurður Þ. Gunnarsson ........329 Böðvar Berþórsson, GV..........330 Jón Jóhannsson, GS ............331 Hafliði Ingason, GV............331 Ársæll Sveinsson, GV ..........331 Sigurður Sveinsson, GV.........332 Eyþór Harðarson, GV ...........333 Skarphéðinn Birkisson, GA . .. 334 Þorsteinn Þorsteinsson, GR . . . 334 1. flokkur kvenna: Lilja G. Karlsdóttir, GK.......335 Jakobína Guðlaugsd, GV.........346 Erla Adolfsdóttir, GA..........354 Halldóra Halldórsdóttir, GF . . . 355 Magdalena Þórisdóttir, GS .... 362 Guðfinna Sigurþórsd, GS........385 DV Iþróttir „Gekk rosalega vel“ „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi gengið rosalega vel. Það kom nánast ekkert upp á sem setti strik í reikninginn,“ sagði Bergur Sigmundsson, for- maður Golfklúbbs Vestmannaeyja, eftir Landsmótið. „Hér hafa allir lagst á eitt, starfsfólkið, sjálfboða- liðar í skálanum og úti á velli stóðu sig frábærlega. Við í mótsnefndinni viljum þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir vel unnin störf. Þá vil ég þakka keppendum fyrir drengilegan leik og veð- urguðunum fyrir gott samstarf," sagði Bergur Sig- mundsson við DV eftir Landsmótið. Sigldi á trillu sinni á Landsmótið í Eyjum - Magnús Jónsson, GS, sigurvegari í 1. flokki karla Karen Sævarsdóttir, GS, varö Islandsmeistari í golfi í 8. sinn i röð um helgina í Vestmannaeyjum. Einstakur árangur hjá þessum snjalla kylfingi sem hér fagnar sigrinum. Áttundi meistaratitill Karenar á átta árum Karen Sævarsdóttir, GS, gerði sér lítið fyrir og varð íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna áttunda árið í röð. Þetta hefur enginn ann- ar kylfingur leikið eftir. Karen var í sérflokki, lék á 305 höggum, 15 höggum betur en Herborg Arnars- dóttir, GR, sem varð í öðru sæti „Ég lék bara mitt golf, þetta var ekkert flóknara en það. Ég átti satt best að segja von á mun harðari keppni að þessu sinni því hinar stelpurnar hafa ver- ið að spila vel í sumar. Þess vegna komu þessi úr- slit mér nokkuð mikið á óvart,“ sagði Karen i sam- tali við DV eftir Lands- mótið. „Það eina sem liggur fyrir hjá mér er að halda áfram og sjá hvort ég fæ ekki meiri keppni á næsta Landsmóti. Þetta var skemmtilegasta Landsmót sem ég hef tekið þátt í og vonandi verður það hald- ið sem fyrst aftur í Vest- mannaeyjum," sagði Karen ennfremur. Aðeins fimm konur tóku þátt í meistaraflokki kvenna og er það með hreinum ólíkindum þegar vinsældir golfiþróttarinn- ar eru hafðar 1 huga. Von- andi verða þær fleiri kon- urnar í meistaraflokki á næsta Landsmóti. Magnús Jónsson, GS, kom sá og sigraði í 1. flokki karla á Landsmót- inu í Eyjum. Magnús, sem er trillukarl að at- vinnu, kom siglandi á trillu sinni til Eyja. Hann lék frábært golf sem hefði dugað honum til 10. sætis i meistaraflokki karla. Magnús lék holumar 72 á 300 höggum. Að móti loknu sigldi hann aftur til Keflavíkur með gullverðlaun sín og Lundabikarinn innanborðs. „Ég hef voðalega lítið getað æft. Ég hef verið trillukarl undanfarin 13 ár en reyni að fara í golf þegar færi gefst. Ég ákvað að skella mér á Landsmótið þar sem það var bann- helgi en ég er á aflamarki og það gengur bara vel. Það er óhætt að segja að vel hafi fiskast um þessa helgi þótt með öðru móti sé en venjulega hjá mér,“ sagði Magnús í samtali við DV eftir mótið. „Mótið var frábært í alla staði og viðurgjömingur, umgjörð og völlur- inn til hreinnar fyrirmyndar," sagði verðlaun sín afhent um borð í Herj- Magnús ennfremur en hann fékk ólfí. Magnús lék fyrsta hringinn á 78 frábærar viðtökur þegar hann fékk höggum en þrjá næstu á 74 höggum. Trillukarlinn Magnús Jónsson, GS, tekur við verðlaunum sínum úr hendi Hannesar Guðmundssonar, forseta Golfsambands íslands. Fjórum sinnum hola í höggi Ejórir kylfmgar fóra holu í höggi á Landsinótinu, tvívegis í æfingahringjum og tvívegis í keppninni sjálfri. Þeir sem náðu draumahögg- inu voru Jónas H. Baldursson, GR, í 2. flokki, Hafliði Ingason, GV, í 1. flokki, Ragnar Ólafsson, GR, i æflngahring og einnig Sig- urður Gunnarsson, GJÓ. Notaöi 15 högg á skrímslinu 13. brautin á vellinum í Eyjum reyndist mörgum erfið á Lands- mótinu en sá sem fór einna verst út úr henni var Sigurður Þór Sveinsson, GV. Brautina, sem af mörgum er kölluð Skrimslið, lék Siguröur á 15 höggum. Brautin refsar kylfmgum illilega verði þeim á í messunni. Og enn á teig eftir fimm högg Einn keppandi í 3. flokki lenti heldur betur í vandræöum einn daginn á 1. teignum. Upphafshögg hans fór um þrjá metra frá teignum. Þá reyndi hann aö slá boltann úr slæmri legu með járni og eftir þrjú vind- högg skaust kúlan aftur upp á teiginn. Þá voru höggin orðin fimm og kappinn enn á teig. Varasamt að blóta með sjálfum sér Stöð 2 hafði einkarétt á sýn- ingum frá Landsmótinu. Eitt kvöldið, þegar sýnt var frá mótinu, sást kylflngur frá Eyjum í nærmynd og var greini- legt að hann var ekki alls kostar ánægður með höggið skömmu áður. Eitthvað tuldraði hann með sjálfum sér. Þrátt fyrir að ekkert heyrðist í kylflngnum var ljóst að þar var ekki farið með guðsorð. Daginn eftir var þessum sama kylflngi sagt að hringt hefði ver- ið í Stöð 2 frá Félagi heyrnar- daufra og kvartað yflr ljótum munnsöfnuði í útsendingum stöðvarinnar frá mótinu. 1. flokkur kvenna: „Sá völlinn mjög vel í þetta sinn“ Lilja Guðríður Karlsdóttir, Golfklúbbnum Keili, varð ís- landsmeistari í 1. flokki kvenna. Lilja Guðríöur lék á 335 högg- um og hafði mikla yflrburði. Jakobína Guðlaugsdóttir, GV, kom næst og var hún 11 höggum á eftir Lilju Guðrúnu. Hún sigr- aði I 2. flokki kvenna á Lands- mótinu á Hellu í fyrra þannig að segja má að hún sé á hraðri upp- leið í golfinu. „Ég er þokkalega ánægð með hvernig ég spilaði. Ég átti reynd- ar ótrúleg klaufahögg inni á milli. En mér tókst að lækka mig í 'forgjöf. Að því stefndi ég þvf það hefur verið óttalegt gauf á mér upp á síðkastið. Ég tók þessu bara létt og var ekkert að láta þetta pirra mig þótt illa gengi um tíma. Auðvitað stefhdi ég að því að vinna og spila mitt golf, eins og sagt er,“ sagði Lilja Guðrún sem er aðeins 21 árs. „Ég spilaði hérna í Eyjum í fyrra. Þá sá ég eklært fyrir svartaþoku. Það var því gaman að sjá völlinn vel núna. Ég verð að segja að umhverfíð og völlur- inn eru alveg meiri háttar." Inn á bílastæðið Yfirdómarar Landsmótsins voru Rósmundur Jóns- son og Frimann Gunnlaugsson. Þeir höfðu í nógu að snúast frá morgni til kvölds en Frímann sagði að engin meiri háttar mál hefðu litið dagsins ljós. „Við vorum kallaðir út af minni háttar úrskurð- um. Einu skondnu atriði man ég eftir. Á12. braut sló keppandi út á veg. Kúlan rúllaði niður götuna og i bíl. Þaðan fór hún inn á innkeyrslu. Ég úrskurðaði aö boltinn væri innan svæðis og viðkomandi fengi fría lausn. Kylfingurinn sagði að þetta hefði verið besti úrskurður sem hann hefði orðiö vitni að.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.